Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 1995 C 3 Lesið í málverk 111 Gamli kastalinn Prins Eugen 1865-1947 ÞAKKAÐ veri bróður mínum, sem var við nám í Stokkhólmi á árunum fyrir 1950, komst ég trúlega svolítið betur inn í sænska listasögu en skólafélagar mínir i Handíða- og myndlistarskólanum. Eftir innlit á söfnin sendi hann mér stundum kort með myndum af listaverkum eftir sænska myndlistarmenn og meðal þeirra var hið fræga málverk Skýið („Molnet", 1896) eftir Prins Eugen. Bróðir minn var sér vel vitandi um listnám mitt og sjálfur tók hann hálft listsögupróf sem aukafag og átti því beint erindi á söfnin. Málverkið olli mér heilabrotum vegna þess hve einfalt og sérstætt það var í bygg- ingu, en hrifning á landslagsmyndum var ekki tiltakanlega inni í myndinni á þeim árum. Þá var maður ósjálfrátt tortrygginn ef listaverk komu frá hendi konungbor- inna, sem þótti úrkynjuð stétt í landi ný- stofnaðs lýðveldis. Trúlega er frægð málarans í og með ekki eins mikil vegna þess að hann bar hinn tiginborna titil, var sonur Oskars n konungs, og sænskir og norrænir listsögu- fræðingar eru þekktir fyrir flest annað en að vera hallir undir háaðalinn. Samt var hann með frjálslyndustu listamönnum sinnar samtiðar og sem meðlimur í inn- kaupanefnd þjóðlistasafnsins um árabil reyndist hann flestum fremur framsýnni og djarfari. Að mínu áliti er um vanmetinn listamann að ræða, sem væntanlega hefur komið í ljós á þeim sýningum norrænnar myndlistar aldamótaáranna, sem ratað hafa út í hinn stóra heim á undanfömum árum. Því miður rataði „Skýið“ ekki á sýning- una á Listasafni íslands, ei heldur önnur mynd sem ber nafnið „Skógurinn" og er frá 1892, sem mætti njóta meira sannmæl- is. Einkum vegna þess að lesa má sitthvað fleira úr henni en listsögufræðingar hafa gert til þessa sem skarar sjálfa söguna langt aftur í aldir. Vísa ég til þess, að enginn minni bógur en Anselm Kiefer málaði sirka 75 ámm seinna keimlíka mynd sem hann tengdi þýskri sögu, brennandi jörð háska- legrar fortíðar. Kiefer er þekktur fyrir áhuga sinn á norðrinu og hefur margsinn- is lagt leið sina þangað á vit hins einstaka birtugjafa og gæti jafnvel hafa séð þessa mynd, sem er í eigu listasafnsins i Gauta- borg. Viðbót Þýðvetjans var að hann stað- setti mannvem í forgmnninn, en munurinn á þessum myndum er helst hve dúkur prins- ins er ólíkt betur málaður. Hví skyldum við ekki skoða list okkar í ljósi sögunnar, einkum með vísun til þess, að á tímunum voru stefnumörkin skýr, „að norræn list ætti að bera ein- kenni norðursins". Vera gagntekin nor- rænum anda og hafa yfir sér annað yfir- bragð en raunsæi tímanna með því að í norðrinu væri listin ekki ávöxtur hamingj- unnar, heldur sterkra tilfinningabanda og borinn upp af þrá eftir einhveiju nálægu og áþreifanlegu. Þessari kenningu var einkum haldið fram af nánum vini prins- ins og leiðandi áhrifamanni í sænsku lista- samtökunum, málaranum Richard Bergh (1858-1919). Listin átti að hafa staðbund- in og þjóðleg einkenni, það er einmitt sú viðbót sem norðrið hefur helst fram að færa, sker sig úr list álfunnar og telst til helstu einkenna hennar. í þá veru voru norrænir málarar sjónrænir sagnfræðing- ar tímanna, nákvæmlega á sama hátt og starfsbræður þeirra sunnar í álfunni og skulu skoðaðir og metnir í Ijósi þess. Hin- ar hröðu breytingar í heiminum undan- farna áratugi hafa riðlað fyrri viðhorfum og gert þessa uppgötvun mikilvægari og forvitnilegri fyrir nútímann. Málverkið „Gamli kastalinn" (1893) er ekki eins ótvírætt verk og þessi tvö sem telja verður meðal lykilverka í norrænni myndlist, en ber þó í sér ýmis þau ein- kenni sem ríkust voru í list prinsins og er jafnframt skilvirkt afkvæmi ofan- greindra stefnumarka. Hin ógnvænlegu teikn yfir myndsviðinu eins og tákngera norrænt lunderni og trúarbrögð heiðninn- ar og eru jafnframt sem línurit af sálará- standi listamannsins. Málverk eru jafnað- arlega á einhvern hátt sjálfsafhjúpanir og val á myndefnum speglar hugarfylgsni gerendanna. Þannig kemur hið einræna lunderni prinsins skýrlega fram í myndefnavali hans, vekur ógnþrungnar kvíðablandnar duldir til lífs, sem hafa samhljóm í nor- ræni sögu og goðafræði. Málverkið af gamla kastalanum er mjög gott dæmi um þetta, einkenni myndbyggingarinnar eru láréttar línur og sterkar hlutfaliaandstæð- ur, sem órólegar bogalínur skýjabakkanna ijúfa. Mjói stígurinn í forgrunninnum og rákirnar á himninum gegna afgerandi hlutverki í heildinni, skipta myndsviðinu og opna það, skapa um leið tilfinningu fyrir fjarlægðum og rými. Öll myndin er þannig skólabókardæmi um regluna, mikið við lítið, þar sem hvorugt getur án hins verið. Bragi Asgeirsson. • Málverkið er á sýninguni Ljósið úr norðri íListasafni íslands. Óháð listahátíð Gítar- dansar KRISTINN H. Ámason gítarleikari leikur á tónleikum í Iðnó í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir eru lokadag- skrárliður Óháðrar listahátíðar sem staðið hefur síðan 18. ágúst síðast- liðinn. „Ég mun hefja tónleikana á verki eftir spánska tón- skáldið Fem- ando Sor sem uppi var um aldamótin 1900, í lok klassíska tímabilsins í tón- list og verkið er í þeim stíl og nefnist „Grand solo“,“ sagði Kristinn þegar blaða- maður Morgunblaðsins innti hann eftir efni tónleikanna. Annað verkið er eftir Johann Sebastian Bach, „Chaconna", og er útsetning á lo- kakafla í partýtu sem Bach skrifaði fyrir fiðlu.„ Þetta er stórt og viðam- ikið verk með stefi og tilbrigðum við það,“ sagði Kristinn. Eftir hlé mun verk Barriosar hljóma og er í rómantískum stíl. þáð heitir „La catetral“, eða Dóm- kirkjan, og er í þrem köflum. „Barrios var frá Paraguay og af indíánaættum. Ég enda svo tón- leikana á fjórum þjóðlegum döns- um eftir Spánveijann Granados en það verk var upphaflega samið fyrir píanó," sagði Kristinn að lok- um, en hann spilaði síðast á gítar- hátíð á Akureyri sem haldin var fyrr í sumar. Hann leikur reglulega á tónleikum og hefur m.a. komið fram með Kammersveit Reykjavík- ur. ----♦ ♦ ♦--- Eyktamörk, björg og flæði MYNDLISTARSÝNING Evu Benjamínsdóttur, sem ber yfír- skriftina Eyktamörk, björg og flæði stendur nú yfir í Listacafé og í veis- lusalnum í Listhúsinu í Laugardal, Engjateigi 17-19. Eva sýnir ný málverk unnin með olíu og akrýl á striga. Opið er mánu- daga til laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Allir velkomnir. Krístinn H. Árnason Hamrahlíðarkórinn í Jerúsalem Meistaralið frá Islandi HAMRAHLÍÐARKÓRINN undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur var fulltrúi Norðurlanda á alþjóðlegu kórahátíðinni Zimriya í Jerúsalem í ísrael í ágúst. Að sögn Þorgerðar fékk kórinn geysigóðar viðtökur og gagnrýni blaða var lofsamleg. Óskastund Kórinn var valinn til að syngja á opnunarhátíðinni sem fram fór í stærsta tónleikahúsi ísraels í Tel Aviv, Mann Auditorium. „Við feng- um í einu orði sagt stórkostlegar viðtökur það kvöld“, sagði Þorgerð- ur. „það er auðvitað erfitt fyrir mig að segja frá þessu þannig að það hljómi ekki eins og mont en okkur gekk svo ótrúlega vel, við hittum eiginlega á óskastund. Við komum tvisvar fram þetta kvöld. Fyrst tókum við þátt í flutn- ingi á Chichester Psalms eftir Leon- ard Bemstein ásamt Fílharmoníukór ísraels, New York Choral Society, Cantabile barnakórnum og Raanana- sinfóníuhljómsveitinni. Síðan komum við fram sem fulltrúar Norðurlanda þar sem við fluttum íslenska og skandínavíska tónlist. Við vorum aðrir af tveimur fulltrúum Evrópu við opnunina, við vomm fulltrúar fyrir norðrið en kór frá þýskalandi fyrir suðrið." Kristaltærar raddir Kórinn fékk lofsamlega dóma í Israelskum dagblöðum fyrir söng sinn á opnuninni. í blaðinu Ha Aretz (Landinu) segir að söngur „íslenska kórsins" hafi verið hápunktur kvölds- ins. „Hann syngur með kristaltæmm röddum. íslenskur þjóðlagasöngur þeirra minnti í fullkomleika sínum á hinn frábæra fílharmoníska kór frá Eistlandi undir stjórn Tönu Kaljuste HAMRAHLÍÐARKÓRINN á opnunarkvöldi hátíðarinnar í Jerúsalem. sem heimsótti okkur fyrir skömmu." í blaðinu Jedioth-Achronot hefur gagnrýnandinn umfjöllun sína um tónleikana með því að geta góðrar framistöðu Hamrahlíðarkórsins. vÞegar hinn viðkunnanlegi kór frá Islandi hóf að syngja I gærkvöldi varð ég öfundsjúkur sem ísraelsmað- ur vegna hreinleika söngs hans, vegna dásamlegs hljóms hans og sönggleði. Raddsetningar á þjóðlög- um þeirra voru og mjög góðar.“ Hjá rétttrúuðum Gyðingum Kórinn tók einnig þátt í flutningi á hátíðarkantötunni Rejoice in the Lamb eftir Benjamin Britten undir stjórn Bandaríkjamannsins Paul Brandvik. Tónleikarnir voru haldnir í Jerúsalemleikhúsinu þar sem kór- inn hélt aðra tónleika með íslenskum verkum. Kórinn fór og í heimsókn til Rehovot-borgar og hélt þar tón- leika. í Rehovot var gist á einka- heimilum, sumir kórfélaga gistu hjá rétttrúuðum Gyðingum sem Þor- gerður segir að hafi verið mikil upp- lifun. Þorgerður segir að til marks um gott gengi kórsins á hátíðinni hafi íslensku þátttakendurnir fengið mikla athygli. „Hallveig Rúnarsdóttir var t.d. kölluð á.fund með leiðbein- anda við Metropolitanóperuna sem var á ferð í Israel að leita efnilegra söngvara. Stefán Ragnar Höskulds- son flautuleikari var og valinn til að vera einleikari á tónleikum sem Bandaríkjamaðurinn Robert De Cormier stjórnaði á hátíðinni og Jó- hanna Ósk Valsdóttir var valin til að syngja einsöng í Rejoice in the Lamb. Einn kórfélaga, Þórdís Heiða Kristjánsdóttir, varð svo þess heiðurs aðnjótandi að vera valin í hóp átta söngvara af 1200 þátttakendum á hátíðinni til að ganga á fund Rabins forsætisráðherra ísraels." Þorgerður segir að ferðin hafi tek- ist vel í alla staði. „Mér finnst ég eiga rétt á því að segja sem fagmað- ur í kórtónlist að þessi ungmenni, 63 að tölu, voru eins og glæsilegt meistaralið frá íslandi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.