Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.1995, Blaðsíða 2
2 E LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 E 3 KNATTSPYRNA Unglingarnir til Færeyja LANDSLIÐ 18 ára og yngri leikur vináttulandsleik við jafnaldra sína frá Færeyjum í Tóftum á morgun klukkan tvö. Liðið hefur verið valið og er skipað eftirtöldum leikmönnum: markverðir eru Gunnar Sveinn Magnússon, Fram og Tómas Ingason, Val, aðrir leikmenn, Rúnar Ágústsson, Fram, Sigurður Elí Haraldsson, Fram, Valur Fannar Gislason, Fram, Þorbjörn Atli Sveinsson, Fram, Ámi Ingi Rjetursson, KR, Edilon Hreinsson, KR, Ivar Ingimarsson, Val, Amar Viðarsson, FH, ívar Öm Benediktsson, ÍA, Jóhann Bimir Guðmundsson, Keflavík, Jón Freyr Magnússon, Grindavík, Amgrimur Arnarson, Völsungi, Hjalti Þór Vignisson, Sindra og Sigurður Friðriksson, IF Elfsborg. HESTAR / FJORÐUNGSMOT AUSTFIRÐINGA KNATTSPYRNA „Getum blandað okkur í baráttuna á toppnum" Júgóslavar á siglingu JÚGÓSLAVAR, Litháar, Króatar og Grikkir eru komnir í undan- úrslit Evrópukeppninnar í körfuknattleik sem fram fer í Aþenu. Jugóslavar, sem urðu heimsmeist- arar árið 1990 en voru síðar settir í alþjóðlegt keppnisbann, sýndu í gær að þeir eru ákveðnir í að snúa aftur á toppinn. Þeir sigruðu Frakka 104:86 og áttu ekki í nokkr- um vandræðum með það. Júgóslavar munu leika við Grikki í dag í fyrri undanúrslitaleiknum en í hinum mætast Litháar og Króatar og er fastlega búist við að Króatar vinni þar og mæti Júgóslövum í úrslitum á sunnudaginn og er ekki að efa að það verður hörkuleikur. Það gæti þó komið Júgóslövum í koll að þeir hafa ekki enn þurft að taka verulega á í mótinu og ef Króat- ar ná að standa í þeim gæti allt gerst. Frakkar voru engin fyrirstaða í gær og höfðu Júgóslavar 59:35 í yfir í leikhléi. Predrag Danilovic sem leikur með Miami Heat var í miklu stuði svo og Vlade Divac sem spilar með LA Lakers. Ungur piltur í franska liðinu, Yann Bonato sem þykir gríðarlega efnilegur, gerði 38 stig sem er mjög gott á móti slíku liði. Króatar sigruðu ítala 71:61 og fór Toni Kukoc fyrir sínum mönnum þrátt fyrir að sauma þyrfti þrjú spor í hönd hans og hann verður tilbúinn í slaginn á nýjan leik í dag. Króatar náðu strax tíu stiga forystu sem þeir héldu svo til fram að hléi, en þá tóku ítalir góðan sprett og náðu að minnka muninn í 47:48 fyrir hlé. Það stóð þó ekki lengi því Króatar settu í fluggírinn og stungu af. Risinn Arvydas Sabonis (2,21 m), sem hóf að leika með Portland Tra- il Blazers í vetur, fór fyrir liði Lithá- en þegarþað sigraði Rússland 82:71. Kappinn gerði alls 33 stig og var allt í öllu hjá Litháen. Sergei Babkov gerði 25 stig fýrir Rússa og þar af 17 í síðari hálfleik er Rússum tókst að minnka muninn í 49:50. „Ég skil ekki hvað mínir menn taka þessu tapi rólega. Þetta var spurning um líf eða dauða fýrir körfuknattleikinn í Rússlandi. Nú komumst við ekki á Ólympíuleikana þrátt fyrir að íþrótt- in sé á mikilli uppleið heima. Ég skil ekki að leikmenn mínir skyldu ekki gera meira til að tryggja sæti á Ólympíuleikunum," sagði Sergei Belov þjálfari Rússa eftir tapið. Evrópumeistararnir frá því 1987, Grikkir, voru undir gegn Spánveij- um í leikhléi, 30:33, en vel studdir af 20 þúsund Grikkjum tókst þeim að komast yfir og halda forystu, þó aldrei yrði munurinn mikill. Það var skyttan Alberto Herreros sem átti stærstan þátt í sigri Grikkja, hann gerði 15 stig með skotum fyrir utan á lokakaflanum auk þess sem hann lék mjög góða vörn eins og allt gríska liðið. KRÓATAR hafa leikið vel í Evrópukeppninni til þessa og eru á hraðri leið í úrslltaleiklnn. Hér er það Aridjan Komazec sem skorar gegn ítölskum varnarmönnum í gær. —^ u _ m Morgunblaðið/Valdimar Seimur hefur vinninginn SEIMUR frð Víðfvöllum á skeiði á fjórðungsmóti austflrskra hesta- manna á Fornustekkum í gær. Knapl er Þórður Þorgeirsson. EVRÓPUBIKARKEPPNI í tugþraut karla og sjöþraut kvenna, 2. deild, fer fram á Laugardalsvelli um helgina og hefst keppni báða dagana klukkan 10. Þar keppir karlalið íslands í riðli nieð Dönum, Irum, Slóvenum og Lettum en kvenfólkið með Lettum, írum og Dönum. Að sögn Gísla Sigurðssonar, sem er þjálfari Jóns Arnars Magnússonar tugþrautarkappa og landsliðsþjálfari ásamt Þráni Hafsteinssyni, mæta allar þjóðirnar með sfn sterk- ustu lið og eftir góðan árangur kvennasveitarinnar á Evrópu- keppninni í Tallin fyrir skömmu, er Ijóst að ekkert verður gefið eftir. „Við höfum náð best þriðja sæti en ætlum ofar nú, fá enn fleiri stig og blanda okkur í baráttuna á toppnum þó að Lettar og Danir séu með sterkasta lið á pappírnum," sagði Gísli. Fjórir keppendur skipa hvort lið og allir keppa en árangur þriggja bestu gilda og einn fellur út. Karlaliðið skipa Jón Amar, Ólaf- ur Guðmundsson, Friðgeir Hall- dórsson og Theódór Karlsson en kvennaliðið Þuríður Ingvarsdóttir, Vala Flosadóttir, Sunna Gestsdóttir og Sigríður Guðjónsdóttir. „Það er góð stemmning í liðinu, undirbúningur hefur gengið vel og útlitið er bjart,“ sagði Gísli. „Við stefnum hærra eins og alltaf og ég hef trú á að við getum blandað okkur í baráttuna um sigur hjá báðum okkar liðum ef vel tekst til. Við keppum nú á íslandi og ég hef ekki bara trú, heldur veit, að það spilar inní. Við erum tilbúin, ekki bara við þjálfaramir, heldur liðið líka.“ Gísli segir að danska sjöþrautar- liðið sé sterkast á pappírnum, besti árangur þeirra er 5.379, 5.309 og 4.995 stig sem gerir samtals 15.683 stig á meðan íslensku stúlkurnar hafa náð best 6.971, 4,756 og rúm- lega 4.500 stigum, alls um 16.227. Möguleiki á sigri íslensku stúlkn- anna ætti því að vera fýrir hendi enda spurning hvort þær geti ekki bætt sig enn meir. í karlaflokki hafa íslendingar mest náð 22.139 stigum, þaraf Jón Arnar með 8.237 stig og næstu með 7.225 og 6.677, en Gísli segir að strákarnir frá Lettlandi sé með sterkasta liðið í keppnini, hafa náð best 7.830, 7.918 og 7.592 sem gera samtals 23.340 stig. íslandsmet kvenna í sjöþraut er 14.386 stig og er síðan 1987, þegar keppni var haldin á Spáni en þá náði liðið ekki góðu sæti þrátt fyrir íslandsmet. íslandsmet karla er 20.800 stig og síðan 1979. Jón Arnar Magnússon Eigum mögu- leika á sigri Ef allt fer vel og engin óhöpp verða eigum við jafnvel mögu- leika á að ná í fyrsta eða annað sætið,“ sagði Jón Amar Magnús- son, sem verður í eldlínunni um helgina þegar 2. deild Evrópubikar- keppninnar fer fram á Laugardals- velli. „En ef það gengur ekki upp, þá er allavega möguleiki á að slá Islandsmetið í samanlögðu og það er ekki bara ég, heldur erum við fjórir og ætlum að gera okkar besta. Stelpurnar eiga jafna mögu- leika og við strákarnir." Jón segir að undirbúningur hafi verið mjög góður en mikið atriði sé að sleppa við meiðsli. „Áherslan verður lögð á að komast heill í gegn og gera allt gilt því það má ekkert klikka. Það var alveg hroða- legt í fyrra þegar þrír af fjóram keppendum duttu út úr keppni og ég vona bara að við séum búnir með óhappakvótann. Svo vil ég auglýsa eftir áhorfendum og góðu veðri en það hefur alltaf rejmst erfitt að semja um veðrið en ef það verður slæmt, gæti það verið okkur í hag því við eram vön því.“ Ef Islendingar vinna riðil sinn, fara þeir sjálfkrafa upp í fyrstu deild. Jón Arnar Magnússon Sigurður og Þorvaldur ekki með gegn Færeyingum Ríkharður og Rútur í landsliðshópinn Tvær breytingar hafa verið gerðar á landsliðshópi íslands sem mætir Færeyingum á Nes- kaupstað á morgun kl. 14. Sigurð- ur Jónsson frá Akranesi getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og Þorvaldur Örlygsson, leikmaður Stoke, gaf heldur ekki kost á sér, en í þeirra stað koma Ríkharður Daðason úr Fram og Rútur Snorra- son úr Eyjum. Þetta verður fyrsti landsleikur- inn sem fram fer á Ausurlandi og jafnframt fimmtándi A-landsleikur Islands og Færeyja. ísland hefur unnið 13 af þeim 14 leikjum sem þjóðirnar hafa leikið, en einum leik lauk með markalausu jafntefli. Langt er síðan ísland hefur stillt upp jafn sterku liði gegn Færey- ingum og gert verður á morgun en það verða þrír atvinnumenn í liðinu, Eyjólfur Sverrisson frá Be- siktas, Lárus Orri Sigurðsson frá Stoke og Bjarki Gunnlaugsson frá Numberg. Leikreyndasti maður liðsins er Ólafur Þórðarson frá Akranesi og mun hann leika sinn 60. landsleik á morgun og sá sem næstur kemur onum er Kristján Jónsson úr Fram sem leikur sinn 40. landsleik. Tveir nýliðar eru í hópnum, Rútur og Lárus Orri hafa ekki leikið A- landsleik og Einar Þór Daníelsson úr KR hefur leikið einn A-lands- leik. íslensku leikmennirnir hafa samtals Ieikið 247 A-landsleiki og gert í þeim 8 mörk, þar af Eyjólf- ur fjögur. Haraldur Ingólfsson hef- ur tvívegis skorað og þeir Ólafur, Arnar Grétarsson og Bjarki hafa gert eitt mark hver í landsleik. íslenska landsliðið er annars skipað eftirtöldum leikmönnum. Markverðir era þeir Birkir Krist- insson úr Fram og Friðrik Friðriks- son úr IBV. Varnarleikmenn eru Kristján Jónsson, Fram, Izudin Daði Dervic, KR, Lárus Orroi Sig- urðsson, Stoke og Skagamennirnir Sigursteinn Gíslason og Ólafur Adolfsson. Á miðjunni leika Ólafur Þórðarson og Haraldur Ingólfsson, ÍA, Arnar Grétarsson, Breiðabliki, Gunnar Oddsson úr Leiftri og Rút- ur Snorrason úr ÍBV. Frammi verða Eyjólfur Sverrisson, Besikt- as, Bjarki Gunnlaugsson, Niimberg, Ríkharður Daðason, Fram og Einar Þór Daníelsson, KR. Á leið í úrslit Reuter ÚRSLIT Tennis Wimbledon-mótið Einliðaleikur karla, þriðja umferð: Michael Joyce (Bandaríkjunum) — Chris Wilkinson (Bretlandi) 5-7 6-4 7-6 (7-3) 6-4 14- Todd Martin (Bandaríkjunum) — Derrick Rostagno (Bandaríkjunum) 6-3 4-6 4-6 6-2 6-4 Aaron Krickstein (Bandaríkjunum) — Tom- as Carbonell (Spáni) 6-7 (2-7) 7-5 5-7 6-3 6-2 4-Goran Ivanisevic (Króatíu) — Amaud Boetsch (Frakklandi) 6-4 6-4 6-4 Greg Rusedski (Bretlandi) — Olivier Delai- tre (Frakklandi) 6-7 (6-8) 6-4 6-4 7-6 (7-3) Shuzo Matsuoka (Japan) — Javier Frana (Argentínu) 7-6 (7-3) 3-6 6-7 (6-8) 7-6 (7-4) 6-3 6-Yevgeny Kafelnikov (Rússlandi) — Alex- ander Volkov (Rússlandi) 7-6 (7-2) 6-2 6-4 2- Pete Sampras (Bandaríkjunum) — Jared Palmer (Bandaríkjunum) 4-6 6-4 6-1 6-2 Einliðaleikur kvenna, þriðja umferð: 8- Gabriela Sabatini (Argentínu) — Nancy Feber (Belgíu) 7-5 6-1 15- Brenda Schultz-Mccarthy (Hollandi) — Radka Zrubakova (Slóvakíu) 6-4 7-5 Lisa Raymond (Bandaríkjunum) — Irina Spirlea (Rúmeníu) 6-4 2-6 6-4 3- Conchita Martinez (Spáni) — Shaun Staf- ford (Bandaríkjunum) 6-1 6-1 2-Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) — Zina Garrison-Jackson (Bandaríkjunum) 6-1 6-2 Petra Kamstra (Hollandi) — 14-Naoko Sawamatsu (Japan) 6-1 7-6 (7-5) Yayuk Basuki (Indónesiu) — Nathalie Tauz- iat (Frakklandi) 6-7 (4-7) 6-3 6-4 9- Anke Huber (Þýskalandi) — Chanda Rub- in (Bandaríkjunum) 6-2 6-4 ÍA U23 - Þór U23 1:2 Akranesvöllur, 16-Iiða úrslit bikarkeppni KSÍ, föstudaginn 30. júní 1995. Aðstæður: Suð-vestan strekkingur og völl- urinn blautur. Mark ÍA U23: Bjami Guðjónsson (78.). Mörk Þórs U23: Hreinn Hringsson (50., 74.) Gult spjald: Heimamennimir Unnar Val- geirsson (35.), Viktor Viktorsson (85.), báð- ir fyrir brot. Akureyringamir Örlygur Helgason (76.) og Brynjar Óttarsson (86.) báðir fyrir brot. -Rautt spjald: Enginn. Áhorfendur: 400. Dómari: Gísli Guðmundsson átti ekki góðan dag. Línuverðir: Pjetur Sigurðsson og Hallgrím- ur Friðgeirsson. lA U23: Ámi Gautur Arason - Freyr Bjamason, Viktor Viktorsson, Gunnlaugur Jónsson, Unnar Valgeirsson - Bjami Guð- jónsson, Jóhannes Harðarson, Sigurður Sig- ursteinsson, Pálmi Haraldsson - Theodór Hervarsson, Dejan Stjoic. Þór U23: Brynjar Davíðsson - Brynjar Ótt- arsson, Páll Þ. Pálsson, Guðmundur Hákon- arson, Sigurður Bjamason - Öriygur Helga- son, Amar Guðmundsson, Sigurður Pálsson (Orri Stefánsson 84.), Elmar Eiríksson - Kristján Ömólfsson, Hreinn Hringsson. 3. deild: Völsungur - Ægir...................2:0 Guðni Rúnar Helgason, Kristján Magnús- son. Leiknir - Dalvík...................3:3 Steindór Elísson, Róbert Amþórsson, Krist- inn Gunnarsson - Örvar Eiríksson 2,Jón Þórir Jónsson. Selfoss - Fjölnir..................2:1 Njörður Steinarsson, Sævar Gíslason - Steinar Ingimundarson. Haukar - Höttur....................0:2 Kári Jónsson, sjálfsmark. Fj. leikja u J T Mörk Stig LEIKNIR 7 5 1 1 16: 7 16 VÖLSUNGUR 7 5 1 1 16: 7 16 DALVIK 7 3 4 0 13: 7 13 ÆGIR 7 3 1 3 10: 10 10 Bi 6 2 3 1 7: 7 9 SELFOSS 7 3 O 4 12: 17 9 ÞROTTURN. 6 2 0 4 7: 8 6 FJÖLNIR 7 2 0 5 12: 14 6 HAUKAR 7 2 0 5 3: 16 6 HÖTTUR 7 1 2 4 8: 11 5 4. deild: Þrymur-KS.......................0:7 Huginn - KVA...................0:6 ■Ieik ÍBV og ÍBA í 1. deild kvenna var frestað. ■Leik Magna og Tindastóls í 4. deild C var frestað fram á mánudag. Körfuknattleikur Evrópukeppni landsliða, 8-liða úrslit: Litháen - Rússland................82:71 Flest stig Litháa: Arvydas Sabonis 33, Artu- ras Kamishovas 18, Sarunas Marciulionis 16. Fiest stig Rússa: Sergei Babkov 25, Sergei Bazarevich 19, Andrei Fetisov 13. Króatía - Italia..................71:61 Flest stig Króata: Toni Kukoc 24, Ivica Maric 14, Arijan Komazec 12. Fiest stig ítala: Gregor Fucka 16, Vincenzo Esposito 14, Stefano Rusconi 7. Grikkaland - Spánn................66:64 Flest stig Grikkja: Panayotis Fassoulas 20, Fanis Christodouiou 17, Nikos Economou 16. Flest stig Spánveija: Alberto Herreros 15, Ferran Martinez 14, Alfonso Reyes 13. •lúgóslavía - Frakkland..........104:86 Flest stig Júgóslava: Predrag Danilovic 24, Sasa Obradovie 13, Vlade Divac 13. Flest stig Frakka; Yann Bonato 38, Thierry Gadou 15, Stephane Ostrowski 12. IÞROTTIR KORFUKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA IÞROTTIR FRJALSIÞROTTIR / EM I FJOLÞRAUTUM íslendingar tóku fyrst þátt í þess- ari keppni 1973 og fór hún þá fram á íslandi. Fyrstu árin voru þeir að verma botnsætin en í Kaupmanna- höfn 1977 komst karlaliðið í 3ja sætið og aftur náðu þeir bronsi í Belgíu 1993. Kvennaliðið náði einn- ig sínu besta í Kaupmannahöfn 1977 og hafnaði í þriðja sæti. UM HELGINA Frjálsar Evrópubikarkeppnin í fjölþraut á Laugar- dalsvelli, 2. deild, fyrsti riðill. í karlaflokki keppir ísland, írland, Slóvenfa, Lettland og Danmörk og í kvennaflokki Ssland, Irland, Lettland og Danmörk: Laugardagur 10.00 100 m hlaup karla 10.40 Langstökk karla 10.45 100 m grindarhlaup kvenna 11.30 Hástökk kvenna 12.10 Kúluvarp karla 13.30 Hástökk karia og kúluvarp kvenna 14.50 200 m hlaup kvenna 16.50 400 m hlaup karla Sunnudagur 10.00 110 m grindarhlaup karla 10.45 Kringlukast karla 12.00 Stangarstökk ka. og langstökk kv. 13.40 Spjótkast kvenna 15.00 Spjótkast karla 15.30 800 m hlaup kvenna 17.00 1.500 m hlaup karla Barna og unglingamót í Mosfellsbæ 5 ára afmælismót Gogga galvaska fer fram á Varmárvelli i Mosfellsbæ og er fyrir 6 til 14 ára krakka. Knattspyrna Laugardagur 2. deild kvenna: Höfn: Sindri-KVA......................14 Vopnafj.: Einherji - Höttur...........17 Djúpivogur: Neisti D,- KBS............17 4. deild: Grýluvöllur: Hamar - GG..............14 Helgafellsv.: Framherjar - TBR.......14 Ólafsvfk: Vík. Ó.- Afturelding.......14 Akranes: Bruni - Reynir S............14 Leiknisvöllur: Ökkli -ÍH.............14 Gróttuvöllur: Grótta - Njarðvík.......14 Djúpivogur: Neisti D,- UMFL...........14 Sunnudagur Vináttulandsleikur: Neskaupstaður: fsland - Færeyjar.....14 2. deild karla: Stjömuvöllur: Stjaman - ÞrótturR.....16 Akureyri: KA - Þór A..................20 ÍR-vöiiur: ÍR- HK.....................20 Víkingsvöllur: Vík. - Skallagrímur...20 4. deild: Höfn: Sindri - UMFL’..................14 Minudagur 2. deild karla: Garðsvöllur: Víðir - Fylkir...........20 3. deild: Neskaupsstaður: Þróttur N.-BÍ.........20 4. deild: Grenivík: Magni - Tindastóll..........20 2. deild kvenna: Varmá: Afturelding - Fjölnir..........20 Sund Vestijjarðarmótið í sundi verður haldið í sundlauginni á Tálknafirði um helgina. Hefst kl. 14 á laugardag og kl. 10 sunnu- dag en mótslok era áætluð kl. 14. Keppend- ur verða um 80. Hlaup Suðurnesjamaraþon Suðurnesjamaraþonið fer fram í Keflavík á sunnudaginn og hefst kl.14. Hlaupnir verða 25, 10 og 3,5 kílómetrar. Skúlaskeiðið Þriggja kílómetra hlaup verður í Viðey á laugardaginn kl.14. Siglt verður út í Viðey úr Sundahöfn. Hlaup í Hörgárdal Þorvaldsdalsskokkið hefst við Fornhaga í Hörgárdal á laugardaginn og hefst kl. 10. Hlaupin, skokkuð eða rölt er 26 km leið f gegnum Þorvaldsdal. Golf Kvennamót í Grafarholti Opna Diletto-mótið í golfi fer fram á Grafar- holtsvelli á sunnudag og ræst verður út kl. 10. Leiknar verða 18 holur með fullri forg- jöf í þremur forgjafarflokkum. Skráningu lýkur í dag kl. 16. Unglingamót lyá Keili Opna Mitsushiba-unglingagolfmótið verður haldið á Keilisvellinum í Hafnarfirði á sunnudaginn og ræst verður út frá kl. 10 til 13. Keppt er í drengjaflokkum 15-18 ára, 14 ára og yngri og einnig í telpnaflokki. Mót lijá Keili Jónsmessumðt verður haldið á Keilisvellin- um á laugardaginn. Leikið verður eftir „Texas scramble" kerfi og þrír í hveiju liði. Keppni hefst kl. 20. Stefnir í uppgjör Seims og Jörfa Va/dimar Kristinsson skrifar Allt stefnir í spennandi uppgjör milli Seims frá Víðivöllum fremri í Fljótsdal og Jörfa frá Höfðabrekkku á fjórðungsmóti austfirska hesta- manna, sem haldið er á Fornustekkum, því litlu munar á þeim eftir for- keppnina. Seimur, sem keppir fyrir Frey- faxa, hefur vinninginn, er með 8,69 en Jörfi, sem keppir fyrir Hornfirð- ing, er með 8,64. Báðir koma klár- arnir fyrir hjá knöpunum Þórði Þorgeirssyni, sem sat Seim og Atla Guðmundssyni, sem sat Jörfa. Næst komu Blika frá Glúmsstöðum, knapi Ragnheiður Samúelsdóttir, 8,45, Komma frá Ketilsstöðum, knapi Daníel Jónsson, 8,43, Garri frá Kampholti, knapi Kári Gunnars- son, 8,43, Ringó, knapi Sigurður Sveinbjömsson, 8,38. Djákni frá Efri-Brú, knapi Ragnar Hinriksson, 8,38. Jöfn í 8. og 9. sæti með 8,34 eru Stelpa frá Hoftúni, knapi Ólaf- ur G. Reynisson og Már frá Sand- hólaferju, knapi Jón Finnur Hans- son. Þessi tvö hross mætast í bráða- bana um úrslitasæti. í keppni unglinga er efst Lára Magnúsdóttir, Homfirðingi, á Garpi frá Gerði með 8,54, Sigur- björg Sigurbjörnsdóttir, Freyfaxa á Merði frá Eyvindará, 8,42. Jón M. Bergsson, Freyfaxa á Matthildi frá Ketilsstöðum, 8,33, Guðrún A. Kristjánsdóttir, Hornfirðingi á Loftsokka, 8,27. Kristín Þ. Jóns- dóttir, Freyfaxa á Skýfaxa frá Brekku, 8,24, Einar K. Eysteins- son, Freyfaxa á Kiljan frá Reyðar- firði, 8,22, Eyrún B. Jóhannesdótt- ir, Freyfaxa á Pening frá Reykja- völlum, 8,17, Jenný Magnúsdóttir, Hornfirðingi á Tilviljun frá S- Skörðugili 8,13, og Rannveig Jú- níusdóttir, Freyfaxa á Fáfni frá Sandbrekku, einnig með 8,13. Ekki var spennan minni í tölt- keppninni þar sem keppt er um hundrað þúsund krónumar. Eftir forkeppnina eru Sigurbjörn Bárðar- son og Oddur frá Blönduósi efstir með 99,6 stig. Næstir koma Sveinn Jónsson og Tenór frá Torfunesi með 97,2, Halldór Victorsson á Herði frá Bjarnastöðum, 94,8, Vignir Siggeirsson á Kjarki frá Egilsstöðum 91,2 stig, Þórður Þor- geirsson á Höldi frá Reyðarfirði, 90. Allt bendir til þess að þeir Sveinn og Sigurbjörn muni beijast um aurinn. Yfírlitssýning kynbótahrossa fór fram í gær og var illa mætt með hrossin. Klárhryssurnar vom þar sem fyrr í aðalhlutverkum. Kristinn Hugason ráðunautur sagðist mjög sáttur við þann hóp hrossa sem fram kom á mótinu. „Það gleður mjög að þau standa öll undir þeim einkunnum sem þau fengu í for- skoðun og gott betur, því mörg hver hækka sig á mótinu. Gott tölt virðist einkennandi fyrir hrossin," sagði Kristinn og hvatti eigendur þessarra góðu hryssa að selja ekki frá sér þessa góðu gripi, sem ættu að mynda hornsteininn í ræktunar- starfínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.