Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.1995, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 D MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 Gáta HÉRNA er gáta frá henni Öglu Friðjóns- dóttur úr Hafnar- fírði. Hvað er það sem er gult og hoppar um á götunni? Svar: Sítróna með hiksta! Ljóð Sumarið er komið sólin fer á kreik g Krafturinn í lífinu KÆRI Moggi. Myndin sem við sendum heit- ir Sumar. Saga, Þingvöllum, Helga, Sólheimum, Heiðrún, Mosfelli. Lausn mála Svo mörg voru þau orð frá þeim vinkonunum í Árnes- sýslu. Hafið kærar þakkir fyr- ir, stúlkur. Gaman væri að heyra hvað þið eruð að bjástra í sveitinni. Myndin ykkar er svo sannar- lega sumarleg, sólin skín, him- inninn er heiðríkur, blómin drúpa höfði í virðingu fyrir líf- inu, lækurinn liðast um máða steina, tréð er í fullum skrúða. Náttúran er í blóma lífsins. Það er gaman að vera til á slíkum degi og finna kraftinn í lífinu allt um kring. Gangi ykkur allt í haginn, kæru vinkonur. ÞAU fílabrot sem ekki passa í myndina af viní okkar Júmbó eru númer fimm og átta. Gátu ekki allir leyst þetta? Auðvitað getið þið ekki svarað þeirri spurningu frekar en ég. Þið eruð svo mörg sem lesið Myndasög- urnar eða skoðið þær, að ómögulegt er fyrir þig eða mig eða nokkurn annan að svara spurningunni hvort allir hafi ekki getað leyst þetta. Morgunblaðið er prentað í risastórri prentvél í meira en 52.000 eintökum 6 daga í viku. Það kemur til ykkar alla daga nema mánudaga, því að á sunnudögum á starfsfólk Moggans frí eins og flestir aðrir, ekki allir þó. Takiðeftir, takið eftir! ELSKULEGU börn! Hér með tilkynnist það formlega, að vinaleikurinn svo- kallaði er ekki lengur við lýði, eins og þið hafið væntanlega tekið eftir á síðustu mánuðum. Það er þá komið á hreint. Þið getið því hætt að senda myndir af ykkur tii birtingar í fyrrgreindum leik. Ein og ein mynd berst svona annað veif- ið. Við þökkum fyrir sýndan áhuga og þátttökuna. blómin vaxa brátt skýin bregða á leik börnin eru sátt. Höfundur:Agla Friðjónsdóttir, Einibergi 19, 220 Hafnarfjörður. Já, bömin eru sátt, seg- ir í ljóðinu - og vona ég innilega að þið megið eiga gott sumar og þið verðið sátt við ykkur sjálf og alla í kringum ykkur, bestu krakkar í heimi. Hverjir em bestu krakk- ar í heimi? Vitið þið það. íslensk böm? Dönsk börn? Kínversk börn? Börn frá Rúanda? Börn frá E1 Salvador? Allt er það rétt, en svarið er í rauninni miklu einfaldara, nefnilega ÖLL HEIMSINS BÖRN! - ÍY ~,i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.