Morgunblaðið - 07.06.1995, Side 2

Morgunblaðið - 07.06.1995, Side 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Árangur þátttökuþjóöanna á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg Gull Silfur Brons SAMT. ísland 33 17 28 78 Kýpur 22 25 12 59 Lúxemborg 20 26 12 58 Mónakó 3 4 17 24 Andorra 2 5 8 15 Malta 1 4 7 12 San Marínó 2 5 2 9 Liechtenstein 5 2 1 8 Skipting verðlauna íslands: Gull Silfur Brons SAMT. Sund 20 8 11 39 Frjálsar íþr. 8 7 10 25 Júdó 5 1 1 7 Borðtennis 0 0 3 3 Körfuknattl. 0 1 1 2 Tennis 0 0 1 1 Skotfimi 0 0 1 1 Blak 0 0 0 0 Verðlaun Islands frá upphafi á Smáþjóðaleikunum m 21 I 21 14 I 20 I 27 33 17 17 1985 1987 1989 1991 1993 1995 San Múnakó Kýpur Andorra Mafta Lúxem- Marfnó Island hefur alls hlotið 340 verðlaunapeninga á Smáþjððaleikum, en Kýpur flesta, 348 ails. ■ RÚNAR Kristinsson var heið- ursgestur á 1. deildar leik KR og Fram í fyrrakvöld og var fyrir leik- inn gerður að heiðursfélaga í KR- klúbbnum. ■ NAFNARNIR og laganemarnir Steinar Adolfsson og Steinar Guð- geirsson fylgdust með leik Fram og KR úr stúkunni á mánudags- kvöldið; meiddir. KR-ingurinn meiddist í siðasta leik gegn Leiftri en Framarinn á æfingu daginn fyr- ir leik. ■ ÁSMUNDUR Haraldsson hetja KR-inga frá því í leiknum gegn Leiftri á dögunum kom inn á hjá KR undir lokin gegn Fram, en lék ekki lengi. Nákvæmlega fjórar sek- úndur liðu frá því að leikurinn hófst eftir að hann var kdminn inn á og þar til Guðmundur Stefán Marías- son dómari flautaði til leiksloka. ■ ÞORSTEINN Guðjónsson fyr- irliði Grindvíkinga var að vonum kátur eftir sigurinn á Leiftri enda hafði hann æma ástæðu til að fagna, hann varð 26 ára á mánudaginn. ■ ÞORSTEINN Jónsson var einn- ig í sjöunda himni eftir sigurinn og sagði að Lúkas Kostic væri fæddur sigurvegari. ■ KOSTIC sagði að það væri erfitt að ná réttum takti í liðið þegar allt- af vantaði einhveija. „Við vorum með fjóra úti núna og svo einn sem á bara að leika í eldri flokki,“ sagði hann _og meinti sjálfan sig. ■ HÖRÐUR Magnússon lék ekki með FH gegn ÍA á mánudaginn því hann er meiddur á læri. FH-ingar segja að líklega verði hann með í næsta leik. ■ KAPPARNIR Ólafur Krist- jánsson úr FH og Alexander Högnason frá Skaganum fengu báðir að líta rauða spjaldið, eftir að hafa kíkt á það gula fyrr í leiknum á Akranesi á mánudaginn, að því virtist fyrir litlar sakir. Þeir mölduðu aðeins í móinn en tókust síðan í hendur og röltu útaf hönd í hönd. ■ SKAGALIÐIÐ lék með sorgar- bönd og mínútu þögn var fyrir leik- inn gegn FH vegna andláts Alberts Gunnarssonar, 21 árs, sem spilaði með ÍA í yngri flokkunum og vann hjá félaginu. QMÁbinniR WlVlflKJWIIi Sjöttu Smáþjóðaleikunum metin sem féllu, utan fimm boð- lauk í Lúxemborg á laug- sundsmeta og átti hann hlut I ardaginn og var met þátttaka að þremur þeirra. Eydís, sem er 17 þessu sinni eða um 900 þátttak- ára Keflavíkurmær, stakk sér sjö endur frá átta þjóðum. Leikamir hafa vaxið mjög fiskur um hrygg og sem dæmi um það sendu íslendingar inn- an við 30 keppendur á fyrstu leikana sem fóm fram í San Marínó árið 1985 en nú voru þeir 130 í Lúx- emborg. íslenska íþróttafólkið var sigursælt að vanda, hlaut flest guliverðlaun allra átta þátt- tökuþjóðanná eins og á undan- fomum leikum; hlaut 33 gullverð- laun, 17 silfurverðlaun og 28 bronsverðlaun eða samtals 78 Karlalidid í körfuknatt ieikþarf adfara í ræki lega naflaskodun sinnum í laugina og kom með jafn mörg gullverðlaun að bakk- anum. Þessi efnilega sundkona á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Þessi tvö bám af en eins var unga sundfólkið að bæta sig og það er vel. Júdómennimir tóku sín verð- verðlaun. Kýpur kom næst með Iaun að vanda og undirstrikuðu 59 og Lúxemborg með 58 verð- styrk íslands þar. Fijálsíþrótta- laun. Framkvæmdin var til fyrir- fólkið vann engin stór afrek, ekk- myndar hjá Lúxemborgurum ert íslandsmet en mörg persónu- varðandi aðstöðu og aðbúnað leg met féllu og það segir okkur keppenda og mega Islendingar að unga fólkið er að bæta sig. hafa sig alla við ef feta á í fót- Borðtennislandsliðið stóð sig spor þeirra eftir tvö ár. framar vonum og kom heim með Juan Antonio Samaranch, for- þrenn bronsverðlaun og vakti seti Alþjóða ólympíunefndarinn- frammistaða Guðmundar Steph- ar, átti hugmyndina að leikunum ensen athyglj. Stúlkumar héldu sem eru sérstaklega hugsaðir uppi merki íslands í tennis og fyrir smáþjóðir Evrópu sem em Reynir Reynisson í skotfími. með minna en milljón íbúa og Kvennalandsliðið í körfu stóð eiga yfírleitt ekki mikla mögu- undir þeim væntingum sem gerð- leika á Óiympfuleikum. Samar- ar voru til þess og nældi sér í aneh flutti ávarp við setningu silfurverðlaunin, en karlaliðið, teikanna og sagðist ekki hafa sem varði gullið á síðustu leikum, búist við þvf fyrir tólf árum þeg- olli vonbrigðum og kom heim með ar hugmyndin kviknaði að leik- bronsið. Það er ljóst að karlaliðið arnir ættu eftir að vaxa svona þarf að fara f rækilega naflaskoð- mikið. un eftir útreiðina í Lugano og í íslenska sundfólkið var að Lúxemborg. Frammistaða okkar vanda í forystuhlutverki; hlaut 5 blaki var ekki til að hrópa húrra 20 guliverðlaun, 8 silfurverðlaun fyrir frekar en á fyrri leikum og og 11 bronsverðlaun. Amar Freyr eins voru hjólreiðamenn ekki til- Olafsson yann sjö gullverðiaun, búnir f alþjóða keppni. settí tvö ísiandsmet í einstakl- Valur B. ingsgreinum og voru það einu Jónatansson Hvað ætlar ARNAR FREYR ÓLAFSSOM að gera næst ísundinu? Stefnan sett á Atlanta ARNAR Freyr Ólafsson sundkappi úr Þorlákshöfn var annar tveggja íþróttamanna til að vinna til sjö gullverðlauna á Smá- þjóðaleikunum sem lauk í Lúxemborg á laugardaginn. Hann og Eydís Konráðsdóttir sigruðu í öllum þeim greinum sem þau tóku þátt í, máttu ekki stinga sér til sunds nema fá gull- verðlaun fyrir. Arnar Freyr kemur úr þekktustu sundfjölskyldu landsins, sonur Hrafnhildar Guðmundsdóttur sunddrottningar sem setti tugi íslandsmeta á árum áður og keppti á tvennum Ólympíuleikum. Hrafnhildur keppti aldrei á Smáþjóðaleikum en börn hennarfjögur, Bryndís, Magnús Már, Hugrún og Arnar Freyr hafa hins vegar keppt þar og eru búin að vinna til 93 verðlauna á leikunum, þar af til rúmlega 60 gullverðlauna. Amar Freyr er jólabam, fæddur 24. desember 1973 og hefur búið í Þorlákshöfn frá fæðingu. ■■■■■■ Hann var f Fjöl- Eftir brautaskólanum á Skúla Unnar Selfossi eftir að Sveinsson hann lauk grunn- skólanum i Þor- lákshöfn, síðan í eitt ár í Fjöl- brautaskólanum í Keflavík, eitt ár í menntaskóla í Kalifomíu í Banda- ríkjunum og hefur nú lokið við eitt og hálft ár í háskóla í Alabama en þaðan ætlar hann að útskrifast úr viðskiptafræði eftir þijú ár. Miðað við að hann kemur úr sundfjöl- skyldunni er hálf asnalegt að spyija hvers vegna hann hafi byijað í sundi, en við látum okkur hafa það. „Það liggur eiginlega alveg í augum uppi, fínnst þér það ekki? Mamma átti tvö hundruð verð- launapeninga sem voru rammaðir inn og héngu uppi á vegg í herberg- inu. Það hafði loðað við hana að vera sunddrottning og þetta virkaði allt mjög spennandi á mig þannig að ég var alveg vitlaus í sund. Ég byijaði að synda í september 1981 en sundlaugin hér í Þorlákshöfn kom árið 1980 og fram að þeim tíma þurftu krakkarnir að fara til Hveragerðis." Þú náðir ekki aðaltakmarki þínu á Smáþjóðaleikunum, lágmarkinu fyrir Evrópumeistaramótið. Hvað tekur nú við hjá þér? 'Maður verður að sætta sig við það og nú er markið sett á Ólymp- íuleikana. Ég ætla að æfa stíft næstu fjóra mánuðina og ná síðan þessu bíessaða lágmarki. Það lítur sjálfsagt út fyrir það að ég sé tals- vert langt frá því en ég veit að ég get meira og fann það vel á Smá- þjóðaleikunum. Maður hefur heyrt Morgunblaðið/Sigurður Jónsson ARNAR Freyr var að hvíla slg frá sundinu í garðinum heima hjð sér í gær, enda búið að vera miklð að gera hjð honum. ýmislegt um Ólympíuleika og mig langar mikið á leikana í Atlanta. Mamma keppti í Tókíó 1964 og svo aftur í Mexíkó 1968 og þau Brynd- ís og Magnús kepptu í Seoul 1988. Ég veit að ég get náð lágmarkinu og ég ætla mér það.“ Er ekki hræðilega leiðinlegt að æfa sund, vera meira og minna á kafí allan daginn? „Nei, nei, alls ekki. Þetta er allt í lagi þegar maður er kominn ofan í laugina. Það getur hins vegar verið þreytandi að vakna alla morgna klukkan hálf sex og hjóla og fleira í þeim dúr og svo er stund- um erfitt að þurfa að skipuleggja daginn í kring um sundæfingar. Annars er andinn í kringum sundið mjög góður og það er oft mjög gaman og mikið grínast þegar menn slappa af í heita pottinum eftir æfingar. Þó svo menn séu keppinautar eru menn vinir og það er alltaf gaman þegar vinum manns gengur vel.“ Þið æfið lengi og mikið, fáið þið aldrei hvíld frá æfíngum? „Jú, stundum, en ekki langa. Stærstu mótin eru venjulega í ág- úst og þeir sem ná ekki á þau fá ef til vill smá hvíld, kannski rúman mánuð en hinir sem komast á stóru mótin mega kannski hvíla sig í tvær vikur áður en þeir stiga sér til sunds á ný.“ Hvað reiknar þú með að vera lengi á fullu í sundinu? „Eins og staðan er núna geri ég ráð fyrir að vera alla vega næstu þijú árin á fullu. Þegar ég hef lok- ið námi mun ég vega og meta stöð- una með hliðsjón af því hvort ég verð enn að bæta mig í sundinu. Einnig kemur að því að maður verður að vinna eitthvað, því maður verður jú að lifa líka.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.