Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ mjög annt um þá og miðlaði þeim óspart af dýrmætri og sumpart mjög dýrkeyptri reynslu sinni og þekk- ingu. Hún var alltaf veitandi fremur en jþiggjandi. Ymislegur sómi var Maríu sýndur í lifanda lífi svo sem vert var. Hún var sæmd stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu, og allmörg síð- ustu árin naut hún heiðurslauna listamanna sem Alþingi veitir. Fyrir hvort tveggja var hún mjög þakklát eins og fyrir allt annað sem henni var vel gert, þótt minna væri um vert. Árið 1965 komu út á bók end- urminningar hennar sem frú Sigríð- ur Thorlacius hafði fært í letur. Mikið látleysi og hófsemd prýðir þá frásögn alla. Árið 1988 kom svo út á þremur hæggengum hljómplötum úrval úr upptökum af söng Maríu, alls um 50 lög stór og smá, þar af þijú eftir hana sjálfa. Umsjón með þessari útgáfu höfðu Trausti Jóns- son veðurfræðingur og Þorsteinn Hannesson óperusöngvari. Elsta upptakan mun vera frá því 1929 en hin síðasta frá árinu 1970, og er þarna varðveitt ómetanleg heim- ild um þroskaferil Maríu og ævi- starf hennar. María Markan var stórbrotin kona. Hún var gædd frábærum listgáfum og miklum glæsileika og. einnig þeim skapsmunum, bjartsýni, glaðlyndi og þolgæði, sem fleyttu henni yfir margs konar mótlæti og sættu hana beiskjulaust við rangs- leitni örlaganna. Hennar er gott að minnast. Jón Þórarinsson. Ástkær frænka og amma, eins og ég kallaði hana stundum, er nú látin. Mig langar til að minnast hennar hér í fáeinum orðum. Hún Mæja mín í Laugamesinu var alltaf svo kát og hress og það voru ófá skiptin þegar við mamma og pabbi, sem var nú frændi hennar og uppeldisbroðir í senn, komum til hennar í heimsókn og hlustuðum á hana spila og syngja við píanóið sitt sem fjölmargir hafa setið og lært við í gegnum árin. Já, það vita víst allir að hún fór ótroðnar slóðir á götum sönglistar og öllu sem henni tilheyrði. Ég kynntist henni auðvitað fyrst sem lítill strákur og það kenndi margra grasa á annars litlu og lát- lausu heimili hennar Mæju minnar og ljóst að ýmislegt hafði á daga hennar drifið. Kvöldið var vel heppn- að ef við gátum spilað eitt af hinum mörgu og skrýtnu spilum hennar sem voru stundum flókin fyrir hnoðra eins og mig, en það var líka yfirleitt nóg af góðgætismolum til að kyngja með þessu öllu og þá sat maður sáttur. Svo komst maður aðeins til manna og þá fór nú róður- inn að þyngjast fyrir mína, en að sama skapi hafði spilið loksins feng- ið tilgang og molunum ýtt til hlið- ar. Reyndar minnist ég hennar Mæju minnar aldrei öðruvísi en sem eldri konu og ég kallaði hana stund- um ömmu, líka af því þannig vildi hún hafa það. Það fór vel á með okkur og reyndist hún mér sérstak- lega vel í hvoru hlutverkinu sem var og var mikill viskubrunnur að vitna í ef svo bar undir. Eitt er mér þó sérstaklega minnisstætt svona þeg- ar árin liðu og maður eltist og það var hve vel fór á með Mæju og mömmu minni. Það var sjaldan að mamma hló eins mikið í einu sím- tali og þegar Mæja var á línunni hinumegin. Þær höfðu sérstaklega góð áhrif á hvor aðra og kvöddust alltaf hlæjandi. Nú eru dagar þessarar yndislegu konu taldir. Megi hún hvíla í friði og Guð blessi hana. Böðvar Markan. Hinn mikli og ógleymanlegi per- sónuleiki, María Markan er látin. Hún hefði orðið 90 ára 25. júní næstkomandi. Ég kynntist Maríu er hún var orðin vel fullorðin kona. Hætt í sviðsljósinu og kennslu. Ég hitti hana á Elliheimilinu Grund við messu hjá „Félagi fyrr- verandi sóknarpresta“. Var hún þar í kómum ásamt Sigríði Ársælsdótt- ur vinkonu sinni og hjálparhellu. Eftir nokkur skipti, sagði ég henni að ég væri með öldrunarstarfið í Hallgrímskirkju og væri með dag- skrá hálfsmánaðarlega. Hvort nokk- ur leið væri að hún vildi koma og syngja fyrir okkur? Nei, sagði hún, á þann hátt að það var nei, en, bætti hún við, en ég skal koma og syngja með ykkur. Þetta varð upp- haf að áralangri vináttu. María kom og settist við píanóið og leiddi fjöldasöng í nokkur ár, einnig í Laugameskirkju. Ekki vissi ég þá að hún hafði verið píanisti áður en hún hóf söngnám, en túlkun hennar á „Kvöldklukkunni“, eða „Sjáið hvar sólin hún hnígur“. Þar leikur hún trillur á meðan hún syng- ur. Heyrið þér klukku, hún klingir við láð, kallar í húsin til aftansöngs brátt. Klukkan hún fær oss nú fró, friðinn og heilaga ró. Síðan þykja mér allar útsetningar á þessu lagi fátæklegar. Ég rakst fyrir stuttu á grein, þar sem að blaðamður hefur viðtal við Maríu, þegar hún er 77 ára. Heila opnu. „Þú syngur alltaf talsvert, er það ekki?“ „Ég skal syngja fyrir þig.“ Svo byijaði hún að spila og syngja. „Syngdu meðan sólin skín.“ Og víst var röddin furðu góð og klingir eins og litlar silfurbjöllur á sunnudegi. Satt að segja man þessi blaðamaður ekki eftir öllu indælli stund á sínum starfsferli, en að sitja einn með Maríu Markan ókrýndri drottingu íslenskrar sönglistar og hlusta á hana. Eða horfa á hana, því hún og tónlistin runnu saman í eitt, aug- un í henni sindruðu eins og í bami á jólum og það var eins og stjömur lýstu upp stofuna. Ég skildi þennan blaðamann vel. Ég hafði sjálf notið sömu áhrifa í stofunni hennar Maríu á Laugames- veginum. Er María hafði fengið pláss á Droplaugarstöðum, spurði ég hana: Hvað ætlar þú að gera við plöturnar þínar og safnið þjtt frá því að þú varst söngkona? Ég veit það ekki, sagði María. Þetta varð til þess að ég hafði samband við frænda minn, Aðalgeir Kristjánsson skjalavörð, aðdáanda Maríu. Hann benti mér á að tala við Grím Helgason þjóð- skjalavörð, sem þá var á lífi. Þegar María var komin á Drop- laugarstaði, kom Grímur og sótti okkur Maríu þangað. Hann ók okk- ur að Laugamesveginum og við fór- um öll upp í tóma íbúðina hennar Maríu. Þar settust við á þijá kolla og María afhenti Grími formlega plötur, úrklippur, bókina sína og kasettur, sem hún hafði talað inn á, sungið og spilað sér til afþreying- ar. Svo gerði hún sér grein fyrir að þetta gætu orðið merkilegar heim- ildir síðar meir, fyrir þá sem hefðu áhuga á lífshlaupi hennar. María sagði Grími ýmislegt frá söngferli sínum og ég hafði það á tilfinning- unni að fyrir honum væri þetta helg stund. Er við vomm að fara, komum við inn í eldhúsið. Þá segir María. „Heyrðu Dómhildur mín. Getur þú ekki notað þessar eldhúsgardínur, ég hefi ekkert með þær að gera lengur. Þær prýða nú eldhús- gluggann minn og sóma sér vel.“ Ég hafði samverustundir á Drop- laugarstöðum. Þangað kom María, ef heilsan var þokkaleg. Það var segin saga að seinna um daginn hafði hún samband við mig og Iét mig vita hvemig henni þótti. Oftast sagðist hún vera fegin að hafa drif- ið sig niður. En einu sinni gaf hún í skyn að þetta hefði verið hálf mis- lukkað. En, bætti hún við, ég ætla að hafa samband við Elínu Sigur- vinsdóttur, gamlan nemenda minn, og vita hvort hún vill ekki syngja fyrir okkur. Og það gerði Elín af prýði, eins og hennar var von og vísa. Guðrún Tómasdóttir sendi Ólaf Bjarnason tengdason sinn, og dótt- María Markan og Fritz Weisshappel. ur, til að syngja á samvemstund í Hallgrímskirkju. Á eftir sagði Mar- ía: Þessi ungi maður hefur fallega náttúmrödd. Ég sagði við hann að hann ætti eftir að komast langt. Svo veit ég að hann hefur fengið nokkur heilræði frá henni. Einnig var ung stúlka að syngja fyrir okkur í Hallgrímskirkju. María gengur til hennar á eftir, en ég finn að stúlkan kannast ekkert við þessa konu. Ég geng til þeirra, og segi: Þú veist að þetta er María Markan? Andlit ungu stúlkunnar ljómaði allt. Hún breiddi út faðminn og sagði með fögnuði: „Ert þú María Mark- an?_“ Ég kom nokkuð oft til Maríu á Droplaugarstöðum. Stundum var hún hálf lasin og niðurdregin, en það var segin saga, að ef það var hægt að fá hana til að tala um gamla daga, lifnaði hún öll við. Hún var leikari af guðsnáð og sagði svo lifandi frá að unun var á að hlýða og svo hlógum við báðar. María var trúkona mikil. Er ákveðið var að við hjónin flytt- ust til Blönduóss og ég kom til að kveðja hana, sagði ég í lokin. „Mar- ía viltu signa mig? Svo kraup ég fyrir framan hana. Við lásum saman Faðirvorið og svo lyfti hún hendinni með erfíðismunum og signdi mig. Ég gerði eins við hana. En ég kvaddi með gömlu kveðjunni. Guð blessi okkur báðar. Er ég frétti andlát Maríu, sem ég hafði búist við lengi, fletti ég upp í Biblíunni og fékk 96. Davíðs- sálm. Syngið Drottni nýjan söng, syngið Drottni öll lönd. Syngið Drottni, lofíð nafn hans, kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag. Segið frá dýrð hans meðal heiðingjanna. frá dásemdarverkum hans meðal allra þjóða. Því er mikill að Drottinn og mjög vegsamlegur. Dómhildur Jónsdóttir. Þegar komið er að kveðjustund langar mig að senda þér örfá, fá- tækleg kveðju- og þakkarorð. Ég tel það forréttindi að hafa fengið að kynnast slíkri manneskju sem þú varst. Þrátt fyrir ævintýrin í lífi þínu varst þú alltaf sama hlýja, góða Maja, bráðskemmtileg og hreinskilin, sem svo gaman var að ræða við. Þú varst fundvís á ef eitt- hvað bjátaði á. Og einhvernveginn var alltaf sólskin eftir samtal við þig. Ég trúi því, að nú líði þér vel. Búin að fá hvíldina, komin í faðm ástvina þinna sem þú saknaðir og gengin til liðs við englakórinn stóra sem hljómar nú enn skærar en nokkru sinni. Þakka þér Maja mín allt gott til mín og minna og megi góður Guð blessa og varðveita minningu þína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Helga Rósa. Við systumar vorum svo lánsam- ar í æsku að eiga óskertan kvóta af ömmum og öfum á lífi, og hélst svo langt fram á unglingsár. Þeim fylgdu líká systkinahópar, misjafn- lega stórir og aðgengilegir. Mjög var farið að tínast úr tveimur þeirra, einn var í öðru landi en sá fjórði var tiltölulega heillegur enn. Það voru afi Siggi og systkini hans. í dag kveðjum við síðasta fulltrúa þessa ættliðar, sem var bæði fjöl- mennur og spannaði langan tíma. Það hafa orðið kaflaskil. Maja frænka var tvímælalaust frægust í þessum hópi. Goðsögninni kynntumst við löngu áður en við litum hana augum í fyrsta sinn. „Síðasta lag fyrir fréttir" og þessi klassíska spurning: „Ertu skyld Maríu Markan?" sáu um að halda henni lifandi. Ein fyrsta minning okkar um Maju frænku í eigin persónu lýsir henrri vel. Það var eitthvert sumarið skömmu eftir að hún fluttist til Reykjavíkur að hún dvaldi á Nátt- úrulækningahælinu í Hveragerði, sér til uppléttingar og heilsubótar. Þá tilheyrði auðvitað að fá sér göngutúr í nálægan sumarbústað þar sem við vorum stödd í fríi. Þau heyrðust langar leiðir hlátrasköllin þegar hún birtist ásamt vinkonu sinni, skólaus og holdvot eftir að hafa dottið í lækinn sem á vegi þeirra varð. Önnur ljóslifandi minning tengist fermingarveislum okkar. Eins og gefur að skilja fór það ekki framhjá neinum þegar þau systkinin voru nokkur samankomin. Þau áttu það sammerkt að vera rómsterk með afbrigðum og fóru ekki í launkofa með það. Þegar þau hófu upp raust sína samtímis var ekki laust við að fermingarbarnið færi hjá sér, en stundin líður því seint úr minni. Við höfum það fyrir satt að ýmsir fleiri hafí notið góðs af en veislugestirn- ir, því íbúar í næsta nágrenni munu hafa slökkt á útvarpstækjum sínum, lygnt aftur augunum og hlustað á “tónleikana". Maja átti ekki minnst- an þátt í þeirri stemmningu sem skapaðist við þessi tækifæri, enda kunni hún reiðinnar býsn af lögum og textum og var að auki liðtæk í undirleikinn með ömmu Ingrid ef svo bar undir. Einnig minnumst við notalegra stunda á Laugarnesveginum, í litla hreiðrinu hennar. Það fylgdi því allt- af sérstök tilfinning að ganga upp stigann til hennar, framhjá öllum stjömunum, innrömmuðum og dreymnum á svip, sem prýddu vegg- inn í stigaganginum. Svo tók hún á móti manni með útbreiddan faðm- inn. Maja frænka var gædd mörgum eiginleikum sannra listamanna. Hún var skapmikil ef því var að skipta en líka flestum blíðari, gladdist inni- legar en flestir aðrir, og enginn hló hjartanlegar en hún. Og hún hafði stórt hjarta. Þess urðum við systurn- ar oft aðnjótandi og erum þakklátar fyrir. Þegar þeirri fyrstu okkar fæddist prinsessa fyrir tæpum fímmtán árum varð Maja frænka þegar í stað eins konar verndari telpukornsins, dótturdóttur sjálfs guðsonar hennar. Ekki sakaði það heldur að stúlkan varð hálfnafna hennar, hlaut nafnið María Huld. Hún varð eiginlega sjálfskipuð uppáhaldsfrænka og Maja hennar „amma-long“, eins og hún kallaði sig sjálf. Fram á síðasta dag átti hún hvatningu og blessun að veita ungum tónlistarnemanda, og einlægan áhuga. Fyrir það verð- ur María Huid henni ævinlega þakk- lát. Um leið og við vottum Pétri og fjölskyldu hans samúð okkar kveðj- um við Maju frænku með hennar eigin orðum: Guð blessi þig ævinlega. Mallý, Ingrid og Inga Huld. Mig langar að þakka mínum fyrsta og yndislega söngkennara, frú Maríu Markan, fyrir allt sem hún kenndi mér. Það var sérstakt lán að fá að kynnast henni. Ég var 14 ára þegar ég byijaði að læra söng hjá henni og það gerði ég þar til ég varð 18 ára. Eitthvað varð að gera fyrir unglingasstúlkuna sem hafði verið syngjandi frá barnæsku. Ég var svo heppin að föðursystir mín, frú Sig- ríður Ársælsdóttir, var í söngnámi hjá Maríu og var mikil vinkona hennar, allt til síðasta dags. Það var fyrir tilstuðlan hennar að ég komst að hjá Maríu. Ég get varla hugsað mér uppbyggilegri uppalanda fyrir viðkvæmt stúlku- * barn, svo mikil var hjartahlýjan og umhyggjan. Hún lét mér líða vel og fínnast ég vera mikilvæg. Ég tel það vera undirstöðu í öllu námi að nemanda líði vel. Skemmtilegast var þegar vel gekk og María breiddi út sinn stóra faðm, hrópaði „Jes mem“ og þrýsti manni að bijóstum sínum. Hún var alveg laus við hégóma, hroka og öfund. Einhvern veginn hafði ég hugmynd um að frægir listamenn gætu haft einhveija af ofantöldum eiginleikum. Þegar ég var að spyija hana um alla frægu söngvarana, sem voru á myndunum sem héngu í stiganum hjá henni, sagði hún mér ýmislegt úr sögu þessa fólks. Hún bætti gjarnan við að þetta hefði verið ágætisfólk, ekkert ólíkt okkur. Þegar ég spurði hana hvernig hefði verið í Ástralíu eða New York sagði hún bar‘a: „Það var ágætt þar, en það er ekkert síðra hér.“ Hún miklaðist ekki af frama sínum og velgengni. Eitt var það sm María gerði oft sem vakti mikla hrifningu hjá mér. Hún gat spilað á píanó og sungið með og gerði þetta afskaplega vel. Hún gat leikið undir hjá sjálfri sér. Það fannst mér alveg stórkostlegt. Ég þakka þessari yndislegu manneskju og mikilfenglegu lista- konu fyrir allt sem hún var mér á unglingsárunum. Ég votta syni hennar Pétri Östlund og fjölskyldu hans samúð mína. Megi ljós fylgja minningu Maríu Markan. Rós Ingadóttir. Lýs, miida ljós, í gep um þennan geim ... Flestir, ef ekki allir íslendingar hafa hlýtt á flutning Maríu Markan Georg Östlund, Pétur og María.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.