Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG c PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDA6UR31. MAÍ1995 BLAÐ Helgi Bjarnason STEINKROSS með áletruninni „Góður guð varðveiti vegfarendur" er við veginn um Óshlíð, um það bil miðja vegu milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Er hann því gott tákn um samvinnu íbúa þessara staða, sem Aðalbjörn Jóakimsson hefur beitt sér fyrir, en hann stendur hér við krossinn. Skeljungur, Eimskip og TM líklega með í Osvör Fréttaskýring 3 Kaup Aðalbjörns Jóakimssonar á Ósvör Markaðsmál Ástæða til þess að vara við mikilli aukningu veiða Greinar 7 Sveinbjörn Jónsson MIKLAR líkur eru á að Skeljungur, Eimskip og Tiyggingamiðstöðin og fleiri fjársterkir fjárfestar taki þátt í uppbyggingu hins sam- einaða sjávarútvegsfyrirtækis í Bolungarvík sem byggt verður upp á grunni útgerðarfé- lagsins Ósvarar ásamt kaupum á eignum Þuríðar. Rækjuverksmiðjan Bakki hf. í Hnífsdal keypti nýlega meirihluta hlutafjár í Ósvör og hefur að undan- fömu verið í viðræðum við fjárfesta um þátttöku í nýja félaginu með hluta- fjárkaupum. Hlutafé aukið í 300 milljónir Nýja fyrirtækið mun reka útgerð, bolfiskvinnslu og rækjuverksmiðju í Bolungarvík. Með þessu fyrirtæki verð- ur sjávarútvegshluti fyrirtækja Einars Guðfinnssonar, utan loðnubræðslunn- ar, kominn aftur á eina hendi. Frá því eftir gjaldþrot EG hefur útgerðin og þar með kvótinn verið í höndum Ósvar- ar hf. en meginhluti vinnslunnar hjá Þuríði hf. sem keypti fiskverkunarhús- in. „Við munum stilla saman strengina þannig að Bolvíkingar rói allir í sömu áttina," segir Aðalbjörn Jóakimsson, aðaleigandi Bakka hf. Aðalbjörn segir að Ósvör sé skuld- sett fyrirtæki og uppbygging þess verði erfið og taki langan tíma. Hlutafé þess verður í upphafi aukið úr 80 í 300 milljónir og stefnt að aukningu síðar. Markmið Aðalbjörns er að gera fyrir- tækið það gott að hlutabréf þess verði gjaldgeng á almennum hlutafjármark- aði og með því móti fáist fjármagn inn í atvinnufyrirtæki á Vestfjörðum. Kristinn Björnsson, forstjóri Olíufé- lagsins Skeljungs hf, segir að fyrir- tækið sé með góða aðstöðu í Bolungar- vík og eigi mikil viðskipti við fyrirtæk- in í Hnífsdal og Ósvör, eins og víðast hvar á Vestfjörðum. Álltlegur kostur Hann segir að stjórnendur Skeljungs hafi verið fremur íhaldssamir í fjárfest- ingum í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þeir telji hins vegar að þetta nýja fyrirtæki sé álitlegur kostur og þvi mjög líklegt að lagt verði fram hlutafé þó ekki sé það endanlega ákveðið. Þetta verði stórt fyrirtæki með mikinn kvóta og með mikla möguleika í framtíðinni, meðal annars til að fara á almennan hlutafjármarkað. Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskipa- félags íslands, staðfesti að rætt hefði verið við fyrirtækið um hlutafjárkaup í nýja sjávarútvegsfyrirtækinu í Bol- ungarvík en segist ekki geta rætt málið þar sem ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun. ¦ Uppbygging er erfitt verk/C3 Fréttir Skylt að nota seiðaskilju • SJÁVARÚTVEGSRÁÐU- NEYTIÐ hefur ákveðið að nota skuli seiðaskilju við allar úthafsrækjuveiðar innan fiskveiðilögsögu Is- lands. Tekur reglugerð þar að lútandi gildi á morgun, þann fyrsta júní. Frestur frá reglugerðinni er gefinn í ákveðnum tilfellum./2 Humarkvóti minnkaður? • Hafrannsóknastofnun hefur nú lagt til að kvóti á humri í byrjun vertíðar 1996 fariekkiyfir 1.500 tonn. Kvótinn fyrir þessa vertíð er 2.200 tonn og hef- ur hann farið hægt lækk- andi undanfarin ár. Stofn- unin mun gera tillögu um aflamark að loknum athug- unum á vertíðargögnum fyrir yfirstandandi vertíð. Arið 1994 varð humaraflinn rúm 2.200 tonn sem er nokkru minni en árið 1993./2 Fá stærri skip á sjó • LIÐLEGA 500 skip og bátar voru á sjó um klukkan 10 í gærmorgun, þrátt fyrir verkfall sjómanna, og sífellt bættist við. Stærsti hlutinn var krókabátar, á Faxaflóa og í Breiðafirði, en lítið um stærri skip. Þó voru nokkr- ir togarar að veiðum, allt skip sem gerð eru út frá Vestfjörðum eða Færeyjum eða leigð til þessarra staða fyrir verkfall./4 Trillurnár komnar vestur • AÐKOMUTRILLURN- AR, sem heimamenn kalla vorfuglana, eru um þessar mundir að safnast saman á Patreksf irði og Tálkna- f irði. Þetta eru bátar úr flestum landshlutum, enda orðið lítið mál að elta fisk- inn á hraðf iskibátunum. „Hér er afbragðs gott að vera. Við búum í bátnum og viljum því frekar vera á rólegum stað," sögðu hjón- in Friðrik Sigurjónsson og Ólöf Guðmundsdótir á Sig- urjóni Friðrikssyni EA frá Akureyri þegar blaðamað- ur leit við hjá þeim i Tálknafjarðarhöfn en þá var bræla á miðunum./8 Markaðir Úthafskarfi skilar miklu • ÚTHAFSKARFINN skil- ar okkur stöðugt meiri afla, frá því veiðar okkar hófust árið 1989. Jafnframt veiðist vaxandi hluti hans innan lögsögu okkar, en sú stað- reynd á eftir að skipta miklu máli, þegar kemur að því að skipta veiðiheim- ildum milli þeirra þjóða, sem stundað hafa veiðar úr þessum stofni. Á síðasta ári veiddum við alls 54.000 tonn af úthafskarfa, en alls veiddust þá 99.000 tonn. Frá upphafi hafa veiðzt rúmlega 900.000 af úthafs- karfa á miðunum á Reykja- neshrygg. Þessi búbót hef- ur verið mikil, einkum í ljósi þess að helztu karfastofnar innan landhelgi okkar hafa verið ofnýttir. Uthafskarfaafli íslendinga 1989-94 lögsögu - 40 - Utan efnahagslögsögu 89 '90 '91 '92 '93 '94 Gengur á grálúðuna Stærð grálúðu- árganganna 1980-89 50 milljónir fiska — v. 5 ára aldur 40 301 20 10 •80*81 'sa'sawss'sewss'sa • STÆRÐ árganga af grá- lúðu hefur verið nokkuð stöðug undanfarin ár, en hefur þó f arið minnkandi frá árunum 1980 og 1981, en þá var stærð þeirra talin yfir meðallagi eða um 43 milljónir fiska. Síðan þá hefur nýliðun verið lakari og árgangarnir frá 1986 og 1987 telja aðeins um 27 milljónir fiska./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.