Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMAN-NA W^tmMébib 1995 KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGUST BLAÐ B t Þeir gerðu mörkin Morgunblaðið/RAX MIHAJLO Blbercic og Hilmar Bjðrnsson tryggðu KR-lngum blkarmelstaratltllinn í knattspyrnu á sunnudaglnn en þá unnu Vesturbælngar llð Fram 2:1. Hilmar gerði fyrra marklð en Bibercic það síðara undir lok lelksins. Bikarúrslitin / B4.B5 HANDKNATTLEIKUR Rússar til lids við GróttuogKR Handknattleikslið Gróttu, sem leikur nú í l.'deild, er komið með Rússa i herbúðir sínar og mun hann leika sem leikstjórnandi og skytta. Hann heitir Juri Sapowski og Iék með Krasnotas, sama liði og stjörnumaðurinn Dimity Filipov. Hann er 198 sentimetrar á hæð, 26 ára gamall og lék 20 landsleiki fyrir Rússland á árunum 1992 til 1994. Gróftumenn voru í keppnisferð í Noregi fyrir mánuði og kom Sapowski þangað til að Seltirningar gætu metið hann. „Við vorum búnir að leita lengi enda annaðhvort að.sitja með hend- ur í skauti eða finna góðan mann," sagði Páll Gíslason, formaður deildarinnar. KR-ingar eru nú með Rússa til reynslu og ræðst á fimmtudaginn hvort verður af samningi, því liðið fer þá utan í æfínga- búðir. Hann heitir Ewgeni Dudkin, er 29 ára og spilaði síðastliðinn fjögur ár með Granada á Spáni en hefur ekki spilað með rússneska landsliðinu. Dudkin er 195 sentihietrar á hæð og spilar í stöðu skyttu hægra megin en virðist geta spilað alls staðar að sögn Guðmundar Albertssonar, aðstoðarþjálfara liðsins. „Við höfum séð hann spila og líst vel á," sagði Guðmundur. Ingi Björn tekur við FH-liðinu ÓLAFUR Jóhannesson sagði í gær upp slarf i sem þjálfari 1. deildar liðs FH í knattspyrnu karla. Við starfi Ólafs tók Ingi Björn Alberts- son og stjórnaði hann sinni fyrstu æfingu síð- degis í gær. Nú þegar fimm umferðir eru eft- ir á íslandsmótinu er FH-liðið í neðsta sæti deildarinnar með átta stig. Þetta voru fjórðu þjálfaraskiptin í 1. deildinni í sumar, en áður hafði Inga Birni verir sagt upp hjá Keflavik, Marteini Geirssyni hjá Fram og Herði Hðmars- syni hjá Val. í tiikynningu sem barst frá knattspyrnudeUd FH i gær k völdi og er undirrituð af formanni deiidarinnar, Þóri Jónssyni, og Ólafi Jóhannes- syni þjálf ara, segir að við skilnaður Ólafs við knattspyr uudeild FH sé með samþykki beggja aðila og í fullri vinsemd og sátt. Leó Örn í hópinn í stað Geirs? ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik heldur til Austurrí kis á morgun þar sem það tekur þátt í æfingamóti. Þorbjörn Jensson landsliðs- þjálfari hafði í gærkvðldi ekki gengið frá vali á landsUðinu fyrir ferðina en samkvæmt heinuldum Morgunblaðsins gefa Geir Sveins- son og Fatrekur Jóhannesson ekki kost á sér til ferðarínnar. Geir á ekki heimangent frá liðið sínu MontpelUer i Frakklandi og Patrekur á við meiðsU að striða og fær ekki grænt ljós frá Uði sinu KA. Samkvæmt sömu heimUdum mun linumaðurinn knái úr KA, Leó Orn Þor- leif sson, taka sæti Geirs. Verður það i fyrsta skipti sem Leó er í íslenska landsUðinu í hand- knattleik. Guðni og félagar lögðu meistara Blackbum GUÐNI Bergsson og samherjar í Bolton fðgnuðu 2:1 sigri gegn meisturum Blackburn i ensku úrvalsdeildinni i knattspyrnu um helgina. Óvíst var hvort fyrirliðinn Alan Stubbs gæti leikið vegna meiðsla enhannvarmeð, stóð sig vel og gerði sigurmarkið 10 mín- útum fyrir leikslok. „Það var ánægjulegt að sigra meistarana," sagði Guðni við Morgunblaðið. „ Við vissum að við hðfðum tapað fyrstu tvehnur leikjunum klaufalega og gerðum okkur grein fyrir að meira býr í liðinu. Eins áttum við von á því að geta sigrað meistarana á góðum degi, stemmn- ingin var mikil og góð og þetta var mjög gaman." Morten Olsen rekinn f rá Köln MORTEN Olsen, fyrrum fyrirliði danska Iands- Uðsins, þjálfarí hjá Köln, var rekinn frá Uðinu á sunnudaginn, eftir að Köln hefði mátt þola tap, 3:4, í vitaspyrnukeppni fyrir áhugamanna- liðinu Beckum. Olsen varð að yf irgefa leikvöU Beckum undir lögregluvernd, þar sem æstir stuðningsmenn Kðln veittust að honum. „ Við tðpuðum fyrir áhugamannaliði sem er í fjórða gæðaflokki," sagði Bernd Culhnann, fram- kvæmdastiorí liðsins. Ekki er búið að ráða nýjan þjálfara, en Stephan Engels mun st jór na Uðinu til að byrja með — fyrst gegn Hamburger í kvöld. Forráðamenn liðsins eru að reyna að frá Ghristoph Daum frá Besiktas í Tyrklandi til að taka við liðinu, en hann var þjálfari hjá Kðln fyrir nokkrum árum. Guðni Bergsson f KIMATTSPYRNA: NEWCASTLE OG LEEDS TAPLAUSIEIMGLAIMDI / B8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.