Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Grindvfldngar seiglast áfram upptöfluna Leikur Grindvíkinga og Vest- mannaeyinga í Grindavík á sunndagskvöld var ekki mikið fyrir augað. Vindurinn Frímann sem stóð þvert á Ólafsson völlinn gerði leik- skrifar frá mönnum lífið leitt Gríndavík 0g mikið var um háloftaspymur og stórkarlalegur fótbolti spilaður. Vestmannaeying- ar, sem enn em án sigurs á megin- landinu á þessari vertíð, voru ívið sprækari til að byija með og Ingi Sigurðsson, sem reyndar lék í Grindavík í fyrra átti gott skot að marki Grindvíkinga á 6. mínútu en Albert Sævarsson var vel á verði í marki Grindvíkinga. Hann átti reyndar mjög góðan leik í markinu og er vaxandi með hveijum leik eftir að hann tók við markvarða- hlutverkinu af Hauki Bragasyni. Fátt markvert gerðist í fyrri hálf- leik og hann var á tímum leiðinleg- ur á að horfa, miðjuþóf og ekkert að gerast hjá hvorugu liðinu. Þjálfarar beggja liða hafa vænt- anlega lesið vel yfir hausamótum sinna manna í hálfleik því seinni hálfleikur var fjörlegur framan af og bæði lið áttu markfæri. Grétar Einarsson og Ólafur Ingólfsson gerðu usla í vöm Eyjamanna á upphafsmínútunum en Friðrik markvörður var vel á verði í bæði skiptin og greip vel inn í. Besta færi hálfleiksins féll þó Tryggva Guðmundssyni í skaut á 71. mínútu þegar hann átti þrumuskot af víta- teig vinstra megin en Albert varði í hom. Eftir að Grindvíkingar náðu for- ystunni hljóp nokkur harka í leikinn þegar leikmönnum hljóp kapp í kinn og Egill Már Markússon dómari sem virkaði óömggur missti tökin á leiknum. Vestmannaeyingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna og fengu reyndar gott færi á 87. mínútu þegar Steingrímur Jóhannesson sendi fyrir markið. Boltinn barst framhjá Alberti markverði en Sum- 1B^%Það var á 84. mínútu ■ %#sem Skagamenn áttu fallega sókn þar sem knötturinn S;kk manna á milli upp völlinn. lafur Þórðarson renndi boltan- um út á vinstri vænginn á Har- ald Ingólfsson sem lék upp und- ir endamörk og sendi fallega sendingu fyrir markið beint á kollinn á Stefáni Þórðarsyni sem hamraði hann í netið alveg niður við fjærstöng. Hans fyrsta mark í deildinni. afliði Árnason náði ekki til knattar- ins sem smaug framhjá stönginni og Leifur Geir átti skot framhjá á lokamínútunni. Heimamenn fögn- uðu því sigri og unnu þar með sinn 4. leik í röð í deild og bikar. Albert Saevarsson átti góðan leik í marki Grindavíkur með þá Guðjón Ásmundsson og Milan Jankovic góða fyrir framan sig. Miðjuspilið gekk hinsvegar ekki upp hjá liðinu, sem reyndar er hægt að segja líka um Vestmannaeyjaliðið og því varð leikurinn aldrei neitt sérstakur. Hermann Hreiðarsson og Dragan Manoljvic áttu ágætan leik í vörn- inni og Tryggvi Guðmundsson og Ingi Sigurðsson börðust vel á miðj- unni. Rrfum okkur upp töfluna „Þetta var mjög sætur sigur og við erum að rífa okkur upp töfluna, það skiptir öllu máli hvort sem maður vinnur gamla félaga eða ekki. Þó að leikurinn hafi ekki ver- ið góður voru stigin mikilvæg og mér líst vel á framhaldið. Við eigum meira inni,“ sagði Tómas Ingi Tóm- asson Grindavík eftir leikinn. Óhress með dómgæslu Atli Eðvaldsson þjálfari Vest- mannaeyjaliðsins var ómyrkur í máli eftir leikinn. „Eigum við ekki að segja að þetta sé Vestmannaeyj- ar á móti meginlandinu," sagði hann aðspurður um gengi liðsins á útivöllum. „Vítaspyrnudómurinn var algjör skandall, í fyrri hálfleik var fyrirgjöf frá okkur stoppuð með hendi og ekkert dæmt. Síðan í okk- ar tilfelli var þrumuskot beint á mann og vítaspyma. Manninum er gefið gult spjald þegar rautt var rétt ef þetta var víti. Við stjórnum leiknum og þama var hann eyði- lagður fyrir manni þannig að það er ekki að furða að maður svekkji sig. Heimavöllurinn dugar ekki og við emm í slæmum málum. Þetta er ungt lið sem spilar góðan fót- bolta og mjög svekkjandi að tapa svona leik þegar sanngjarnt var að við hefðum átt að fá eitt stig eða jafnvel öll,“ sagði Atli. 1B#|Vítaspyrna dæmd á ■ IjFVestmannaeyinga eftir að Olafur Ingólfsson skaut í hendur Heimis Hallgrímssonar og Milan Jankovic skoraði með föstu skoti til vinstri við Friðrik markvörð, sem skutlaði sér til hægri. KNATTSPYRNA Á fullri ferð GUÐMUNDUR Benedlktsson er hér á fullri ferð meö knöttinn og Mihajlo Bibercic fylgist vel meö o mennirnir Kjartan Antonsson, tll vinstri, og J6n Þ. Stefánsson. KR-ingar höfðu betur í sk Öllu snúið við í I KR-INGAR unnu Blika 2:1 á sunnudaginn í 8. umferð ís- landsmótsins og eru í öðru sæti, níu stigum á eftir Skagamönn- um. Leikurinn á KR-velli var op- inn og fjörugur og hellingur af marktækifærum. Blikarvoru miklu betri í fyrri hálfleik en KR-ingar í þeim síðari. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Kópavogsstrákarnir komust yfir eftir tæplega þriggja mínútna leik með marki Amars Grétarssonar við lítinn fögnuð Vesturbæinga. Og óánægja stuðnings- manna KR hélt áfram að magnast í fyrri hálfleik því þá sóttu Breiðabliks- menn mun meira og sköpuð sér fimm mjög góð marktækifæri sem ekki nýttust. Baráttan var til fyrirmyndar og allir leikmenn voru greiniiega staðráðnir í að gera sitt besta og það gerðu þeir flestir, en því miður fyrir Kópavogsliðið, aðeins í fyrri hálfleik. KR-ingar léku eins og viðvaningar í fyrri hálfleik. Þeir voru alltaf skref- inu á eftir Blikum í ölium aðgerðum og sóknir þeirra upp kantana, sem svo oft hafa glatt auga knattspyrnu- unnenda, sáust vart. Þess í stað voru sendar langar sendingar fram miðj- una og Blikar áttu vart í nokkrum vandræðum. „Við vorum heppnir að vera ekki meira undir í leikhléi," sagði Þormóður Egilsson . Það var eins og tvö ólík lið kæmu inná í síðari hálfleik. KR-ingar voru vaknaðir en Breiðabliksmenn sofn- aðir. Dæminu hafði verið snúið við. Bibercic jafnaði 22 sekúndum eftir að flautað var til síðari hálfleiks og eftir það áttu KR-ingar leikinn og sköpuðu sér sex færi sem vel hefðu getað gefið mörk, en aðeins eitt nýtt- ist, en það dugði því Blikar komust aldrei í teljandi marktækifæri eftir hlé. KR-tókst þó ekki að gera sigur- markið fyrr en fjórum mínútum fyrir leikslok. „Það er harkalegt að þurfa að ræsa fullorðna menn í leikhléi til að þeir fari að gera það sem fyrir þá er lagt, en þess þurftum við að þessu sinni,“ sagði Guðjón Þórðarson þjálf- ari KR eftir leikinn og sagði að ekki væri hafandi eftir það sem hann hafí sagt í hléinu. „Hann sagði bara sann- leikann," sagði Þormóður hins vegar. KR-ingar léku vel í síðari hálfleik. Þeim tókst að ná upp snöggum og nettum samleik þannig að varn- armenn Blika áttu í erfiðleikum og einnig munaði miklu að Bibercic, sem átti trúlega sinn besta leik í sumar, hélt boltanum vel og skapaði félögum sínum færi með leikni sinni. Guð- mundur átti einnig mjög góðan leik og hann hugsar alltaf áður en hann framkvæmir. Porca kom sterkur inná í upphafi síðari hálfleiks og vörn KR var miklu betri í síðari hálfleik og kom framar á völlinn þannig að miðjumenn Breiðabliks fengu ekki eins mikinn tíma til athafna og í fyrri hálfleik. Blikar léku vel, í fyrri hálfleik, en bökkuðu of mikið í þeim síðari. Jón Þ. Stefánsson er sterkur strákur og átti mjög góðan leik. Guðmundur Guðmundsson og Arn- aldur Loftsson léku vel í vörninni og Arnar og Gústaf á miðjunni og frammi var Lazorik sprækur. Gangtruflun í Skagavélinni Skagamenn eru með fullt hús stiga eftir átta umferðir í deildinni, þeir sigruðu Valsmenn 1:0 á Skipaskaga á sunnudaginn, en einhveijar gang- Sigþór truflanir voru í Eiríksson Skagavélinni því skrifarfrá leikur liðsins var Akranesi mun slakari en hann hefur áður verið í sumar. Sigur vannst þó og staða Valsmanna skánaði því ekki um helgina, þeir eru enn í neðsta sæti. „Ég vissi að þessi leikur yrði erf- iður. Valsmenn eru að róa lífróður í deildinni og þeir börðust því grið- arlega, en ég var ekki fullkomlega sáttur við leik minna manna og við biðum óþarflega lengi eftir sigur- markinu. Það sem upp úr stendur er að við náðum í öll stigin þrátt fyrir að leika ekki okkar besta leik,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Skaga- manna. Það voru orð að sönnu hjá Loga því Skagamenn léku sinn slak- asta leik á heimavelli í sumar. Leikurinn fór rólega af stað og leikmenn virtust eiga í erfiðleikum með að hemja knöttinn í strekkings vindi, en fyrsta færi leiksins fengu gestirnir í Val á 21. mínútu þegar Jón Grétar Jónsson átti íast skot utan vítateigs sem rétt smaug fram- hjá stönginni. Mínútu síðar átti Alexander Högnason fast skot und- an rokinu en rétt framhjá. Ólafur Þórðarson átti næsta færi er hálf klukkustund var liðin af leik, en skot hans fór sömu leið og í fyrri tveimur færum leiksins, rétt fram- hjá. Síðasta færi hálfleiksins áttu Valsmenn en þá varði Þórður Þórð- arson vel fast skot Stuart Beards fimm mínútum fyrir leikhlé. Byrjun síðari hálfleiks var lítt fyrir augað og einkenndist mest af baráttu á vallarmiðjunni. Það var síðan á 60. minútu sem Valur fékk fyrsta almennilega marktækifærið í síðari hálfleik er Kristinn Lárusson skaut himinhátt yfir úr upplögðu færi. Eftir þetta hertu heimamenn sóknina og lögðu allt í að knýja fram sigur en Valsmenn vörðust af miklum móð. Heimamenn fengu hörku færi á 70. en þá varði hinn ungi og efnilegi markvörður Vals- manna, Tómas Ingason, meistara- lega þrumuskalla Dejan Stojic af markteig. Boltinn stefndi í bláhorn- ið. Glæsileg markvarsla. Er átta mínútur lifðu af leiknum fengu Valsmenn mjög gott færi og aftur var það Kristinn sem kom við sögu, en skot hans fór yfir. Tveim- ur mínútum síðar gerðu Skagamenn sigurmarkið eftir vel útfærða sókn. „Það var vissulega svekkjandi að tapa á lokamínútunum, en ég var ekki óánægður með leik minna manna. Þeir börðust vel en eins og svo oft áður nýttum við ekki færin. Við fengum upplagt færi skömmu áður en Skagamenn gerðu sigurmarkið og þegar færin eru ekki nýtt er hætta á að við getum brennt okkur eins og við gerðum í kvöld,“ sagði Hörður Hilmarsson þjálfari Vals. Hann bætti því við að staða Vals í deildinni væri vissu- lega ekki glæsileg en „við erum staðráðnir í að vinna okkur út úr þessum vanda“. Brædr SIGURSTEINN Gíslason ■ aðc fyrlr. Hér eru þelr ásamt vl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.