Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 B 3 á þessum sálmi, notið mýktar og fyllingar raddarinnar með silfur- hljómnum, sem einkenndi hana. Kynni af góðu fólki skapa marg- háttuð áhrif, sem enduróma með ýmsu móti alla ævidaga. Eftir að það happ féll mér í skaut fyrir þtjá- tíu árum að fá að rita endurminning- ar Maríu Markan hefur hún skipað stórt rúm vináttu og virðingar í huga mínum. í því samstarfi kynntist ég fá- gætri mannkosta konu og miklum listamanni. Rauði þráðurinn í um- fjöllun hennar um samferðamenn á ævibrautinni, um vini og vanda- menn, var að láta ekkert það frá sér fara, sem valdið gæti sárindum eða lítillækkað aðra. Bærist talið að ávirðingum manna var viðkvæð- ið: En þetta skrifar þú ekki. Ung lagði María stund á píanó- leik, en hafði enga trú á söngrödd sinni fyrr en vinkonur hennar tóku að hæla henni og þó einkum þegar Einar bróðir hennar, sem þá hafði byrjað sitt söngnám, lagði að henni að koma með sér til Noregs til söngnáms. Þar hóf hún nám tuttugu og tveggja ára gömul. Síðan fóru þau systkin saman til Þýskalands og þar dvaldí hún við nám og störf og fékk sina fyrstu föstu stöður við óperuhús. Hér verður ekki rakinn ferill Maríu víða um heim, en 1941 var hún fyrst íslendinga ráðin að Metro- politan-óperunni í New York, ein af þremur söngvurum, sem valdir voru úr 723 manna hópi. Það sama ár kynntist hún Georg Óstlund, sem varð eiginmaður hennar og eignað- ist með honum einkasoninn Pétur. Skömmu eftir ráðninguna að Metropolitan varð María fyrir ósvíf- inni lygaárás í sorpblaði, sem bendl- aði hana við ýmsa nasista. Á stytjaldarárum voru slíkar að- dróttanir teknar alvarlega og hvern- ig sem reynt var að fá þeim opinber- lega hnekkt, tókst það ekki. Eina óperuhlutverkið, sem María söng í Metropolitan var hlutverk greifafrú- arinnar í Brúðkaupi Figaros, en hún söng á mörgum hljómleikum, sem óperan efndi til. Henni blandaðist ekki hugur um, að rógsgreinin hafði áhrif á stjórnendur óperuhússins, þrátt fyrir að margir helstu lista- menn þar sýndu henni jafnan vin- semd. Hún var endurráðin næsta ár, en bið varð á að hún fengi óperu- hlutverk og sagði hún upp samningi sínum vorið 1944. Frá New York fluttu þau hjón til Kanada, þar sem Georg Östlund ætlaði að stofna tunnuverksmiðju í samvinnu við íslenska aðila. Þar töpuðu þau öllum sínum eignum og segir María að dvölin þar hafí verið erfiðasti þáttur ævi sinnar. Árið 1954 ákvað hún ^ð fara heim til íslands að halda þar hljómleika og tókst ágætlega, auk þess sem hún var fengin til að syngja í tveimur sýningum í Þjóðleikhúsinu á Cavall- eria Rusticana. Skömmu síðar varð það að ráði að fjölskyldan fiytti til Islands og fékk eiginmaður hennar vinnu á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann starfaði til dauðadags 1961. Eftir heimkomuna hóf María ann- an þátt ævistarfs síns, sem var söngkennsla. Á þeim vettvangi hef- ur hún einnig markað djúp spor í þjálfun góðra söngvara. í nemenda- hópnum eignaðist hún líka fjölda góðra og tryggra vina. 2 Þegar kom að lokum skráningar endurminninga hennar, lét hún svo um mælt: „Eg hef um flest verið gæfumanneskja. Ég fékk að njóta hæfíleika minna, ég eignaðist góðan eiginmann og son og hef ánægju- legt starf.“ Ég læt fylgja þessum ófullkomnu minningarorðum það mat, sem ég skráði á síðustu blaðsíðu bókarinn- ar: „í fari hennar er þrennt einkum áberandi: Reisn hinnar heimsvönu konu, hispursleysi og hlýja.“ Bjart er það ljós, sem leikur um minningu listamannsins og höfð- ingskonunnar Maríu Markan Öst- lund. Syni hennar og öðrum vanda- mönnum sendi ég samúðarkveðjur. Sigríður Thorlacius. • Það var eldsnemma á sunnudagsmorgni 25. júníárið 1905, að vinnukona hjá Einari Markús- syni, verzlunarstjóra í Olafsvík, kom inn til Sigurðar sonar hans ogsá, aðhann var vakandi. „Hvað erþetta, ert þú vaknaður?“ „Já, ófétis kötturinn vakti mig, “ ansaði Sigurður, gramuryfirþví að fá ekki að njóta blundsins. En það var ekki köttur, sem hafði vakið hann, heldur nýfætt telpukorn, sem ískírn hlaut nafnið María. Þetta voru fyrstu ummælin um rödd Maríu Markan óperusöngkonu. Arið 1965 komu út hjá bókaforlaginu Setbergi endurminningar frú Maríu Markan óperusöngkonu eftir Sigríði Thorlacius. Morgunblaðið birtir hér með góðfúslegu leyfi brot úr kaflanum sem fjallar um söngnámið. METROPOLITAN OPERA HOOSE SUNOAY EVENING. DECEMBER 14. 1941. 8:30 o’elock CALA PROCRAM HILDA BURKE MARIA MARKAN (D.but) BIDU SAYAO RISE STEVENS JOHN CARTER KARL LAUFKOETTER IRENE JESSNER JOSEPHINE TUMINIA KURT BAUM BRUNO LANDI LAWRENCE TIBBETT FRANCESCO VAlENTINO SALVATORE BACCALONI NORMAN CORDON ALEXANDER KIPNIS ALESSIO DE PAOLIS ARMAND TOKATYAN RUTHANNA BORIS ALEXIS DOLINOFF MONNA MONTES ALEXIS KOSLOFF MICHAEL ARSHANSKY LEON VARKAS loqetb.t witb the entire METROPOLITAN OPERA HOUSE ORCHESTRA AND BALLET under the direction of PAUL BREISACH 1. LE NOZZE Dl FIGARO, Overture ..................... ............... Moxert ORCHESTRA 2. LA BOHEME, Eacerpti Act I (IN COSTUME) ___________________________Puccini HILDA BURKE ARMAND TOKATYAN 3. LA FORZA DEL DESTINO. Arie "O tu che in ieno”______________________ Verdi KURT BAUM 4. ERNANI, Arie "Erneni, involemi" ..... ............................. Verdi MARIA MARKAN (Debut) 5. DON CARLOS. Arie "Elle giemmei m'emA" .............................. Verdi ALEXANDER KIPNIS 6. MIGNON, Arie "Conneis-tu" ....................................... Thomat RISE STEVENS 7. LA FORZA DEL DESTINO, Duet Act I . ................................Verdi MARIA MARKAN KURT BAUM 8. AIDA, Bellets (IN COSTUME)_________________________________________ Verdi e) "N.gro Dence" by ALEXIS KOSLOFf end e Bellet 6roup b) "Triumphel Dence" by RUTHANNA BORIS, MONNA MONTES. MICHAEL ARSHANSKY, ALEXIS DOLINOFF, ALEXIS KOSLOFF, LEON VARKAS end th. entire Bellet. Choreogrephy by Leurent Novikoff INTERMISSION 9. DON PASQUALE, EicerpH ACT II (IN COSTUME) ..... Donixetti BIDU SAYAO BRUNO LANDl FRANCESCO VALENTINO SALVATORE BACCALONI ALESSIO DE PAOLIS 10. OTELLO, Aria "Credo" ............ Verdi LAWRENCE TIBBETT 11. SAMSON ET DALILA, Arie "Mon coeur" ..._______................. Seint-Seent RISE STEVENS 12. AIDA. Arie "Ritorne vincitor" ......... . . Verdi IRENE JESSNER 13. BORIS GODUNOFF, Monologue ................................... Mouuorgiky ALEXANDER KIPNIS 14. RIGOLETTO, Duet Act II ............................................V.rdi JOSEPHINE TUMINIA LAWRENCE TIBBETT 15. THE BARTERED BRIDE, Eecerplt Act II (IN COSTUME _.... HILDA BURKE JOHN CARTER KARL LAUFKOETTER —-----—--- Smetene NORMAN CORDON STAGE DIRECTOR DESIRE DEFRERE KNABE PIANO USED EXCLUSIVELY Prógramm debúttónleika Maríu Markan í Metropolitan-óper- unni 14. desember 1941. María söng með Kurt Baum dúett úr Valdi örlaganna eftir Verdi og einnig söng hún aríu úr Ernani. SIGURÐUR bróðir minn fór á landbúnaðar- skóla í Noregi og til hans fékk Einar bróð- ir minn að fara, þegar hann var um átján ára gamall. Einar var sísyngjandi. Norskur söngkennari, Árne von Erpekum Sem, varð hrifínn af rödd hans, tók hann í tíma. Ég held að hann hafi verið búinn að stunda námið um eitt ár, þegar hann hélt sjálfstæða tónleika í Osló og fékk ákaflega góða dóma. Líklegt þykir mér, að hann hljóti að hafa átt langt í land með að læra rétta söngtækni, hefur víst aðallega sungið með sinni fögru, upprunalegu rödd. Hvað sem því leið, þá urðum við ákaflega hrifín af þessu og glöddumst með hon- um. Hann kom heim og ferðaðist um landið og hélt tónleika, og fSr" ég með og lék undir fyrir hann. Var það ánægjulegt ferðalag. Þegar Einar heyrði mig syngja, sagði hann, að sér fyndist ég hafa eina þá fallegustu kvenrödd, sem hann hefði heyrt, og væri hann þó búinn að hlusta á miklar söng- | konur, eins og Kirsten Flagstad. I Ég varð alveg undrandi. Hann lagði hart að mér að koma I með sér til útlanda, helzt til að j læra að syngja. Foreldar mínir vildu, að ég fengi að sjá eitthvað meira af heiminum. Farareyri átti ég dálítinn, bankainnstæðuna fyrir dansmúsíkina. Sjálf hafði ég þó ; fyrst og fremst í huga að reyna ;; að komast að við hjúkrunamám í j Noregi. ‘ Það tókst mér ekki. : j Til Noregs komum við haustið ;; 1927, og var ég þá tuttugu og : tveggja ára gömul. Ég söng fyrir ; Arne von Erpekum Sem. Hann var- ákaflega hrifínn af röddinni og sagði, að ég þyrfti ekki að læra nema nokkra mánuði. Ekki leizt mér á þá kenningu. Ég vissi vel, að ég þurfti að ná valdi á vissu tónsviði, þar sem bijósttónn og höfuðtónn mætast. Ég vissi ekki, hvar tónninn átti að liggja þama, og því brást mér stundum bogalist- in einmitt þar. Þama var sem sé tónsvið, sem nauðsynlegt var að brúa. Ékki veit ég, hvaðan mér kom þessi ömgga vissa, en annað- hvort vildi ég fá trausta kennslu eða enga. Einar bróðir minn var búinn að fá styrk til áframhaldandi söng- náms í Þýzkalandi, og ákvað ég að fara með honum. Þangað fóram við þetta sama haust. Ekki var þýzkukunnáttan upp á marga físka, þegar við kom- um til Berlínar. Það var bót í máli, að við áttum þar hauk í horni, Markús Kristjánsson tónskáld. Hann var borginni nákunnugur, góður í málinu og óþreytandi að hjálpa okkur. Mjög þótti mér mikill ys og þys í þessari fyrstu stórborg, sem ég gisti. Skrifaði ég foreldram mín- um, að járnbrautarlestir væru þar á ferð jafnt undir jörðu og á, sem yfir höfði manns, auk bíla og hest- vagna. Fyrsta vandamálið var að sjálf- sögðu að útvega húsnæði hjá fólki, sem vildi Ieyfa okkur að hafa hljóð- færi og æfa okkur. Þar sem við báram fyrst niður, var okkur lofað hljóðfæri eftir nokkra daga, en strax að morgni okkar fyrsta dags á staðnum til- kynnti húsfreyjan, að við yrðum að fara eldsnemma á fætur, svo að hægt væri að ræsta herbergin, og ekki gæti af þvf orðið, að við fengjum hljóðfæri. Tók þá Markús og fleiri góðir kunningjar okkar að safna úr aug- lýsingadálkum blaðanna líklegum heimilisföngum, sem við áttum að athuga. Var síðan lagt í leiðang- ur. Sjaldan hef ég hlegið meira en á því ferðalagi. Markús stjómaði leiðangrinum. Hann var hár maður og grannur, alltaf að flýta sér, gekk álútur og venjulega nokkur skref á undan samferðafólkinu. Kom jafnvel fyrir að hann flæktist beinlínis fyrir fótum manns. Á eftir honum trítl- aði ég, og síðastur kom Einar. Mikið var um stigagang, og bar Einar sig ilia yfír því erfiði. Greip mig stundum svo mikill hlátur þarna á milli þeirra, þegar Markús þaut upp stigana og Einar kom dæsandi á eftir, að ég varð að setjast í tröppurnar til að ná and- anum. Seint um kvöldið snerum við þreytt og vonlaus til sama lands. Sáum við þá á næsta húsi spjald, þar sem auglýst var gisting og að sænska og finnska væri töluð þar. í þessari greiðasölu fengum við inni og sóttum í skyndi föggur okkar. Ekki var þeim alveg rótt, Einari og Markúsi, þegar þeir fóra að gera upp reikningana við hina fyrri húsfreyju, því að hún átti grimmilegan hund, sem þeir bjuggust hálft ( hvoru við að hún sigaði á þá. En allt fór það skap- lega. Ekki varð nýja húsnæðið til frambúðar. Við máttum ekki æfa okkur nema með höppum og glöppum, og þegar kólnaði í veðri, varð kuldinn óbærilegur. í mínu herbergi var enginn ofn, en inni hjá Einari var ofn, sem aldrei var lagt í, fyrr en hann full- yrti, að hárið væri farið að fijósa á höfðinu á sér á nætumar. Næsta morgun eftir að hann bar fram þá staðhæfíngu, birtist húsfreyja og vinnukona inni hjá honum með glóð og kol og fóru að kveikja upp, en þá fylltist allt af reyk. Varð að rífa opna gluggana í skyndi, og varð þá bróðir minn í fyrsta sinn mælskur á þýzku, þar sem hann lá varnarlaus undir sæng í hörkufrosti og sóthríð. Dagblað í Osló hafði látið Einar fá blaðamannakort, sem veitti honum rétt til að komast ókeypis á tónleika og í óperar. Ekki man ég hvort hann skrifaði staf fyrir blaðið, en við notfærðum okkur vel þessi hlunnindi. Komið var fram í janúar 1928. Ég var búin að hlusta á marga söngvara, bæði þá, sem stóðu á hátindi ferils síns og aðra, sem vora að hætta eftir mikinn frægð- arferil. Samt hafði ég engan heyrt syngja með þeim blæ, sem ég hafði gert mér í hugarlund, að ég vildi ná. Þá fóram við á hljómleika og hlustuðum á söngkonu, sem hét María Basca. Ég varð sam- stundis svo hrifín af henni, að ég sagði: sé kennari þessarar söng- konu hér, þá vil ég fara til hans. Ég fékk að vita, að kennari Maríu Basca héti Ella Schmucker og byggi í Klingsorstrasse í Berl- ín. Með aðstoð Markúsar Kristj- ánssonar tókst að ná sambandi við Madame Schmúcker, en þann- ig titluðu nemendumir hana alltaf. Markús hringdi til hennar fyrir mig og fékk leyfi til þess að ég mætti syngja fyrir hana. Við leituðum lengi að Klingsorstrasse á kortinu yfír Berlín, og þegar gatan loksins fannst, var haldið af stað með neðanjarðarlest, og fóru þeir með mér Markús og Ein- ar, mér til halds og trausts. Þegar við komum út úr lest- inni, gazt okkur ekki á að líta. Við vorum stödd í aumasta fá- tækrahverfi. Markús sagði strax af lífsreynslu sinni, að fyrsta fiokks söngkennari byggi áreiðan- lega ekki í svona hverfi. Við geng- um lengi um án þess að fínna heimilisfangið, og að lokum fór Markús og símaði til frúarinnar. Kom þá í ljós, að við voram í allt öðru borgarhverfi, en götur með sama nafni vora á báðum stöðum. Var þá ekki um annað að ræða en taka aftur lest í þveröfuga átt, og tók allt ferðalagið okkur nær þrjár klukkustundir. Loksins komum við í Kiingsor- strasse í Steglitz og fundum Mad- ame Schmucker. Þegar hún sá okkur, sagði hún: „Nei, þetta er þá unga stúlkan, sem klappaði sem mest og hrópaði bravó á hljómleikunum hennar Basca! Ég tók eftir hvað hún var hrifin.“ Svo átti ég þá að syngja — syngja nokkur íslenzk lög. Mér fannst ég hafa heilan frosk í háls- inum af hræðslu og þreytu eftir allt ferðalagið, en frúin sagði samt, að ég hefði góða rödd frá náttúrannar hendi, en að auðheyrt væri, að brúa þyrfti svið milli höf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.