Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KIMATTSPYRNA FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 C 3 Svona gengu hlutirnir fyrir sig á Skaganum 12.. .Alexander Högnason renndi knettin- um út til Ólafs Þórðarsonar, sem var fyrir miðju marki, fyrir utan vítateig, en Ólafur náði ekki góðu skoti. 30.. .Ólafur Þórðarson átti langt innkast frá hægri, kastaði knettinum inn í víta- teig KR, þar sem Ólafur Ádolfsson skall- aði knöttinn áfram — til Sigurður Jónas- sonar, sem skaut, en Kristján Finnboga- son varði. 31.. .51.urður Jónsson átti sendingu frá vinstri kanti, knötturinn fór inn í víta- teig, þar sem Bjarki Pétursson var, skall- aði knöttinn að marki — Kristján varði. 33.. .Ólafur Þórðarson tók hornspyrnu frá vinstri, sendi knöttinn vel fyrir mark KR-inga. Ólafur Aldolfsson átti skalla að marki, en enn varði Kristján, knöttur- inn barst út til Alexanders Högnasonar, sem náði ekki að nýta sér opið færi. 40.. .5.agamenn áttu þunga pressu að marki KR-inga, sem lauk með því að Kári Steinn Reynisson átti fast skot að marki, en Kristján varði. 44.. .Mark Skagamanna lá í loftinu og það kom. Kári Steinn átti sendingu til Ólafs Þórðarsonar, sem renndi knettinum áfram til Alexanders HögnasonaT, sem var kominn í gott færi inni í vítateig KR. Áður en Alexander náði skoti, var hann felldur af Izudin Daða Dervic og víta- spyrna réttilega dæmd. Haraldur Ing- ólfsson skoraði úr vítaspyrnunni; 1:0. Hálfleikur... 61.. .51.ursteinn Gíslason sendi knöttinn fyrir mark KR-inga, þar sem Alexander Högnason barðist um knöttinn við varn- armenn KR, knötturinn barst út til Ólafs Þórðarsonar, sem skaut lúmsku skoti, knötturinn fór með grasinu og hafnaði á einum leikmanni KR — en hafnaði svo í netinu; 2:0. Það má með sanni segja að markið hafi komið upp úr engu. 58.. .Máttlaus sókn KR-inga endaði með skalla Mihajlos Bibercic, sem Þórður Þórðarson átti ekki í vandræðum með að handsama. 65.. .51.urður Jónsson átti fast skot að marki KR, sem Kristján varði. 74.. .Bjarki Pétursson átti skalla að marki, sem Kristján varði. 85.. .Hilmar Björnsson átti sendingu fyrir mark Skagamanna, þar sem Guðmundur Benediktsson var vel staðsettur, hann lagði knöttinn fyrir sig og skaut — en Þórður Þórðarsson varði glæsilega. Fj. leikja U J T Mörk Stig ÍA 5 5 0 0 10: 1 15 KR 5 3 0 2 7: 6 9 KEFLAVÍK 5 2 2 1 4: 3 8 ÍBV s 2 1 2 16:-8 7 BREIÐABLIK 5 2 1 2 6: 7 7 LEIFTUR 5 2 0 3 9: 8 6 FH 5 2 0 3 9: 12 6 FRAM 5 1 2 2 4: 9 5 GRINDAVÍK 5 1 1 3 7: 10 4 VALUR 5 1 1 3 6: 14 4 Náðum tökum á miðjunni ÓLAFUR Þórðarson lék í fremstu víglínu Skagamanna gegn KR- ingu. „Eg lék á miðjunni, en var aðeins framar en ég er vanur,“ sagði Ólaf- ur, sem brosti sigurbrosi eftir leikinn. „Ég reiknaði með KR-ingum grimm- ari, bjóst við að þeir reyndu að hefna fyrir stóra tapið, fimm núll, hér á dögunum í Meistarakeppninni. Við mættum ákveðnir tii leiks og náðum strax tökum á miðjunni og þar með að stjórna leiknum — við sköpuðum okkur mörg góð marktækifæri, en náðum ekki að nýta nema tvö.“ -Eruð þið að stinga af, enn eitt árið? „Við hugsum ekki um það, heldur reynum að halda okkar striki, tökum einn leik fyrir í einu. Það er að sjálf- sögðu ánægulegt að vita að öðrum liðum nokkuð á eftir, okkur, en við getum ekki leyft okkur þann munað að fara að slappa af — það eru þrett- án leikir eftir.“ Veisla íEyjum EYJAMENN voru heldur betur á skotskónum þegar þeir tóku á móti FH-ingum íEyjum í gærkvöldi og sigruðu 6:3. Leif- ur Geir Hafsteinsson fór fyrir sínum mönnum og lék frábær- lega; gerði tvö mörk auk þess að eiga þátt í öðrum. Sigfús Gunnar Guðmundsson skrifar frá Eyjum Leikurinn fór ágætlega af stað og liðin skiptust á að sækja en það voru Eyjamenn sem voru þó mun ákveðnari og hraðari í sínum sóknaraðgerðum og það skilaði þeim tveimur mörkum í fyrri hálfleiknum. Eftir annað mark Eyjamanna átti Hrafnkell Krist- jánsson skalla sem snérist rétt framhjá marki heimamanna. Stein- grímur Jóhannesson átti síðan skot að marki FH-inga sem þeir björg- uðu á elleftu stundu og skömmu fyrir leikhlé vildu Eyjamenn fá dæmda vítaspyrnu þegar Stein- grímur Jóhannesson virtist felldur innan teigs. Síðari hálfleikur var sannkölluð veisla fyrir áhorfendur því boðið var upp á sjö mörk. Rútur Snorrason gaf tóninn með mark úr vítaspyrnu snemma hálfleiksins. FH-ingar klóruðu í bakkann skömmu síðar og þó þeir hafi ekki verið minna með boltann þá voru sóknir heima- manna þeim óviðráðanlegar og Eyjamenn voru komnir í 6:1 og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk. En eftir að ÍBV var komið fimm mörkum yfir slökuðu þeir á og FH-ingar gengu á lagið og gerðu tvö mörk á lokasekúndunum og lög- uðu stöðu sína þannig nokkuð. Leifur Geir Hafsteinsson var besti maður vallarsins. Hann skilaði boltanum ávallt vel og jék FH-inga ansi grátt á köflum. í heild léku Eyjamenn vel utan síðustu mínút- urnar þegar þeir leyfðu sér að slaka á enda með öruggt forskot. FH-ing- ar hafa víst oft leikið betur en þetta; virkuðu nokkuð þungir gegn frísku liði Eyjamanna. „Við spiluðum vel í heildina og Leifur Geir frábærlega, eins og best er hægt. Við misstum að vísu einbeitinguna í stöðunni 6:1, og erum að fá á okkur alltof mörg mörk eftir aukaspyrnur. Það er hlutur sem við verðum að laga ætl- um við okkur að halda áfram að sigra,“ sagði Atli Eðvaldsson þjálf- ari Eyjamanna. „Ég veit ekki hvað var að gerast hjá okkur, við vorum ekki í sam- bandi hvorki í fyrri né seinni hálf- leik og okkur var refsað fyrir það. Fyrstu fjögur mörkin sem við feng- um á okkur voru of ódýr, klaufaleg mistök en fljótt á litið vorum við ekki með í leiknum," sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari FH. RagnarGíslason eftirsigurá Val Kominn tími á að vinna aftur „ÞAÐ var kominn tími á að vinna aftur, við höfum ekki fengið stig síðan í fyrsta leikn- um og við ætluðum okkur að ná íþau íþessum leik,“ sagði Ragnar Gíslason leikmaður Leifturs eftir sigur Leifturs á Val á heimavelli þeirra síðar- nefndu ígærkvöldi. Ragnar gerði sigurmarkið og var þetta jafnframt fyrsta mark hans í fyrstu deild. Leikurinn var heldur lítið fyrir augað lengst af. Leiftursmenn komust yfir strax á fimmtu mínútu og voru sterkari að- Stefán ilinn í fyrri hálfleik. Eiríksson Valsmenn vöknuðu skrifar ögn til lífsins í síðari hálfleik, en gekk illa að skapa sér færi. Sóknir gestanna voru öllu beittari, og á 68. mínútu .náðu þeir tveggja marka forskoti. Valsmenn náðu ögn að klóra í bakk- ann undir lokin, en Leiftursmenn héldu haus og hífðu sig upp af botni deildarinnar en skildu Valsmenn þar eftir. V alsmenn voru vægast sagt slak- ir lengst af, virkuðu ákaflega áhugalausir, hugmyndaflugið var lítið og baráttan sama sem engin. Það virkaði illa á liðið er Hilmar Sighvatsson fór af velli meiddur snemma í fyrri hálfleik og kann það að vera nokkur skýring á frammi- stöðunni. Davíð Garðarsson sem kom inná í stað Hilmars reyndi þó að rífa félaga sína áfram með bar- áttu, með litlum árangri. Leiftursmenn léku oft á tíðum ágætlega, einkum í vörninni sem var sterk. Leikur þeirra var þó umfram allt skynsamlegur, þó þeir hafi slakað of fljótt á undir lokin. Júlíus Tryggvason var sprækur, sem og Páll Guðmundsson sem barðist vel. Om «4 Sigurbjörn Jakobsson gaf fyrir mark Vals á 5. mínútu frá ■ I hægri, á Baldur Bragason sem lagði knöttinn fyrir sig og skaut í varnarmann, fékk knöttinn aftur og lyfti honum laglega yfir Lárus Sigurðsson í marki Vals. Oa Eftir útspark frá marki Vals á 68. mínútu barst boltinn inn ■ mmi teig þeirra aftur vinstra megin þar sem Páll Guðmundsson náði að plata einn vamarmanna Vals, en missti knöttinn frá sér, til Ragnars Gislasonar sem skoraði með öruggu skoti. 1a Sigurbjörn Hreiðarsson sendi fyrir mark Leifturs frá vinst ■ ■■■eftir snarpa sókn upp kantinn á 85. mínútu. Knötturin hafnaði á kolli Davíðs Garðarssonar sem skoraði úr vítateignui hægra megin með glæsilegum skalla í hornið fjær. 1m ^\Eftir góða sókn Eyja- ■ \rmanna á 14. mínútu var Tryggvi Guðmundsson feild- ur utarlega í teignum og Ólafur Ragnarsson dæmdi vítaspyrnu sem Rútur Snorrason tók og skoraði örugglega í vinstra hornið en Jónas Hjartarson fór í það hægra. 2lAl iU> Eftir hraða sókn Eyjamanna á 27. mínútu sendi Steingrímur Jó- hannesson boltann út til vinstri á Tryggva Guðmundsson sem sendi boltann inn á miðjan teig á Leif Geir Hafsteinsson sem lagði hann vel fyrir sig og skor- aði örugglega í vinstra hornið. *J*#^Leifur Geir Haf- m steinsson fékk stungusendingu inn fyrir vörn FH á 50. mínútu, lék á mark- vörðinn sem felldi hann og aftur fengu Eyjamenn vítaspymu sem Rútur Snorrason tók. Nú sendi hann boltann fast niður f vinstra hornið og Jónas Hjaitarson fraus á marklínunni. 3m 4 FH-ingar ■ I aukaspyrnu á á 53. m rn-mgar fengu aukaspyrnu á mínútu úti vinstra megin. Þor- steinn Halldórsson tók hana og sendi góðan bolta á fjærstöngina þar sem Jón Erling Ragnars- son var og skallaði í netið af stuttu færi. 4m <4 FH-ingar voru að ■ | vandræðast með boltann á eigin vallarhelmingi á 73. mínútu og sendu hreinlega fyrir eigið mark þar sem Sumar- liði Árnason var staddur á víta- teignum og skaut að sínum sið viðstöðulausu þrumuskoti í blá- hornið. 5m 4 Sumarliði Ámason ■ I renndi boltanum inn í teiginn á 79. mínútu á Tryggva Guðmtmdsson sem þakkaði fyrir sig og skoraði í vinstra hornið af stuttu færi. ^ Eyjamenn fengu aukaspyrnu úti hægri megin á 85. mínútu. Bjarnóifur Lárusson tók spyrn- una og spymti fast og hátt inn á teig. Þar var Leifur Geir Hafsteinsson sterkastur í loft- inu og gerði fallegasta mark leiksins með skalla efst í hægra hornið. 6m Kristján Brooks lék ■ áCíiupp hægii kantinn á 86. mínútu og gaf boltann inn í teig þar sem Ólafur Stephen- sen skaut viðstöðulaust í net Eyjamanna. 6:3 iÞorsteinn Halldórs- Ison tók aukaspymu á 90. mfnútu úti hægra megin. Rétt eins og í fyrsta marki FH sendi hann boltann á fjærstöng og þar var Ólafur H. Kristjáns- son réttur maður á réttum stað og skallaði í netið. Ólafurfremst EIN breyting var gerð á liði Skagamanna frá leik þeirra gegn Leiftri. Alexander Högnason, sem var þá í leikbanni, kom á ný inn í liðið — fyrir sóknarleik- manninn Dejan Stojic. Alexander var settur á miðjuna, en Ólafur Þórðarson settur fram í fremstu víglínu. Hann lagði upp fyrsta markið og skoraði síðan sjálfur 2:0. Seldist upp UM tvö þúsund áhorfendur voru á leik Akraness og KR — uppselt var í hina glæsilegu stúku þeirra, og seldust miðar í hana upp á klukkustund. Þeir sem voru svo heppnir að tryggja sér miða, voru í siyóli fyrir vindi og rign- ingu. Strax eftir að leik lauk, birti til og sólin lét sjá sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.