Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SMÁÞJÓÐALEIKARNIR FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1995 D 3 Morgunblaðið/Bjami VÉSTEINIM Hafstelnsson fagnaði slgrl og vallarmeti í gær. Þreytulegt var það Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Lúxemborg Islenska karlalandsliðið var greini- lega þreytt er það mætti And- orra í gær. Sigur vannst þrátt fyrir lélegan leik en strákamir ætla að hvíla sig á körfu- bolta í dag enda búnir að vera á ferð- inni lengi. Verður farið til Trier í Þýskalandi og slappað af. Andorra byrjaði betur og hafði yfir fyrstu mínúturar en íslendingar náðu síðan ágætri forystu, 33:21, er komið var fram í miðjan fyrri hálfleikinn, en var þá ágætiir gang- ur á strákunum, Guðmundur tróð meðal annars með glæsibrag yfir stærsta leikmann þeirra. Staðan í leikhléi var 52:39 og allt útlit fyrir nokkuð öruggan sigur okkar manna, en annað kom í ljós því Andorramenn börðust eins og þeir gátu og bilið breikkaði ekki, minnkaði ef eitthvað var. Þegar þijár og hálf mínúta var eftir var staðan 75:71 en þeir Jón Kr. og Teitur sáu um að skora næstu átta stig og tryggja þar með sigurinn. Það var enginn glæsibragur á þessum leik og var Torfi Magnússon landsliðsþjálfari sammála því: „Ég hef nú séð betri og skemmtilegri leiki. Mér sýndist þetta vera þreytt lið sem var að leika og á morgun förum við til Trier með strákana og gefum þeim algjört frí frá körfu- bolta,“ sagði Torfi. Þórdís og Vésteinn bæði á efsta þrep Islendingar settu tíu persónuleg met í frjálsíþróttum ÞÓRDÍS Gísladóttir sigraði í hástökki og Vésteinn Haf- steinsson í kringlukasti á fyrsta degi frjálsiþrótta á Smáþjóða- leikunum í Lúxemborg í gær- kvöldi. Þórdís stökk 1,80 metra og var að sigra í hástökki á Smáþjóðaleikum í fjórða skipti, eða í öll skiptin sem hún hefur tekið þátt. Vésteinn kastaði kringlunni 59,60 metra og var töluvert frásínu besta en setti vallarmet. Árangur íslensku keppendanna var nokkkuð góður því auk þess unnu þeir þrenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun og samtals settu þeir tíu persónuleg met. Þórdís fór létt yfír 1,80 metra í fyrstu tilraun og það gerði hin 17 ára gamla Vala Flosadóttir einn- ig. En það sem réði úrslitum var að Þór- dís fór yfír 1,74 metra í fyrstu til- raun en Vala í ann- arri. Þetta er í fyrsta sinn sem ís- land á tvær konur sem fara yfír 1,80 metra í hástökki. Vala átti ValurB. Jónatansson skrifar áður best 1,77 metra og setti því persónulegt met. „Ég kom hingað fyrst og fremst með það markmið að ná í gullið og það tókst. Ég er nokkuð ánægð með hve létt ég fór yfír 1,80 metra - var hátt yfir. Þegar ég reyndi við 1,83 var eins og ákveðið spennu- fall hefði orðið því sigurinn var þegar í höfn og eins voru aðstæður ekki þær bestu. Það var gaman að fá harða keppni frá Völu, sem er mjög efnileg og á framtíðina fyrir sér,“ sagði Þórdís sem er 34 ára. Vésteinn setti vallarmet Vésteinn kom til Lúxemborgar eftir 19 tíma ferðalag frá Banda- ríkjunum seint á þriðjudagskvöld, eða kvöldið fyrir keppni og sagði að líklega hefði ferðaþreytan og tímamunurinn sett sig aðeins út af sporinu. „Ég á að geta kastað yfír 60 metra og hef verið að gera það á mótum að undanförnu, síðast í Kalíforníu á mánudag er ég kastaði 62,02 metra. En ég er engu að síð- ur ánægður með að hafa náð í gullið fyrir ísland og það án nokk- urrar keppni," sagði Vésteinn sem keppir á sterku fijálsíþróttamóti í Jena í Þýskalandi í dag. Þráinn Hafsteinsson, landsliðs- þjálfari, var ánægður með daginn. „Við vorum með tuttugu keppendur í tíu greinum og það náðust 10 persónuleg met. Allir íslensku kepp- endumir í 100 metra hlaupi bættu sig og Geirlaug var aðeins 0,02 sekúndum frá Islandsmetinu. Ég get því ekki annað en verið ánægð- ur,“ sagði Þráinn. íslendingar fengu þrenn silfur- verðlaun; Geirlaug í 100 metra hlaupi á 11,81 sek., Eggert Boga- son í kringlukasti með 51,80 metra og Vala í hástökki með 1,80 metra. Einnig unnust þrenn bronsverðlaun; Sigurður T. Sigurðsson í stangar- stökki, stökk 4,90 metra, Guðbjörg Viðarsdóttir í kúluvarpi með 11,87 og Jóhannes Marteinsson í 100 metra hlaupi, á 10,71 sek. Veðrið hér í Lúxemborg í gær var hálfgert íslandsveður, frekar kalt og gekk á með skúrum. Þess vegna er árangur íslenska fijáls- íþróttafólksins kannski enn athygl- isverðari og lofar góðu fyrir sumar- ið. Stúlkurnar í aðra umferð Hrafnhildur Hannesdóttir og Stefanía Stefánsdóttir kom- ust í 2. umferð í tvíliðaleik kvenna í tenniskeppninni í Valur B. gær- Þær unnu Jónatansson Pericleous og An- skrifar astasiou frá Kýpur örugglega 6:1, 6:2. íslensku stúlkurnar mæta stúlkum frá Mónakó í dag í 2. umferð og má segja að þær haldi uppi heiðri íslands í tenniskeppninni. „Við erum mjög ánægðar með leikinn,“ sagði Stefanía. „Við erum vanar að spila tvíliðaleik og náðum vel saman. Þetta var aldrei spum- ing. En við eigum erfíða mótheija í 2. umferð, en þær eru báðar komn- ar í undanúrslit í einliðaleik. En við ætlum okkur áfram.“ Hrafnhildur lék einnig í 2. um- ferð í einliðaleik og tapaði fyrir Gagliardi frá Mónakó 1:6, 0:6. Gagliardi er talin sigurstranglegust á mótinu. „Ég átti eiginlega aldrei möguleika. Hún var bæði fastari og öruggari en ég og svo hefur hún mikla reynslu því hún hefur sigrað á Smáþjóðaleikum í tvö síðustu skipti. Én Það gekk betur í tvíliða- leiknum og þar ætlum við okkur áfram,“ sagði Hrafnhildur. Einar Sigurgeirsson og Atli Þor- björnsson töpuðu fyrir Asciak og Schembrim frá Möltu í fyrstu um- ferð í tvíliðaleik, 5:7 og 0:6. Þeir hafa því lokið keppni á leikunum. Aldrei von gegn Lúxemborg ÍSLENSKA kvennalandsliðið í blaki átti aldrei möguleika gegn frískum heimastúlkum ígær. Lúxemborg hreinlega rúllaði yfir áhugalítið íslenskt lið, 3:0, og verða stúlkurnar að gera miklu betur ætli þær sér að sigra í í einum leik hér á Smá- þjóðaleikunum. Byijunin var þó ágæt hjá stúlkun- um, en móttakan var ekki góð og þegar þannig háttar fylgir annað > kjölfarið; uppspilið Skúli Unnar gekk illa og sóknim- Sveinsson ar voru hræðilegar skrifar frá og algjör undantekn- Lúxemborg jng ef faHegur skell- ur eða lauma sást. Áhugaleysið tók síðan yfirhöndina og heimastúlkur gengu á lagið og unnu fyrstu hrin- una 6:15. Ekki voru gerðar neinar breyting- ar á byijunarliðinu í annarri hrinu og það kom því fáum á óvart að engin breyting varð á leik liðsins. Stúlkumar höfðu engan áhuga á að vinna og uppskeran varð eftir því, 5:15 tap. Þriðja hrinan var lítið skárri þó svo Björg Erlingsdóttir kæmi inn sem uppspilari fyrir Önnu G. Einars- dóttur. Móttakan, framspilið, upp- spilið og lágvörnin var í molum, en þó mátti sjá eina og eina þokkalega sókn, en þær voru allt of fáar. Lúx- emborg vann 5:15 og tók leikurinn aðeins 67 mínútur. Stelpurnar virkuðu mjög óörugg- ar og áhugalitlar, sumar þeirra hreinlega áhugalausar, og með svona spilamennsku tekst þeim ekki að vinna leik á mótinu. I dag mæta þær Lichtenstein, og þá verður að vera búið að laga þessa hluti og einn- ig uppgjafírnar sem voru slakar og algjörlega án þess að settur væri þrýstingur á mótheijana. Allt of margar fóm útaf eða í net. „Það er auðvitað ljóst að ef mót- takan bregst þá fylgir hitt eftir og við spiluðum hreinlega illa í dag,“ sagði Þórey Haraldsdóttir fyrirliði eftir leikinn. „Uppgjafirnar fóm alveg með okkur, en við ætlum að bæta okkur fyrir leikinn gegn Lichtenstein því þar eigum við einna mesta mögu- leika, fyrst við gátum ekki unnið San Marínó í fyrsta leiknum, það var al- gjört klúður," sagði Þórey. Góður leikur en tap Þrátt fyrir góðan leik gegn Lúx- emborgurum í karlablakinu tapaði íslenska landsliðið 2:3 eftir að hafa sigrað í fyrstu tveimur hrinunum. Liðið hefur því tapað báðum leikjum sínum. Strákarnir byijuðu af miklum krafti og hver skellurinn rak annan og hávörnin var mjög góð auk þess sem Guðbergur Eyjólfsson uppspilari og fyrirliði stjórnaði sókninni skemmtilega, dreifði spilinu vel og kom hávörn mótheijanna oft í opna skjöldu. Fyrsta hrinan endaði 15:9 eftir að hafa verið í járnum framan af. Önnur hrinan var enn meira spennandi og leið langur tími þar til liðin náðu að fá stig. ísland var 4:11 undir en með miklum krafti og baráttu tókst liðinu að sigra 15:12, fyrst og fremst vegna góðs leiks Einars Ásgeirssonar sem skellti hrikalega og áttu mótheijarnir ekk- ert svar við stórleik hans. Guðbergur dældi boltunum út á kant til Einars og þannig komu stigin. Lágvörnin var líka sterka á þessum kafla eins og í fyrstu hrinunni, en því miður átti þetta allt eftir að breytast. Þriðju og fjórðu hrinunni töpuðum við 7:15 og 6:15 þannig að leika þurfti oddahrinu. í þessum tveimur hrinum, sérstaklega þeirri þriðju vakti athygli að menn sem voru að gera eintóma vitleysu voru látnir vera inná á meðan varamennirnir biðu án þess að fá að reyna sig nokk- uð að viti. Oddahrinan byijaði ekki gáfulega, þeir komust í 0:4 og 5:8 þegar skipt var um vallarhelming. Lúxemborg- arar voru sterkari og höfðu flesta áhorfendur með sér og sigruðu 10:15. Leiðinlegt fyrir íslensku strákana því þeir léku mjög vel í fyrstu tveimur hrinunum og í raun ágætlega allan leikinn, flestir, en þeir sem ekki léku vel voru ekki teknir útaf. „Ég er ekki óánægður með hvem- ig við spiluðum, en ég er hundóá- nægður með að tapa,“ sagði Guð- bergur fyrirliði og sagði að reynslu- leysi spilaði sjálfsagt eitthvað inn í að liðið náði ekki að halda fengnum hlut. En hvað segir hann um að lítið hafí verið skipt inná í leiknum? „Karlablak er þannig að það em fyrstu sex sem bera uppi liðið, en varamennimir bæta sjaldnast leik- inn, þó svo ég sé ekki að segja að þeir séu lélegri. Við emm mismun- andi einstaklingar og reynt er að fínna bestu samsetninguna með sex leikmönnum," sagði fyrirliðinn sem hefur verið meiddur, er með bijósk- los í baki og gat varla gengið fyrir nokkrum vikum, en lét sig hafa það að leika á verkjastillandi lyfjum. Urslit annarra leikja í karlaflokki í gær urðu þau að Kýpur vann Möltu 3:0 og Liechtenstein vann San Mar- ínó. Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/Kristinn HJÖRDÍS Símonardóttir og Áslaug Ákadóttlr eiga hér í barðttu vió einn varnar- manna Svía í Kópavoginum í gær. Svíar agadrí og sigruðu Þrátt fyrir baráttuvilja, tapaði U-20 ára kvennalandsliðið 3:1 gegn Svíum í Kópavoginum í vináttuleik í Kópa- voginum í gær. Tvö mörk Svía innan tíu mínútna sló íslend- inga útaf laginu. Fyrsta færið var íslands en á 5. mínútu skomðu Svíar, Karin Thorbjöm, eftir mistök Sigríðar F. Pálsdóttur í markinu og aftur skomðu Svíar fjórum mínútum síðar, Julia Carlsson, þegar laust skot hennar fór undir Sigríði. Lið- in skiptust á færam en Svíar bættu við þriðja marki sínu, þegar Vict- oría Svensson stakk vörn íslands af og skoraði. Eftir sóknir Svía strax eftir hlé var Kristbjörg Ingadóttir sett inná og skoraði hún eftir mínútu leik með skalla. Eftir það var jafnræði með liðunum, leikurinn fór að mesta fram á miðju vallarins og lítið var um færi. Ekki vantaði baráttuna í ís- lenska liðið og oft brá fyrir góðu samspili en alltof oft vantaði aga í spilið. Nokkrir leikmenn héldu út allan leikinn en liðið þarf að slípa mun betur. Margrét Ólafs- dóttir, Ásthildur Helgadóttir, Guð- laug Jónsdóttir og Áslaug Áka- dóttir voru bestar. Kristinn Bjömsson, þjálfari ís- lenska liðsins sagði að lið sitt myndi spila 4 eða 5 landsleiki á árinu. Lars-Áke Backström, þjálf- ari sænska liðsins, sagði hinsvegar að sitt lið spilaði um 13 leiki á árinu. Svíar vildu að aðallandslið sitt væri á toppnum og það væri nauðsynlegt að láta yngri liðin fá reynslu núna. Lið íslands: Sigríður Fanney Pálsdóttir, Ásgerður H. Ingibergs- dóttir (Erla Dögg Sigurðardóttir 55.), Margrét Ólafsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Hjördís Símonardóttir (Anna Lovísa Þórsdóttir 83.), Ást- hildur Helgadóttir, Ingibjörg H. Ólafsdóttir, Helga Ósk Hannes- dóttir, Erla Hendriksdóttir (Gréta Guðnadóttir 83.), Áslaug Ákadótt- ir (Kristbjörg Ingadóttir 55.), Katrín Jónsdóttir. Lið Svia: U.K. Thelin, H. Mark- lund, J. Nilsson (S. Lekse 3.), K. Westberg, J. Carlsson, M. Ek, M. Heponiemt(S. Lindberg 8.), K. Thorbjörn, S. Persson, Victoria Svensson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.