Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 D 3 Einn mikilvægasti leikur Fram í áratug - sagði Steinar Guðgeirsson fyrirliði Fram eftirsigurá Breiðabliki Om 4 Pramarar náðu þungri sókn strax á fyrstu - mínútu sem ■ I endaði með því að eftir skalia að marki Breiðabliks skallaði Kjartan Antonsson út í teiginn, þar kom Steinar Guðgeirsson og þrumaði í markið úr vítateignum miðjum. Boitinn fór yfir marklínuna eftir 31 sekúndu. Om*%Brotið var á Þórhaili Víkingssyni fyrir framan vítateig • ■■iBreiðabliks á 12. mínútu. Framarar stilltu knettinum upp, Ríkharður Daðason hijóp yfir knöttinn en Steinar Guðgeirsson tók spyrnuna og skoraði með glæsilegu skoti efst í markhomið vinstra megin. Frábæriega gert! Ia^^Kristján Jónsson braut á Rastislav Lasorik á miðjum eigin ■ dLvallarhelmingi á 82. mínútu. Lasorik tók spyrnuna strax og sendi giæsiiega á Kristófer Sigurgeirsson sem stakk sér innfyrir og skoraði með góðu skoti í vinstri stöngina og inn hægra megin úr teignum. Eyjólfur Ólafsson dómari fær stóran plús fyrir að leyfa ieikn- um að ganga, en hann geymdi það að sýna Kristjáni Jónssyni gula spjaldið þar til sókn Blika var afstaðin. „ÞETTA vareinn mikilvægasti leikur Fram f áratug eða meira. Tap hefði verið hrikalegt í þessari stöðu, leikmennirnir gerðu sér grein fyrir því og börðust fyrir klúbbinn," sagði Steinar Guðgeirsson fyrirliði og hetja Framara eftir sigur á Breiðabliki í Kópavog í gær- kvöldi með tveimur mörkum gegn einu. Vandræðum Fram- ara er þó ekki lokið þó stigin þrjú hafi óneitanlega verið mik- ilvæg. Liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar, á sex leiki eftir og er enn í mikilli fali- hættu. Blikar færðust nær fall- slagnum með tapinu, liðið er með 14 stig í sjöunda sæti og hefur gengið illa í undanförnum leikjum. Leikurinn var vart byijaður þegar Framarar voru komnir yfír og hafði það augljóslega slæm áhrif á Blikana. Þeir voru Stefán vart búnir að jafna Eiríksson sig þegar annað skrifar mark Framara leit dagsins ljós, og segja má að þeir hafi aldrei al- mennilega náð sér á strik í leiknum. Þeir voru þó meira með boltann í fyrri hálfleik og sköpuðu sér nokkur álitleg færi, en fóru illa með þau. Arnar Grétarsson fékk t.a.m. dauðafæri á 22. mínútu en brenndi af, og enn betra færi á 41. mínútu en Birkir Kristinsson varði með nær óskiljanlegum hætti skot hans af stuttu færi. Skyndisóknir Framara voru ansi beittar í fyrri hálfleik, en fleiri urðu mörkin ekki. Síðari hálfleikur fór rólega af stað og virtust Blikar lengi vel ekki líklegir til stórræða. Framarar voru jafnvel ef eitthvað var líklegri til að bæta við marki en heimamenn að minnka muninn, Ríkharður Daðason skaut t.d. rétt yfir á 55. mínútu. Fjórum mínútum síðar braut Arnar Grétarsson illa á Stein- ari Guðgeirssyni, sem meiddist á ökkla og varð að fara út af. Arnar Grétarsson fékk ekki að líta gula spjaldið vegna brotsins. Eyjólfur Ólafsson dómari virtist ætla að sýna honum spjald, en ekkert varð úr því og spuming hvort hann hafi heykst á því vegna þess að Arnar fékk að líta hjá honum gula spjald- ið í fyrri hálfleik. Slæmt ef sú er raunin. Steinar liafði leikið mjög vel og riðlaðist leikur Framara ansi mikið við þetta. Blikar sóttu af enn meiri krafti, en gekk ekki vel að skapa sér færi. Framarar fengu hins vegar í tvígang góð færi eftir snarpar skyndisóknir, á 78. mínútu skaut Ríkharður Daðason í stöngina eftir að hafa leikið upp vinstri kantinn og þremur mínútum síðari varði Cardaklija vel frá Atla Einarssyni. Blikar náðu að minnka muninn mín- útu síðar úr snöggri sókn og voru nálægt því að jafna skömmu síðar. Fleiri urðu mörkin ekki og fögnuðu Framarar vel að leikslokum. Heimamenn vora slegnir út af laginu strax í byijun og náðu aldrei almennilega takti. Miðjuspilið var að mestu ómarkvisst og sóknar- mennirnir fengu litla aðstoð. Fram- arar léku skynsamlega, voru óneit- anlega heppnir í byijun en börðust vel og héldu haus sem verður að teljast gott. Vömin var þó ekki ýkja sannfærandi fremur en fyrr í sum- ar, en miðjumennimir vora þó dug- legri en oft áður að hjálpa til. Stein- ar Guðgeirsson lék mjög vel á miðj- unni en meiddist í síðari hálfleik. Birkir lék einnig mjög vel í markinu. Sætur sigur Grind- víkinga á KR-ingum GRINDVÍKINGAR unnu sann- gjarnan og sætan sigur á KR i sínum besta heimaleik í sumar — í gærkvöldi. KR-ingar léku í fyrsta skipti í Grindavík og riðu ekki feitum hesti frá viðureign- inni, en sitja sem fastast í öðru sæti á meðan Grindavík fjar- lægðist fallhættusvæðið í deildinni. Ólafsson skrifar frá Grindavík Það voru reyndar leikmenn KR sem byijuðu betur í leiknum en liðið var nokkuð breytt frá því sem menn eiga að Frímann venjast því 6 menn úr byijunarliðinu voru ekki með. Ósk- ar Þorvaldsson í banni og þeir Heimir Guðjónsson, Izudin Daði Dervic, Þormóður Eg- ilsson og Einar Þór Daníelsson eiga leikbann yfir höfði sér vegna gulra spjalda. Þá var Hilmar Björnsson ekki með. Mihajlo Bibercic átti tvö færi og fór skalli frá honum rétt framhjá stönginni. Grindvíkingar virtust þurfa smá tíma til að fínna taktinn í leiknum áðurne þeir fóru að láta að sér kveða. Bjöm Skúla- son brá sér úr bakvarðastöðunni og átti gott skot að marki á 29. mínútu sem Kristján varði vel. Hann átti hins vegar engan mögu- leika á að veija skot Ólafs Ingólfs- sonar skömmu seinna en KR til láns fór boltinn í stöng og skall þar hurð nærri hælum. Grétar Einarsson átti hörkuskot að marki KR sem Guðmundur Benediktsson varði á línu á 36. mínútu. Ásmundur Haraldsson fékk gott færi á 39. minútu eftir mis- skilning í vörninni hjá Grindavík en var ekki nógu fljótur að átta sig og bjargað var í horn. Úr horn- spyrnunni átti Mihajlo Bibercic skalla yfir mark Grindvíkinga. Grindvíkingar enduðu síðan hálf- leikinn á þremur hornspyrnum. Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði. Strax á 1. mínútu tók Guðmundur Benediktsson aukaspyrnu sem fór rétt framhjá. Hann var kominn á línuna í horn- spyrnu Grindvíkinga strax á eftir og bjargaði aftur á línu, í þetta sinn eftir skalla Guðjóns Ásmundssonar. Það sást ekki mikið til Guðmundar í leiknum á móti sterkri vörn Grind- víkinga en hann bjargaði þó tvisvar á línunni. Sanngjöm forysta Það hlaut að koma að marki og það gerðu heimamenn verðskuldað á 74. mínútu. Eftir markið hljóp leikmönnum KR kapp í kinn en þrátt fyrir að sækja meira áttu 1»#|Aukaspyrna dæmd á ■VKE á vítateigshomi hægra megin á 74. mínútu. Milan Jankovic skaut framhjá varnarveggnum og útvið nær- stöng þar sem Kristján Finn- bogason hafði hendur á knettin- um en hélt ekki. heimamenn hættuleg upphlaup sem hæglega hefðu getað endað með marki. Sanngjarn sigur í lokin og heimamenn fögnuðu mikið. Þor- steinn Guðjónsson átti mjög góðan leik með heimamönnum og var kampakátur í leikslok. „Þetta var mjög mikilvægur sigur í kvöld og ekki verra að hann var á móti gömlu félögunum í KR. Við forðuðum okk- ur af fallhættusvæðinu en þetta er ekki búið. Við ætlum að beijast fram í síðasta leik. Það er búinn að vera stígandi hjá okkur í síðustu leikjum en við höfum samt ekki fengið þijú stig og það var sætt „Segðu honum að skjóta“ LÚK AS Kostic fer oft mikinn á hliðarlínunni í leikjum Grindvik- inga í 1. deildinni og ákallar góða menn. Hann kallar ýmist á íslensku og júgóslavnesku til leikmanna sinna. Þegar Grindavík fékk aukaspyrnu kailaði hann ákaft til Milan Jankovic, fyrirliða Grindvíkinga, á júgóslavnesku. Guðjón Þórðarson laumaði því til að hans að vera ekki að þessum köllum það skildi hann enginn. „Talaði íslensku við hann og segðu honum að skjóta,“ sagði Guð- jón. Lúkas hló við að sagði að það hefði verið meiningin og viti menn; Jankovic tók aukaspyrnuna og skoraði. að ná þeim i kvöld,“ sagði Þorsteinn eftir leikinn. „Heppnin var þeirra megin. Þeir eru með góðan vinstrifótarmann sem tók aukaspyrnuna og þeir nýttu hana til að skora. Á sama tíma erum við að fá ágætis færi til að skora. Við vorum líka heppnir þeg- ar þeir áttu skot í stöng. Ég vissi svo sem að þetta gat gerst, með sex menn fyrir utan liðið. Ég get ekki tekið neina áhættu með fimm menn á gráu svæði og vill stilla upp öllum mínum bestu mönnum í bik- arúrslitunum. Það verður stór vika hjá KR í næstu viku,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KR-inga. ÍÞRÚniR FOLX ■ ANDERLECHT hefur rekið þjálfara sinn, Þjóðverjann Her- bert Neumann, sem var ráðinn til liðsins í maí sl. Anderlecht, hefur tapað tveimur fyrstu deildarleikjum sínum og fyrri leiknum gegn ung- verska liðinu Ferencvaros, 0:1, á heimavelli í Evrópukeppninni. ■ BOBBY Gould, fyrrum fram- kvæmdastjóri Wimbledon, WBA og Coventry, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Wales. Hann gerði tveggja og hálfs árs samning — fram yfír HM 1998. Kristján Þorbirnitil . aðstoðar KRISTJÁN Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik hefur verið ráð- inn aðstoðarmaður Þorbjarnar Jenssonar, landsliðsþjálfara. Jafnfram hefur Krsitján verið ráðinn starfsmaður fræðslu- mála hjá HSÍ. Meistara v Vals gegn Haukum ÍSLANDSMÓTIÐ í handknatt- leik, 1. deUd karla, verður ýtt úr vör sunnudaginn 17. septem- ber og fer þá fram heil um- ferð. KR—ingar fá Bikarmeist- ara KA í heimsókn, nýliðar deildarinnar ÍBV sæýa FH heim í Kaplakrika, Selfoss og Stjarnan eigast við á Selfossi, ÍR fær hina nýliða deildarinnar Gróttu í heimsókn í Seljaskól- an. íslandsmeistarar Vals hefja titílvörnina á heimavelli gegn Haukum, þá eigast við Vfldng- ur og Afturelding í Vfldnni. ÍBA í fyrsta skipti í 1 deild HJÁ konunum hefst 1. deild- arkeppnin nokkru síðar eða þann 29. september með leik Hauka og ÍBA í Hafnarfirði, en lið ÍBA er nú með í fyrstu deild kvenna í fyrsta skiptí. Daginn eftir leika þær gegn KR, FH mætir Víkingi í Kapla- krika, Valur leikur gegn Fylki í Valsheimilinu og ÍBV fær Bikarmeistara Fram í heim- sókn. íslandsmeistarar Stjörn- unnar sitja yfir í 1. umferð vegna þess að ÍBA leikur tvo leiki hér fyrir sunnan fyrstu leikhelgina. Guðni í peysu nr. 5 ROY McFarland, fram- kvæmdastjóri Bolton, hefur tílkynnt að Guðni Bergsson, fyrirliði landsliðsins, að hann leiki í peysu nr. 5 í vetur. Guðni og félagar leika í dag gegn Wimbledon. Enginnféll ENGINN frjálsíþróttamaður féll á lyfjaprófi í HM í Gauta- borg á dögunum. Alls voru 314 lyfjapróf tekið hjá íþrótta- mönnum frá 59 þjóðum. Kanchelsk- is segir; Njet! RÚSSNESKl landsliðsmaður- . inn Andrei Kanchelskis, sem hefur leikið með Manchester United, segist tílbúinn að leika áfram I Englandi, en ekki með United. Eins og hefur komið fram þá hættí United vil sölu kappans til Everton, þar sem liðið var ekki tilbúið að borga Donetsk, liðinu sem seldi Kanchelskis tíl Man. Utd., 1,1 millj. punda af þeim fimm miiy. sem Everton ætlaði að borga. Nú hefur Arsenal áhuga að fá Kanchelskis til sín. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.