Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ Ultfl SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDA GUR 2. ÁGÚST1995 4 X * SJÁVARRÉTTIR KYNNTIR Á HEIMAVELLI Morgunblaðið/Sigurgeir VINNSLUSTÖÐIN hf. er að hefja framleiðslu á tilbúnum sjávarréttum. Grímur Þór Gíslason og Þorberg- ur Aðalsteinsson kynntu fyrstu afurðirnar, m.a. skðtusel sem kryddaður er með ýmsum hætti, í verslun KA í Eyjum. Segir Þorbergur að þeir hafí viþ'að reyna þær á heimavelli áður en farið væri upp á fastalandið. 500 tonn af úthafsrækju flutt á tveggja tonna trillu ■■■■■■■■■■■■■■■■■^^^Hi NOKKUÐ er um að útgerðarmenn T Ttfrerúnrmenn cnoiúu hafi á skra hjá sér báta sem ein- uigeroarmenn sneioa ön eru notaðir til miilifærslu á hiá 15%-resrlunni kvóta. Er það meðal annars gert í J ® þeim tilgangi að komast framhjá reglu sem takmarkar færslu aflamarks milli útgerða. Dæmi um þetta er tveggja tonna bátur sem ekki hefur farið á flot í nokkur ár en á hann hafa verið flutt tæp 500 tonn af úthafsrækju, auk annarra aflaheimilda, en heim- ildimar hafa yfirleitt verið fluttar annað samdægurs. í gildi er svokölluð 15% regla sem ætluð var til að koma í veg fyrir „kvóta- brask“. Samkvæmt henni er óheimilt að flytja til báts aflamark í tiltekinni teg- und hafi heimildir í sömu tegund áður verið fluttar frá bátnum umfram 15%. Sama gildir á hinni veginn. Jöfn skipti ^ aflaheimilda svo og færsla milli báta sömu útgerðar eru undanþegin regl- unni. Útgerðir sem eiga tvo báta eða fleiri hafa því gjaman keypt allar afia- heimildir á annan bátinn en selt af hin- um og jafnað síðan á milli og þannig losnað undan áhrifum reglunnar. Annar báturinn er þá nefndur inn-bátur en hinn út-bátur. Þetta geta útgerðir sem eiga aðeins einn bát ekki gert og hafa sumar gripið til þess ráðs að hafa skráða hjá sér báta að nafninu til í þessum tilgangi. Báturinn Kredlt Báturinn Kredit virðist vera út-bátur og ber því nafn með rentu. Þetta er opin óhaffær trilla, innan við 2 tonn að stærð, sem legið hefur ónotuð á Fá- skrúðsfirði í nokkur ár. Útgerðarfélag á Vestfjörðum keypti úreldinguna en bát- urinn sjálfur liggur óhreyfður fyrir aust- an. Frá því í mars hafa töluverðar afla- heimildir verið fluttar á bátinn frá öðrum báti sömu útgerðar en jafnhraðan af honum aftur á ýmis skip. Þarna er um að ræða aflaheimildir í þorski, ýsu, grá- lúðu, skarkola, síld og það sem mesta athygli vekur, 470 tonn af úthafsrækju. Arni Múli Jónasson, forstöðumaður fiskveiðistjórnunarsviðs Fiskistofu, segir að 15%-reglan falli úr gildi um áramót og ekki hefði þótt ástæða til að hafa hana áfram. Hann segir að ekki sé ólög- legt að færa aflaheimildir í gegn um ónotaða báta og einhver dæmi um slíkt. í þessu tilviki hefði þó ekki átt að heim- ila færslu úthafsrækjukvóta á bátinn á grundvelli þess að hann gæti bersýnilega ekki veitt rækjuna. Þetta hefði farið fram hjá starfsfólki Fiskistofu. Það sem eftir er af kvót Þorskur, r— veiðiheimild, / |i2^. 98,9 þús. t, / / \ Ný staða, f y 12,3 þús. t. V.. j* 1 anum í byrjun ági Ýsa, - veiðiheimild, / 57.4 þús. t, / Ný staða, I 15.5 þús. t. 1 % -S3 List 199 27%\ I 5 (þegar 8,5% eru eftir af kvótaárinu) Karfi, veiðiheimild, / 86,5 þus. t, / Ný staða, f 7,1 þús. t. \ ■ Grálúða, s***’ veiðiheimild, / 31,6 þús. t, / Ný staða, 9,1 þús. t. ^JL.. \ Skarkoli, veiðiheimild, / 13,8 þús. t, Nýstaða, ///> 4,6 þús. t. mcr* fŒHi reaj giL Hfi'ra FÓLK Fjölbreytt mannlíf • ÞAÐ ER alltaf fjölbreytt mannlífið á bryggjunum, því þótt sumir séu á sjó eru aðrir að dytta að eða að gera sig klára. Það var nóg um að vera á Granda þegar Verið tók púlsinn á bryggjulífinu. Menn koma að venju saman yfir kaffibolla í Kaffivagninum til , að ræða landmálin og hvíla sig augnablik frá amstri dagsins. Þeir Guð- jón B. Arn- arsson og Friðrik Árnason, starfsmenn Stálsmiðj- unnar, voru leggja síðustu hönd á máln- ingarvinnu á Hákoni ÞH og voru búnir að mála allt efra dekkið, spil og fleira. Þeir sögðu þetta vera mikið verk enda voru þeir búnir að vera heila viku við verkið. Forstööumaður rannsókna- miöstöövar • HÓPUR sagnfræðinga víðs vegar úr Evrópu kom saman í Vestmannaeyjum um helg- ina, á málþingi um fiskveiði- sögu Norður Atlantshafs. Málþingið er þáttur í undirbún- ingsvinnu við útgáfu á fisk- veiðisögunni að sögn Jóns Þ. Þórs, sagnfræðings. Sjávarútvegsráðuneytið telur ritun sjávarútvegssög- unnar ákaflega mikilvæga fyr- ir íslendinga og hefur ákveðið að styðja við bakið á verkefn- inu með því að setja á stofn rannsóknamiðstöð í sjávar- útvegssögu við Hafrann- sóknastofnun. Ráðuneytið ver til verkefnisins sem nemur einu stöðugildi næstu fimm árin, en þess er vænst að fleiri muni koma að þessu verki. Mun Jón Þ. Þór veita rannsóknarmið- stöðinni forstöðu. Sautján sagnfræðingar frá • PÁLL Kristjánsson var að landa 1.100 kílóum af vænum þorski úr trillu sinni, Dúunni HF. Hann sagði að veiði Krisljánsson hafi verið með betra móti í sumar og trillum- ar að fá á bilinu 700 kíló til eitt tonn eftir daginn. Páll sagðist róa þetta á bilinu 20-50 mílur norður í Faxaflóa og hann sagði að það væri mikiðmm þorsk á öllu svæð- inu. Hann sagðist hafa veitt því eftirtekt að það væri ekki nóg með það að þorskurinn væri þarna í miklu magni held- ur væri hann af öllum stærðum og líklega væru þó nokkrir árgangar þarna á ferðinni'. Hann sagðist vona að það væri góðs vísir. • SIGURJÓN Antonsson var að taka sig til fyrir sumarfríið en hann ætlaði að skella sér norður í land. Siguijón beitir línu fyrir Helga SU en segir að það hafí lítið verið róið að undan- Siguijón förnu, bæði Antonsson vegna ótíðar og kvótaleysis og því kjörið tækifæri til að taka sér frí. Hann sagðist reikna með að Helgi færi á net í ág- úst en byijaði svo líklega aftur á línu aftur í haust. Islandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Hollandi, Kanada og Bretlandi tóku þátt í málþinginu en þeir hafa sér- stakan áhuga á sjávarútvegi að sögn Jóns. Hann segir að málþingið hafi aðallega verið til þess að kortleggja þekking- una og átta sig á því hver hún er. Vinann færi fyrir alvöru í gang með haustinu." Jón segir að hugmyndin sé að gefa fiskveiðisöguna út með tímanum. „Það er stefnt að því að fyrsti hlutinn verði almenns eðlis og svo verði fískveiðisaga hvers einstaks lands tekin fyrir og það verða þá mörg bindi. Þriðji hlutinn verður einkonar ritröð eða ritgerðarsöfn sem koma út eins lengi og menn vilja skrifa. Jón segir ekki liggi fyrir hvenær bækurnar gætu farið að koma út. „Þetta er gríðarleg vinna og gæti tekið fjögur til fimm ár.“ Guðjón B. Amarsson Friðrik Arnason Páll Ejjúpsteiktar rækj' ur og hörpuskel HVAMMSTANGI fagnar um þessar mundir 100 ára verzlun- arafmæti. Því er ekki úr vegi að sækja soðninguna þangað, en Hvammstanga er nokkur útgerð Ri og fiskvinnsla, aðallega rækjuvinnsla. Á Hvammstanga er veitingahúsið Vertshúsið og þar eldar Gísli Jónsson fyrir matargesti. Soðning dagsins er frá honum komin. Nú kennir hann iesendum Versins galdurinn við að djúpsteikja rækju og hörpudisk. í réttinn, sem er fyrir fjóra, þarf: 600 gr rækjur og hörpuskel Deig: 1 fl. Egils pilsner 1 egg hveiti salt timjan pipar Blandað sjávarréttakrydd Blandið saman pilsner, eggi, hveiti og kryddi og pfskið vel saman. Þerrið hörpudiskinn og rækjumar og setjið í skál og hellið deiginu út í eftir þörf og veltið fiskinum upp úr deiginu. Látið grindina í djúpsteikingarpottinum ofan í feit- ina áður en fískurinn er settur ofan í. Hafið feitina ea. 180oC heita og steikið í u.þ.b. eina mínútu eða þar til deigið verð- ur gulbrúnt. Borið fram með hrísgijónum og súrsætri sósu og skreytið með papriku og tómötum. P

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.