Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 4
+ ÍÞR&mR FRJALSIÞROTTIR / 4. GULLMOTIÐ I BERLIN Fimm geta komist í gull- pottinn SÍÐASTA gullmótið af fjórum, sem Alþjóða frjálsíþróttasam- bandsins heldur ár hvert í Evrópu, verður íkvöld á Ólympíuleik- vanginum í Berlín. Eins og vant er mætir flest af besta frjáls- íþróttafólki heimsins á mótið, enda íboði einhver allra bestu verðlaun sem veitt eru íveröld frjálsíþróttamanna, milljónir á milljónir ofan auk viðbótargreiðslna ef sett eru heimsmet. Jafn- framt verulegra fjármuna fá þeir sem setja heimsmet eins kílóa gullstangir. |eðal þeirra sem spretta úr spori í Berlín í kvöld á sama velli og bandaríski spretthlaupinn Jesse Owens skráði nafn sitt á spjöld sögunnar á Ólympíuleikunum árið 1936, er heimsmeistarinn í 200 og 400 m hlaupi Michael Johnson og ólympíumeistarinn í 100 m hlaupi, Linford Christie. Sigur er þeim köppum mikilvægur í kvöld því þeir hafa sigraði í sínum greinum á hinum mótunum þremur og því eru þeir inni í myndinni ásamt þremur konum um að skipta á milli sín gullpottinum. í gullpottinum eru tuttugu eins kflóa gullstangir sem þeir íþróttamenn skipta á milli sín v sem sigra á öllum mótunum fjórum. Heildarverðmæti gullpottsins er um 15 milljónir króna. Þetta eru verð- laun sem Jesse Owens hefði aldrei látið sig dreyma um þegar hann þurfti þrátt fyrir fjögur ólympíugull og heimsfrægð að etja kappi við hunda, hesta og vélhjól til að hafa ofan í sig og á, á árunum eftir Ólympíuleikana í Berlín 1936. Kon- umar, sem einnig þurfa að leggja allt í sölumar til að eignast hlutdeild í þessum glæsilega potti tuttugu gullstanga, em Sonia O’Sullivan hlaupari frá írlandi, spjótkastarinn frá Hvíta Rússlandi Natalya Shiko- lenko og hin fótfráa Gwen Torrence frá Bandaríkjunum, heimsmeistari í 100 m hlaupi. Af þeim fimm íþróttamönnum sem möguleika eiga á gullpottinum er talið að Linford Christie og Son- ia O’SulIivan fái mesta keppni í greinum sínum. Linford Christie mætir Kanadamanninum Donovan Bailey, en til hans tapaði hann heimsmeistaratitlinum í 100 m hlaupi i Gautaborg fyrir mánuði. Einnig mæta til leiks Bandaríkja- mennirnir John Drummond og Mike Marsh, sem eru engin lömb að leika við og ekki síður Namibíumaðurinn Frankie Fredericks. Sekúndubrotin skipta miklu máli á þessum stutta spretti og hvert andartak er dýr- mætt. Andlega hliðin og einbeiting- in skipta meginmáli og þar hefur Christie verið sterkur, gangi hann heill til skógar. Hann hefur sigrað Bailey á þeim tveimur gullmótum sem haldin hafa verið eftir HM í Gautaborg og er eflaust staðráðinn í að endurtaka leikinn í kvöld. Einn- ig verður að hafa það í huga að hlaupið hjá Christie í kvöld gæti orðið með hans síðustu á stórmóti, en hann hefur líst því yfir að hann Ámýfékk silfur í Buffalo ÁRNÝ Hreiðarsdóttir, Óðni í Vestmannaeyjum, tryggði sér silfurverðlaun í sínum flokki, 40-44 ára, á heimsmeistaramóti öldunga, sem fór fram í Buff- alo í Bandaríkjunum fyrir skömmu — hún stökk 10.48 m. Þá varð hún sjötta í lang- stökki, 5.03 m. Kristján Gissur- arson, UMSB, varð fjórði í stangarstökki í sínum flokki (40-44), stökk 4.30 m. í 55 ára flokki varð Jón H. Magnússon, ÍR, fimmti í sleggjukasti — 46.68 m og Ólafur Unnsteins- son, HSK, fimmtándi í kringlu- kasti — 37.26 m. Þórður B. Sig- urðsson, KR, var sjötti í sleggjukasti í 65 ára flokki — 40.26 m og fjórtándi í kast- þraut, með 3.338 stig. Þau verða í sviðsljósinu á Meistaramót öldunga, sem hefst á Laugardalsvellinum í dag kl. 18 og einnig verður keppt á morgun kl. 10. AFINN sprettharði, Linford Christie, sem er 35 ára, hefur verið óslgraður eftir melðslin á HM í Gautaborg. ætli að setja gaddaskóna á hilluna í haust og ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en hann standi við þá yfirlýsingu sína. Aðalandstæðingur Soniu O’Sulli- van í 5.000 m hlaupinu í kvöld er sjálfur heimsmethafinn í greininni^ Femanda Ribeiro frá Portúgal. I þessu hlaupi verður eflaust allt lagt undir. Michael Johnson, Gwen Torr- ence og Natalya Shikolenko hafa nokkra yfirburði í sínum geinum, 400 m hlaupi, 200 m hlaupi og spjót- kasti kvenna og er fátt sem getur komið í veg fyrir að þau verði hlut- hafar í gullpottinum áður en sól hnígur til viðar í Berlín í kvöld. Takist Johnson og O’Sullivan að næla sér í hlutdeild í pottinum veð- ur það í annað sinn sem þeim tekst það því þau sigruðu bæði í sínum greinum í gullmótaröðinni árið 1993. Mótið í Beriín í kvöld verður einn- ig athyglisvert fyrir þær sakir að fyrrum silfurverðlaunahafi í 400 m hlaupi kvenna, Þjóðveijinn Grit Brauer, mætir til keppni eftir þriggja ára keppnisbann, en hún varð uppvís að því ásamt sprett- hlauparanum Katrin Krabbe að reyna að skipta um þvagsýni í þeim tilgangi að villa um fyrir lyfjaeftir- liti Alþjóðasambandsins. Duncan Ferguson frá út árið DUNCAN Ferguson, mið- heiji Everton, sem var keyptur frá Glasgow Ran- gers á fjórar millj. punda, mun ekki leika með Mersey- liðinu á þessu ári. Hann verð- ur að fara í aðra aðgerð vegna kviðsUts. Hann verður frá æfingum í átta vikur og siðan tekur það góðan tíma fyrir hann að komast í góða leikæfingu. Ferguson, sem er 23 ára, á yfir höfði sér ellefu leikja bann fyrir að skalla mótherja sinn í leik í Skotlandi. fslenskir knattspyrnuunn- endur fá því ekki tækifæri til að sjá Ferguson i leik Everton gegn KR. ÍÞRÖmR FOLK ■ ROBERTO Baggio er á ný kominn í landsliðshóp Ítalíu, eftir fjarveru vegna meiðsla. Arrigo Sacchi, þjálfari, hefur aftur á móti sett markvörðinn Gianluca Pagliuca út úr liði sínu fyrir Evrópuleik gegn Slóveníu í næstu viku. ■ SACCHI hefur valið sex leik- menn úr liði Juventus í hóp sinn — þar af markvörðinn Angelo Peruzzi og hinn unga varnarleik- mann Alessio Tacchinardi, sem vonast eftir að fá að leika sinn fyrsta landsleik. ■ PAUL Van Himst landsliðs- þjálfari Belga hefur kallað á Enzo Scifo og Marc Degryse inn í sext- án manna hóp sinn fyrir leikinn gegn Dönum í næstu viku í Evrópukeppninni. Bæði Scifo og Degryse voru ekki með í síðasta landsleik Belga, sem var gegn Þjóðveijum 23. ágúst. ■ RONALD Foguenne mið- vallarleikmaður hjá Standard Liege sem lék sinn fyrsta lands- leik fyrir Belga gegn Þjóðveijum, var aftur valinn hópinn. „Ég hef valið sterkt sóknarlið að þessu sinni því við verðum að sigra Dani,“ sagði Van Himst. Kínverjartaka á lyfjamisnotkun Refsivert að út- vega ólögleg lyf KÍNVERSKA þingið samþykkti í gær lög þess efnis að bannað væri að útvega íþróttafólki lyf á bannlista Alþjóða ólympíu- nefndarinnar og það væri jafn- framt refsivert athæfi rétt eins og mútur og hagræðing úrslita. Ennfremur var samþykkt að íþróttafólk, sem félli á lyfja- prófi, gæti verið dæmt í allt að fjögurra ára keppnisbann. Að auki voru veðmál bönnuð. Fram kom að íþróttamönn- um hefði að undanförnu verið refsað fyrir lyfjamisnotkun en nú væru slíkar refsingar orðn- ar að lögum. Undanfarin miss- eri hefur lyfjamisnotkun verið áberandi hjá Kínverjum. Á síð- asta ári féll 31 kínverskur íþróttamaður á lyfjaprófi og varð það til þess að kröfur urðu háværar um að útiloka Kín- verja frá alþjóða keppni. Ástandið hefur verið verst í sundinu en sjö kínverskir sund- menn, þar á meðal tveir heims- meistarar, féllu á lyfjaprófi á Asíuleikunum í fyrra. Ráðamenn hafa reynt að bregðast við með harðari refs- ingum. Lyfjaprófum í keppni sem utan keppni hefur fjölgað og fulltrúum alþjóða íþrótta- sambanda hefur verið leyft að framkvæma slík próf á kín- versku íþróttafólki utan keppni en ný lög taka enn ákveðnar á vandanum en gert hefur verið hingað til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.