Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR VIKUNIMAR Sjónvarpið FOSTUDAGUR2.JÚNÍ VI QQ ftC ►! heiðurshlekkjum nl. Lt.Ud (Prisoners of Honour) Bresk/bandarísk sjónvarpsmynd frá 1991 byggð á sannsögulegu efni. Myndin gerist í Frakklandi um alda- mótin 1900 og greinir frá tilraunum Georges Picquarts ofursta til þess að sanna sakleysi Alfreds Dreyfusar sem dæmdur hafði verið fyrir njósnir og landráð. LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ VI 91 in^við árbakkann (A III. 4 I. III River Runs Through It) Bandarísk bíómynd frá 1992 um prest í Montana um 1920 sem reynir að ala syni sína upp í guðstrú og góð- um siðum og kennir þeim kúnstina að veiða á flugustöng. Þegar synimir vaxa úr grasi vilja þeir fara sínar eig- in leiðir. VI OQ 911 ►Annar sigur (Second III. 4Ú.4U Victory) Bresk spennumynd frá 1986 byggð á met- sölubók eftir Morris West. SUNNUDAGUR 4. JÚNI VI 01 CC ►Jósef (Joseph) Fjöl- III. 4 I.UU þjóðleg sjónvarps- mynd frá 1994 byggð á frásögn Gamla testamentisins. MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ VI 99 nc ►Jósef (Joseph) Fjöl- III. 44.U9 þjóðleg sjónvarps- mynd frá 1994 byggð á frásögn Gamla testamentisins. FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ nn ►steini °3o,|i-Tok- . 4 I.UU um lifinu létt (Laurel and Hardy: Pack up Your Troubles) Bandarísk gamanmynd. STÖÐ TVÖ FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ líl 91 4fl^ Flugstöðin III. 4I.4U ort) Ein af (Airp- fyrstu stórslysamyndunum var gerð eftir metsölubók Arthurs Hailey og gerist nánast öll á risastórri alþjóðaflugstöð þar sem hvert óhappið rekur annað. Stöð tvö V| 00 CC ►Red Rock West III. 49.99 Spennumynd frá Sig- uijóni Sighvatssyni og félögum í Propaganda Films. Myndin fjallar um Michael, atvinnulausan, fyrrverandi hermann sem kemur til smábæjarins Red Rock West í atvinnuleit. Leið hans liggur inn á krá í bænum og þar rambar hann á eiganda búllunnar sem dregur hann afsíðis og réttir honum dágóða peningaupphæð sem fyrir- framgreiðslu fyrir að myrða eiginkonu sína. Stranglega bönnuð bömum. LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ M91 OC^ Meistararnir • 4 1.49 (Champions) Gaman- mynd fyrir alla íjölskylduna um lög- fræðinginn Gordon Bombay sem er mikill keppnismaður i viðskiptum og þolir illa að tapa. «90 II) ►Fóstbræðralag ■ 49. IU (Bound hy Honor) Sagan gerist meðal mexíkóskra Bandaríkjamanna í austurhluta Los Angeles borgar. Hér segir af þremur ungum mönnum, hálfbræðrunum Paco og Cruz og frænda þeirra Miklo, sem hafa alist upp eins og bræður og tengj- ast sterkum böndum. Stranglega bönnuð bömum. U9 Jft ►Blekkingavefur ■ 4.HU (Legacy of Lies) Spennumynd um gyðingafjölskyldu sem á í innri kreppu vegna tengsla sinna við skipulagða glæpastarfsemi. Bönnuð böraum. «94 lin Þ-Fallvölt frægð (The . 44.UU Harder They Fall) Humphrey Bogart er í hlutverki Eddie Willis en hann er atvinnulaus íþrótta- blaðamaður sem fær freistandi tilboð frá svikahrappnum Nick Benko. Kl. 4.20^,, sund lokuð (Nowhere to Run) Strokufangi á flótta kynnist ungri ekkju og börnum hennar sem eiga undir högg að sækja því miskunnar- laus athafnamaður ætlar að sölsa jörð þeirra undir sig. SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ VI 91 OC ►Ungfrú Ameríka III. 4 1.99 (Miss America: Be- hind the Crown) Carolyn Suzanne Sapp leikur sjálfa sig í þessari mynd en stúlkan var krýnd Ungfrú Ameríka 1992. V| € JC^Rauði þráðurinn III. 1.49 (Traces ofRed) Rann- sóknarlögreglumönnunum Jack Dugg- an og Steven Frayn er falið að rann- saka hrottalegt morð á fallegri konu en verða tortryggnir hvor í garð hins þegar í ljós kemur að hún hafði verið bólfélagi Jacks. U9Q Qfl ►Dansar við úlfa • 49.9U (Dances With Wolves) Stórfengleg saga um John Dunbar lautinant sem heldur einn út á víðáttu- miklar sléttur Ameríku og kynnist lífi Sioux-indíánanna þegar veldi þeirra var hvað mest. MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 111 V| QQ Qft ►Dansar við úlfa III. 49.9U (Dances With Wolves) Stórfengleg saga um John Dunbar lautinant sem heldur einn út á víðáttu- miklar sléttur Ameríku og kynnist lífi Sioux-indíánanna þegar veldi þeirra var hvað mest. Stranglega bönnuð bömum. ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNI § V| QQ 9|| ►Kjarnorkukona nl. 49.4U (Afterbum) í þessari sannsögulegu sjónvarpsmynd er rakin baráttusaga Janet Harduvel sem sagði valdamiklum aðilum stríð á hendur eftir að eiginmaður hennar fórst í reynsluflugi nýrrar orrustuþotu. MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ iíi 99 nn ►Ant á hv°|fi (Spntt- III. 49.UU ing Heirs) Ærslafull gamanmynd í anda Monty Python gengisins um Tommy greyið, sem fæddist á blómatímanum, en forríkir foreldrar hans skildu hann eftir í villtu samkvæmi í Lundúnum. Fátækir Pa- kistanar tóku piltinn í fóstur en þegar hann kemst til vits og ára uppgötvar hann sér til mikillar skelfmgar að hann er í raun 15. hertoginn af Bour- nemouth og að bandarískur frændi hans hefur erft allt sem honum ber. FIMMTUDAGUR 8. JUNI VI 91 ÆC ►Örlagasaga Marinu III. 4 1.49 (Fatal Deception: Mrs. Lee Harvey Oswald) Morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta í nóvember árið 1963 var mikið áfall fyrir bandarísku þjóðina sem missti þar sína helstu von. En vonbrigðin urðu engu minni fyrir Marinu Oswald, eiginkonu morðingjans, og hjá henni var martröðin rétt að hefjast. Bönnuð börnum. BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIIM Ed Wood ★ ★★ Ed Wood var lélegasti kvikmyndaleik- stjóri aldarinnar og einn af aðdáendum hans, Tim Burton, hefur reist honum skemmtilegan minnisvarða með svart/hvítri kómedíu um geggjaða veröld b-myndanna. Martin Landau er einfaldiega stórkostlegur sem Bela Lugosi. Tvöfalt Iff ★ Mislukkaður sálfræðitryliir í c-flokki með vita vonlausan mannskap framan og aftan við tökuvélarnar. Þyrnirós (sjá Bíóhöllina) Strákar til vara ★ ★ Þrjár vinkonur hafa hver sinn djöful að draga en Hollywood fer offari enn eina ferðina í tilfinningamálunum. Leikkonumar bjarga nokkru í mis- jafnri mynd. BÍÓHÖLLIN Fylgsnið ★ ★ Spennumynd byggð á sögu eftir Dean Koontz. Lengst af prýðileg skemmtun en fjölskylduvæmnin í lokin er fullmik- ið af því góða. Þyrnirós •k'k'A Falleg Disneyteiknimynd frá 1959 sem byggir á ævintýrinu um Þyrnirós. Fyrri hlutinn hægur en lokaátökin hin skemmtilegustu. Fjör í Flórída ★ ★ Nokkrar framhjáhaldssögur eru aðal- inntakið í þessari rómantísku gaman- mynd sem minnir svolítið á Woody Allen. Hressileg samtöl en frekar óspennandi efni. Rikki ríki ★★ Dálagleg barnaskemmtun um ríkasta drenghnokka í heimi sem á allt nema vini. Macaulay Culkin fer hnignandi sem stjarna. Algjör bömmer ★ Grín og spenna blandast saman í svert- ingjaspennumynd eins og þær voru fyrir 20 árum. Andlaus formúluaf- þreying. Táldreginn ★ ★ ★ Linda Fiorentino fer á kostum sem voðakvendi í frábærri spennumynd um konu sem gerir allt fyrir peninga. „Ný-noir“ tryllir eins og þeir gerast bestir. HÁSKÓLABÍÓ Rob Roy ★ ★% Sverðaglamur, ættardeilur og ástar- mál á skosku hálöndunum á 18. öld. Myndin lítur vel út og fagmannlega en handritið misjafnt og lengdin óhóf- leg. Star Trek: Kynslóðir ★ ★!/> Sjöunda myndin í Trekkabálknum markar kaflaskil því nú tekur nýr kapteinn við stjórn. Sami gamli góði hasarinn í úgeimi. Dauðataflið 'U Dæmalaust óspennandi og illa leikin sálfræðileg spennumynd. Höfuð uppúr vatni ★ ★ Norsk spennumynd og svört kómedía um konu á sumarleyfiseyju og menn- ina í kringum hana. Frambærileg en varla neitt stórvirki. Ein stór fjölskylda ★1A Kúgaður kærasti barnar flmm á einu bretti. Þokkaleg hugmynd fær slæma úrvinnslu í flesta staði. Stökksvæðið ★Ví Góð háloftaatriði er nánast það eina sem gleður augað í (burðarmikilli en mislukkaðri spennumynd sem reynist ekki annað en B-mynd í jólafötunum. Nell ★★% Forvitnileg mynd frá Jodie Foster sem framleiðir og fer með titilhlutverk ungrar konu sem hefur ekki komist í kynni við samtíðina. Skógardýrið Húgó ★★ Lítil og meinlaus teiknimynd frá Dön- um, elskulegum frændum vorum og vinum, um Húgó hinn hressa sem syngur og dansar og hoppar og hlær smáfólkinu til ánægju og yndisauka en hinum fullorðnu mest til angurs og armæðu. LAUGARÁSBÍÓ Snillingurinn ★ Það fer ekkert fyrir snilligáfunni í vandræðalegri gamanmynd þar sem ágætur leikhópur er úti á þekju í hlut- verkum sögufrægra persóna. Heimskur heimskari ★ ★ ★ Vellukkuð aulafyndni um tvo glópa á langferð. Sniðin fyrir Jim Carrey og Jeff Daniels. Hláturinn lengir lífið. Háskaleg ráðagerð ★ ★ Forvitnileg smámynd um saklausa sveitastráka sem lenda í hremmingum lífs síns. Leikstjórinn Wamer er eng- inn Tarantino en auðséð er hvert hann sækir fyrirmyndina. Kemur á óvart. REGNBOGINN Kúlnahrfð á Broadway ★ ★ k'A Frábærlega gamansamur farsi frá Woody Allen sem kominn er aftur í sitt gamla form. Fyndið handrit, skop- leg persónusköpun og unaðslegur leik- hópur gera Kúlnahríðina að bestu gamanmynd í bænum. Ekki missa af þessari. Norður O Það stefnir allt norður og niður í hrika- legum mistökum Rob Reiners. Austurleið 'h Gamanvestri sem reyndist síðasta mynd John Candys. Ekki sérlega frumleg, flestir brandararnir virðast endurunnir úr öðrum svipuðum mynd- um. Leiðin til Wellville 'h Mislukkuð gamanmynd um heilsu- ræktarfrömuðinn og kornflögukóng- inn Kellogg. Nú fer allt úrskeiðis í fyrsta sinn hjá Alan Parker. Rita Hayworth og Shawshank- fangelsið ★★★ í alla staði sérlega vel gerð mynd um vináttu innan fangelsisveggjanna og meinfyndna hefnd. Robbins og Free- man frábærir saman. SAGABÍÓ í bráðri hættu ★ ★ ★ Flaustursleg en hröð og fagmannlega gerð spennumynd um bráðdrepandi vítisveiru og baráttuna við að stöðva útbreiðslu hennar. STJÖRNUBIÓ Litlar konur ★ ★ k'h Einstaklega vel gerð, falslaus og falleg mynd um fjölskyldulff á Nýja-Eng- landi á öldinni sem leið. Winona Ryder fer fremst í flokki afburðaleikara. Ódauðleg ást ★ ★ ★ Svipmikil mynd um snillinginn Beet- hoven fer hægt í gang en sækir í sig veðrið. Tónlistin stórkostleg og útlitið óaðfinnanlegt. Vindar fortíðar ★ ★ ★ Skemmtilegt og glæsilega kvikmynd- að fjölskyldudrama. Verður ekki sú sögulega jtórmynd sem að er stefnt en virkar frábærlega sem Bonanza fyrir þá sem eru lengra komnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.