Morgunblaðið - 31.05.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 31.05.1995, Síða 4
£ 4 B MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIVMIMIIMGAR uðtóns og bijósttóns, einmitt það, sem ég hafði sjálf aíltaf vitað. Þá var farið að ræða framtíðar- horfur. Madame Schmiicker hvatti mig óspart til að læra söng. Röddin væri fágætlega fögur og efniviður góður. Heldur syrti að, þegar hún sagði að kennslugjald sitt væri tuttugu ríkismörk um tímann. Það vissi ég fyrirfram, að ég réði alls ekki við. Mun frúin hafa skilið hvar skórinn kreppti, án þess ég segði neitt. „Ég skal kenna yður fyrir hálft gjald,“ sagði hún, „og svo skulum við sjá, hvort þér getið ekki með einhveiju móti staðið straum af dvalarkostnaði og öðrum nauð- synjurn." Og söngnám bytjaði ég hjá Madame Schmucker 13. febrúar 1928. Þar með var þó ekki fullráð- ið, að söngurinn yrði mitt ævistarf. JÁ, ÉG GET nefnt dag- inn, sem ég byijaði að læra hjá Madame Schmucker, en ekki hvaða dag ég hætti því. Ég leitaði til henn- ar með margt, bæði raddþjálfun og heilræði, löngu eft- ir að ég var farin að starfa sem atvinnusöngvari. Ég tók fyrst próf, sem veitti mér réttindi til þess að leita mér atvinnu sem söngkona, vorið 1931, en hvorki var ég óslitið við nám til þess tíma, né heidur hætti ég því þá. Það eru mörg þrep, sem söngv- ari verður að klífa á þroskabraut sinni, og margt er nauðsynlegt að læra fleira en sönginn. Menn verða að fá margháttaða jþálfun til þess að hafa vald á framgöngu sinni á sviði, ekki sízt sé stefnt að því að verða óperusöngvari. Það er ekki lítið átak að öðlast þá sjálfsstjórn, að áheyrendur trufli ekki um of túlkun þess verks, sem flutt er, ekki sízt ef þeir eru miður vinsam- legir, svo að eitt sé nefnt. Madame Schmucker lét nem- endur sína alltaf koma fyrst fram á nemendatónleikum. Smám sam- an gerðust menn djarfari og sungu þegar tækifæri buðust, bæði í . einkasamkvæmum og á opinberum samkomum. Þannig þróaðist þetta stig af stigi, og verkefnin urðu jafnframt erfíðari. Eins og af sjálfu sér breyttist námið í starf. Það var nauðsynlegt að kynna sig fyrir þeim, sem réðu hljóm- leikahöllum og óperum, stöðunum, þar sem sönglistin var iðkuð. Margir háðu bráttuna fyrir starfs- möguleikum og frægð af hörku og kappi, fórnuðu jafnvel sumu því verðmætasta í einkalífi sínu. Enginn nema söngkonan sjálf hefur gaman af að rifja upp hvar og hvenær hún söng hveiju sinni. Hún ein endurlifir þau hughrif og atvik, sem í hugann koma, þegar flett er gulnuðum söngskrám eða lesnir dómar, sem gagnrýnendur skrifuðu um hana á liðnum árum. Ókunnur lesandi sér aðeins dag- setningar og ártöl og nemur hvorki þann fögnuð né sársauka, sem þessir svörtu stafír á gömlu blaði vöktu á sínum tíma. Við skulum því fara fljótt yflr sögu að þessu leyti. Mín barátta var, eins og annarra listamanna, barátta fyrir því að þroskast í list minni og vekja áhuga fólksins, svo að ég gæti lif- að af iðkun þeirrar listar. Þó ætla ég að minnast á fyrstu nemendatónleikana, sem ég tók þátt í, en þeir fóru fram sex mánuðum eftir að ég hóf nám. Um þær mundir bjó ég í greiða- sölu hjá ekkju eftir Englending, og hét hún frú Duncan. Lét hún sér mjög annt um mig, og sama má segja að gilti um allt sambýlis- iV fólkið í húsinu. Rétt fyrir hljómleikana fékk ég slæmt kvef og lagðist í rúmið. Allir heimamenn kepptust við að bera mér heita drykki og ótal teg- undir af pillum og öðrum lyfjum, sem hveijum og einum hug- kvæmdist að gæti læknað mig. Átti ég að syngja eða hætta við það? Fram á síðasta dag var svar mitt ýmist játandi eða neitandi. Loksins ákvað ég að syngja og treysta því, að ég væri búin að læra það mikið, að ég gæti beitt röddinni upp fyrir kvefið. Ekki var mér rótt, þegar ég stóð á sviðinu frammi fyrir fullum sal áheyrenda, sem ég vissi vel, að voru kröfuharðir, þótt um nem- endatónleika væri að ræða. En þetta var fyrsta þolraunin, fyrsti prófsteinninn á það, hvort kennari minn, foreldrar mínir og aðrir vin- ir hefðu rangmetið þann efnivið, sem skaparinn hafði gefið mér, og hvort ég verðskuldaði aðstoð þeirra og tiltrú. Ég hleypti því í mig kjarki og ákvað að leggja mig alla fram. Söng ég þijú íslenzk lög. Ég fjölyrði ekki um feginleik minn, þegar lófatakið dundi við eftir hvert lag og ég var þrisvar kölluð fram á sviðið. Mér var þó enn meira virði það, sem Madame Schmúcker sagði við mig næsta dag: „Þér eruð fædd söngkona.“ Það olli mér miklum óþægindum þennan vetur að ég var ákaflega kvefsækin. Meðal sambýlisfólksins hjá frú Duncan var altsöngkona, Ria von Hessert, sem var mér alla tíð einstaklega góð. Hún ráðlagði mér að fara til sérfræðings í háls- sjúkdómum og láta athuga, hvort ekki fyndist orsök fyrir þessum hvimleiða lasleika. Læknirinn sagði mér þær fregnir, að nefíð á mér væri of þröngt og nauðsynlegt væri að gera á því smáskurðaðgerð. Þótt- ist ég sjá, að hættulegt gæti verið fyrir mig að vanrækja þetta og fór í öllu að hans ráðum, en kveið voðalega fyrir aðgerðinni. Þegar á hólminn kom, spurði ég, hvort ekki mætti svæfa mig, en læknir- inn sagði að það væri germanskt blóð í mér og ég hlyti að þola þennan litla sársauka ósvæfð. Drjúgur sopi af því góða, ger- manska blóði yfirgaf þó líkama minn, áður en ég komst heim að sólarhring liðnum, þó allt virtist vera með eðlilegum hætti. Mér var fagnað eins og hetju, þegar ég kom heim úr þessari raun. Meira að segja kom kennari minn með stóran konfektkassa, en hún var ekki vön að heimsækja nemendur sína. Svo mikill léttir var mér að þess- ari aðgerð, að mér fannst það með ólíkindum. Þó vildi ekki alveg hætta að blæða úr nefinu, og taldi læknirinn það stafa af kulda, því að um þetta leyti lögðust að hörk- ur miklar. Komst frostið niður fyr- ir þijátíu stig. Rétt eftir þetta kom vinkona mín ein að heiman með kassa full- an af gjöfum frá foreldrum mínum. Svo hittist á, að ég tók upp úr kassanum, þegar flestir í_ húsinu fengu sér miðdegisblund. Ég varð glöð eins og barn og hoppaði upp í loftið af fögnuði yfír gjöfunum. Mér gleymdist, að ég var ekki leng- ur í fjaðurvigtarflokki og rankaði fyrst við mér þegar myndastyttan af Wagner var að hrökkva fram af píanóinu og allir voru vaknaðir í húsinu. NÚ VAR fyrsta námsári mínu lok- ið. Ég fann, að röddin var orðin miklu öruggari og ég hafði meiri tök á að láta hana hljóma eins og með þarf, þegar sungið er í stórum sölum. En ég vissi, að mig skorti mikið á að hafa þetta og önnur tækniatriði algerlega á valdi mínu og gerðist óþolinmóð og fannst árangurinn nást seint. En Madame Schmúcker sagði, að mér gengi óvenjulega vel, og ef framfarirnar yrðu jafngóðar framvegis, þá væri ekki óhugs- andi, að eftir tveggja ára nám gæti ég farið að koma fram sem atvinnusöngvari, eða vorið 1930. Tvö ár fullyrti hún, að væri lág- marks námstími, og lagði hún ríka áherzlu á, að undir engum kring- umstæðum mætti ég reyna að gerast atvinnusöngvari fyrr en söngtækni mín væri örugg. En nú dró blikur á loft og ég þurfti á öllu mínu þreki að halda, andlegu og líkamlegu, til að bogna ekki. Skömmu eftir nýár 1929 veikt- ist ég hastarlega af inflúenzu og fékk mjög háan hita. Mér fannst óþarfi að sækja lækni, en Ria von Hessert tók af mér ráðin og fékk lækni til þess að koma og gefa mér sprautur til að lækka hitann. S /o leið þetta hjá í bili, en kappið leyfði mér ekki að vera nógu lengi heima, og þremur vikum síðar veiktist ég ákafiega af liðagigt. Sjúkdómurinn byijaði í hnjánum á mér, ég fékk háan hita, en taldi sem fyrr óþarfi að sækja lækni. I einar tvær vikur lá ég heima. Hitinn fór upp yfir fjörutíu stig, og á mig tóku að sækja and- þrengsli. Eitt kvöld kom ungfrú von Hessert inntil mín, og ég gat þá naumast komið upp orði. „Guð varðveiti okkur, barnið er fárveikt,“ sagði hún og tók sem fyrr til sinna ráða. Hún náði í lækni, sem kom um kvöldið, og hann skipaði að láta flytja mig samstundis í sjúkrahús. Síðar sá ég, að ungfrú von Hessert hefur áreiðanlega bjargað lífi mínu þetta kvöld. Það var um miðnætti 4. apríl 1929, sem ég var flutt í sjúkrahús- ið, og var ég í umsjá hjúkrunar- konu um nóttina. Mér fannst ég vera að kafna, en ég held, að hún hafí talið það óhemjuskap úr mér og skipaði mér að liggja bara kyrr. Næsta morgun kom yfirlæknir- inn með allan aðstoðarlæknaskar- ann til að skoða mig, og kom þá heldur annað hljóð í strokkinn. Hjarta mitt hafði þanizt út, og þótti þeim fullkomin tvísýna á, að lífi mínu yrði bjargað. Þama lá ég í þijá mánuði án þess að mega þó nokkurn tíma liggja almennilega útaf, og varð ég að sofa sitjandi. Lengi mátti ég alls ekkert hreyfa mig. En þetta var gott sjúkrahús, og allt var fyr- ir mig gert, sem hægt var. Sjúkdómurinn breiddist um hvern einasta lið í líkama mínum, og urðu þeir svo stirðir, að ég mátti mig ekki hræra. Auk þess hafði ég sárar kvalir. Margir urðu þó til þess að létta mér lífíð þennan tíma sem aðra. Einar bróðir minn, nokkrir landar og fleiri vinir heimsóttu mig oft. Madame Schmucker heimsótti mig daglega þegar hún gat, annars skrifaði hún mér línu. Læknarnir sögðu, að sennilega batnaði mér ekki til fulls fyrr en hlýnaði í veðri. Þegar voraði, fékk ég að liggja úti á svölum, og smám saman mátti ég fara að hreyfa liða- mótin. Eitt af því, sem læknarnir lögðu ríka áherzlu á við mig, var að reyna ekki að syngja fyrr en ég væri orðin góð, hjartað myndi ekki þola neina aukaáreynslu. Ekki dró það úr áhyggjum mín- um, að ég vissi, að fjármunir sjálfr- ar mín voru uppurnir og faðir minn stóð í ströngu að reyna að útvega mér íjárhagsaðstoð. Þrátt fyrir allt sigraði lífsgleði mín alltaf. Ég trúði því aldrei í alvöru, að mér væri ekki ætlað að njóta hæfileik- anna, sem mér höfðu verið gefnir í vöggugjöf. Það hlaut að rætast úr Jpessu öllu saman. I byijun júní fékk ég að fara heim úr sjúkrahúsinu, en yfirlækn- irinn ráðlagði mér að fara mér til hressingar á baðstað og fá böð og nudd. Madame Schmucker skrifaði systur sinni, sem dvaldist á bað- stað undir læknishendi í Pretch an der Elbe, skammt frá Wittenberg, og aðstoðaði hún mig við að kom- ast þangað. Svona hressingarhæli voru víða um landið, og fólk fór þangað oft sér til hvíldar, þó að það ætti ekki við veikindi að stríða. Á einu hress- ingarhæli sem ég dvaldi á síðar, hófst dagurinn á því, að karlar og konur fóru út í sinn hvorn garð- inn, sem umluktir voru háum skjól- görðum og iðkuðu þar leikfimi, án þess að hafa pjötlu á kroppnum. Ferðamenn, sem áttu Ieið framhjá görðunum, voru að velta fyrir sér hvað fram færi á bak við þessa múra, og gekk sú saga, að smá- strák hefði verið lyft upp til að skyggnast inn fyrir múrinn. Hann sagðist ekkert sjá nema fólk í leik- fimi. Eru það karlar eða konur? spurðu þeir forvitnu. Ég sé það ekki, anzaði barnið, það er ekki í neinum fötum. EG BYRJAÐI í söng- tímum strax og ég kom heim af bað- staðnum. Ég hafði ráðgert að fara heim til íslands þetta sumar, en læknirinn bannaði mér það. Var þá ekki um annað að gera en halda sig að náminu og reyna að sigrast á eftirstöðvum veikindanna. Ein meginskemmtun mín eftir heimkomuna var að hlusta á út- varp, sem þá var sannarlega ekki á hveiju heimili. í greiðasölunni hjá frú Duncan bjó norskur verk- fræðingur, Arne Jansen að nafni. Hann var nýbúinn að fá sér útvarp og bauð mér að hlusta á það þeg- ar ég vildi. Frá Arne segi ég meira síðar. Næsta vetur var ég kvefsækin og stundum hálflasin. Þá naut ég mikillar og óvæntrar aðstoðar þeirra góðu hjóna frú Irmgard og dr. Karls Kroner, sem mörgum íslendingum eru kunn. Þau gerðu sér óbeðin margar ferðir heim til mín, færðu mér lyf og góðgæti og voru mér á alla lund hjálpleg. Þeg- ar ég fór að hressast, fór frú Kron- er með mig á hæli til rannsóknar, lét taka af mér röntgenmyndir og hvað eina. Gekk hún úr skugga um, að að mér amaði ekki annað en sú afleiðing liðagigtarinnar, að hjartað var of stórt. Þau Kronershjónin voru bæði læknar. Þau voru barnlaus, en áttu einn uppeldisson, Klaus að nafni. Dr. Kroner var Gyðingur, og þegar nazistarnir hófu hinar hatrömmu ofsóknir sínar á hendur læknum af Gyðingaættum árið 1938, kom brátt að því, að dr. Kroner væri handtekinn og varpað í fangelsi. Vissi kona hans vel, hvaða örlög myndu bíða hans, ef ekki bærist hjálp í'skyndi. Þau höfðu þrívegis komið til íslands, áttu marga vini hérlendis, og heimili þeirra í Berlín hafði árum saman staðið íslendingum ppið. Nú skrifaði frú Kroner til íslands og beiddist aðstoðar, því að sá möguleiki var fyrir hendi, að ef dr. Kroner gæti lagt fram skilríki fyrir því, að hann ætti heimboð til einhvers annars lands, þá yrði honum sleppt. Þetta tókst, en þau urðu að sæta þeim skilyrð- um, að hverfa úr landi innan hálfs annars sólarhrings frá því að boð- ið kæmi og taka ekki annað með sér en fatnaðinn, sem þau stóðu í og tíu mörk á mann. En þau fengu ekki fararleyfi fyrir son sinn. Báðu þau Þórarinn Jónsson tónskáld að fara með hann til Danmerkur und- ir því yfirskini, að um skemmtiferð væri að ræða. Þaðan komust þau öll með Gullfossi til Reykjavíkur, og hitti ég þau um borð, þegar skipið var að fara. Á íslandi dvöldust þau hjónin rösk sex ár, en fluttust þá til Bandaríkjanna. Hvorugt þeirra fékk upphaflega lækningaleyfi hér, en rétt áður en þau fluttu úr landi, var dr. Kroner veitt lækn- ingaleyfi. Hér vann hann hvað sem fyrir kom, og frúin kenndi tungu- mál. Eftir að þau komu til Banda- ríkjanna, tók dr. Kroner læknis- próf, þá kominn á sjötugsaldur. Hann er nú dáinn fyrir tíu árum, en frú Irmgard er menntaskóla- kennari í Bandaríkjunum. Klaus sonur þeirra er prófessor í verk- fræði við háskóla í Massachusetts. Frú Irmgard kemur til íslands á hveiju sumri, þegar hún fær því við komið, og höfum við hitzt hér í Reykjavík. Einnig heimsóttu þau okkur hjónin, þegar við vorum búsett í New York. Nú var fyrsta námsári mínu lokið. Eg fann, að röddin var orðin miklu öruggari og ég hafði meiri tök á að láta hana hljóma eins og með þarf, þegar sungið er í stórum sölum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.