Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR16.JÚNÍ1995 B 5 DAGLEGT LIF VJENLEGASTA leiöin til uó hefto útbreiðlu ónæmra pneumókokka er að vekja lækna og clmenning til vitundar um að f orðost sýkla- lyf, nema þegar slíkt er óhjó- kvæmilegt. eða illa soðnu eða steiktu kjöti. Fram á miðjan 9. áratuginn höfðu lyfjafyrirtækin alltaf ný og ný sýkla- lyf til reiðu. Síðan virtust bakteríu- sýkingar ekki eins mikið vandamál og áður og innlendi markaðurinn mettur. Sýklalyf voru mest notuð gegn sjúkdómum eins og kóleru og blóðkreppusótt í þróunarlöndunum. Mörg lyfjafyrirtæki hættu að leita að nýju penisilíni og ríkisstjórnin minnkaði styrki til sýklalyfjarann- sókna. í kjölfarið samþykkti Mat- væla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna aðeins eitt nýtt sýklalyf 1991, fimm 1992 og þrjú 1993. Heilbrigð skynsemi Lyfjafyrirtæki leggja nú ríka áherslu á að skilja betur með hvaða hætti bakteríur mynda ónæmi. M.a. er vitað að þær geta gefið frá sér enzým, svonefndan -„penisilínasa", sem brýtur lyfið niður, einnig geta Morgunblaðið/Júlíus þær umbreytt frumuveggjunum þannig að lyfið komist ekki að þeim eða þær færa sig úr stað. Tími kraftaverkalyfjanna virðist liðinn og lyfjafyrirtæki keppast við að finna ný efni í þeirra stað, jafnt neðansjávar sem í frumskógum Borneó. Þótt nokkrar vonir séu bundnar við bóluefni veltir greinar- höfundur Newsweek upp þeirri spurningu, hvort ekki sé ráðlegt að hætta að leita á náðir tækninnar en láta gömlu, góðu, heilbrigðu skyn- semina ráða ferðinni. Til dæmis mætti minnka notkun sýklalyfja í landbúnaði, krefjast þess að læknar og hjúkrunarfólk noti sóttvarnarefni á hendurnar áður en það snertir sjúklinga, rúmfot og áhöld og hætta með öllu að nota ákveðnar gerðir sýklalyfja. Uppgötvun sýklalyfja markaði tímamót í sögu læknavísindanna. Þótt nú sé komið að krossgötum telja fróðir menri að þekking og nútíma hreinlæti komi í veg fyrir að ástandið verði eins skelfilegt og á árum áður. Þá létust konur af barnsförum vegna blóðeitrunar, eyrnabólga barna varð að banvænni heilahimnubólgu og ígerð í sári olli dauða. ¦ vþj sýklalyfja stóð sem hæst var reglum um þátttöku almannatrygginga í lyfjakostnaði breytt þannig að sjuk- lingar þurftu að greiða meira úr eig- inn vasa. Karl telur þá ráðstöfun hafa haft mikið að segja þótt erfitt sé að meta hver þróunin hefði orðið hefði ekkert verið að gert. Stungulyf „Stungulyf eru enn vel virk hér á landi og því notuð ef sjúklingur er með ónæmi fyrir öllum sýklalyfj- um til inntöku. Meðhöndlun með stungulyfjum er margfalt dýrari, enda þarf sjuklingurinn að leggjast inn á spítala. Áratugir eru liðnir frá því nýir sýklalyfjaflokkar komu fram þannig að þeirra er varla að vænta í bráð. Ný sýklalyf hafa að- eins verið afbrigði af eídri lyfjum, en sýklar eru mun fljótari að mynda ónæmi fyrir þeim. Ef nýir lyfjaflokk- ar finnast ekki verður að leggja áherslu á aðrar leiðir." Leysa bóluefni sýkla- lyfin af hólmi? Núna er verið að þróa nýjar að- ferðir í baráttunni við sýklana og því eru okkur vonandi ekki allar bjargir bannaðar. Bóluefni er einn kosturinn og ýmislegt bendir til að sú leið sé vænleg til árangurs. Til dæmis hefur tekist að útrýma vissri gerð heila- himnubólgu eftir að farið var að bólusetja ungbörn fyrir hemófilus- sýklum, sem var aðalorsök heila- himnubólgu. Núna eru meningo- kokkar helsta orsök sjúkdómsins, en pneumókokkar í öðru sæti. Bóluefni úr fjölsykrungahjúp hef- ur talsvert verið notað til að forðast pneumókkasýkingar hjá fólki eldra en sextugu og þeim sem eru í áhættuhópi, þ.e. með langvarandi hjarta- og æðasjúkdóma, alnæmi o.fl. Bóluefnið veitir 60-70% vörn gegn 23 algengustu gerðum pneumók- kokka, en er gagnlaust fyrir börn vegna þess að ónæmiskerfi þeirra myndar ekki mótefni gegn hreinum fjösykrungi. Tilraunir með nýtt bóluefni fyrir börn lofa góðu. Ef vel tekst til að tengja fjölsykrung og prótein gæti slíkt efni orðið góður mótefnavaki. Vandinn er sá að pneumókokkarnir eru svo margir, þótt þeir algengustu séu 23, og þá þarf að próteintengja þá alla. Rannsóknir beinast nú eink- um að 4-8 gerðum þeirra. Þótt þegar hafí komið fram ónæmissvörun hjá heilbrigðum börnum er ekki vitað hvort hún sé nægjanleg til að hindra sjúkdóma." Karl er sannfærður um að minni sýklalyfjanotkun sé eina úrræðið eins og málum sé nú háttað. Hann segir að allar bakteríur geti myndað ónæmi fyrir sýklalyfjum og ekkert sýklalyf haldi virkni sinni endalaust. Takist ekki að þróa nýjar aðferðir sé sá fræðilegi möguleiki yrir hendi að mannkynið standi í sömu sporum og fyrir hálfri öld, þegar flestar sý- klasýkingar voru ólæknanlegar. vþj Sjö veskjarán í miðbæ Reykjavíkur á tveimur og hálfri viku TÖSKU-, eða veskjarán hafa ver- ið óvenju tíð í Reykjavík að undanförnu. Árið 1994 var til- kynnt um sex hliðstæð mál til lögreglunnar en það sem af er þessu ári eru þau þegar komin í þá tölu og einu betur. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns í Reykjayík hafa öll ránin verið framin á stuttu tíma- bili eða á tveimur og hálfri viku. Þrjú þeirra áttu sér stað að nætur- lagi um helgar og í öllum tilvikum var seðlaveskjum rænt af full- orðnum karlmönnum. Tvö þeirra urðu í eða nálægt miðborginni. í báðum tilfellum var ránsfólkið handtekið. Þá urðu að sögn Óm- ars Smára fjögur ránanna eftir hádegi á tiltölulega afmörkuðu svæði. í þremur tilvikum hrifsuðu ungir karlmenn handtöskur af konum en í einu tilvikanna var seðlaveski rænt af útlendingi. Sá ránsmaður var handtekinn svo og ránsmaður í einu hinna tilvikanna þriggja. „Töskuránum" fjölgar í Danmörku Heildarfjöldi tilkynntra rána á starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík frá árinu 1987 hefur verið frá 14-23. Flest urðu ránin árið 1989 en samanlögð aukning á tímabilinu hefur verið um 10%. I Bandaríkjunum eru um það bil 300 rán á hverja 100.000 íbúa samkvæmt opinberum tölum. f almennum samanburði við Norðurlönd má sjá að ránum þar hefur fjölgað ógnvænlega, sér- staklega þar sem vopnum er beitt. í Danmörku voru t.d. skráð 2.304 svonefnd töskurán árið 1993 en voru 1.564 árið ^^^^^^^^_ 1986. I Kaup- mannahöfn einni var til- kynnt um 828 töskurán árið 1993 eða um 160 á hverja 100.000 íbúa. Samkvæmt upplýs- ingum frá Interpol voru 331 rán á hverja 100.000 íbúa í Kaup- mannahöfn árið 1993. Fíkniefnaneysla og auðnuleysl í úttekt sem gerð var á ránum í Reykjavík á árunum 1987-1994 kemur fram að á tímabilinu voru alls 20 rán þar sem taska eða veski var hrifsað af rosknu fólki, aðallega konum. Þau tilvik hafa verið þrjú undanfarin ár en fjögur árin 1989 og 1994. Ómar Smári segir hlutfall upplýstra mála nokkuð hátt. Hann upplýsir að það hafi aðal- lega verið unglingar sem hrifsuðu töskur af eldri konum síðari hluta síðasta áratugar og létu sig hverfa, en nú eru gerendurnir orðnir eldri. Rannsóknarlögreglan tengir gerðir þeirra oft fíkniefna- neyslu, auðnuleysi, erfiðara að- gengi að peningum, s.s. með ávís- anafalsi og erfiðara sé fyrir af- brotamenn að brjótast inn til að nálgast verðmæti o.s.frv. Þetta kemur m.a. fram í tíðari innbrot- um í bíla eða á staði sem eru verr varðir en aðrir. Ómar Smári bendir á að af- brotamaðurinn sé stundum einn að verki eins og t.d. í Ráðhúskjall- aranum en oftar en ekki eru þeir tveir (Ingólfsstræti) eða fleiri saman (Skeljagrandi). Rannsóknarlögreglan með forræðl yf Ir töskuránum Forvarnastarf á sumum sviðum afbrota getur verið flókið því lög- reglan í Reykjavík hefur ekki for- Ránin í miðborg Reykjavíkur Mánud. 22,maí,kl.1.00 Fimmtugur maður rændur ¦*S£ Laugard. 3. júni, kl. 14.00 Sænskur f erðamaður rændur Laugard. 3. júní, kl. 4.00 Rúml. fertugur roaður sleginn niður og rændur Sunnud. >* 21.maí,kl.2.00 > a Hálffimmtugur + maður rændur 3sk $ Fimmtud. 8. júnf, kJ. 16.00 Ung kona slegin og rænd i bfla- geymslu ráðhússins fs % °^. Fimmtud. 1. júní, kl. 15.00 Áttræð kona rænd veski Föstud. 2. júní, ki. 14.00. Ung stúlka rænd Ariöl994vartilkynnt um sex töskurón en þau eru þegar orðin sjö ó ______þessu óri ræði yfir öllum afbrotum á starfs- svæði sínu s.s. ránum, innbrotum, þjófnuðum, nauðgunum og íkveikjum. Flest málin eru til- kynnt til lögreglunnar en sum málanna eru kærð beint til Rann- sóknarlögreglu ríkisins í Kópa- vogi. Ómar Smári telur eðlilegt að skoða hvort ekki eigi að breyta þessu þannig að lögreglan á við- komandi svæði hafi fullt forræði yfir öllum málum sem að henni lúta. Hann segir að þegar nokkur svipuð afbrot komi hvert á fætur ^¦^¦^¦^¦^¦m öðru á stuttum tíma og afbrota- maðurinn næst ekki geti um- ræðan orðið óraunhæf. „Fólk hefur til- hneigingu til að leita sökudólga. Ef það finnur ekki þann raunveru- lega er annar fundinn í hans stað. Lögreglan getur þá hæglega orðið óverðskuldað fyrir skömmum og er jafnvel ásökuð um_ að afbrot skuli eiga sér stað." Ómar telur að staðreyndin sé hinsvegar að samfélagið fær þau afbrot sem það á skilið. „Það erum við, fólk- ið í þessu landi sem ráðum hvern- ig samfélagi við og börnin okkar komum til með að búa í. Þegar við erum kærulaus og áhugalítil verður samfélagið afskipt og þá hallar undan." Beraðfjölga lögreglumönnum? Oft vaknar sú spurning eftir atvik sem þessi hvort löggæslan sé nægilega vel í stakk búin til að f ást við hlutverk sitt og hvort ekki beri að fjölga lögreglumönn- um. „Það er annarra en lögregl- unnar að taka ákvörðun um fjölda þeirra á hverjum tíma en hver og einn lögreglumaður reynir að sinna sínu starfi af kostgæfni og "af bestu getu. Fjöldi lögreglu- manna þarf alltaf að vera í sam- ræmi við þau verkefni sem lög- gæslunni er ætlað að sinna en þau gerast æ fleiri og fjölbreyttari. Það er ekki síður mikilvægt að allir aðrir sem vinna að því að draga úr líkum á afbrotum leggi sitt af mörkum. Eftir að afbrot hefur verið framið skiptir virkni refsivörslukerfisins miklu máli og að úrræði séu ávallt fyrir hendi. Refsing við að fremja rán getur verið nokkurra ára fangelsi. ¦ grg Ekki ganga með peninga í tösku eða rassvasa ÞÓ enn sé lítil hætta hér í borg- inni á að verða fyrir barðinu á „töskuþjófum" er vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig. „Engin ástæða er til að gefa þessum teg- undum afbrota kost á að þróast til hins verra hér á landi", segir Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn í Reykjavík. „Til að stemma stigu við „töskuránum" og draga úr líkiim á að verða af fjármunum sínum er gott ráð aða geyma peninga aldrei í utanáliggjandi veski eða handtösku. Sama á við um lykla og skilríki. Þessa hluti má varð- veita í innri vasa á flikum. Enn betra er að vasinn sé með renni- lás eða hnepptur. Þá má benda á að til eru sérstök veski til að geyma í fjármuni innanundir flík- um. Best er að fara ekki með meiri fjármuni en nauðsynlega þarf á að halda og til að draga enn frek- ar úr hættu er ráð að nota greiðslukort." Þá segir Omar Smári að minna megi á að sjaldgæft sé að einhver sé rændur þegar hann er á ferð með öðrum. Gagnvartþeim sem vill draga úr líkum á að verða rændur að næturlagi gilda sömu lögmál, auk þess sem áhættan minnkar veru- lega ef hann er ekki undir áhrif- um áfengis eða annarra vimu- efna. Haldiðróykkar Ef svo illa vill til að rán er fram- ið segir Ómar Smári nauðsynlegt fyrir viðkomandi að halda ró sinni. „ Veski má alltaf bæta - það er verra með heilsuna. Porðist snöggar hreyfingar. Horfið á hinn ókunnuga ef þess er kostur og leggið útlit, fatnað, rödd eða sérkenni á minnið. Lýs- ing á hæð, likamsbyggingu, aldri, andliti, höndum, málróm, skóm og svo framvegis skiptir miklu máli. Hafið strax samband við lðgregluna, neyðarsími í Reykja- vík er 0112. Eftir að lögreglu hefur verið tilkynnt um atvikið er hver sekúnda dýrmæt. Ef að greinargóðar upplýsingar liggja fyrir eru miklar Iíkur á að ráns- máðurinn náist fljótlega eða síðar á rannsóknarstigi málsins." ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.