Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 B 7 PETUR Kristjánsson við skriftir. Pétur Kristjánsson á Seyðisfirði Eg er svo forvit- inn um fólk Sigurður Jónsson á Selfossi ÞAÐ hefur verið í nógu að snúast hjá Pétri Kristjánssyni, fréttaritara á Seyðisfírði, en hann hefur undanfarið verið að leggja lokahönd á skipulagn- ingu hins nýja Tækniminjasafns Aust- urlands. Pétur flutti til Seyðisfjarðar fyrir 11 árum en hann er kvæntur Þóru Ingólfdóttur, hjúkrunarforstjóra sjúkrahússins á staðnum. Pétur hefur verið fréttaritari í um tvö ár, en áður var hann tvö ár frétta- ritari Dagblaðsins. „Mér líkar þetta bara vel," segir hann. „Mér finnst skemmtilegast að taka viðtöl, ég er svo forvitinn um fólk." Pétur segist vera fæddur forvitinn en þrátt fyrir að hann hafi gaman að vera fréttarit- ari, segir hann skemmtilegast vera að fá borgað fyrir vinnuna. Basl að koma myndum í flug Hann segir engan einstaka atburð vera minnisstæðari en annan, það sem standi upp úr í minningunni sé baslið að koma filmum í flug. „Það er alltaf eftirminnilegast," segir hann. „Ég hef aldrei lent í neinu veseni öðru en prentvillum. Það er bara þetta venjulega." Pétur segir að það sé eiginlega allt of mikið að gerast á Seyðisfírði og hafi hann því alveg nóg að gera sem fréttaritari. Á það hefur bæst törnin að ljúka uppsetningu Tækni- minjasafns Austurlands, sem verður opnað 29. júní. „Það er varla að maður nái að sofa," segir hann. Það er Tækniminjasafnið sem á hug hans allan þessa dagana. Pétur segir að safnið sé tækniminjasafn fyrir allt Austurland. „Það hefur pínulitla sérstöðu meðal safna á ís- landi því þetta er safn sem teygir sig inn á þessa öld að mestu leyti," segir hann. „Það teygir sig frekar fram á við í tíma en aftur á bak. Við erum alltaf að færa okkur fram í tímann á þessu sviði." Seyðisfjörður upphaflegi tæknibærinn á íslandi Hann segir grunn safnsins vera að Seyðisfjörður sé upphaflegi tækni- bærinn á íslandi. „Hér kemur sími fyrst, ritsími fyrst og fyrstu út- varpsáhugamennirnir og útvarps- menn," segir Pétur. „Þetta er fram- sæknasti bærinn um síðustu aldamót á landinu og þó víðar væri leitað." Sterk tegsl mynduðust við megin- landið vegna Norðmannanna sem á Seyðisfjörð komu. „Samskiptin voru náin og fljót á milli akkúrat þegar þessir hlutir eru að gerast í Evr- ópu," segir hann. Margt forvitnilegt er að finna í safninu og segir Pétur það merkasta á safninu vera fyrstu fjarskiptatækin sem voru á íslandi og gögn tengd þeim eins og dagbækur. Einnig væri þar að finna Ijósmyndavél Egils Jóns- sonar frá því um aldamót, sem hann segir vera eina elstu ljósmyndavél á landinu. Vélin hefur verið gerð upp og er nú orðin gangfær. Mikil vinna hefur fylgt þessari vinnu, en safnið verður í fyrrum hús- næði Pósts og síma, sem stofnunin gaf undir tækniminjasafn þegar hún flutti árið 1978. Hefur Pétur verið að vinna við að koma upp safninu í um fjögur ár, en það Opnaði 29. júní. Með púlsinn á bæjarlífinu „MAÐUR er með púlsinn á bæjar- lífinu og því sem er að gerast hjá fólki," segir Sigurður Jónsson um starf sitt sem fréttaritari á Sel- fossi. Hann hefur gengt starfinu í um 10 ár og síðast liðin átta ár hefur hann einnig verið formaður Okkar manna, félags fréttaritara á Morgunblaðinu. „Þetta er mjög skemmtilegt," heldur hann áfram, „vegna þess að maður fylgist með ótrúlega mörgum atburðum sem eru að gerast á Selfossi og í ná- grenni." Sigurður byrjaði að skrifa frétt- ir fyrir blaðið Suðurland. Eitt sinn hitti hann núverandi menntamála- ráðherra, Björn Bjarnason, sem þá starfaði á Morgunblaðinu, og minntist á við hann að gerast fréttaritari. „Síðan æxlaðist þetta þannig að í kjölfarið á þessu var hringt frá blaðinu og spurt hvort ég væri til," segir hann. En Sigurður hefur önnur járn í eldinum, að aðalstarfi er hann ís- lenskukennari við Sólvallaskóla á Selfossi og auk þess hefur hann verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins frá 1990. Hann er kvæntur Esther Óskarsdóttur, skrifstofustjóra á Sjúkrahúsi Suð- urlands og eiga þau fjögur börn. Kennslan getur ekki vikið Hann segir samræminguna ganga ágætlega. „Eftir því sem maður tekur meira að sér þarf maður að skipuleggja tíma sinn betur," segir hann. „Stundum rekst þetta á og þá verður eitt að víkja, en kennslan getur ekki vikið, hún verður að hafa sinn gang." Þegar hann er inntur eftir minnisstæðum atburðum sem hann hefur sagt frá segir hann að það lifi alltaf í minningunni að koma að atburðum þar sem eitt- hvað stórt hefur gerst og fólk kemst af. „Það er gleðilegast við þessa erfiðu atburði þegar fólk kemst lífs af," segir hann, „en svo aftur eru aðrir þar sem fólk hefur látist og er það leiðara. Það virkar alltaf mjög sterkt á mann." Sem formaður Okkar manna í átta ár hefur Sigurður mótað starfsemi félagsins þau ár. Hann segir að félagið hafi gert það að verkum að menn viti nú hver af öðrum. „Oft eru menn að rekast MORGUNBLAÐIÐ hefur boðið fréttariturum sínum upp á eins- konar starfskynningu á blaðinu. Þeir f aka þátt í störfum á rit- stjórninni í éinn eða tvo daga, skrifa fréttir og fylgja þeim eftir. Þá kynnast fréttaritaranir starfsfólkinu betur. Hefur þetta reynst mörgum drjúgt vegarnesti í fréttaskrifum. Hér er Sigurður Jónsson í starfskynningu ásamt Kristjönu R. Ágústsdóttur fréttaritara í Búðardal. á sömu viðfangsefnin og lenda í sömu vandamálunum," segir hann. „Menn hafa rætt saman og fengið stuðning af því." Einnig hafi Morgunblaðið nýtt sér félagið til að koma fræðslu til fréttaritaranna. „Það hefur gert fréttariturunum mjög gott og eflt sjálfstraust þeirra," segir Sigurð- ur. „í gegnum það fær Morgun- blaðið svo væntanlega betri frétt- ir." Flóinn niikil víðátta Sigurður hefur búið á Selfossi frá eins árs aldri. Atvinnuhættir svæðisins eru minna tengdir sjáv- arútvegi en annars staðar sem endurspeglast í fréttaskrifum. „Það er afskaplega lítið um sjávar- útvegsfréttir héðan og engar frétt- ir af sjómannadeginum," segir hann. „Flóinn er mjög skemmtilegt landssvæði, mikil víðátta og fögur fjallasýn." Hvað varði þá gagnrýni að landsbyggðin verði alltaf undir í umfjöllun fjölmiðla segir Sigurður að hlutverk fréttaritara sé að jafna vogarskálarnar og skrifa fréttir frá sinni heimabyggð. „Á höfuð- borgarsvæðinu er fólkið flest og þar er fullt fréttnæmt að gerast," segir hann. „Áherslan er kannski ekkert röng miðað við það að flest- ar fréttir eru af höfuðborgarsvæð- inu." Hann segir áhersluna vera allt aðra á landsbyggðinni. „Fréttarit- arar segja frá því sem er að ger- ast á landsbyggðinni, sem er ekk- ert áhugaminna en það sem er að gerast í höfuðborginni," segir Sig- urður. „Því er nauðsynlegt að hafa fréttir frá þessum stöðum til þess að sýna að lífið er svolítið öðruvísi út á landsbyggðinni en í þéttbýl- inu." Fólk opnar sig algerlega Aðrir fjölmiðlar eru einnig með fréttaritara á Iandsbyggðinni og segir Sigurður samkeppni ríkja milli þeirra, þó svo að þeir hafi einnig samvinnu þegar þannig standi á. „Það er alltaf gaman að „skúbba" aðra," segir hann. „Einnig er þessi innri samkeppni að segja frá öllu því sem mark- vert er að gerast. Morgunblaðið hefur vissan virðingarsess í hugum fólks. Ég finn það að menn treysta því mjög vel þegar blaðið fjallar um viðkvæm mál, þá treystir fólk manni og opnar sig algerlega." Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Snorri Aðalsteinsson á Hornafirði Margt sem kom manni á óvart „ÞETTA byrjaði með því að við fór- um að senda myndir í Verið, og síð- an þróaðist þetta þannig að við vor- um beðin um að vera fréttaritarar," segir Sigrún Sveinbjörnsdóttir á Höfn í Hornafirði, en hún og eigin- maður hennar Snorri Aðalsteinsson eru fréttaritarar Morgunblaðsins þar á bæ. Þau hafa verið fréttaritarar síðan í febrúar 1994 og eru því meðal þeirra nýrri í hópnum. Sigrún segir að þau hjónin hafi heyrt, í gegnum bróður Snorra, Sig- urð Áðalsteinsson, bónda í Jökuldal og fréttaritara Morgunblaðsins þar, að það hafi vantað efni í Verið frá Hornafirði. Starfið hefur undið upp á sig og nú skila þau hjónin um 5-7 greinum í mánuði. Sigrún segir að þau hjónin sinni fréttaritarastarfinu bæði og segir hún samvinnuna ganga vel. „Það er mjög gott að hafa Snorra með í þessu. Hann er sjómaður og veit því hvað á að spyrja um, til dæmis þeg- ar nýtt skip kemur." Snorri er trillusjómaður og gerir út Hnefil SE. Sigrún hefur einnig í nógu að snúast, hún hóf nám í þjóð- fræði við Háskólann síðastliðið haust og því þurfti hún að fara til Reykja- víkur einu sinni ímánuði. Þau hjón eiga eina dóttur, Áróru, sem er fjög- urra ára og von er á öðru barni í ágúst. Fjölbreytnin skemmtilegust Hún segir fjölbreytnina sem fylgi starfinu vera skemmtilegasta. „Þetta er mjög gaman," segir hún. Sigrún er fædd og uppalin á Hornafirði og segist hún hafa kynnst nýjum hliðum á bænum eftir að hún tók við starfi fréttaritara. „Sérstak- lega hvernig bæjarstjórn starfar og allt í kringum það," segir hún. „Það var margt sem kom manni á óvart." Hvað varðar samvinnu við þá að- ila í bænum sem vita hvað er að gerast, segir Sigrún hana vera góða. Morgunblaðið/Sverrir SIGRÚN Sveinbjörnsdóttir og Snorri Aðalsteinsson hlusta á fræðsluerindi á aðalfundi Okkar manna í maí. Á milli þeirra sit- ur Aldís Hafsteinsdóttir í Hveragerði og fjær sést Jón M. Guð- mundsson á Reykjum, Jónas Erlendsson í Fagradal og Sigríður Ingvarsdóttir á Siglufirði. Bæjarstjórnin sé dugleg að láta þau vita af því sem er að gerast í bæn- um. Einnig sé gott samband við aðra aðila í .bænum sem fylgjast vel með því sem er að gerast, þótt sum staðar megi samskiptin batna. Eftirminnileg ráðstefna Þegar talið berst að minnisstæð- um fréttum sem þau hjón hafa unn- ið, nefnir Sigrún alþjóðlegt hafna- málaþing sem haldið var á Horna- firði vorið 1994 og fjallaði um inn- siglingar á höfnum. Hún segir að málefnið standi Hornfirðingum nær og því hafi verið gaman að sitja þing- ið. „Ég hefði ekki farið á þetta þing nema af því að ég er blaðamaður og það var gaman að fá þetta beint í æð," segir hún. „Þetta finnst mér alveg standa upp úr. Málið tengdist staðnum, maður hefur áhuga á þessu og þingið var alþjóðlegt. Það var rosalega gaman að fylgjast með þessu." Annað atvik, sem er henni einnig ofarlega í huga, segir Sigrún vera slysið í Vöðlavík á síðasta ári. Það hafi verið talið í fyrstu að þyrlan með skipbrotsmennina ætti að lenda á Höfn og því hafí þeim verið gert viðvart. „Eg kveið því alveg ofboðs- lega því við vorum alveg nýbyrjuð," segir Sigrún. „Ég var ægilega fegin þegar ég frétti að þyrlan hefði farið inn á Norðfjörð. Það er helst svona erfið mál sem maður er ragur við." Landsbyggðin gleymist Sigrún er oft óhress með þá um- fjöllun sem landsbyggðin fær og finnst hún oft gleymast. „Við viljum reyna að koma því til skila að við séum til líka," segir hún. „Það er heilmikið að gerast hérna. Fólk fyrir sunnan verður oft hissa þegar það áttar sig á því. Eins og Danir halda stundum að íslendingar búi í snjó- húsum, þá er eins og sumir hinum megin á landinu haldi að við búum svolítið hallærislega." Til þess að vinna gegn þessu seg- ir Sigrún að þau hjónin hafi sett sér það markmið að vera ekki alltaf með neikvæðar fréttir. „Við viljum heldur koma því til skila sem er jákvætt að gerast í byggðarlaginu," segir hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.