Morgunblaðið - 04.08.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.08.1995, Qupperneq 1
1 BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA GOLF / LANDSMOTIÐ 1995 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST BLAD Forysta Björgvins orðin fimm högg fyrirsíðasta keppnisdag Mjög ánægður með daginn MEISTARFLOKKSMENNIRNIR létu það ekki á sig fá þó þeir hafi byrjað leik eldsnemma ígærmorgun á landsmótinu. Björg- vin Sigurbergsson úr Keili hefur fimm högga forskot á Birgi Leif Hafþórsson úr Leyni. Þeir félagar léku mjög vel f gær og komu báðir inn á einu höggi undir pari. Björgvin hefur því leikið holurnar 36 á 210 höggum eða á pari, og Birgir Leifur á 215. Björgvin átti þrjú högg á Helga Þórisson úr GS fyrir daginn í gær en Helga gekk illa og heltist fijótlega úr lestinni. SkúliUnnar Þórður Emil Ólafs- Sveinsson son lék á fimm yfir skrifar pari en er enn í þriðja sæti á 220 höggum. Björgvin náði höggi á Birgi Leif á 3. holu en Birgir Leifur náði því til baka á 7. og á þeirri næstu vann hann eitt. Birgir Leifur var á einu höggi undir pari eftir fyrri níu en Björgvin á einu yfir. „Ég hafði engar áhyggjur af þessu því það hlaut að koma að því að ég fengi fugl,“ sagði Björgvin og fuglarnir urðu þrír á síð- ari níu. Björgvin náði aftur fimm högga forystu með því að vinna högg á 11. og 12. holu en Birgir Leifur svaraði með því að vinna tvö högg á 13. braut. Á 14. og 15. náði Björgvin síðan aftur fimm höggum og þar við sat. Birgir Leifur gerði glæsilega til- raun til að minnka forystuna á 17. holunni er hann sló upphafshöggið yfir hættulegt svæði til að komast sem næst holu, en Björgvin spilað öruggt á vinstri kantinn á brautinni. Björgvin sló síðan frábært högg al- veg inn að holu og þar með mistókst hetjuleg tilraun Birgis Leifs að hluta. „Ég er mjög ánægður með dag- inn. Eg er að spila mjög vel, líður vel með járnin og hef því ekki svo miklar áhyggjur þó upphafshöggin séu kannski ekki alltaf á besta stað, mér hefur tekist að redda mjög góð- um pörum þrátt fyrir það. En ég þarf endilega að fara að fá fugl á þessa áttundu holu,“ sagði Björgvin. Áttunda holan hefur gefið meistara- flokksmönnum 18 fugla til þessa. Björgvin hefur lækkað skor sitt um eitt högg á milli daga og ef hann heldur því áfram mun hann koma inn á 68 í dag. „Auðvitað stefni ég að því að bæta skorið en annars ætla ég að stefna að því að halda mig í kringum parið eins og ég hef gert þessa þijá fyrstu daga. Ég hugsa ekki um að ég sé í fyrsta sæti, held- ur að gera eins og ég get og ég vona bara að það verði eitthvað af áhorf- endurn," sagði Björgvin, sem hefur orðið í þriðja sæti síðustu þijú árin. Þijár fyrstu holur á fyrsta degi gætu reynst Birgi Leifi dýrkeyptar, en hann fékk skolla á þær allar og var síðan kominn fjóra yfir par eftir fnnm holur. Auðvitað er alltaf hægt að velta sér upp úr hinu og þessu högginu en þessar holur voru langt frá því að vera eðlilega leiknar af þessum snjalla kylfingi. Rana vill bjóða íslendingum til Mexíkó í æfingabúðir MARIO Vázquez Rana, forseti Heimssambands ólympíunefnda, sem staddur var hér á landi um helgina, lýsti yfir áhuga á að bjóða íslenskum íþróttamönnum til æfinga í Mexíkó. Að sögn Júlíusar Hafstein, formanns Ólympíunefndar íslands (Óí) vill Rana gera vináttusamning milli Óí og ólympíunefndar Mexikó — sem hann er formaður fyrir — sem fæli í sér að Ólympíu- nefnd íslands sæi um að koma viðkomandi íþróttamönnum á áfangastað en mexíkanar greiddu allan annan kostnað, í allt að þrjá mán- uði. „Ef af þessu verður myndum við greiða farseðla til Mexíkó, fyrir þá toppiþróttamenn okkar sem færu, en Mexíkanar sæu um afgang- inn — myndu greiða fyrir fæði og uppihald og allan annan kostnað í allt að þijá mánuði. Það vill þannig til að Ólympíunefnd íslands er með góða samninga við Flugleiðir þannig að það ætti að vera mögulegt að senda okkar bestu menn í svona æfingabúðir án verulegs kostnaðar fyrir Ólympíunefnd íslands," sagði Júlíus Haf- stein við Morgunblaðið í gær. „Eg tel þetta væn- legt og mjög spennandi mál. Við ættum að at- huga möguieika á þessu mjög vel og gera það strax.“ Arnór meiddist ARNÓR Guðjohnsen tognaði aftan í lærvöðva í markalausum og tilþrifalitlum leik með Örebro gegn Örgryte í sænsku deildarkeppninni í knatt- spymu í gærkvöldi. Arnóri var skipt út af í seinni hálfleik og kvaðst búast við að hann yrði 10-14 daga að jafna sig. Leikur íslands og Sviss í Evrópukeppninni er eftir 13 daga á Laugardals- velli og vildi Arnór hvorki segja af eðáá um hvort hann yrði með. Arnór sagðist jafnvel fara strax heim til íslands í meðferð hjá læknum, til að reyna að fá sig góðan af meiðslunum. Leikurinn í gærkvöldi var nijög daufur en íslendingarnir, Amór og Hlynur Stefánsson hjá Örebro og Rúnar Kristinsson hjá Örgryte, stóðu þó allir vel fyrir sínu. 1.500 miðar seld- ir til Sviss- lendinga SVISSNESKA knattspyrnusam- bandið hefur pantað 300 miðar til viðbótar þeim 1.200 sem það hafði þegar fengið á Evrópuleik íslands og Sviss. Það virðist því ljóst að 1.500 stuðningsmenn svissneska liðsins verða í stúk- unni á Laugardalsvelli meðan leikurinn fer fram, álíka margir og þeir íslensku. Helgi ekki í landsleikinn HELGI Sigurðsson, leikmaður VfB Stuttgart í Þýskalandi, verð- ur ekki með landsliði 21 árs og yngri gegn Sviss eftir tæpan hálfan mánuð. Helgi kom í gær heim af sjúkrahúsi þar sem verið var að taka járnplötu úr fæti hans, sem sett var á sínum tíma er hann fótbrotnaði. Helgi fer ekki að æfa aftur fyrr en eftir nokkrar vikur. Áfrýjun Þróttara vísað frá DÓMSTÓLL ÍSÍ vísaði frá máli Þróttar gegn Sljöraunni í máli Ágústs Hauksson, þjálfara Þrótt- ar, en sem kunnugt er stjórnaði hann Iiðinu í leik gegn Stjörn- unni á dögunum, á sama tima og hann var í leikbanni sem þjálf- ari. Þróttur sigraði í leiknum 4:2, en Stjarnan kærði til Héraðs- dómstóls Reykjaness. Þar hafði Þróttur sigur en Stjörnunni var síðan dæmdur sigur fyrir Dóm- stóli KSI. Forráðamenn Þróttar vísuðu málinu áfram til Dómstóls ÍSÍ, en hann vísaði málinu frá vegna þess að „sérsamband er æðsti aðili innan Iþróttasam- bands íslands um sérfræðileg málefni íþróttagreinar sinnar," eins og sagði í dómsorði, „og verður dómi sérsambandsdóm- stóls í slíku máli ekki skotið til Dómstóls ÍSÍ.“ Morffunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson BJÖRGVIN Sigurbergsson, til vinstri, og Birgir Leifur Hafþórsson gera að gamni sínu í gær. Báðir léku mjög vel þennan næst síðasta dag og komu inn á einu höggi undir pari. Björgvin er enn efstur en Birgir Leifur í öðru sæti. KAPPROÐUR: GOTT HJA ONNU LARU STEINGRIMSDOTTUR A HM UNGLINGA / C3 4-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.