Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995
FERÐABLAÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Rússai
gesta flestir
í Finnlandi
FYRSTU fjóra mánuði ársins
1995 voru Rússar gesta flestir í
Finnlandi og leystu þar með Svía
af hólmi. Gengis-
lækkun sænsku
krónunnar hefur
gert Finnland
dýrara og Svíar
hugsa sig því
tvisvar um áður
en þeir halda yfir
í nágrannalandið.
Þetta kemur
fram í nýjasta
flugblaði Finnair.
Alls komu 635 þúsund útlend-
ingar til Finnlands fyrstu fjóra
mánuði ársins 1995 og þar af
voru Rússar um 118 þúsund. Var
það nálægt þeirri tölu sem norsk-
ir, breskir, franskir og banda-
rískir gestir voru samanlagt. ■
Jökull
kominn út
JÖKULL, tímarit Jöklarannsókn-
iafélags Islands og Jarðfræðafé-
lags Islands, kom út fyrir
skömmu. Þar eru
birtar greinar
eftir ýmsa vís-
indamenn á sviði
jarðvísinda og
jöklarannsókna
auk yfírlits yfir
starfsemi félag-
anna.
Meðal efnis nú
er grein eftir
Markús A. Einarsson um saman-
burð hitafars á íslandi og austur-
hluta Norður-Atlantshafs árin
1901-1990. Ólafur Eggertsson
fjallar um rannsóknir á uppruna
rekaviðar við strendur íslands
með talningu árhringa í tijám
og Leó Kristjánsson gefur sögu-
legt yfírlit yfir misvisun áttavita
á Islandi. ■
:
HÚSIÐ er án efa þekktast húsa á Bakkanum
Morgunblaðið/RAX
ÞEGAR ekið er um Þrengsli austur yfir fjall liggur vel
við að aka um Oseyrarbrú við ósa Ölfusár. Brúin er sem
næst á hinum foma ferjustað um ósinn.
Eyrarbakki er með elstu þéttbýlisstöðum landsins og
var um aldamótin meðal stærstu bæja landsins. Byggð-
in stendur aðallega við tvær götur sem liggja samhliða
ströndinni. Sú sem nær er ströndinni er eldri. Hún skipt-
ir reyndar þrisvar um nafn á nær 2ja kílómetra langri
leið sinni um þorpið. Vestast heitir hún Búðarstígur,
síðan Eyrargata og loks Háeyrarvellir. Ef gengið er
eftir götunni má sjá óvenju heillega aldamótabyggð.
Gömul hús sem er vel við haldið, flest merkt með nafni
og byggingarári. Mörg þessara húsa eiga sér merka
sögu.
Ferðamenn geta fengið leiðsögn um götuna og þorp-
ið, t.d. með því að setja sig í
samband við skrifstofu Eyrar-
bakkahrepps.
Trúlega er hús dönsku
kaupmannanna á Eyrarbakka
eina húsið í landinu sem þekkt
er alls staðar sem Húsið.
Þetta hús hefur nú verið fært
til upphaflegs horfs og er nú
opið gestum og gangandi sem hluti af Byggða- og minja-
safni Árnesinga og eru þar einnig sýningar á gripum
safnsins.
Kaupmaður að nafni Jens Lassen lét byggja það fyr-
ir sig árið 1765, en þá fyrst varð kaupmönnum heimilt
að dveljast hér á landi vetrarlangt. Umhverfis Húsið
er voldugur gijótgarður, fyrsti sjóvarnargarðurinn, hlað-
inn eftir Bátsendaflóðið 1799. Áfast Húsinu er Ássist-
antahúsið, sem er nokkru yngra. Þar verða einnig sýn-
ingar Byggðasafnsins. Örskammt frá Húsinu er svo
Sjóminjasafnið, þar sem líta má róðrarskipið Farsæl
með rá og reiða, ásamt mörgum gömlum munum frá
sjávarútvegi fyrri tíma og munum úr sögu Eyrarbakka.
Stuttur göngustígur liggur milli safnanna.
GönguleiAir
Fjaran beggja vegna þorpsins er tilvalin til göngu-
ferða. Þar er fjöiskrúðugt fuglalíf og margt að skoða
fyrir náttúruunnendur. Einnig eru góðar gönguleiðir upp
frá þorpinu, upp á mýrlendið, þar sem fuglar af ýmsum
toga eiga sitt sumarathvarf.
Gamlar bæjatóftir geta og sagt sína sögu, þeim sem
það kunna að lesa. Eyrargatan er þá einnig tilvalin
gönguleið, því óvíða getur að líta jafnlítið breytta byggð
frá fyrstu árum aldarinnar.
Llstaverk
Vestast í þorpinu, í Einarshafnarhverfí, ólst upp mynd-
höggvarinn Siguijón Ólafsson. Höggmyndin Grettir
sterki eftir Siguijón stendur þar á hlaði sem myndhöggv-
arinn lék sér sem barn. Annað verk Siguijóns, Krían,
stendur í eina hrauninu sem eftir er rétt austan þorps-
ins. Það verk var gefið til minningar um listamannavin-
inn Ragnar í Smára, sem ólst upp í Mundakoti, austar-
lega á Bakkanum.
Á lóð fyrrum danskra verslunarhúsa er lítið líkan af
verslunarhúsunum sem þar stóðu fram á miðja öldina
okkar. Þar stendur sjómaður og horfir út á sjóinn.
Bæði myndin af sjómanninum
og líkanið eru eftir Vigfús
Jónsson, sem lengi var oddviti
á Eyrarbakka. í Eyrarbakka-
kirkju er altaristafla sem gefin
var til kirkjunnar þegar hún
var í smíðum, af drottningunni
í Danaveldi. Myndina hafði
drottningin sjálf málað. Hún
hét hvorki meira né minna en Lovísa Vilhelmina Frið-
rika Karólína Ágústa Júlía og var drottning Kristjáns
konungs IX., en hann var konungur Dana, Vinda og
Gota, hertogi af Slesvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þjóð-
merski, Láenborg og Aldinborg, eftir því sem segir í
Almanaki Þjóðvinafélagsins.
Veltinga- og glstiþjónusta
Veitingahúsið Lefolii er til húsa í virðulegu gömlu húsi,
sem upphaflega var byggt sem barnaskóli en var síðar
íbúðarhús. Þar er hægt að fá allar almennar veitingar,
bæði mat og drykk.
í sumar hafa verið þar myndlistarsýningar eftir ýmsa
lista- og listfenga menn og verður svo áfram. í kjallara
hússins er ölkrá, en matur er fram borinn á efri hæð.
Ásheimar heitir hús við Eyrargötu. Þar er hægt að fá
leigðar fullbúnar íbúðir til vikudvalar í senn. Þarna er
um að ræða nýuppgert hús búið smekklegum húsgögn-
um og öllum þægindum. Ekki hefur enn verið gert tjald-
stæði fyrir ferðamenn á Bakkanum, en hægt. er að tjalda
víða í útjaðri þorpsins, einkum vestan við það. ■
Óskar Magnússon
Eyrarbakki
Morgunblaðið/Kristinn
Upplýsinga-
og gðngukort
um Vestfirði
Á VESTFJÖRÐUM eru margar
skemmtilegar gönguleiðir og segja
má að allt svæðið sé kjörland
göngufólks. Ekki þarf að fara langt
frá þéttbýliskjörnum til að vera
kominn út í ósnortna náttúru hárra
fjalla, djúpra fjarða og kyrrðar.
Á vegum Ferðamálasamtaka
Vestfjarða hefur undanfarin þijú
ár farið fram vinna til að bæta úr
þörf fyrir upplýsingar um göngu-
leiðir á svæðinu.
Gefnir hafa verið út þrír bækling-
ar um gönguleiðir á Vestfjörðum.
Á síðasta ári komu út bæklingar
um gönguleiðir í nágrenni Bolung-
arvíkur og á Barðaströnd og nýút-
kominn er bæklingur um gönguleið-
ir í Strandasýslu.
Hinn nýi bæklingur um Stranda-
sýslu hefur að geyma lýsingar á
10 gönguleiðum ásamt vönduðu
korti. Þetta eru langar og stuttar
göngur, gamlar þjóðleiðir og fjall-
göngur. Getið er um hversu löng
gangan er í kílómetrum og tímum
ásamt því hversu erfið eða auðveld
hún er. Einnig er bent á áhuga-
verða staði og styttri gönguleiðir.
Ferðamálasamtök Vestfjarða
áforma að gefa út fleiri göngubækl-
inga og er einn slíkur um Reykhóla-
sveit í undirbúningi.
Göngubæklingamir fást á upp-
lýsingamiðstöðvum, gististöðum og
þjónustustöðum fyrir ferðamenn á
Vestfjörðum. ■
LOxuslíf á
Renaissance
e/3 VIÐ komum inn á hótelsvæðið
5E um kvöld og ljóskerin í garðin-
um vörpuðu ævintýralegum
ca ljóma á umhverfið. Gosbrunn-
ur ' móttökunni og súlnagöng
umhverfís minntu á sögur úr
3E „Þúsund og einni nótt“ enda
jjJ mátti heyra daufan óm af
h- arabískri magadanstónlist frá
'æ ströndinni. Morguninn eftir,
þegar sólin varpaði björtum geislum
yfir hótelgarðinn, kom í ljós að sam-
líkingin við ævintýri arabísku
soldánanna var aðeins að hluta til
rétt, því þarna mátti einnig sjá ívaf
frá skrúðgarðaarkitektúr þeim er
einkennir garðana í Versölum og
er það vissulega ekki leiðu að líkj-
ast.
Uppbygging í ferðaþjónustu
I lýðveldinu Dóminikana, á eyj-
unni Hispaniola í Karíbahafi, hefur
mikil uppbygging átt sér stað í
ferðaþjónustu undanfarin ár. Land-
ið er enda ákjósanlegt til að taka
á móti ferðamönnum: gróðursælt,
með mildu og sólríku veðurfari og
náttúrufegurð er mikil. Landið er
þó enn blessunarlega laust við
átroðning af völdum ferðamanna
og náttúran er svo til óspillt af
manna völdum og nær gróðurinn
frá íjallstoppum og niður á sendnar
strendur. Ein þeirra er Capella-
ströndin þar sem er Renaissance
Resort hótelsvæðið, fímm" stjörnu
lúxushótel, sem býður upp á flest
það sem þarf til að menn geti lifað
í vellystingum praktuglega.
Renaissance Resort er í rauninni
þyrping húsa, sem minna á litlar
sumarhallir frá endurreisnartíman-
um og er gengið inn í súlnagöng
með stigum og göngum úr marm-
ara og gosbrunnum og pálmatijám
til hvorrar handar. Herbergið, sem
mér var úthlutað, var afar rúm-
gott, með tveimur stórum hjónarúm-
um, forstofu, baðherbergi og fata-
herbergi. Húsbúnaður er með evr-
ópskum sjarma frá fyrri tíð, steinflís-
SÉÐ yfír Renaissance Resort á Capella-ströndinni.
Morgunblaðið/Sv.G.
ar á gólfum og loftkæling í góðu
lagi, sem kom sér vel því heitt var
í lofti þama í júlí. Ekki þurfti því
að kvarta yfir aðbúnaði innandyra.
Þótt Renaissance Resorts sé
hannað rneð það fyrir augum að
varðveita sem best náttúrulegt
umhverfí Capella-strandarinnar
skortir ekki nútíma þægindi og lúx-
us á evrópskan og amerískan mæli-
kvarða. Þarna em 283 herbergi af
„yfírstærð“, þ.á.m. 22 lúxus-svítur.
Paradís sóldýrkenda
Renaissance Resorts gefur sig
út fyrir að vera fyrir „friðelskandi
sóldýrkendur" og má það vissulega
til sanns vegar færa því að sund-