Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.1995, Blaðsíða 1
A'NDSMAN fNwjpiiiHbiMfr 199S KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR25. MAI BLAÐ D Ellert B. Schram eftirlitsmaður á leik AC Milan og Ajax ELLERT B. Schram, forseti ÍSÍ og fyrrum einn af varaf ormöimum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, var eftirlitsmaður sambandsins á úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða — AC M ilan og Ajax í Vinarborg í gærkvðldi. Þetta er mikill heiður fyrir Ellert B. og íslenska knattspyrnu. Þess má geta að Ellert B. hefur starfað í mðrgum nefndum og gengt mðrgum trúnaðarstðrfum fyrir UEFA á undanfðrn- um árum. Jón Arnar keppir í Austurríki JÓN Arnar Magnússon, tugþrautakeppi úr UMSS, mun keppa á geysilega sterku tugþrautamóti í Gðtz- is í Austurriki um helgina. Fyrir utan Evrópu- og heimsmeistaramót er þetta sterkasta tugþrautamót sem haldið er í heiminum. Alls keppa 36 af bestu tugþrautamðnnum heims á mótinu. Jón Arnar, sem hefur náð best 7.876 stigum, íslandsmet, er í góðri æfingu um þessar mundir og náði hann tæplega 7.900 stigum í æfingatugþraut í Baudar íkjunum á dðgunum. Hann undirbýr sig nú af kappi fy rir Ólympíuleikana í Atlanta á næsta ári. New York vill halda Pat Riley NEW York hefur boðið Pat RUey, þjálfara, 9 mUljón- ir dollara eða 490 miUjónir íslenskar krónur fyrír þriggja ára samning. Riiey, sem hefur verið með liðið síðustu fimm árin, er ekki alveg tilbúinn að skrifa undir. Hann segir að það verði að gera mikl- ar breytingar á liðinu ef hann á að halda áfram. Forráðamenn New York vilja gera aUt til að halda honuin og eru jafnvel tilbúnir að gera breytingar á leikmannaskipan liðsins. Robinson leikmaður ársinsíNBA I) AVID Robinson, miðherji San Antonio Spurs, var útnefndur leikmaður ársins f NBA-deiIdinni í kjöri sem bandarfskir fþróttafréttamenn stóðu fyrir. Hann gerði 27,6 stig að meðaltali í leik í vetur, tók 10,8 frákðst og varði 3,2. skot. ShaquUIe O'Neal var í ððru sæti í kjörinu. Robinson sagðist ekki hafa mik- inn tíma til að halda upp á þetta þvf hann væri með hugann við lokabaráttuna í úrslitakeppninni. „Þetta er engu að sfður mikUl heiður fyrir mig," sagði leik- maður ársins. Hákon fótbrotinn HÁKON Sverrisson, 21 árs landsUðsmaður úr Breiðablik, ristarbrotnaði undir lok leiksins á Akra- nesi á þriðjudaginn. Hákon er kominn f gips upp að hnéáhægrifæti —hannverðurfrákeppniísextil átta vikur. Þetta er mildl blóðtaka fyrir BreiðabUk. Rijkaard fagnaði sigri TÁNINGURINN Patrick Kluivert tryggði Ajax Evrópumeistaratitl- inn í gærkvöldi í Vín, þegar hann skoraði sigurmarkið fimm mín. fyrir leikslok, eftir að hafa komið inná sem varamaður og leikið í sextán mín. áður en hann skoraði af átta metra færi. Hann fékk sendingu frá Frank Rijkaard, en það var einmitt hann sem skor- aði sigurmark AC Milan gegn Benfica í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í Vin fyrir fimm árum. Leikurinn varð aldrei í háum gæðaflokki — hið unga lið Ajax var meira með knöttinn, en leik- menn AC Milan áttu hættulegri skot að marki. Rijkaard er fimmti leikmaðurinn í 40 ára sðgu Evrópukeppni meistaraliða til að vinna meistaratitilinn með tvéimur liðum, en hann er fyrsti leikmaðurinn til að vinna titilinn gegn fyrrum liði sínu. Þetta var síðasti stórleik- ur Rijkaard, sem er 32 ára, en hann ætlað að leggja skóna á hill- - una eftir síðasta leik Ajax í hollensku deildarkeppninni um næstu helgi. Það var mikil blóðtaka fyrir AC Milan stuttu fyrir leikinn, að Dejan Savicevic, sem skoraði tvö mörk gegn Barcelona í úrslita- leiknum í fyrra, 4:0, f'éll á læknisprófi og gat ekki leikið með. Ajax hefur ekki orðið Evrópumeistari síðan liðið vann þrjú ár íröð 1971,1972 og 1973.Þámágetaþessað Ajaxtapaðiúrslita- leik fyrir AC Milan 1969, þegar flestir leikmenn Ajax-liðsins sem Iéku í gærkvöldi, voru ekki fæddir. Ajax hefur orðið Evrópumeist- ari fjórum sinnum eins og Liverpool, AC Milan hefur orðið fimm sinnum meistari og Real Madrid oftast, eða sex sinnum. Svíþjóðarfarana ÁSGEIR Elíasson, landsliðs- þjálfari, hefur valiö nítján manna landsliðshóp fýrir Evr- ópuleik gegn Svíum á Rásunda- leikvellinum í Stokkhólmi f immtudaginn 1. júní. Átján leikmenn fara til Stokkhólms. Níu útlendingar eru í landsliðs- hópnum og þar af fjórir sem leika með liðum í Svíþjóð. Fimm ieikmenn íslandsmeistara Akraness eru í hópnum, sem er skipaður þess- um leikmönnum: Markverðir: Birkir Kristinsson, Fram.............32 Friðrik Friðriksson, ÍBV..............25 Sóknarleikmenn: Varnarmenn: Arnór Guðjohnsen, Örebro..........57 Guðni Bergsson, Bolton...............60 Eyjólfur Sverrisson, Besiktas......20 Kristján Jónsson, Fram...............37 Arnar Gunnlaugsson, Niirnberg..l3 Izudin Daði Dervic, KR................12 Bjarki Gunnlaugsson, Nurnberg.. 9 Sigursteinn Gíslason, ÍA..............11 Átján leikmenn fara til Svíþjóð- Hlynur Birgisson, Örebro............ 9 ar, þannig að einn fellur út á laugar- Ólafur Adolfsson, ÍA................... 3 daginn. Miðvallarspilarar: Mikill áhugi er fyrir leiknum í ÓlafurÞórðarson, ÍA...................57 Svíþjóð og er mikið skrifað um leik- Rúnar Kristinsson, Örgryte.........45 inn í sænskum blöðum, sem eru að Þorvaldúr Öriygsson, Stoke.........37 velta því fyrir sér hvernig sænska SigurðurJónsson, ÍA...................34 liðið verði skipað. Svíar verða að Arnar Grétarsson, Breiðabliki.....23 tryggja sér sigur til að eiga mögu- Hlynur Stefánsson, Örebro..........19 leika að komast í EM í Englandi Haraldur Ingólfsson, ÍA..............14 1996. KÖRFUKNATTLEIKUR: RÚMENAR SKELLTU ÍSLENDINGUM í SVISS / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.