Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR18.JÚLÍ 1995 B 5 + Morgunblaðið/Ámi Sæberg g er við öllu búlnn eins og Breiðabliks- emmtilegum og fjörugum lelk. eikhléi OB afl Það vora ekki liðnar nema 2,56 ■ I mínútur af leiknum þegar Blik- ax höfðu skorað. Þeir fengu innkast út við homfána hægra megin, Willum Þór Þórs- son skallaði aftur fyrir sig á Arnar Grét- arsson sem var á vítateigslínunni og sendi boltann með góðu skoti í gegnum þvðguna og í hægra homið. 1B 4| KR-ingar voru enn sneggri að ■ 1 skora í síðari hálfieik því það voru aðeins iiðnar 22 sekúndur þegar þeir jöfnuðu. Guðmundur Benediktsson átti skot í vamamiann og boltinn barst út á hægri vænginn þar sem Hilmar BjÖrnsson náði honum og gaf fyrir markið og í mark- teignum, á móts við stöngina fjær, var Mihajlo Bibercic sem skallaði í netið. 2:1 KR fékk hornspyrnu á 86. mín- útu. Brynjar Gunnarsson skail- aði að marki en Cardaklija varði og virtist sumum boltinn vera inni. Hann var það ekki og barst út í teiginn þar sem Guð- mundur Benediktsson náði honum og skoraði af Öryggi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson aklúbburinn láendahópí sem Rúnar bróöir hans fer nnufélögum Rúnars af Grundartanga. faÚHjR Mark frá hvoru liði á FOLK síðustu mínútunni ■ MANCHESTER City keypti á föstudagskvöldið miðjumanninn Georgy Kinkladze sem er lands- liðsmaður Georgíu. Kaupverðið er talið vera um 200 milljónir króna. Francis Lee framkvæmdastjóri City sagði að Kinkladze væri „stórkostlegur leikmaður með mikla hæfileika og margir telja hann skærustu stjörnuna í austur- evrópskri knattspyrnu." ■ DAVE Merrington, varaþjálf- ari Southampton tók um helgina við framkvæmdastjórastöðu fé- lagsins og tekur við af Alan Ball sem fór til Manchester City. Nokkrir vora orðaðir við þessa stöðu en hinn fimmtugi Merring- ton varð fyrir valinu enda vildu flestir leikmenn félagsins fá hann. ■ WEST Ham keypti líka leik- mann um helgina, Marco Boogers 28 ára sóknarmann frá Spörtu í Hollandi. Kaupverðið er tæpar 110 milljónir króna. Boogers er stór og stæðilegur sóknarmaður sem gerði 103 mörk í 280 leikjum þrátt fyrir að leika á miðjunni síð- ustu árin. West Ham vonast til að hann og Tony Cottee skori mikið í vetur. ■ FLAMENGO rak um helgina þjálfara sinn eftir að hann og stór- stjarnan, Romario höfðu deildt um tíma um þær aðferðir sem Vander- lei Luxemburgo þjálfari notar á æfingum. „Hann er frábær þjálfari en aðferðir sem henta í einu liði þurfa ekki endilega að passa við næsta lið,“ sagði Romario um þjálfarann. Luxemburgo hefur sagt að Romario sé bæði latur og óagaður á æfingum. ■ PATRICE Loko, markahæsti maður frönsku deildarinnar í fyrra hefur gengið til liðs við Paris St Germain en hann lék með meistur- um Nantes í fyrra. Loko á, ásamt Julio Cesar Dely Valdes, sem PSG keypti frá Cagliari að taka við af þeim George Weah sem er farinn til AC Milan og David Gin- ola sem er farinn til Newcastle. ■ MARCIP Santos, brasilíski varnarmaðurinn snjalli, sem gerði samning við Ajax á dögunum vill hætta við allt saman. Astæðan er að hann vill ekki greiða í eftirla- unasjóð knattspyrnumanna sem er í Hollandi en talið er að um helm- ingur tekna hans færi í sjóðinn. „Eg vil hætta við, ég vissi ekkert um þessa sjóði sem mér ber að greiða í, og það gerir gæfumunin,“ segir Santos. Ajax segir hann hins vegar samningsbundinn og vill að FIFA skeri úr um hvort honum beri ekki að leika fyrir fé- lagið. „ÉG er sáttur en samt ósáttur jví við ætluðum okkur þrjú stig. Við vissum að þetta yrði erf itt en jaf ntefli var sanngjarnt miðað við heildina,1' sagði Magnús Pálsson þjálfari Fylk- ismanna eftir 1:1 jafntefli við Þrótt íÁrbænum á laugardag- inn. Hann getur vérið sáttur við eitt stig því Þróttarar voru ágengari og Árbæingar náðu að jafna á dramatískri lokamín- útu þegar bæði liðin skoruðu. Stefán Stefánsson skrifar Framanaf leit út fyrir að haglélið og rigningardemban sem steyptist yfir léttklædda áhorfendur í brekkunni í síðari hálfleik yrði minni- stæðast frá þessum leik. Leikmenn puð- uðu á miðjunni og það komu upp nokkur þokkaleg færi enda var leikurinn oft fjörag- ur. Það var ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleik að draga fór til tíð- inda og liðin náðu að skapa sér góð færi. Þegar mínúta var eftir, slapp Þróttarinn Heiðar Siguijónsson inn- fyrir vörn Fylkis, lék á markvörðinn og renndi í autt markið. En Þróttar- ar voru varla hættir að fagna þegar Kristinn Tómasson, sem kom inná í síðari hálfleik, skaut rétt utan víta- teigs í varnarmann gestanna og í mark, 1:1. Þeir áttu ekki skilið að sigra svo að ég jafnaði,“ sagði Kristinn eftir leikinn en hann er kominn inní liðið á ný eftir meiðsli og missti af síð- asta leik. „Það var mikilvægt að Morgunblaðið/Ámi Sæberg GUNNAR Gunnarsson, Þrótti, geysist framhjá Fylkismanni í leik liöanna á laugardaginn. þeir næðu ekki þremur stigum hér í dag og við höldum okkur á toppn- um. Leikurinn var bara barátta, ekki mikið af færum og meira af kýlingum fram völlinn,“ bætti Kristinn við. Fylkismenn virkuðu áhugalausir til að byija með. Þróttarar voru sólgnari í stigin og áttu meira af færum en klúðr- uðu þeim. „Þetta er alveg eins og tapa að láta þá jafna í lokin,“ sagði Agúst Hauksson þjálfari og leik- maður Þróttar. „Það var að duga eða drepast fyrir okkur því ef við hefðum tapað hefði það þýtt að við væram að missa af lestinni“. Vildi láta Cantona fara ALEX Ferguson, framkvæmda- stjóri Manchester United, segir í bók sem kemur út á fimmtu- daginn, að hann hafi vifjað að Eric Cantona færi frá félaginu eftir að hann var dæmdur í bann fyrir að ráðast að áhorf- enda í vetur. „Ég taldi réttast að við létum hann fara, ég gat ekki séð fyrir mér að Ericværi fær um að leika á ný fyrir United og hafði miklar áhyggj- ur af því hvað myndi gerast ef hann lenti í einhveiju svipuðu á nýjan leik,“ segir Ferguson í væntanlegri bók. „Eftir að Eric bað um að gera nýjan samning sem væri þannig að hann fengi greitt 1 samræmi við hvemig hann léki vissi ég að hann vildi leika áfram með United og ég er nyög sáttur við að hafa hann,“ segir Ferguson, en það var lög- fræðingur United sem sann- færði Ferguson um að halda Cantona, en Inter á Ítalíu hafði áhuga á að kaupa hann eins og Paul Ince, sem lék við hlið Can- tona hjá United. Klinsmann hlýddi kalli Beckenbauers JÚRGEN Klinsmann segir að það hafi verið mjög erfið ákvörðun að hætta hjá Totten- ham og fara til Bayern Munc- hen eftir eitt ár hjá enska félag- inu. í fjögurra þátta útvarps- þætti sem gerður hefur verið um kappann segir hann að hann hafi hlýtt kalli Beckenbauers. „Þetta er svipað og ef Bobby Charlton bæði einhvern leik- mann að koma og ieika með Mancherster United. Þetta er mikill heiður fyrir hvaða leik- mann sem er,“ segir Klins- mann. Hann segir jafnframt að hann tejji þetta eina ár hjá Tottenham það ánægjulegasta sem hann hafi átt sem knatt- spyrnumaður, allir hafi tekið sér einstaklega vel og hann hafi kunnað vel við sig. „Ég tók mér langan tima til að íhuga hvort ég ætti að slá til og þetta var mjög erfið ákvörðun. Á hinn bóginn er þetta tækifæri fyrir mig til að leika með liði sem á möguleika á meistarat- itli og auðvitað til að huga að framtíðinni, eftir að ég hætti sem knattspyrnumaður,“ segir Klinsmann. Mjög dýrmæt reynsla Passarella misreiknaði sig illilega RIÐLAKEPPNINNI í Ameríkubik- arnum lauk á laugardaginn með mjög óvæntum 3:0 sigri Bandaríkja- manna á Argentínu, nokkuð sem fæstir áttu von á. Alla vega átti Daniel Passarella, þjálfari Argent- ínu, ekki von á þessu og hvíldi nokkra lykilmenn sína og taldi vara- liðið nógu gott til að krækja í eitt stig, til að verða efst í C-riðli og fá þá annað tveggja liða sem urðu í 3. sæti í næsta leik. En honum varð ekki kápan úr því klæðinu. Framfar- ir Bandaríkjamanna hafa verið mikl- ar og svo virðist sem Passarella hafí ekki fylgst með. Tap og annað sætið í riðlinum þýddi að í nótt leika Argentínumenn við Brasilíu, en það er ekki draumamótheiji í 8-liða úr- slitum. KEFLVÍKINGAR luku þátttöku íToto keppninni um helgina þegar þeir spiluðu við Linzer frá Austurríki. Leikurinn fór fram ytra og unnu heimamenn 2:1 eftirað Islendingarnir höfðu, eins og í öllum hinum leikjum keppninnar sem skor- að var í, gert fyrsta markið. Þorsteinn Bjarnason þjálfari sagði leikina íkeppninni mjög mikilvæga fyrir liðið og reynsl- una dýrmæta fyrir framhaldið hjá Keflvíkingum ífslensku knattspyrnunni. Keflvíkingar vora undir mikilli pressu í byijun en á 13. mín- útu skoraði Sverrir Þór Sverrisson úr vel útfærðri skyndisókn. Austur- ríkismenn jöfnuðu sex mínútum síð- ar með góðu skot en fram að leik- hléi var leikurinn í járnum. í síðari hálfleik fengu Keflvíkingar tvö góð færi á að ná forystu þegar Róbert Sigurðsson og Jóhann B. Guð- mundsson komust einir upp á móti markverði Linze en sá varði vel. Leikurinn var síðan í jafnvægi þar til kom að sjö síðustu mínútunum undir lok leiksins, að heimamenn pressuðu stíft, áttu skot í slá og skoruðu síðan þegar þijár mínútur voru til leiksloka. „Við höfðum alla möguleika á að ná jafntefli," sagði Þorsteinn. „Við hvíldum þtjá leikmenn sem voru með gegn Fylki í bikarleiknum um daginn, Ragnar Margeirsson, Ragnar Steinarsson og Eystein Hauksson, en þeir tveir síðarnefndu komu inná síðustu fimmtán mínút- urnar. Við höfum nýtt mannskapinn vel og skiptum alltaf öllum inná sem við máttum en það er nauðsynlegt vegna álags á leikmenn og líka til að láta alla fá möguleika á að spila og sýna styrk sinn svo að þeir geti j tekið við ef þarf.“ Þorsteinn sagði að aðalmarkmið- ið í keppninni hafi verið að ná sem bestum úrslitum og hann væri nokkuð ánægður með liðið, þó að menn hafi ekki allir verið sáttir við að fá eitt stig, gengið hefði verið vonum framar og betra en búist var við í upphafi. Keflvíkingar hefðu lítið vitað um mótheijana og það yrði gott ef liðið héldi sömu siglingu í fyrstu deild- • inni. „Aðalmálið er líka að við fáum ljóra Evrópuleiki á móti sterkum liðum, sem era í raun betri en hin íslensku liðin eru að fá í fyrstu umferð Evrópukeppninna. Úrslitin sýna líka að íslensk knattspyrna er að færast nær annarri evrópskri knattspyrnu,“ sagði Þorsteinn. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.