Morgunblaðið - 29.07.1995, Page 2

Morgunblaðið - 29.07.1995, Page 2
2 B LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HLÍF Svavarsdóttir, skóla- stjóri dansakademíunnar í Arnheim, Hollandi, er stödd hér á landi við uppsetningu verks síns „Af mönnum". Það hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni dans- skálda á Norðurlöndum, sem haldin var í Osló 1988. Verkið var samið fyrir íslenska dansflokkinn og er þetta í fyrsta sinn sem það er tekið upp síðan þá. Hlíf segir að hlutverk hennar hér sé fyrst og fremst fólgið í því að reyna að koma innihaldi verksins að hjá dönsurunum. „Þeg- ar ég kom voru þau búin að læra sporin. En það er ekki nóg að þekkja formið. Það verður líka að vera eitthvað líf eða innihald," segir hún. „Síðan veltur það alltaf á þroska við- komandi dansara hvemig því er tekið og hvað við það er gert.“ Ætlunin er að dans- flbkkurinn sýni verkið á menningarhátíð í Þýska- landi í bytjun ágúst. En auk þess mun flokkurinn sýna tvö önnur verk; „Sundances" eftir Lambros Lambrou og „Adagi- etto“ eftir Charles Czarny. Hlíf hefur verið skólastjóri dans- akademíunnar í Amhem undanfarin íjögur ár. „Þetta er stór og mikill listdansskóli sem er með krakka frá níu ára aldri og yfir tvítugt," segir Hlíf, en skólanum er skipt í kenn- aradeild og dansaradeild. „Þegar ég tók við honum var hann mjög hefðbundinn, en ég endurskipulagði hann frá grunni. Nú er boðið upp á listdans, nútímadans, drama og alls kyns fög sem hjálpa dansaran- um að þroskast og kynnast öðru en aðeins einhliða ballettnámi," segir Hlíf. Hún segir að fyrir um ári hafi Hollendingar tekið dans og leiklist inn í skólakerfið hjá börnum og unglingum. Krakkar geti því valið um hvort þeir vilji læra. „Hlutverk kennaradeildar skólans er meðal annars að koma kennurum sem geta sinnt þessu verkefni inn í skólakerfið. Þeir verða að hafa mjög breiða menntun sem er ekki ein- skorðuð við eina tækni. Þeir eiga að geta kennt börnum á mjög skap- andi hátt og komið þeim í kynni Morgunblaðið/Sverrir HLÍF Svavarsdóttir, danshöfundur og fyrrum dansari, er stödd hér á landi til að setja upp verk sitt „Af mönnum“ með Islenska dansfiokknum. Að rækta garðinn sinn við margbreytileika dansins," segir hún. „Þetta er mjög gott framtak hjá Hollendingum vegna þess að öllum fínhreyfingum hjá börnum hefur farið mikið aftur. Þroski sálar og líkama helst svo mikið í hend- ur,“ segir hún. Staða íslenska dansflokksins Eins og kunnugt er gegndi Hlíf stöðu listdansstjóra við íslenska dansflokkinn árin 1987-1989, en auk þess kenndi hún við Listdans- skólann. Hlíf segir að íslenski dans- flokkurinn sé í dag ákaflega sundr- aður. „í flokknum starfa mjög ólík- ir einstaklingar og er samhæfingin lítil. Auk þess er flokkurinn fá- mennari en hann ætti að vera því stöðugildin eru ekki öll nýtt,“ segir hún. Hún segir, um þá til- hneigingu að ráða erlenda dansara í stöður listdans- flokksins, að það þurfi að hlúa að þeim dansskáldum og dönsurum sem hér eru og geta flutt verk. „Það þýðir ekki að sækja allt annars_ staðar frá,“ segir hún. „Ég tel að íslendingar geti vel mannað dansflokk upp á fjórtán stöður. En þá þurfa verkefnin sem ráðist er í að passa flokkn- um. Það á ekki að herma eftir því sem verið er að gera annars staðar. Þetta er spurningin um að rækta það sem fyrir er og skapa á þeim grunni sem er til staðar. Ég er ekki að segja að það eigi að loka á allt sem kemur ut- anfrá. Það er nauðsynlegt að fylgj- ast með því sem er að gerast og gaman að fá góða gesti, en það er á öðrum grundvelli. Ég tel að það sé okkar kraftur að reyna að finna eigin stöðu og eigin tjáningu. Það gerum við með því fólki sem er í kringum okkur. Þetta snýst kannski ekki um þjóðerni heldur um það hvers konar dansara og hvernig verkefni við viljum. Um leið og búið er að ákveða það þá gengur dæmið upp. Það verður að taka ákveðna stefnu og fylgja henni eftir. Það er ekki hægt að þjóna öllum eða gera öllum til hæfis,“ segir hún. Húsgögn kennd við lakkrís SNÆDÍS Úlriksdóttir er hús- gagnahönnuður frá Konung- lega listaháskólanum á Bret- landi. Hún hefur starfrækt hönnunarstofu í London frá því hún útskrifaðist fyrir tveimur árum ásamt þremur skólasystr- um sínum. Þessa dagana heldur hún sýningu í Gallerí Greip á húsgagnalínu sem kennd er við lakkrís og hún hefur unnið að á undanförnum tveimur mánuð- um. Húsgögn ogrými Snædís segir að í lakkríslín- unni sé hún að leika sér með samspil eða sam- vinnu húsgagna og rýmis. „Eg hanna húsgögn sem falla inn í rýmið og gefa því jafnvel aðra vídd frekar en að virka sem ótengd- ir, utanaðkomandi hlutir innan þess. Ég einbeiti mér að lóðréttum og lá- réttum línum og vinn með opin form þannig að húsgögnin mynda pósitíft og negatíft starfa að einhverju leyti hér- lendis. Segir hún að hér sé ýmislegt að gerast í faginu þótt það sé fremur dauflegt um að litast í íslenskum húsgagna- verslunum. „Ég er aðallega undrandi á því að mest ber á erlendum húsgögnum í hús- gagnaverslunum hér. Úrvalið er heldur ekki mikið. Það þyrfti að kynna fyrir íslendingum hvað er að gerast í nútíma hönn- un. Það sama á raunar við í Bretlandi þar sem almenningur þekkir afskaplega lítið til nú- tíma hönnunar, fólk veit ekki hvað er til og hefur því ekki FJÖLNOTA borð úr lakkríslínunni sem má stilla upp á ýmsa vegu. Barrokksöngkonan Rannveig Sif Sigurðardóttir og Bachsveitin í Skálholti flytja verk eftir enska tónskáldið Henry Purcell á Sumartónleikum í Skálholti í dag kl. 17. Einnig verður erindi Svövu Bemharðsdóttur um fiðlu- og lágfiðluleik á íslandi á dag- skránni kl. 14 og kl. 15 flytur Bach- sveitin í Skálholti kammerverk eftir Handel og Telemann undir stjóm Jaaps Schröders. Á morgun, sunnu- dag, verða seinni tónleikar laugar- dagsins endurteknir kl. 15 og kl. 17 verður messa með flutningi söng- verka eftir Henry Purcell og úrvals úr tónverkum helgarinnar. Rannveig Sif er fædd og uppalin á ísafiriði. Hún fór ung að læra tón- list og segist hafa sungið frá því hún man eftir sér. Hún byijaði í söng- námi á menntaskólaárum sínum í Reykjavík. Tvístígandi milli tímabila „Mér fannst klassískur óperusöng- ur aldrei hæfa mér,“ sagði Rannveig í samtali við blaðamann Morgunblað- ins. „Mér fannst raddir söngvaranna náttúrulegri í barrokksöngnum. Ég hafði ekki áhuga á að söngröddin mín hyrfi og í staðinn kæmi tilbúin rödd sem ég kannaðist minna við. Þetta fannst mér að minnsta kosti fyrst þegar ég _fór að hugsa um söng og söngnám. Ég byrjaði í söngskó- lanum í Reykjavík árið 1982 og var þar í eitt ár en skipti svo yfír í Tón- listarskólann í Reykjavík þar sem ég var í fjögur ár. Ári eftir stúdentspróf var mig farið að langa út til náms og fór til Múnchen í Þýskalandi og var þar í eitt ár í einkatímum í klass- ískum söng.“ Ég blómstraði í Haag Eftir þetta fór Rannveig til Vínar og var þar í þijú ár í einkatímum en líkaði söngstíllinn þar ekki nógu vel._ „í Vín kynntist ég aftur á móti miklu af góðu fólki sem var í gam- alli tónlist og þar á meðal voru lútu- og blokkflautulejkari sem ég vann töluvert með. Ég frétti síðan af frægri barrokkdeild við Tónlistar- háskólann í Haag í Hollandi sem ég ákvað að sækja um.“ Rannveig fékk þar skólavist og hefur verið þar við nám síðan. Fyrst var hún tvö ár við barrokkdeildina og síðan bætti hún klassískum söng Morgunblaðið/Sverrir RANNVEIG Sif Sigurðardóttir söngkona. Að halda í sína eig- in rödd við, einkum til að bæta við sig tækni og fá söngkennarapróf sem henni þykir gott að hafa í bakhöndinni. „Ég blómstraði í barrokkdeildinni í Haag og fannst ég loksins vera búin að finna það sem ég leitaði að,“ sagði Rannveig. Aðspurð segir hún heilmikið til af tónlist frá barrokktímabilinu og svo vel vill til að í Haag er bókasafn sem hefur að geyma eitt mesta úrval tón- verka frá tímabilinu. Hún sagði að nútíma tónskáld semdu einnig fyrir barrokkhljóðfæri. „Ég hef sungið töluvert af nútimatónlist og líkar það yfírleitt vel,“ sagði Rannveig um þessar ólíku tónsmíðar mismunandi tímabila. „Nokkur tónskáld í skólan- um hafa samið tónlist sérstaklega fyrir mig og það finnst mér mjög spennandi. Ég hef starfað með ýmsum hópum úti í Hollandi og Þýskalandi sem flytja gamla tónlist, þar á meðal kórum, lútuleikurum og ýmsum öðr- um hljóðfærum og haldið tónleika með þeim víða í Evrópu. Nú er ég að vinna mikið með stelpum sem spila á sembal, blokk- flautu og bar- rokkselló. I janúar síðastliðnum spil- uðum við fyrir samtök sem sjá um að skipuleggja tónleika í Hollandi með gamalli tón- list, einskonar um- boðssamtök, og þar fengum við tónleika fyrir næstu tvö ár og höfum nú þegar feng- ið átta tónleikum út- hlutað á næsta ári. Þannig að ég hef nóg að gera með skólanum og syng auk þessa einn- ig með fleiri tónlistar- mönnum." Aukinn áhugi íslendinga á barrokktónlist Rannveig segir lífið í Haag fremur rólegt og hún ætli sér ekki að ílengjast þar. Hún hefur sett stefnuna á Þýskalandi þar sem meira er að gera fyrir söngvara auk þess sem hægt er að sækja til landanna í kring til tón- leikahalds. Barrokktónlistin gengur vel í eyru íslendinga og áhuginn á henni er sífellt að aukast. Rannveig segir að Helga Ing- ólfsdóttir, listrænn stjórn- andi sumartónieikanna, hafi með áherslu sinni á flutningi barrokktón- listar á sumartón- leikunum í .Skál- holti átt stóran þátt í að kynna hana fyrir íslendingum og aukið þar með veg hennar hér á landi. Þetta er í sjötta sinn sem Rannveig syngur á Sumartónleikunum. Hljóð- færaleikarar Bachsveitarinnar, sem spilar með Rannveigu á tónleikun- um, leika einungis á upprunaleg barrokkhljóðfæri og það verður án efa gaman að heyra tónlist Purcells hljóma í Skálholti í dag, en þess ber að geta að í ár er haldin hátíðleg 300. ártíð hans. rými innan og utan sín sjálfs sem er síðan breytanlegt eftir sjónarhornum.“ Snædís segist vilja hafa hlut- ina einfalda og auðskilda. „Ég er ekki mikið fyrir að skreyta hlutina mína, selja á þá blúndur eða aðra aukahluti. Efnisnotkun þarf að vera í lágmarki til að formið fái að njóta sín. Ég hef það líka að leiðarljósi við hönn- unina að húsgögnin hafi fjölþætt notagildi." Lakkríslínan er hönnuð með fjöldaframleiðslu í huga og því er reynt að hafa efniskostnað í lágmarki. Segir Snædís að fram- leiðandi út í Bret- landi hafi þegar sýnt Iínunni áhuga. valið. Svo er það auðvitað ótækt að íslensk fyrirtæki og stofnan- ir hér skuli enn kaupa erlenda hönnun og framleiðslu." Snædís hefur einkum fengist við sérhönnun fyrir ýmis fyrir- tæki á Bretlandi síðan hún út- skrifaðist en hefur hug á að einbeita sér meir að hönnun húsgagna til framleiðslu í fram- tíðinni. I haust heldur hún hins vegar til Frakklands þar sem henni hefur boðist að starfa með þýskum hönnuði sem vinnur verkefni fyrir fyrirtæki víða í Evr- ópu. Dauflegar h úsgagna verslanir Aðspurð segir Snædís að hún myndi hafa áhuga á því að Morgunblaðið/Golli SNÆDÍS Úlriksdóttir sit- ur í stól úr lakkrlslínunni með blaðahillu línunnar í baksýn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.