Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Ólafur gegn Andersson? ÁSGEIR Elíasson, þjálfari landsliðsins, setti Ólaf Adolfs- son, miðvörðinn hávaxna á sér- staka skallaæfingu, á æfingu landsliðsins í gærmorgun. Hvort það sé vísbending um að Ólafur byrji teikinn ívörninni við hlið Guðna Bergssonar og Kristjáns Jónssonar kemur í Ijós, en Ásgeir tilkynnir í dag liðið sem leikur gegn Svíum á morgun. jjjjf Ásgeir velur mig til að byrja, þá er ég tilbúinn til að svara kallinu, sagði Ólafur eftir æfing- una. Þegar Ólafur var spurður hvort hann ætlaði að setja mark með skalla eins og í Keflavík sl. laugardag, hló hann og sagði: „Mitt hlutverk verður fyrst og fremst að veijast, ef ég verð valinn — og ég myndi reyna að standa mig fyrst og fremst í því hlutverki. Svo er það alltaf fyrir hendi að skalla að Sigmundur Ó. Steinarsson skrífar frá Svíþjóð marki, ef það kemur upp,“ sagði Ólafur og bætti við: „Stemmningin er mjög góð í hópnum og við erum tilbúnir að takast á við hið erfíða verkefni sem bíður okkar.“ Ef Ólafur verður valinn í byrjun- arliðið, þá mun Ásgeir gera það til að reyna að hefta Kennet Anders- son, sem er skallamaður góður og hefur skorað mörg mörk með skalla. Svo er einnig í stöðunni að Izudin Daði Dervic, hinn sprettharði varn- armaður úr KR, verði látinn leika, til að hafa gætur á Thomasi Brolin. Líklegt byrjunarlið íslands er: Birk- ir Kristinsson — Guðni Bergsson, Kristján Jónsson, Ólafur Adolfs- son/Daði Dervic — Þorvaldur Örl- ygsson, Hlynur Stefánsson, Sigurð- ur Jónsson, Arnór Guðjohnsen, Rúnar Kristinsson — Eyjólfur Sverrisson, Amar Gunnlaugsson. Þetta eru fjórir leikmenn, sem leika á íslandi og sjö atvinnumenn, sem leika í Svíþjóð, Tyrklandi, Eng- landi og Þýskalandi. Vona að Rioch verðiáfram Guðni Bergsson mun leika áfram með Bolton næsta vetur, en liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeild- inni með því að leggja Reading að velli á Wembley í fyrradag, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. „Það er ljóst að við verðum að halda öllum leikmönnum okkar og fá nýja leikmenn fyrir átökin í úrvalsdeildinni. Þá vona ég að Bruce Rioch verði áfram fram- kvæmdastjóri, en Arsenal og Manc- hester City em með hann á óska- lista sínum. Það em mörg félög á eftir Alan Stubbs og Jason McAte- er, en þess má geta að Liverpool reyndi að fá þá báða til sín fyrir síðastliðið keppnistímabil og buðu fímm milljóna pund í þá. Everton, Liverpool og Blackburn vilja nú fá Stubbs til sín, en hann er sterkur varnarleikmaður," sagði Guðni. ÓLAFUR Adolfsson var á sérstakri skallaæfingu hjá Ásgelrl Elíassynl landsllðsþjálfara í gær tll þess að vera í sem allra bestu forml verði hann í byrjunarliðlnu gegn Svíum. „Verðum meira ívörnen sókn“ „ÞAÐ er Jjóst að Svíar koma til með að sækja grimmt á okkur í byrjun, þannig að við verðum meira í vörn en sókn,“ sagði Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, þegar hann sat fyrir svörum hjá sænskum blaðamönnum í gær. „Það er alltaf möguleiki á sigri og við munum reyna að nýta okkur hann. Við ætlum okkur betri árangur en í undankeppni heimsmeistarakeppninnar, þar sem við náðum fimm- tíu prósent árangri. Við höfðum leikið þrjá leiki og tapað þeim öll- um, en það eru fimm leikir eftir," sagði Asgeir. Sænsku blaðamenn- imir spurðu hann hvort að ísland ætti möguleika á að leggja Tyrki og Svisslendinga að velli. „Ég væri ekki hér, ef ég teldi að svo væri ekki,“ sagði Ásgeir. Amór: Það eru ellefu leikmenn í liði ARNÓR Guðjohnsen var á blaða- mannafundi með Ásgeiri landsl- iðsþjálfara í gær og var hann spurður hvort hann léki stórt hlutverk í íslenska liðinu. „Það er ekkert lið sem byggist upp á einum eða tveimur leikmönnum — það em ellefu leikmenn í liði og í íslenska liðinu em ellefu leikmenn sem em ákveðnir að gera sitt besta." Þegar Amór var spurður hvort Islendingar myndu veita Svíum aðstoð — með því að leggja Tyrki og Svisslend- inga að velli, sagði hann að Svíar yrðu að leysa sín vandamál sjálf- ir. „Þeir verða að klára sína leiki, geta ekki lagt traust sitt á f slend- inga.“ Landsliðið æfðiá Rásunda LANDSLIÐIÐ æfði á Rásunda- leikvanginum í Stokkhólmi í gærkvöldi kl. 19, eða á sama tíma og leikurinn gegn Svíum fer fram. Leikvangurinn tekur 32 þús. áhorfendur, en reiknað er með að 25 þús. áhorfendur sjái leikinn, eða jafnvel að leikvan- girnn verði þéttsetinn — það fer eftir veðri. Mikil stemmning er fyrir leiknum, sem er rrýög þýð- ingarmikill fyrir Svía. _ Guðni og Ólafur í lækn- isskoðun GUÐNI Bergsson, fyrirliði lands- liðsins, og Ólafur Þórðarson fóm í læknisskoðun í gær. Birkir Sveinsson, læknir landsliðsins, fór með þá til íslensks læknis, Friðfinns Sigurðssonar, sem er með stofu við Rásunda-Ieikvang- inn, fyrir utan Stokkhólm. Guðni hefur verið slæmur í baki og Ólafur hefur fundið fyrir verk í hné. Þá hefur Amar Gunnlaugs- son átt við meiðsli að stríða — er með beinhimnubólgu. Ólafur tók fullan þátt í æfingu landsliðsins i gærkvöldi en Guðni og Sigurður Jónsson, sem hefur átt við bakmeiðsli að stríða, hvíldu sig. Hvað gera Arnarog Bjarki Gunnlaugssynir? „Erum ekki á leið- inm til Islands ÞAÐ er næsta víst að fjórir landsliðsmenn íslands hafa hug á að breyta til — færa sig um set í Evrópu. Sá orðrómur hefur verið uppi að KR-ingar hefðu hug á að tryggja sér tvíburabræð- urna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, sem eru hjá Niirnberg í leigu frá Feyenoord í Hoilandi. „Við erum ekki á leiðinni til Is- fands og höfum ekkert heyrtfrá KR-íngum,“ sagði Bjarki Gunn- laugsson, þegar Morgunblaðið bar þennan orðróm undir hann í Vásby fyrir utan Stokkhólm í gær. 4T Adögunum var Niimberg dæmt bandsins, þannig að það er mögu- niður í áhugamannadeild í leiki á að liðið haldi sér í annari Þýskaiandi, þar sem félagið á I miki- deildarkeppninni. Ef úrskurðurinn um fjárhagslegum vandamálum. stendur er ljóst að við förum frá „Forráðamenn félagsins hafa áfrýj- félaginu. Við emm ekki tiibúnir að að úrskurði þýska knattspymusam- fara strax aftur til Feyenoord, held- ur viljum við vera í Þýskalandi í tvö ár til viðbótar,“ sagði Bjarki. Þorvaldur Oriygsson er ákveðinn að fara frá Stoke. „Ég verð ekki lengur lvjá félaginu og hef tjáð hug minn í því máli. Hvert ég fer, það kemur ekki í ljós fyrr en í júnílok," sagði Þorvaldur. Eyjólfur Sverrisson, sem varð Tyrklandsmeistari með Besiktas á dögunum, hefur hug á að breyta til og reyna eitthvað nýtt. Hann er með tilboð frá þýsku liði, en hefur meiri hug á að spreyta sig i öðru landi — td. Frakklandi. Brolin byvjar Eg er tilbúinn í slaginn og það er gaman að vera kominn aftur í sænska landsliðshópinn, segir Thom- as Brolin, leikmaðurinn snjalli hjá Parma, sem hefur ekki leikið með sænska landsliðinu í sex mánuði vegna meiðsla. „Brolin kemur til okk- ar eins og frelsarinn," segir Anders Limpar, leikmaður með Everton í Englandi, sem er einnig kominn í landsliðið á ný, en það er búist við góðri samvinnu þeirra félaga gegn — báðir eru fljótir og leiknir með knött- inn. „Ég mun sjá um sendingar til Brolin, þannig að hann skori," sagði Limpar. Sænsku blöðin segja að það sé mjög þýðingarmikið fyrir sænska liðið að Brolin leiki með, þó það væri ekki nema fyrri hálfleikinn. Þegar Brolin hefur leikið með sænska liðinu hafí það unnið 22 sigra, gert níu jafntefli en tapað ellefu leikjum. Án Brolins hefur liðið unnið átta leiki, gert fímm * jafntefli og tapað átta leikjum. Það var „svartur dagur" hjá Tommy Svensson, landsliðsþjálfara Svía, þegar lið hans tapaði óvænt fyrir Ungverjum, 0:1, en áður hafði sænska liðið tapað í Sviss og Tyrklandi. Eini möguleiki Svía á að komast í úrslitakeppni EM í Englandi 1996, er að vinna þtjá hei- maleikina sem liðið á eftir — gegn íslandi, Sviss og Tyrklandi, og síðan að ísland taki stig af Sviss og Tyrk- landi í Reykjavík. Höfuðverkur sænska liðsins að undanfömu hefur verið hve leikmenn liðsins hafa átt í erfiðleikum með að skora mörk. Nú er annað vandamál á ferðinni — það er að tveir af vamarleikmönnum liðsins eru í leik- banni, Roger Ljung og Joachim Björk- lund. Þá er Roland Nilsson meiddur og Jan Eriksson meiddist á læri á dögunum. Það er mikil pressa á Svens- son og sænska landsliðinu að leggja íslendinga að velli — ef Svíar vinna, þá léttist sú pressa á honum, en ef þeir tapa þá er Svensson kominn í vond mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.