Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 B 3 ÞEGAR ég byijaði var mað- ur bara að senda fréttirn- ar í bréfum, símskeytum og jafnvel símtölum," segir Arni Helgason í Stykkis- hólmi, en hann hefur verið fréttarit- ari frá árinu 1943. „Nú getur mað- ur sent fréttir með símbréfi og öllu mögulegu öðru. Þróunin hefur verið gífurleg, sérstaklega að koma frétt- unum frá sér." Árni segist fyrst hafa heyrt af fréttariturum þegar hann var stadd- ur í Reykjavík á stjórnmálanám- skeiði hjá Gunnari Thoroddsen árið 1938. Arni, sem þá bjó á Eskifirði, lagði leið sina niður á Morgunblað og heyrði þar umræðu um að finna þyrfti fréttaritara út um land. „Ég sinnti þessu ekkert þá en svo þegar ég kem í Stykkishólm, þá byrja ég," segir hann. Blaðið stækkað mikíð En það hefur fleira breyst síðan Árni hóf störf. Hann segir að á þeim árum hafi þótt gott ef blaðið næði átta síðum, hvað þá tólf. Einnig hafi oft verið vandamál að fréttirnar bærust ekki rétta leið. „Fréttirnar gufuðu stundum upp og ég var orðinn mjög sár yfir þessu um tíma," segir hann. „Þetta hefur lagast mikið núna. Frétta- mennskan hefur breyst að því leyti að maður hefur komið meiru frá sér. Annars hefur samstarfið við Morgunblaðið verið nokkuð gott og mér hefur þótt vænt um það. Stundum hef ég verið of harður við þá, en oft er betra að segja sína meiningu." Um 52 ára starf sitt sem frétta- ritari segir Árni að það hafi verið mjög skemmtilegt. „Eg hef náttúru- lega hugsað um mína byggð og reynt að koma henni áfram," segir hann. „Það var markmiðið. Það er svo mikill munur þegar maður fær birtar fréttir í Morgunblaðinu. Það er tekið eftir því. Sérstaklega þegar myndir fylgja með." Stöðvarstjóri í 30 ár Aðalstarf Árna var þó ekki fréttaritarastarfið. Á Eskifirði starfaði hann sem sýslufulltrúi í PÁLL Pálsson er nú farinn frá Borg ásamt Ingu Ás- grímsdóttur konu sinni og er það mikill viðburður fyrir þau og sérstaklega fyrir Ingu sem þar hefir varið öllum sínum dögum. Þar fæddist hún, dóttir hjónanna Önnu Stefánsdóttur og Asgríms Þorgrímssonar, sem þar bjuggu rausnarbúi um 60 ára skeið. Bannað að vinna Páll kom að Borg 1949 og hefir átt þar heima síðan, fyrst í félags- búi með tengdaforeldrum sínum en síðan 1967 hafa þau búið þar. Þetta ár lést Anna tengdamóðir Páls og hafði ætt hennar átt þar búsetu hátt á annað hundrað ár. Árið 1958, stofnaði Halldór, bróðir Ingu, nýbýli sem hann nefndi Minni Borg og býr þar. Mér datt í hug, þar sem við Páll erum búnir að vera fréttaritar- ar Morgunblaðsins um langt árabil og góðir grannar, að hitta hann og þau hjónin að máli áður en þau færu til Reykjavíkur og ræða um liðna tíð og hvernig þau búast við þessum umskiptum. „Vissulega eru umskiptin mik- il," segir Páll. „Starfsþrek okkar er orðið takmarkað, sérstaklega seinustu 4 árin. En þá höfum við notið þess að hafa son okkar Auð- unn hjá okkur og hefir hann ann- ast búskapinn að öllu leyti. Árið 1991 veiktist ég þannig að mér var bannað að vinna, og síðan hefir heilsu minni hrakað og var þá ekki um annað að ræða en koma sér fyrir einhversstaðar ann- arsstaðar. Gjörbreyting á búskaparháttum Við vorum heppin að við gátum selt jörðina með áhöfn og vélum, ungum hjónum sem sýna mikinn áhuga á búskap og það gerir okkur léttara fyrir að vita að búskapur heldur áfram hér á Borg." Ofterbetraað segja sína meiningu Árni Helgason í Stykkishólmi hefur verið fréttarítarí Morgunblaðs- ins í Stykkishólmi í 52 ár. Áslaug Ásgeirsdóttir ræddi við hann um starfíð sem hann gegnir enn, 81 árs að aldri. átta ár. Árið 1942 flutti hann til Stykkishólms og þar vann hann sem sýslufulltrúi í 12 ár áður en hann tók við starfi stöðvarstjóra Pósts og síma. Því gegndi hann í 30 ár, eða til ársins 1984, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, þá sjö- tugur. Árni hefur einnig starfað mikið að félagsmálum í Stykkishólmi, bæði að bindindis- og bæjarmálum. Hann hefur alltaf haft gaman af braggerð og segist hafa samið vísur um flesta íbúa Stykkishólms. Þá var hann fréttaritari Ríkisút- varpsins í Stykkishólmi í meira en 20 ár. „Það gekk alveg og voru ritstjórar Morgunblaðsins sáttir við þetta fyrirkomulag," segir hann. „Svo komu nýir menn á útvarpið og þeim fannst ekki ganga að ég væri fréttaritari beggja." Hér voru bara brunnar Árna er gífurleg uppbygging Stykkishólms minnisstæð. „Þegar að ég kem hérna þá eru varla til götur, vatnið er ekki og ekki raf- magn," segir hann. „Það voru bara brunnar þegar ég kom hingað fyrst. Ég man sérstaklega eftir því þegar rafmagnið kom og maður sagði frá því. Það var einnig stórkostleg breyting þegar sjálfvirka símstöðin kom hingað." Árni, sem nú er 81 árs, segist ekki vera eins kraftmikill og áður var. Hefur Giinnlaugur sonur hans því hlaupið undir bagga með honum í_ fréttaöflun ' og ljósmyndun, en Árni segist ekki vilja hætta strax. „Á meðan ég 'hef einhverja getu þá þykir mér gaman að vera í þessu," segir Árni. „Eg vil ekki missa þetta samband við fólkið. Ég vil ekki missa þetta á meðan ég get." Árni segir að hann hafi tekið þátt í starfi Okkar manna en árið 1989 var hann gerður að heiðursfé- laga, þá 75 ára gamall. Hann og Sigurður Pétur Björnsson, eða Silli, fréttaritari á Húsavík eru góðir kunningjar. Þeir kynntust fyrst á stjórnmálanámskeiðinu hjá Gunnari og hafa haldið kunningsskap sínum frá þeim tíma. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason PÁLL Pálsson, Árni Helgason og Inga Ásgrímsdóttir. Best að geta skilað jörð- inni í þokkalegu ástandi Páll Pálsson, bóndi og fréttaritari Morgunblaðsins, og Inga Ásgrímsdóttir á Borg í Eyja- og Miklaholtshreppi hafa brugðið búi og flutt til Reykjavíkur. Arni Helgason fréttaritari í Stykkishólmi ræddi við þau á þessum tímamótum._______ „Þegar ég kom að Borg," segir 'Páll, „voru fyrstu skurðgröfurnar að verki í sýslunni og þótti mikil bylting og samhliða því komu jarð- ýturnar. Með tilkomu þessara véla og sérstaklega afkasta þeirra, varð gjörbreyting á öllum búskaparhátt- um hér sem annarsstaðar og auð- vitað óx ræktun stórum skrefum, bústofninn stækkaði. Árið 1954 réðumst við Ásgrímur tengdafaðir minn í að koma okkur hér upp rafstöð sem var rekin fyr- ir vatnsafli og raflýstum við til allra hluta. Er hún ennþá í lagi. Nú er hér rafmagn frá Rafmagnsveitum ríkisins, en við getum brugðið hinni gömlu við ef illa viðrar. Þessi stöð hefir verið mjög viðhaldslítil þessi rúm 40 ár og nýst okkur vel. Tveim árum áður hafði bóndinn á Hjarðar- felli komið upp hjá sér svona raf- veitu, og gengur sú stöð enn í dag. Ræktunin óx mjög við tilkomu vélanna og framleiðsla búsins að sama skapi, en tímarnir hafa breyst og hömlur þær sem óhjákvæmilega voru settar á búframleiðslu, hafa farið illa með fjölda bænda á liðnum árum eins og sýnir sig í dag. Marg- ir hafa gefist upp og enn er ekki séð fyrir endann á þessum búskap- arvanda. Okkur hjónunum þykir best að hafa getað skilað jörðinni og því sem henni tilheyrir í þokka- legu ástandi. Þetta unga fólk sem tekur við af okkur er lifandi og fullt af áhuga að halda við bú- skapnum. Vonandi á það eftir að eiga hér góða daga." Hugurinn leitar á æskustöðvarnar Páll er fæddur í Vatnsfirði við ísafjarðardjúp. Þar bjuggu foreldr- ar hans til ársins 1929, að þau fluttu að Þúfum og keyptu þá jörð. Afi Páls, séra Páll Ólafsson, andað- ist 1928 en hann var prestur í Vatnsfirði frá 1906-1928. Kom frá Prestsbakka í Hrútafirði. „Eftir hann kom í Vatnsfjörð sr. Þorsteinn Jóhannesson og kona hans Laufey Tryggvadóttir og sátu þau Vatns- fjörð í tæp 30 ár með mikilli sæmd og rausn. Séra Þorsteinn er enn á lífí, 97 ára, andlega hress, en lík- amsfjörið orðið lítið. Þeir voru mikl- ir vinir faðir minn og sr. Þorsteinn og aldrei bar skugga á samskipti Bregður mest við að hafa ekki lært að kokka Árni kvæntist Ingibjörgu Gunn- laugsdóttur árið 1948 en hún lést í fyrra. Fjögur börn þeirra eru enn á lífi, Gunnlaugur, Halldór, Helgi og Vilborg Anna. Frumburður þeirra hjóna lést í fæðingu. „Ég þóttist góður að ná í þessa konu og hjónabandið gekk vel," segir hann. „Mér bregður mest við það að ég lærði aldrei að kokka. Aftur eru strákarnir mínir liðtækir í eld- húsinu. Það er orðið svo mikið um það að hjónin gangi í þetta sameig- inlega. Það þótti sjálfsagt að konan sæi um þetta í minni tíð og Ingi- björg hætti kennslu þegar hún byrj- aði að eiga börnin." Nú býr Árni á dvalarheimili aldr- aðra og segist líka það vel. „Það er ágætlega hugsað um mann," segir hann. „Ég sef hérna og hef hér mataraðstöðu. En svo get ég verið heima hjá mér líka því ég ætla að halda húsinu eins og Ingi- björg skildi við það. Það er svo gott að geta tekið á móti börnunum þar." Síðan Árni fór á eftirlaun segist hann hafa verið í ýmsu. „Núna er ég hættur við flest," segir hann. „Eg var í svo mörgu í félagslífinu en nú er ég hættur öllu slíku. Nú er ég að lesa og skrifa. Ég les mest svona ævisögur og skáldsögur einstakra manna." „Ég hef kunnað ákaflega vel við mig hérna í Stykkishólmi," segir Árni. „Stykkishólmur er eins og aðrir bæir, margir flytja í burtu og aðrir flytja hingað og eru sumar ættirnar alveg farnar." Hann segir bæinn vera orðinn miklu opnari en hann var, árið 1942 hafi til dæmis tekið rútu heilan dag að aka til Reykjavíkur. Nú væri þessi leið far- in á innan við þremur tímum. Upp- bygging hefur verið mikil, bæjarbú- um hefur fjölgað um nær helming úr tæplega 700 manns árið 1942 en nú búaþartæp 1.300. Árni seg- ir að höfnin hafi breyst mikið og til hins betra. „Það gerist orðið miklu meira," segir hann. „Það er allt annað." þeirra né fjölskyldna. Er ég hugsa til þeirra daga sem var mín æska, hlýnar mér alltaf og hugurinn leit- ar á gömlu æskuslóðirnar. Vatns- fjörður var mikil og fólksfrek jörð til búrekstrar, enda oftast 20-30 manns í heimili hjá afa og ömmu þegar þau bjuggu þar. Foreldrar mínir eignuðust fimm börn. Þrjú dóu i æsku en við kom- umst tvö upp, og erum bæði á lífi. Auk þess ólu þau upp fimm fóstur- börn. Ég fór á Bændaskólann á Hvanneyri 1941. Þar kynntist ég minni ágætu konu og er það gæfu- spor' sem ég get aldrei þakkað né metið til fulls. Við eigum fímm uppkomin og hraust börn." Hreppslgóri í 40 ár „Árið 1951 var ég skipaður hreppstjóri í Miklaholtshreppi og gegndi því starfi í rúmlega 41 ár. Eg starfaði með fimm sýslumönn- um, allt mætum mönnum sem ég lærði mikið af mér til gagns og ánægju. í hreppsnefnd var ég nokk- ur ár, sat fundi Stéttarsambands bænda í átta ár og tvisvar hefi ég setið á Búnaðarþingi. I stjórn Bún- aðarfélags Miklaholtshrepps sat ég fjölda ára og ritaði þar í fundar- gerðir og eru fundargerðarbækurn- ar frá þeim tíma orðnar nokkrar og segja sína sögu um uppbygg- ingu hreppsins. I sveitinni hefir mér liðið vel og í öllum störfum hefi ég átt góða samleið með sveitungum mínum og þeim get ég seint þakkað alla velvild og hlý handtðk." Þetta vill Páll taka fram og færa frá sér og sinni konu sérstakar þakkir til allra sem hann hefir haft samskipti við og eins þeim sem hafa heimsótt þau meðan þau bjuggu í sveitinni, en þangað áttu margir leið. Nú þegar Páll og Inga eru farin af Borg verður svipminna í sveit- inni, það jafnvel þótt gott fólk komi í staðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.