Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 B 5 DAGLEGT LÍF urdagur, Nýjón og Kálfar eru líka 19. aldar nöfn úr spjaldskrá Jó- hönnu. Hún setti saman nafnavís- urnar með greininni. Algengustu nöfnln Venjuleg nöfn eru ekki síður at- hyglisverð og ýmsar tískusveiflur. Úr Jóni, sem var algengasta karl- mannsnafnið 1703, í Þór, sem á vinninginn núna. Að vísu sem auka- nafn, því stutt seinni nöfn eru tíð- ust hjá báðum kynjum. Guðmundur var í öðru sæti í upphafi 18. aldar og fyrri hluta þessarar en hafði dottið út af lista fímm vinsælustu nafna 1976. 1990 var Guðmundur fimmta vi'nsælasta fyrra nafn en ekki meðal ijórtán algengustu í heildina. Jón, Guðmundur, Sigurður og Ólafur voru algengustu karlmanns- nöfnin 1703 og 1921-50, en þá hafði Gunnar komið í stað Bjarna sem fimmta nafnið. Fyrir tuttugu árum hétu flestir Þór, Örn, Jón, Sigurður og Már en fyrir fimm árum var röðin Þór, Örn Már, Freyr og Ingi. Þetta eru í langflestum til- vikum seinni nöfn, en vinsælustu fyrri nöfn 1990 voru Jón, Jóhann, Ölafur, Arnar og Sigurður. Algengustu einnefni drengja árið 1990 voru Bjarki, Daníel, Sindri, Andri, Davíð, Pétur, Brynjar, Ólaf- ur, Stefán, Aron, Halldór, Helgi, Kristinn og Sigurður. Svo getið sé ijórtán vinsæl- ustu nafnanna í réttri röð. Sautján strákar voru skírðir Bjarki og jafnmargir Daníel og hvert síðustu fimm nafn- anna var gefið níu strákum. Aukanöf nin Þór og Ósk Algengustu nöfn stúlkna fæddra 1990 eru Ósk, Kristín, Mar- ía, Björk og Margrét. Anna og Guðrún koma næstar en Sigríðar- nafnið er í fjórtánda sæti. Ósk, Björk og María eru algengustu seinni nöfn en Anna, Guðrún, Krist- ín og Margrét fyrri nöfn. Margrét var vinsælasta nafnið þegar eitt var látið duga, þá Berglind, Guðrún, Andrea, Sunna, Sigrún og Alex- andra. Næst komu Eyrún, Ingi- björg, Katrín og Rakel, niu stelpur skírðar hveiju nafni og svo átta írisar, Karenar, Sigríðar og Tinnur. Af eldri nafngiftum stúlkna má geta um Guðrúnu, Sigríði, Ingi- björgu og Margréti, sem voru með algengustu nöfnum bæði í fyrsta manntalinu 1703 og samkvæmt prestaskýrslum 1921-50. Helga var í hópi fimm algengustu nafna í gömlu talningunni og Kristín hafði leyst hana af hólmi fyrri hluta þess- arar aldar. Hún var svo komin í fyrsta sæti 1976 og eftir fylgdu Guðrún, Björk, Sigríður og Anna. Hafa nöfn áhrif, móta þau mann- eskjur á einhvern hátt? Gunnhildur, köllud Dídí, hefði kannski ekki orð- ið yfirmadur með því að flagga gælunafninu. Kröftug íslensk nöf n eru að áliti nafnaspekúlanta komin aftur í tísku. Tískusveiflur Áberandi er hve fjölbreytni nafna eykst á þessu aldabili og þeim fækk- ar um l'eið sem bera algengustu nöfnin. Fyrir tæpum 300 árum hét nær fjórðungur íslenskra karl- manna Jón, en hlutfallið var komið niður í 6,5% 1976. Ein af hveijum fimm íslenskum konum hét Guðrún 1703 en 7,8% kvenna báru nafnið fyrir tveim áratugum. Annars hefur tíska nafna sveifl- ast mikið með tíðaranda, að áliti Gísla Jónssonar, menntaskólakenn- ara á Akureyri. Hann nefnir til dæmis að þjóðernishyggja fyrr á öldinni hafi hvatt til nafngifta úr norrænni goðafræði í andófi við biblíudrottnun. Þór hafi fyrst verið nefndur 1893 eftir konu úr Svarfað- ardal, Freyr hafi komið til sögunnar tveim áratugum seinna og Óðinn og Þór tekið sæti Jóhannesar og Kristins. Stutt biblíunöfn hafi raun- ar sótt á síðari ár: Aron og Davíð og Rut, Lea, Eva og María. Allar götur hafa nöfn verið tekin úr náttúru og dýraríki. Á landnáms- öld þótti ekki amalegt að heita Göltur og Brandur en á steinsteypu- öld hafa fínlegar Aspir, Bjarkir og Fjólur skotið rótum. Sveingveldur og norrænar hetjur Á síðustu öld reyndu for- eldrar stundum að slengja saman nöfnum karls og konu, sínum eigin eða afans og ömmunnar. Árangurinn var upp og ofan. Sigbjört var dóttir Sigfúsar og Dag- bjartar og Sveingveldur barn Sveins og Ingveldar. Tveggja atkvæða hetjuleg karlmannsnöfn nutu sérs- takrar hylli á þriðja áratug þessarar aldar; Hörður, Sverrir og Gunnar; en hálfdönsk kvenmannsnöfn eins og Jónína og Karólína komust úr móð. Á sama tíma, um öldina miðja, telur Gísli að tvínefni hafi verið á uppleið, en tikkatikk takturinn, eins og hann kallar hann, ekki komið fyrr en um 1960. Fyrra nafn er þar tvö atkvæði og seinna eitt, Magnús Ver og Silja Hrönn. Sömuleiðis tel- ur Gísli að sérviska í nafngiftum hafi minnkað, Pála Þöll fyrir tíu árum yrði frekar Þuríður núna. Fólk virðist aftur vilja einföld, kröft- ug nöfn. Guðrún Kvaran samsinnir þessu en segir þó enn mikið notað af stutt- um tvínefnum sem hljóma vel sam- an. Hugljúf nöfn eins og Birta séu líka vinsæl áfram, en tilfinningin óneitanlega um afturhvarf til eins nafns, gamals og góðs. ■ Þórunn Þórsdóttir Arnóra, Nifbjörg, Álfgerður Ásleif, Grélöð, Dagheiður Geirbjörg, Kjalvör, Gauthildur Gefjun, Kormlöð, Sæhildur. ARIEL vildi frekar annast son sinn en gegna herskyldu. Væri ég kona hefði þetta verið einfaldara STJORN Israelshers þurfti að tak- ast á við all sérstætt mál fyrir skömmu og varð Ariel Cohen, þrít- ugur ísraeli, valdur að því. Greint var frá sögu hans í alþjóðlegu út- gáfu blaðsins The Jemsalem Post fyrir skömmu. Ariel og kona hans eignuðust son fyrir nokkrum mánuðum og ákváðu að Ariel tæki sér árs frí frá vinnu til að annast barnið, en eiginkonan sneri aftur til starfa síns sem lög- fræðingur. Þegar drengurinn var fjögurra mánaða fékk Ariel kvaðn- ingu frá hernum, en sagðist ekki vera reiðubúinn að gegna herþjón- ustu, þar sem hann væri önnum kafinn við umönnun sonarins. í The Jerusalem Post er framvinda máls- ins rakin og virðist hún ekki hafa verið þrautalaus, enda þótti ráða- mönnum í hernum ekki mikið til raka Ariels koma, a.m.k. ekki í fyrstu. Ariel gaf sig ekki, enda sann- færður um að mikilvægt væri að börn væru í umsjá foreldra sinna fyrsta árið. „Ég gat ekki hugsað mér að ráða aðra manneskju til að sjá um son minn, en engar reglur eru til innan hersins um karla sem vilja láta uppeldi barna sinna ganga fyrir herþjónustu," er haft eftir honum. „Kona í sömu stöðu er und- anþegin herskyldu og að lokum var ákveðið að nýta þá undanþágu fyr- ir mig og líta á mig sem konu. Mér sýnist vera tímabært að viðhorf til jafnréttis breytist og ég vona að reglum í ísraelska hemum verði breytt fyrr en síðar.“ ■ BT Vindlareykur er skaðlegur þeim sem ekki reykja DÁNARTÍÐNI þeirra sem reykja vindla er 34% hærri en lijá þeim sem ekki reykja. Auk þess er vindlareykur mun hættulegri en sígarettureykur. Þetta kemur fram í nýju hefti bandaríska tíma- ritsins Longevity. Þar er haft eftir dr. Jim Repace sem vinnur fyrir Umhverfisvarnarráð í Bandaríkj- unum að venjulegur vindill gefi frá sér þrisvar sinnum meira af krabbameinsvaldandi efn- um en sígaretta og þijátíu sinnum meira af kolefnis- mónoxíði. ■ SIGRÍÐUR og Dýrfinna voru sammála um að dvölin væri engu lík. Morgunblaðið/Aldís ODDGEIR Gestsson, Jóhann Sigurðsson, Magnús Þorsteinsson og Pétur Magnússon hafa háð harða baráttu við krabbameinið. fengið hjá Bergmálsfólki jafnast á við andlega endurhæfingu.“ Dýrfinna Vídalín Kristjánsdóttir, 83 ára úr Reykjavík greindist með krabbamein í munni í vetur og fór í stóra aðgerð í vor. Hún segir að einhver hafi hringt nafnið sitt inn til Bergmáls og hún veit ekki hveij- um hún á að þakka dvölina en hún tekur undir með Sigríði að dvölin hafi verið yndisleg. „Ég komst meira að segja í sund í dag í fyrsta skipti síðan aðgerðin var gerð. Ég hef verið svolítið rög við að fara í almenningssundlaug,“ sagði þessa baráttuglaða kona á níræðisaldri. Það er margt sem dvalaragestir gera sér til dægrastyttingar og fjöldi sérfræðinga kemur í heim- sókn. Kvöldvökur eru haldnar undir stjórn Reynis Guðsteinssonar og margir skemmtikraftar koma þar fram. Kjuregej Alexandra Jónsson byijaði að finna til óþæginda í maga og ristli fyrir þremur árum. Hún fór til læknis en hann greindi hana ekki alvarlega veika. Kjurgej hélt því sínu striki og hélt til náms í Mósaík í Barcelona veturinn 93-94. „Ég var oft mjög veik í Barcelona en vildi klára og gerði það meira á þijóskunni. Ég þrauk- aði veturinn en þegar ég kom heim fór ég til sérfræðings og það kom í ljós að ég var með illkynja sjúk- dóm. Síðan hef ég farið í margar stórar aðgerðir. Dvölin hér er mér því sérlega kærkomin og ég verð að bæta við að ég hef aldrei á ævinni notið jafn mikils lúxuss.“ Bergmálsfólk unnið gott starf Félagar í Bergmáli hafa vissulega lyft grettistaki í skólanum. Strax og ákveðið var að Bergmál héldi orlofsvikuna var farið að undirbúa og var ljóst að menn þurftu að láta hendur standa fram úr ermum og lagæfra ótal margt og snurfusa. Kolbrún Karlsdóttir, formaður Bergmáls, segir þau hafi fengið ákaflega jákvæðar undirtektir hjá öllum sem leitað var til. „Ég hefði ekki trúað fyrr en á reyndi hve mikil umhyggja og velvild væri til. Stuðningurinn er í formi matvæla, vinnuframlags og til annars sem þurfti að gera drauminn að veru- leika.“ Þórdís Ollig hefur verið virk í Bergmáli og segir að hún hafi kynnst því í gegnum vinnu sína hve rnargir séu einmana í samfélaginu. Þótt fólk eigi.kannski íjölskyldu eru börnin að koma sér upp húsnæði og barnabörnin í leikjatölvunum. Eldra fólk og sjúkt gleymist oft. Það sé sorgleg staðreynd. Bergmál er félagsskapur fólks sem vill láta gott af sér leiða. Kær- leikur til náungans og þeirra sem minna mega sín ræður ferðinni í starfi samtakanna. Starfssemi eins og sú sem nú er í Hlíðardalsskóla sýnir að með samstilltu átaki má koma hugsjónum og draumum í framkvæmd. ■ Aldís Hafsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.