Morgunblaðið - 04.08.1995, Side 1

Morgunblaðið - 04.08.1995, Side 1
iw 1 I ' FOSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 körlum er í dökku og grófu og jakkar hærra hnepptir en í fyrra JAKKAFOTIN í haust verða dökk, úr grófum efnum og hneppt hátt. Tískan í jakkafötum er lík þeirri sem var um síðustu aldamót . og á þriðja og fjórða áratugn- HtK um. Engar stórbreyting- ar verða frá síðustu _ árum því framleið- §|S&>, endur liafa hald- ið að sér hönd- Bb um vegna lítillar Hr söiu. |p^ Þessar upplýsingar komu fram þegar rætt var við nokkra starfsmenn ■ herrafataverslana í Reykja- | vík og á Akureyri. ■ í Herragarðinum verða þau ■ þrengri en verið hefur en ■ mikil áhersla er á þægindin. HL Smáköflóttu skyrturnar ■k sem verið hafa í tísku eru ffik á leiðinni út. í Jack & Jones kem- ur ný og mikið breytt lína og meiri áhersla Ht verður lögð á jakka- föt en áður, en þau SfflL verða úr tnjög grófum efnum, B hátt hneppt og í H^ dökkum litum, til dæmis dökkgrænum og JmH| rauðbrúnum. Önnur lína >1H verður í hermannastíl, Æmi græn og brúngræn föt. '’S-j'jjVí Buxur verða úr Bedford- HH efni, sem er einhvers staðar |l|g mitt á milli flauls og kakí í áferð. Grófar peysur eru vin- sælar, úr ullarblöndu og hreinni ull. í versluninni Contact á Akureyri verða jakkafötin gróf og dökk eins og annars staðar, til dæmis dökk- fjólublá og gráblá. Kínakragarnir sem verið hafa vinsælir eru frekar á útleið. Skyrtur verða einlitar en litaúrvalið er mikið. í Herrabúðinni á Akureyri verður áhersla lögð á jarðliti í jakkafötum. Einhnepptir jakkar eru vinsælir og sprengd efni. í verslunni JMJ á Akureyri verð- ur mikið um stuttfrakka úr ull, vatteraða að innan, yfir jakkaföt, og treflar með. Buxur verða með grynnri föllum en verið hefur eða fallalausar. Peysur eru þykkar eins og verið hefur og grófar rúllukraga- peysur og kaðlapeysur eru alltaf vinsælar. Einnig eru að koma peysujakkar úr pijónuðu og ofnu efni. ■ Flug og bíll er ódýiari en apex-miði LENGD ferðalags og fjöldi ferðafé- laga geta ráðið úrslitum um verð ferðarinnar. Til dæmis er talsvert ódýrara fyrir tvo, sem ætla í vikufrí til útlanda, að kaupa svokallaðan flug og bíl-pakka, en að kaupa ódýr- asta farseðil. Ef fleiri ferðast saman er munurinn því meiri. Eins og sést á meðfylgjandi töflu getur munað verulegum fjárhæð- um, t.d. fyrir tvo sem fara til Barcel- ona í viku. Þeir sem taka bílaleigu- bíl greiða nærri 34 þúsund krónum minna en þeir- sem aðeins kaupa apex-farseðil. Átta stikkprufur voru valdar af handahófi úr verðskrá Flugleiða og dæmi búið til um tvo ferðafélaga sem hugðust fara í vikuferð til út- landa. A öllum áfangastöðum var miðað við að tekinn væri á leigu bíll í ódýrasta flokki. í 7 tilvikum var (jýrara að kaupa apex-farseðil en flug og bíl-pakka. Undantekningin er í Glasgow, en tveir apex-miðar þangað kosta 5.600 kr. meira en flug og bíll fyrir tvo. ■ TVEIR Á FERÐ LondOíl Gjald f. tvo Mismunur APEX 77.200 Flug & Bíll 74.200 Kaupmannahöfn F&B 3.000 kr. ódýrara APEX 81.400 F&B 1.200 kr. Flug & Bíll 80.200 ódýrara Glasgow APEX 61.600 APEX 5.600 kr. Flug & Bíll 67.200 ódýrara Luxemborg APEX 76.000 F&B 4.200 kr. Flug & Bíll 71.800 ódýrara Amsterdam APEX 76.000 F&B 2.800 kr. Flug & Bíll 73.200 ódýrara Ziirich APEX 101.800 F&B 22.000 kr. Flug & Bíll 79.800 ódýrara Barcelona APEX 100.000 F&B 33.800 kr. Flug & Bíll 66.200 ódýrara New York APEX 106.000 F&B 5.200 kr. Flug & Bíll 100.800 ódýrara Bónus kaupir af Smekkleysu BÓNUS hefur ákveðið að kaupa framvegis geisladiska Bjarkar Guð- mundsdóttur af Smekkleysu og flytja þá ekki inn frá Bandaríkjunum. Síð- ustu daga hefur Bónus selt Post með Björk og HlStory með Michael Jack- son á lægra verði og voru þeir flutt- ir inn frá Bandaríkjunum. Fulltrúi Bjarkar og Smekkleysu fór þess á leit að Bónus hætti sölu á geisladiski hennar því að geisladiskar sem eru fluttir inn frá Bandaríkjunum bera lægri höfundarlaun en í Evrópu. Diskur Bjarkar er nú uppseldur og Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónus seg- ir að framvegis verði hann keyptur hjá Smekkleysu og samningur var gerður um það. I gær fékk Bónus fyrstu pöntunina i verslanir sínar. Verð er sama og á bandarísku disk- unum, 1.390 kr. Jón Ásgeir sagði að þeir hefðu talið að greidd hefðu verið fullgild höfundarlaun því ekki væri um fölsun að ræða. Fulltrúar frá Spori höfðu samband við Bónusmenn vegna sölu á geisladiski með Michael Jackson. Lögmaður Bónus athugar nú hvort ekki sé leyfilegt að flytja þá inn frá Bandaríkjunum og hefur ekki verið ákveðið um frekari sölu á þeim. Jón Ásgeir sagði að þeir hefðu áður haft samband við innlend dreif- ingarfyrirtæki og viljað kaupa geisla- diska. Þá hefði ekki verið hægt að semja um hagstæð kaup en í gær hafi verið komið annað hljóð í strokk- inn hjá þessum fyrirtækjum og þá var ekkert því til fyrirstöðu að kaupa vöru frá þeim á viðunandi verði. Aðspurður um hvort þeir gætu hald- ið þessu verði þó þeir kaupi frá inn- lendum fyrirtækjum sagði hann svo vera, a.m.k. með disk Bjarkar. „Kannski þessi prufusending okk- ar hafi þau áhrif að við getum áfram boðið íslenska og erlenda geisladiska á hagstæðu verði og þá er tilgangin- um náð,“ segir Jón Ásgeir. Bónus að ná sér í ókeypis auglýsingu Fyrirtækið Spor hf. flytur m.a. inn diskinn með Michael Jackson og Steinar Berg hjá Spori hf. segir að Bónus sé að ná sér í fría auglýsingu. „Bónus hefur selt geislaplötur í nokk- ur ár og það er ekki ósanngjarnt að segja að þær séu í lægsta útgáfu- gæðaflokki. Þetta eru þó nýjar útgáf- ur á fullu verði og aðeins tveir titl- ar. Ef Bónus vill selja nýjar plötur er það gott og blessað. Við vonum að íslenskir útgefendur fái þar með öflugan smásöluaðila. Ég undrast þó að Bónus skuli fyrst leita til erlendra smásala frekar en innlendra heild- sala,“ segir hann. Aðspurður um þá kvörtun Bónus að erfitt væri að semja um verð við innlend dreifingaryfirtæki sagði Steinar að það ætti ekki við þá.“ Forráðamenn hjá Bónus hafa aldrei haft samband við okkur hjá Spori um sölu og við erum tilbúnir í viðræður. Afstaða okkar er að við viljum stækka hljómplötumarkaðinn og við fögnum því ef Bónus bætist í hópinn." Ekki talað viö Smekkleysu Ásmundur Jónsson hjá Smekk- leysu sagði að Bónus hefði aldrei haft samband við þá eða.Japís, um kaup á plötu Bjarkar. „Við viljum selja Bónus plötur og eiga við þá samstarf um sölu,“ segir Ásmundur „Ég tel að Bónusmenn hafi séð að þeim varð á varðandi piötu Bjarkar og menn séu nú sáttir. Menn hafa frjálst val á hvaða verði þeir selja plötur svo fremi þeir gangi ekki á svig við rétt höfunda og leyfishafa.“ í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.