Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 B 7 Logi Ólafsson, þjálfari Islandsmeistara ÍA A yon á fleiri liðum en ÍAog KR í baráttu „ÉG á von á því að það verði fleiri lið en ÍA og KR sem verða með í baráttunni um titilinn. Það er hefð fyrir því að lið komi á óvart og ég man eftir því þegar ég þjálfaði Víking þá átti enginn von á því að við mynd- um vinna mótið. Þó svo Akra- nes hafi unnið ífyrra komum við ekki til með að Ifta svo á að við séum að verja eitt né neitt, — það kemur ekki til með að hjálpa okkur í sumar að hafa unnið í fyrra, nema síður sé,“ segir Logi Ólafsson, þjálf- ari íslandsmeistara ÍA við . Morgunblaðið á biaðamanna- fundi í gær. Logi tók við þjálfun ÍA frá Herði Helgasyni sl. vetur en Logi var þjálfari kvennalandsliðsins síðasta sumar. „Ég sá nokkra leiki með ÍA í fyrra og ég get vonað það að við verðum sterkari í ár. Við höfum undirbúið okkur vel, mannskapurinn er að mestu sá sami og ungu strákarnir í liðinu eru árinu eldri,“ segir Logi. „Eina breytingin á liðinu er sú að Bibbi [Mihaljo Bibercic] er genginn í raðir KR-inga en á móti höfum við fengið Deijan Stojic frá Júgóslavíu." „Það hefur gengið upp og ofan í æfingaleikjunum. Við erum búnir að leikja sautján leiki á undirbún- ingstímanum, í Litlu bikarkeppninni, móti á Kýpur og æfingaleiki hér heima. Við erum þokkalega sáttir við æfingaleikina þó það sé líka ýmislegt sem við þurfum að laga. Aðstæður til að leika knattspyrnu hér yfir vetrartímann eru ansi bág- bornar og ég held að menn þurfi ekki að hafa stórar áhyggjur af því, það mun breytast með hækkandi sól og grænna grasi.“ Aðspurður um það hvaða félög væru líkleg til að blanda sér í barátt- una á toppnum sagði Logi að það væri erfitt að spá um því liðin væru jöfn. Fram og Valur, Kefiavík og Vestmanneyingar gætu öll blandað sér í baráttuna. • Samkvæmt spánni virðast spá- menn félaganna helst hallast að sigri KR þrátt fyrir að meistarar þriggja síðustu ára stilli upp svipuðu liði og í fyrra. „Ég er hvorki svekktur né glaður yfir þessari spá. Auðvitað fylgir því meiri pressa að vera handhafi titils- ins heldur en að vera spáð efsta sætinu. Það verður að hugsa fram- ávið og taka hvert verkefni fyrir sig, einbeita sér að því, og gera sér grein fyrir því að þetta er vinna. Menn þurfa að leggja gífurlega mikið á sig, það vilja öll lið vinna meistarana og þess vegna er aukaálag á liðinu. En það er ekki bara pressa sem fylg- ir því að þjálfa Akranesliðið. Maður finnur líka mikla samstöðu frá fólki á Akranesi," segir Logi. Morgunblaðið/Golli Amór með fyrsta mark sitt í sumar ARNÓR Guðjohnsen — sem á myndinni er með knöttinn í leik gegn IFK Gautaborg — gerði sitt fyrsta mark fyrir Örebro á þessari leiktíð í gærkvöldi þegar liði mætti Öster á útivelli í sænsku deildarkeppninni í knattspyrnu. Óster komst í 2:0 en Arnór minnkaði muninn og skömmu síðar jöfnuðu gestirnir. Önnur úrslit urðu þau að Rúnar Kristinsson og félagar í Órgryte töpuðu heima fyrir Hammarby 0:1, Degerfors tapaði heima fyrir Helsingborg 0:2 og Djurgaarden tapaði heima fyr- ir AIK 1:2. Halmstad vann Norrköpping 2:0, Malmö og Gautaborg gerðu 1:1 jafntefli og Frölunda vann Trelleborg 1:0. Sígandi lukka erbest „BREIÐABLIKSMENN hafa séð þessa spá áður og ég vona bara að bæði ég og leikmennirnir séum með það stórt hjarta að það slái hraðar þegar á hólminn er komið, sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Breiða- bliks sem spáð var 9. sæti og falli. Bjarni sagði að æfingaleikir vors- ins hefðu gengið viðunandi, æfinga- tímabilið verið langt og það þyrfti að skoða í heild. „Ég tel að við höfum lagt mikið inn frá því í nóvember og það verður að koma í ljóst hvemig sú innistæða ávaxtar sig.“ Breiðablik hefur misst þijá leik- menn, Einar Páll Tómasson fór til Noregs, Valur Valsson fór til síns gamia félags, Vals og Kristófer Sig- urgeirsson fór til Svíþjóðar. Anthony Karl Gregory gekk hins vegar til liðs við Kópavogsliðið. Aðspurður um markmið Blika á þessari leiktíð sagði Bjarni: „Það hlýtur að vera að halda liðinu í deild- inni. Breiðablik hefur rokkað milli deilda síðustU fimmtán árin og það er mjög mikilvægt fyrir félagið að ná að festa sig í sessi í fyrstu deild. Menn mega ekki vera með of miklar væntingar, því þá verður fallið meira ef það kemur. SSgandi lukka er best í þessum efnum,“ sagði Bjarni. Morgunblaðið/Kristinn Skagamenn skeinuhætlir AKURIMESINGAR tóku KR-inga í bakaríið í Meistarakeppni KSÍ á Akranesi í gærkvöldi — sýndu sannkallaða meistaratakta og sigruðu 5:0. KR-ingum var spáð íslandsmeistaratitli í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna 1. deildarliðanna í gær, en ef marka má leik gær- kvöldsins verða þeir heidur betur að taka slg saman í andlitinu fyrir 1. deildarbaráttuna. Á myndinni eigast þeir við í gærkvöldi, Steinar Adoifsson, KR-ingur og Kári Steinn Reynisson, ÍA. Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur sem spáð er neðsta sætinu „Ég er bjartsýnn á sumarið" „ÉG er með nokkuð góðan hóp leikmanna en ég er búinn að vinna með þessum strákum í eitt og hálft ár og ég er bjartsýnn á sumarið. Við erum reyndar með óreyndasta hópinn af öllum liðum deildarinnar og meðalaldurinn hjá okkur er aðeins 22 ár. Hins vegar kvíði ég ekki sumrinu, önnur lið þurfa að leika vel til að sigra okkur alveg eins og við þurfum Itka að leika vel til að sigra," segir Lúkas Kostic, þjálfari nýliðanna úr Grindavík. Ispá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna var Grindavík spáð neðsla sæti í deildinni. En telur þjálf- arinn að það verði hlutskipti Grinda- víkur að beijast fyrir sæti sínu í deildinni í sumar? „Ég get ekki spáð um það hvar við verðum í deildinni. Þetta verður örugg-lega erfið barátta og það má oft lítið út af bregða hvort menn eru i efri eða neðri. hlutanum. Hvert ein- asta lið verður að berjast fyrir stig- um sínum í deildinni en ég er með góðan hóp og treysti strákunum til að standa sig vel.“ Lúkas sagði að hann væri hættur að spila, hans væri ekki lengur þörf inni á vellinum og að leikmenn gætu spjarað sig án hans. Nokkrar breyt- ingar hafa verið á liðinu frá því í fyrra. „Við misstum Inga Sigurðsson og þeir Hjálmar Sigurðsson og Páll Valur Björnsson eru líka farnir og ég óska þeim alls hins besta. A móti eru komnir frábærir leikmenn og félagar, Tómas Ingi Tómasson, Þorsteinn Jónsson og Zoran Ljubicic. Við þurfum því engu að kvíða en við þurfum að svitna fyrir stigum okkar í deildinni," sagði þjálfarinn. „Æfingaleikirnir lofa góðu og lið- ið hefur batnað með hverjum leikn- um. í síðasta leiknum fyrir mótið lékum við gegn Þrótti Reykjavík og þö við værum ekki með alla okkar bestu leikmenn sigruðuín við 6:3 og fengum auk þess átta dauðafæri sem við hefðum átt að nýta. Ég get ekki sagt að allur leikur okkur hefði ver- ið góður en við höfum enn tíma til að laga það sem á bjátar.“ Lúkas sagði að hann hefði lagt mikla áherslu á að leikmenn sínir væru í góðu úthaldi og sagði að að því leyti stæði lið hans öðrum ekki að baki nema síður væri. „Það er engin óregla í liðinu og ég ætlast til þess af leikmönnum að þeir rífist ekki við andstæðinga eða dómara í leikjum." Kanchelskis vill ekki leika undir stjórn Fergusons ANDREJ Kanchelskis til- kynnti í gær að hann gæti ekki leikið lengur undir stjórn Alex Fergusons hjá Manchest- er United en hann liefur ekki verið í liðinu síðan hann fékk magakveisu eftir landsleik í síðasta mánuði. Þetta er önnur uppákoman í félaginu á tveim- ur dögum en í fyrradag kom fram að Manchester City vildi fá Brian Kidd, aðstoðarmann Fergusons, sem framkvæmda- stjóra í staðinn fyrir Brian Horton, sem var látinn fara. „Andrej elskar félagið, leik- mennina og stuðningsmennina en getur ekki unnið með fram- kva?mdastjóranum,“ sagði Grigory Esaylenko, umboðs- maður Ukrainumannsins. United mætir Everton í úr- slitum ensku bikarkeppninnar á morgun og Ferguson var æfur yfir ummælum leik- mannsins svo skömmu fyrir þennan mikilvæga leik. „Hann valdi rétta tímann. Við rædd- um við hann og umboðsmann hans í síðustu viku og ég hélt að við hefðum gengið frá mál- inu. Allt virtist vera í lagi en við verðum að sjá til hvað ger- ist.“ Kanchelskis gerði fimm ára samning við United í fyrra og Ferguson vill halda honum en vill ekki ræða við leikmanninn fyrir úrslitaleikinn. „Ég fer í frí cftir helgi og við sjáum hvað gerist ísumar,“ sagði Ferguson. „Á tímabili áttum við í samskiptaörðugleikura en minn skilningur er að þeir séu að baki. Ég geri ráð fyrir Andrej á næsta tímabili og hann er svo sannarlega inni í framtíðarskipulagi mínu hjá Manchester United.“ Ferguson var ánægðari með tíðindin varðandi Ryan Giggs, en hann stóðst læknispróf í gær og getur þess vegna leikið á morgun. Hins vegar hefur hann ekki spilað síðan hann meiddist 12. apríl og Ferguson vildi ekki segjatil um hvort hann yrði með á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.