Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 1
PliiirfiiwMtói^ t M ARIA MARKAN + María Markan Östlund fæddist í Ólafsvík 25. júní 1905. Hún lést á Borgarspítal- anum 16. maí sl. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Árnadóttir f. 1864, d. 1930, og Einar Markússon, þáverandi útgerðarmaður og kaupmaður í Olafsvík, síðar ríkisbókari, f. 1864, d. 1951. María var yngst sjö systkina. Hin voru: Helga Einarsdóttir, f. 1892, d. 1967, Markús Einarsson, f. 1893, d. 1942, Sigríður Einarsdóttir, f. 1895, d. 1980, Elísabet Einars- dóttir, f. 1897, d. 1985, Sigurð- ur E. Markan, f. 1899, d. 1973, og Einar E. Markan, f. 1902, d. 1973. Hálfbróðir þeirra sam- feðra var Einar M. Einarsson, f. 1892, d. 1977. Eiginmaður Maríu var Georg Östlund, af sænsku bergi brotinn, f. 1901, d. 1961. Þau eignuðust einn son, Pétur Östlund, f. 1943, sem er starfandi tónlistarmað- ur í Svíþjóð. Kona hans er Anja Notini. Sonarsynir Maríu eru þrír, allir búsettir í Sví- þjóð. Fjölskylda Maríu fluttist til Reykjavíkur árið 1910. María stundaði nám við Kvennaskól- ann í Reykjavík 1921-1923 en haustið 1927 hélt hún utan til söngnáms og hóf nám hjá Ellu Schmucker í Berlín 1928. Hún hélt fyrstu sjálfstæðu tónleika sína á Islandi sumarið 1930. I Berlín hélt hún fyrstu tónleika sína 1935, við fádæma góðar viðtökur. Sama ár réðst hún til Schiller-óperunnar í Hamborg en fluttist til Berlínar aftur ári síðar og kom fram sem gesta- söngvari víða á meginlandi Evrópu og á Norðurlöndum um árabil. Hún var ráðin að Glyndebourne-óperunni á Eng- landi 1939. Eftir að heimsstyrj- öldin skall á bauðst henni að halda tónleika í Ástralíu á veg- um ástralska útvarpsins. María f erðaðist vítt og breitt um land- ið í hálft ár og hélt tónleika. Vegna styrjaldarástandsins í Evrópu lá leið hennar síðan til Kanada þar sem hún hélt tón- leika og kom fram í útvarpi, bæði í Vancouver og Winnipeg. Eftir það hélt hún til New York og var skömmu síðar ráðin að Metropolitan-óperunni, með samningi sem undirritaður var í júní 1941 til allt áð þriggja ára. Var hún einn fjögurra nýrra söngvara sem þá voru ráðnir, en alls kepptu 723 söngvarar um stöðurnar fjórar. Þegar kom fram á árið 1944 sagði hún upp samningi sínum og helgaði sig um nokkurra ára skeið að mestu móður- og hús- móðurstörfum. Haustið 1951 fluttist fjólskyldan til Kanada. María kom heim til íslands í tónleikaferð haustið 1954. Enn- fremur kom hún fram í upp- færslu Þjóðleikhússins á I Pagl- iacci og Cavalleria Rusticana þá um veturinn. María og Georg fluttu alkom- in til íslands í apríl 1955 og settust að í Keflavík. María kom í síðasta sinn fram á tónleikum er hún söng með Sinfóníuhljóm- sveit íslands í Þjóðleikhúsinu, í júní 1955 en sitt síðasta hlut- verk á óperusviði söng hún á sama stað 1957, í Töfraflaut- unni. Að manni sínum látnum fluttist María til Reykjavíkur þar sem hún rak eigin söng- skóla 1962-1983. María var sæmd ýmsum viðurkenningum fyrir söng sinn, bæði heima og erlendis, m.a. riddarakrossi fálkaorðunnar árið 1940. Þá hlaut hún heiðurslistamanna- laun Alþingis fyrst íslenskra kvenna. Síðustu sjö árin dvaldi María á Droplaugarstöðum í Reykja- vík, farin að líkamlegri heilsu, en hélt sinni andlegu reisn til dauðadags. Útför Maríu Markan verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. IDAG er til moldar borin ein ágætasta listakona sem Island hefur alið, María Markan, óperu- söngvari, en hún andað- ist 16. maí, komin hátt á 90. aldursár. Starfsfer- ill hennar var á margan hátt glæsilegri en flestra annarra íslenskra söngvara, og enginn þeirra náði á þeim tíma viðlíka frama í list sinni. En að öðru leyti var ferill hennar svo miklum sviptingum háð- ur, vegna óviðráðanlegra ytri at- vika, að jafna má við hlutverk í trag- ískri óperu. Hún var yngst sjö barna Einars Markússonar ríkisbókara og Kristínar Árnadóttur konu hans. 011 fjölskyldan var mjög söngvin, og fjðgur systkinanna urðu þjóð- kunnir söngvarar. Allt frá bernsku naut María þeirrar tilsagnar í tón- list sem hér var völ á. Einkum lagði hún stund á píanóleik, kom stundum fram opinberlega, bæði á dansleikj- um og sem undirleikari, en að því er sönginn varðar virðist hun hafa haft einhvers konar minnimáttar- kennd gagnvart systkinum sínum. Einar Markan fór ungur til söng- náms í Noregi og síðan í Þýska- landi, og þegar hann kom fyrst hing- að heim til tónleikahalds upp úr miðjum þriðja áratug aldarinnar var María enn undirleikari hans. En hann hvatti hana til söngs, og það var fyrst og fremst fyrir áeggjan hans sem María fór utan til söngn- áms 1927 og staðnæmdist í Berlín. Hún kom hingað heim til tón- leikahalds í fyrsta skipti 1930 og var undir eins frábærlega tekið, en hélt síðan áfram náminu. Á næstu árum söng hún stundum á tónleik- um og í útvarp í Þýskalandi og á Norðurlöndum. Haustið 1933 kom hún aftur heim, söng í Reykjavík og víðar um land. Þá var um hana sagt í blaðaummælum að glæsilegri söngur hefði aldrei heyrst hjá nokkr- um Islendingi. Snemma á árinu 1935 vann hún stórsigur með fyrstu sjálfstæðu tón- leikum sínum í Berlín, sjö aukalög voru sungin og blaðaumsagnir ein- róma lofsamlegar. Upp úr þessu opnuðust henni ýmsar leiðir, þó ekki dyr hinna stóru óperuhúsa. Það voru líka viðsjárverðir tímar í Þýskalandi um þessar mundir, og heimamenn látnir ganga fyrir um flest þau störf sem einhver slægur var í. Hér verður ekki að þessu sinni rakinn þroska- og frægðarferill Maríu Markan í Þýskalandi, á Norð- urlöndum, í Glyndebourne-óperunni í Englandi, í Ástralíu og Kanada. Þó er rétt að geta þess vegna óná- kvæmni í frásögnum sem fram hafa komið, að það var á tónleikasviðinu fremur en í óperum sem frami henn- ar varð mestur, þótt hún að upplagi og menntun væri óperusöngkona fyrst og fremst. Hún var ekki fast- ráðin við óperur í Þýskalandi nema stuttan tíma við tvö minniháttar óperuhús á árunum 1935-37. í Glyndebourne-óperunni söng hún aðeins eitt sýningatímabil. Annars staðar kom hún fram sem gestur, en henni var^ einatt fagnað sem „stórstjörnu". I Ástralíu og Kanada starfaði hún eingöngu að tónleika- haldi. Svo kom að því aðJiún var ráðin til starfa við Metropolitan- óperuna í New York með samningi sem undirritaður var 12. júní 1941. Með þeim samningi var mikill sigur unninn þótt minna yrði úr en efni stóðu til. Hún var ein fjögurra nýrra söngvara sem ráðnir voru að því sinni, en 723 höfðu þreytt keppni um stöðurnar sem lausar voru. Þegar María var að hefja störf við Metropolitan birtist um hana rætin rógsgrein í bandarísku slúð- urblaði. Þar voru henni m.a. borin á brýn tengsl við ýmsa helstu for- sprakka nasista, bæði í Þýskalandi og Noregi. Þótt enginn flugufótur væri fyrir þessum áburði, reyndist erfitt að kveða hann niður. Sam- keppni var óvægin á þessum vinnu- stað og keppinautarnir misvandir að meðulum. Hjá sumum mætti hún tortryggni og jafnvel óvild, þótt margir aðrir sýndu henni vinsemd og traust. Hún kom fyrst fram á viðhafnartónleikum í Metropolitan- óperunni 14. des. 1941, en í óperu- hlutverki 7. jan. 1942 sem greifafrú- in í „Brúðkaupi Fígarós" eftir Moz- art. Sú sýning var ekki vel undirbú- in, dómar um hana misjafnir, og hún var ekki endurtekin. Og rógur- inn olli því, að María var aldrei kvödd til að syngja önnur þau hlut- verk sem um hafði verið rætt við hana í upphafi, en það voru m.a. Leonoru-hlutverkin í „II trovatore" og „Valdi örlaganna" eftir Verdi, svo og hlutverk Elsu í „Lohengrin" og Elísabetar í „Tannhauser" eftir Wagner. Hún var látin syngja á ýmsum tónleikum sem óperan gekkst fyrir, og var sumum þeirra útvarpað til kynningar. En þetta var' ekki það sem María hafði ætlað sér, og þegar kom fram á árið 1944 ákvað hún að segja upp samningi sínum við óperuna, enda beindist hugur hennar þá um skeið meir að hlutverki móður og húsfreyju en söngnum. Skömmu eftir að María kom til New York kynntist hún Georg Östlund, sem hún giftist skömmu síðar. I fyllingu tímans fæddist þeim sonur, Pétur Östlund, sem nú er mikils metinn tónlistar- maður, búsettur í Svíþjóð. Þó söng hún enn opinberlega við ýmis tæki- f æri og hélt áfram að æfa óperuhlut- verk til að halda við þjálfun sinni og kunnáttu. Það var um þetta leyti sem ég kynntist Maríu Markan fyrst per- sónulega. Ég fór til náms í Banda- ríkjunum i ársbyrjun 1944, og lágu leiðir okkar þá brátt saman í New York. Áður þekkti ég hana sem söngkonu, aðallega þó af hljómplöt- um, og mat hana mjög mikils. Enn í dag fmnst mér ég vart hafa heyrt fegurri söng en meðferð hennar á bæninni úr „Toscu", sem hún hafði tekið upp á plötu í Kaupmannahöfn í árslok 1937. Ég kynntist einnig vel vestur-Islenskri konu, Beatrice (Gíslason) Boynton, sem verið hafði ritari Maríu á Metropolitan-árunum. Hún sagði mér margt um það sem þar hafði gerst, og átti það ekki lít- inn þátt í að auka samúð mína með Maríu og aðdáun á henni. Þetta var dramatísk sorgarsaga. En María var ekki ein um slíkt hlutskipti. Um sama leyti og þetta gerðist, varð norska söngkonan Kirsten Flagstad, sem þá var talin fremsta Wagner- söngkona í heimi, tíu árum eldri en María, að víkja fyrir fullt og allt af sviði Metropolitan-óperunnar þar sem hún hafði ljómað um árabil. Ástæðan var sögð vera sú að eigin- maður hennar í Noregi hefði átt einhver skipti við Þjóðverja, en eflaust kom þar ekki síður til harð- fylgi söngvara sem litu á sig sem keppinauta hennar og töldu sitt ljós mundi lýsa skærar að henni fjar- staddri. María Markan bar ekki á torg harma sína og vonbrigði. Það var alltaf fagnaðarefni þegar fund- um bar saman við hana, þótt oftast væri það af tilviljun. Hún var jafnan glöð í bragði, persónuleikinn mikill og hrífandi, og frá henni stafaði einstakri hlýju og velvild, þótt sjálf hefði hún stundum átt öðru að mæta. Ég minnist þess enn með þakklæti hve innilega hún samfagn- aði mér þegar ég valdist til að vera fulltrúi Yale-háskóla á sameiginleg- um tónleikum helstu tónlistarskóla í norðausturríkjum Bandaríkjanna sem haldnir voru með talsverðri við- höfn vorið 1947. Hún kunni vel að gleðjast með öðrum, þótt enn fleira væri henni mótdrægt en hér hefur verið talið. Ekki löngu eftir þetta þrengdist mjög hagur þeirra Georgs í New York og 1951 fluttust þau til Kanada. Georg hóf þar atvinnu- rekstur sem gekk illa, og fór svo að þau María misstu þarna allar eigur sínar. María kom hingað heim haustið 1954, hélt tónleika, tók upp nokkrar hljómplötur, og söng tvis- var hlutverk Zantussa í „Cavalleria rusticana" sem þá var verið að sýna hér í Þjóðleikhúsinu. Þannig fengu íslendingar loks að kynnast henni á óperusviði. Næsta vor fluttist fjöl- skyldan heim, settist að í Keflavík, og starfaði Georg eftir það á Kefla- víkurflugvelli til dauðadags, 29. des. 1961. Hinn 14. júní 1955 kom María fram á óperutónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar í Þjóðleik- húsinu og söng þar aríur eftir Verdi, Wagner, Mozart og Weber. Það voru síðustu tónleikar hennar. En þegar „Töfraflautan" var sett á svið í leikhúsinu 1957 var henni boðið hlutverk „fyrstu konunnar" og varð það síðasta óperuhlutverk hennar. Þau hjón bjuggu við þröngan kost fyrst eftir heimkomuna, en María lét aldrei neinn bilbug á sér finna og fagnaði því að hafa nóg að starfa við heimilishald og kennslu. Söng- kennsla varð aðalstarf hennar eftir þetta meðan heilsa og kraftar ent- ust. Hún hafði oft mikinn fjölda nemenda. Sumir þeirra eru nú með- al fremstu söngvara okkar. En flest- um skilaði hún til nokkurs þroska, og mikilla vínsælda naut hún meðal nemenda sinna, enda lét hún sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.