Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 4
■■nMHI HHHHH tammmmmmmmmmmmmmmmmmmmm KNATTSPYRNA Fram skipti um gír eftir hlé GRINDVÍKINGAR eiga eflaust eftir að naga sig í handarbökin um tíma eftir að hafa ekki tekist að gera út um leikinn við Fram í fyrri hálfieik þegar liðin áttust við í Grindavík í gærkvöldi. Þeir skoruðu einungis eitt mark úr fjölda góðra færa og Framarar sem komu með allt öðru hugarfari til síðari hálfleiks létu ekki hugfall- ast þrátt fyrir að þeir lentu tveimur mörkum undir. Þeir sýndu að þeir geta vel leikið góðan fótbolta og slógu heimamenn útaf lag- inu og tókst að krækja í jafntef li, 2:2, í fjörugum og opnum leik. Við vorum með yfirburði á vellin- um í fyrri hálfleik og sköpuðum okkur fullt af góðum marktækifær- um, en það er ekki ívar nóg þegar okkur Benediktsson tekst ekki að nýta skrifar þau. Síðari hálfleik- urinn var jafnari og eftir að þeir skoruðu fyrra mark sitt þá misstum við einbeitingu og lékum leiknum niður í jafntefli og það get- ur reynst okkur dýrt. Auk þess var ég mjög óánægður með dómarann í síðari hálfleik," sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur, sáróánægður með jafnteflið í gærkvöldi og víst gat hann verið það. Grindvíkingar mættu mjög grimmir til leiks og beinlínis óðu í færum á tímabili á meðan flest gekk leikmönnum Fram í óhag í sóknarað- gerðum sínum. Birkir Kristinnson varð margoft að taka á honum stóra sínum til að bjarga sínu liði. Framlið- ið var stemmningslítið, leikmenn liðsins töpuðu flestum návígum og 1B^\Ólafur Ingólfsson lék með boltann upp frá miðju vinstra ■ \#megin á 41. mín. og fór alveg upp að hornfána, gaf knött- inn inn á markteig þar sem Grétar Einarsson kom aðvífandi og skall- aði í netið, óverjandi fyrir Birki. 2B^%Zoran Ljubicic gaf stungusendingu inn fyrir vöm Fram þar ■ \#sem Tómas Ingi Tómasson, tók á móti honum, snéri á Pétur Mateinsson og skoraði fallegt mark efst í markhomið vinstrameg- in. Þetta gerðist á 74. mín. 2a 4E Eftir annað mark Grindavíkur hóf Fram leikinn á miðju ■ | eins og eðlilegt er, þeir léku stutt á milli sín við miðjuna gáfu á Ágúst Ólafsson sem geystist með knöttinn upp hægri kantinn og gaf boltann fyrir á kollinn á Þorbimi Sveinssyní sem skallaði framhjá Hauki Bragasyni sem hikaði í úthlaupi sínu og þetta mark kom á 7B. mín. 2*^%Haukur Bragason felldi Atla Einarsson inni í vítateig á 81. ■ fcímínútu og dæmd var vítaspyma. Úr henni skoraði Ríkliarð- ur Daðason af öryggi. HESTAR Línur famar aðskýrast EFTIR fyrri umferð úrtökunnar í Glaðheimum, fyrir heims- meistaramótið í sumar, eru í liðinu Sigurbjörn Bárðarson og Oddur frá Blönduósi stiga- hæstir í samanlögðu, Sveinn Jónsson og Tenór frá Torfunesi efstir í tölti, Vignir Jónasson og Kolskeggur frá Ásmundar- stöðum næst hæstir ífjórgangi á eftir Sigurbirni. Efstir í fimmgangi eru Sigurður Matthíasson og Huginn frá Kjartansstöðum og Sigurður Marín- usson og Erill náðu bestum tíma í skeið- inu 23,4 sek. og hafa þar nokkuð gott forskot. Þessir fimm eru inni eftir fyrri umferð en síðdegis í gær var byrjað á seinni umferð og keppt í hlýðniæfíngum og gæðingaskeiði. Bestum árangri í gæðingaskeiði náðu Páll Bragi Hólmarsson og Blær frá Minni Borg 7,45 en þeir urðu í öðru sæti í fyrri umferðinni. Gæðingaskeiðið kemur Valdimar Kristinsson skrifar aðeins við sögu í stigasöfnunni þannig að þessi árangur Páls Braga kemur honum aðeins til góða í bar- áttunni um stigasöfnunarsætið. Einar Öder á Mekki frá Þóreyjarn- úpi kemur næst Sigurbirni í stiga- söfnun og Erling Sigurðsson á Þokka frá Hreiðarsstaðarkoti er þar í þnðja sæti. I seinni umferð hlýðnikeppninnar stóðu efstir Sigurbjöm og Oddur eins og í þeirrj fyrri og tryggðu stöðu sína enn betur með hærri einkunn en í fyrri umferðinni. í dag hefst keppni klukkan tíu með slaktauma- tölti og þar á eftir verður keppt í hefðbundna töltinu og eftir hádegi er það fimmgangur og fjórgangur og endað á 250 metra skeiði. Liggur þá fyrir hvaða fímm keppendur kom- ast í liðið og innan viku eiga liðsstjór- arnir Sigurður Sæmundsson og Pét- ur Jökull Hákonarson að vera búnir að tilnefna þá tvo sem bætast í hóp- inn. Auk þeirra sem hér em nefndir er fjöldi annarra sem hafa raunhæf- an möguleika á að ná sæti í liðinu í úrtökunni. í þau fáu skipti sem þeim tókst að nálgast markteig Grindavíkur þá áttu varnarmenn Suðurnesjamanna ekki í vandræðum með að veijast. En þrátt fyrir færin þá gekk Grind- víkingum erfiðlega að komast fram- hjá Birki markverði. Það tókst þó loks á 41. mín. Magnús Jónsson, þjálfari Fram sá greinilega að við svo búið mátti ekki standa, leikmenn hans voru algjörlega andlausir á vellinum. Hann gerði því tvær skiptingar í leikhléi, setti Nökkva Sveinsson og nýja leikmanninn, Josip Dulic inn á fyrir Gauta Laxdal og Atla Helgason. Þetta bar tilætlaðan árangur því Framliðið lék á allt öðrum hraða í síðari hálfleik og sköpuðu oft mikla hættu við mark Grindavíkur, en fátt var um slíkt í þeim fyrri. „Það varð hugarfarsbreyting hjá leikmönnum mínum í hálfleik. Þeir voru alltof ragir í fyrri hálfleik að fara í návígi og beijast. Þetta lagað- ist til muna í síðari hálfleik, þó svo að ég sé ekki alls kostar ánægður með hálfleikinn, en hann gefur þó viss fyrirheit,“ sagði Magnús Jóns- son, þjálfari Fram. Grindvíkingar sóttu af krafti oft á tíðum í fyrri hluta síðari hálf- leiks, eins og Fram og var því leik- urinn lengst af opinn og skemmti- legur. Þeir misstu hins vegar frum- kvæðið þegar Fram minnkaði mun- inn í 2:1, mínútu eftir að þeir höfðu skorað síðara mark sitt. En eftir að Fram jafnaði leikinn á 81. mín- útu sóttu þeir af krafti og freistuðu þess að komast yfir en það tókst ekki. Morgunblaðið/Bjarni ÓMAR Sigtryggsson, Stjörnunni, gefur Finni Kolbeinssyni, Fylki, engan „séns“ og iætur ekki boltann baráttulaust. Myndin er dæmigerð fyrir þá baráttu og einbeitni sem ein- kenndi lelk liðanna á löngum köflum. Frvsti Eiðsson skrifar Sviptingar á Suðurnesjum IlfSiklar sviptingar voru á stöðu efstu manna hjá meistara- flokki karla hjá Golfklúbbi Suður- nesja eftir annan keppnisdag í gær. Helgi Þórisson sem lék fyrsta hringinn á nítíu höggum bætti skor sitt um átján högg á milli daga og lék á parinu í gær. Hann var einu höggi undir eftir fyrri níu holurnar sem taldar eru mun erfiðari á Hólm- svelli. Sigurður Sigurðsson er hins vegar í efsta sætinu eftir að hafa leikið á 75 höggum í gær. Hjalti Pálmason hefur mjög væn- lega stöðu fyrir lokahringinn í meist- araflokki GR. „Mér tókst það sem ég ætlaði mér, að halda forskotinu frá því í gær [fyrradag],“ sagði Hjalti sem hefur átta högga forskot á Sæmund Pálsson. Spennan er öllu meiri hjá stúlk- unum þar sem Ásgerður Sverrisdóttir hefur enn nauma forystu á Ragnhildi Sigurðardóttur og Herborgu Arnars- dóttur. Ragnhildur var þó komin í efsta sætið eftir fyrri níu holumar í gær sem hún lék á 36 höggum eða einu höggi yfir pari. Hún var ekki jafn stöðug á síðari níu holunum sem hún lék á 43 höggum þrátt fyrir að fá einn örn á hringnum en hún lék 12. holuna á þremur höggum, eða tveimur undir pari. Stúlkurnar hefja leik klukkan 14 og meistaraflokkur karla strax á eftir. Birgir Leifur Hafþórsson varð meistari hjá Leyni með fáheyrðum yfirburðum. Hann lék 72 holumar á þremur höggum yfir pari. Útlit er fyrir spennandi keppni hjá meistaraflokkum Keilis sem hófu leik í gær og ljúka leik á iaugardag. I kvöld Knattspyrna Bikarkeppni kvenna - 16 Iiða úrslit: ÓlafeQörður: Leiftur- KR.........20 Akureyri: ÍBA - Tindastóll.......20 Sandgerði: Reynir S%- Haukar.....20 ■Hvöt hefur dregið sig úr keppni, þannig að leikur Hvatar og Vals fellur niður. 2. deild karla: Akureyri: Þór - ÍR...............20 Kópavogur: HK - Skallagrímur.....20 Þróttarvöllur: ÞrótturR. - KA....20 3. deild: Dalvík: Dalvík - Selfoss.........20 Egilsstaðir: Höttur - Völsungur..20 ísafjörður: ÍB - Haukar..........20 Þorlákshöfn: Ægir - Leiknir R....20 4. deild: Grýluvöllur: Hamar-Víkverji......20 Njarðvík: Njarðvík - Bruni.......20 Sauðárkrókur: Tindastóll - Hvöt..20 Djúpavogur: Neisti - Huginn......20 ReyðarQörður: KVA - KBS..........20 VopnaQörður: Einherji - Sindri...20 Stál í stál á Fylkisvelli Þórmundur Jónatansson skrifar Eg verð illa svikinn ef þetta eru ekki tvö bestu lið 2. deildar, sagði Þórður G. Lámsson þjálfari Stjömunnar eftir baráttuleik og jafn- tefli tveggja efstu liða deildarinnar, Stjörnunnar og Fylk- is, á Fylkisvelli í gærkvöldi. Leikur- inn var mjög kaflaskiptur, Stjörnu- menn réðu gangi leiksins í fyrri hálf- leik en heimamenn í hinum síðari.' Bæði lið sýndu góð tilþrif á löngum köflum en Fylkismenn áttu hættu- legri færi og voru nær sigri' á lo- kakafla leiksins. „Þetta voru líklega sanngjöm úrslit en við munum ekki leyfa Stjörnumönnum að stinga af,“ sagði Magnús Pálsson þjálfari heimamanna. Stemmningin á hliðarlínunni var rafmögnuð síðustu mínútur leiksins. Þjálfarar voru órólegir og hvomgt liðið virtist sætta sig við jafntefli. Fylkismenn reyndu ítrekað að knýja fram sigur í lokin en steyttu á sterkri vörn Stjömumanna. Skömmu fyrir leikslok var Lúðvík Jónassyni, Stjömunni, vikið af leikvelli og jók það enn frekar á spennuna. Dómur- inn var í strangara lagi en allt kom fyrir ekki - leikurinn var stál í stál og liðin fengu hvort um sig eitt stig. Fylkismenn byrjuðu betur og áttu tvö mjög hættuleg færi í upphafi leiksins. Stjörnumenn náðu þá und- irtökunum og héldu stífri pressu út hálfleikinn. Valdimar Kristófersson átti heiðurinn að marki Stjörnu- manna en hann skaust inn fyrir fá- menna vörn Fylkis á 34. mínútu og gaf á Rúnar Pál Sigmundsson sem stóð óvaldaður á markteig og komst ekki hjá því að skora. f síðari hálflerk snerist dæmið við og Fylkismenn sóttu mikið. Á 54. mínútu tókst Fylkismöa,num að jafna - og koma boltanum framhjá Bjarna Sigurðssyni, markverði Stjömunnar, í fyrsta sinn í sumar. Ingvar Ólason hamraði boltann inn undir þverslána með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Þórhalli Dan Jóhannssyni jafnbesta manni Fylkis. í liði Stjörnunnar voru Valdimar, Heimir Erlingsson og Her- mann Arason bestir. Sigurmark úr homspymu Olafur ívar Jónsson tyggði Víð- ismönnum þijú stig með skoti beint úr homspymu, er Víkingar komu í heimsókn í KriStín Garðinn. Úrslitin Blöndal urðu sem sagt 1:0 skrifar og það var á 31. mín- útu sem þau réðust. Ólafur „skrúfaði" knöttinn beint frá hornfánanum og laglegt skot hans fór inn fyrir marklinu Víkinga. Fyrri hálfleikur var fjörugur, tals: vert af færum og áttu Víðismenn mun fleiri. Víkingar sóttu hins vegar meira í seinni hálfleik, voru meira með boltann en færin létu á sér standa. Þeir komust næst því að skora er boltinn small í þverslánni eftir fast skot.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.