Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ihars Fíll með nasakvef JÚMBÓ karlinn hnerraði svo svakalega að hann leystist upp í nokkra hluta þegar bólginn raninn slengdist í allar áttir í kvefínu mikla sem gekk yfír byggðir fílanna um daginn í henni Afríku. Það eru líka til fílar á Indlandi. Dúmbó vinur hans Júmbó kom að honum og ætlaði sér að tjasla vini sínum saman, en það reyndist þrautin þyngri, hlutamir voru ekki allir úr Júmbó. Vesalings Dúmbó er ráð- þrota. En hva, hvað er að gerast? Jú, þið komið til skjalanna og hlaupið undir bagga með honum og í rólegheitunum komið þið auga á bútana sem ekki passa í myndina af honum Júmbó og þá er enginn vandi að koma vininum í lag. Ef þið hins vegar eruð jafn ráðalaus og Dúmbó, getur ver- ið að þið fínnið svar við þessu öllu saman einhvers staðar annars staðar í blaðinu ykkar, Myndasögum Moggans. Ekki gefast upp, þið getið þetta eins og annað sem þið ætlið ykkur. Kastið kúlunum FYRST spyrjið þið mömmu ykkar eða pabba kurteisiega hvort þið megið fá álpappírsrúlluna í einum eldhússkápnum lánaða - eldhússkúffurnar eru líka vin- sæll staður fyrir álpappírinn. Ef svarið er jákvætt hnoðið þið 6 kúlur úr ál- pappírnum. Þeir sem taka þátt í leiknum, skiptast á að kastai kúlunum upp í loft og grípa þær síð an. I fyrstu atrennu á að grípa eina kúlu, í annarri tvær kúlur, síðan þrjár, þá fjórar, svo fímm og að lokum sex kúlur. En athugið eitt, aðeins má nota EINA hönd. Sigur- vegari er sá sem best gengur að grípa réttan fjölda af kúlum. Aðvörun! Þeir sem eru tapsárir eru ekki vinsælustu spilafélag- amir. 511B &/4_ Hvað er VK? ÞAÐ býr strákur i Reykjavík. Vitið þið hvar hann á heima. Vitið þið hvað hann heitir? Aaaalveg rétt hjá ykkur! Þið eruð svoooo dugleg! Það eru nefnilega margir, margir strákar sem eiga heima í Reykjavík. En á þessari stundu lesum við eingöngu um einn þeirra. HVEEEERN? Nú, auðvitað hann Kára Emil Helgason, 6 ára, Veghús- um 1, 112 Reykjavík. í fyrirsögninni er spurt hvað VK sé. Við vitum að vaff er stafurinn V og ká er stafurinn K, kannski er þetta skamm- stöfun hjá honum Kára Emil, en við getum ekki ráðið í hana, við vitum ekki hvað hún stend- ur fyrir. Við erum í algjörri óvissu. Æi, hvað eigum við til bragðs að taka? Heyriði mig nú, þetta er að verða meiriháttar mál, krakk- ar. Nú er mál að linni. Við þökkum unga listateikn- aranum kærlega fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.