Morgunblaðið - 16.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.1995, Blaðsíða 1
2*io v&nmMí»i>ií» • Bókaútgefendur bjartsýnir ► 4 • Leikur að líkamshlutum ► 3 • Stjarna úr austri ► 8 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 BLAÐ Sænski gagnrýnandinn Carl-Gunnar Áhlén hefur verið óþreytandi við að kynna verk Jóns Leifs erlendis og lagt sitt af mörkum til að halda nafni hans lifandi ytra. Ami Matthíasson ræddi við Áhlén, sem segir Jón Leifs eitt af helstu tónskáldum Norðurlanda og skipar honum á stall með Sibeliusi. TVEIR menn hafa öðrum fremur haldið nafni Jóns Leifs á loft síðustu ára- tugi, Hjálmar H. Ragnars- son, sem skrifaði meðal annars meistaraprófsritgerð um verk Jóns, og sænski gagnrýnandinn Carl- Gunnar Áhlén, sem hefur barist fyr- ir því að verk Jóns yrðu flutt erlendis. Ógleymanleg Hekla Carl-Gunnar Áhlén starfar hjá Svenska Dagbladet og hefur verið tónlistargagnrýnandi blaðsins síð- ustu 30 árin. Hann segist fyrst hafa heyrt tónverk eftir Jón Leifs í út- varpi, þegar hann hlustaði á útsend- ingu frá Norrænum músíkdögum 1964. Verkið var Hekla og hann tók það upp úr útvarpinu. „Mér fannst verkið ógleymanlegt, hlustaði mjög oft á það og hugsaði mikið um það,“ segir Áhlén. „Ég held að enginn verði hrifinn af verkum Jóns í þeim skilningi sem menn heyra eitthvað sem þeir hríf- ast af þegar þeir heyra það í fyrsta sinn. Frekar er að þú dregst inn í verkin, þú verður að hlusta á þau aftur. Verk Jóns spyija spurninga sem ekki verður svarað nema með því að hlusta aftur og.þá koma fleiri spumingar og svo koll af kolli. Sum verka hans hef ég hlustað margsinn- is á, til að mynda hef ég hlustað á Geysi að minnsta kosti fimmtíu sinn- um. Það er sönnun snilligáfu Jóns að þú verður aldrei leiður á tónlist Yfirþyrmandi tilfinningar hans, það er alltaf jafnspennandi að hlusta á verk hans. Tónlist Jóns er hörkuleg, þrótt- mikil, jafnvel grimmdarleg á köflum og vekur yfírþyrmandi tilfínningar sem ekki er hægt að leggja að jöfnu við að hlusta á eitthvað sem þér finnst skemmtilega viðfelldið." Flutningur batnað gríðarlega Áhlén segir að þó hann hafi jafn- an sett sig í færi til að hlusta á verk Jóns upp frá því hann heyrði Heklu hafi þau sjaldan heyrst og þá oftar en ekki afskaplega illa spil- uð; hann nefnir sem dæmi útgáfu á Sögusinfóníunni „sem var þannig flutt að öllum erfiðustu köflunum var sleppt, og hvað var þá eftir?" Áhlén segir að Yggdrasil-kvart- ettinn, sem lék strengjakvartetta Jóns inn á disk fyrir BIS á síðasta ári sé gott dæmi um frábæra unga hljóðfæraleikara sem sýni nýjar hlið- ar á verkum Jóns með flutningi sín- um. ettinn hóf tónlistarferil sinn reyndar með flutn- ingi á fyrsta strengja- kvartett Jóns, flutti annan kvartettinn ári síðar og um það bil ár fór í að undirbúa flutn- ing þriðja kvartettsins. Ég frétti það að fyrstu fiðluleikari kvartetts- ins, sem er glæsilegur hljóðfæraleikari hafí orðið fyrir svo sterkum áhrifum þegar kvart- ettinn æfði fyrsta strengjakvartett Jóns að hann varð að taka sér hlé og fara í langa göngu til að komast í jafnvægi aftur. Það segir sitt um hve tónlistin er merkilega sérkenni- leg; ég hef aldrei hitt neinn sem hefur orðið þreyttur á verkum Jóns Leifs.“ Stórbrotinn persónuleiki „Ég er þeirrar skoð- unar að Jón hafi þróað svo sterkt tónmál vegna þess að fólk kunni ekki að meta tónlist hans. E Jón varð ekki fyrir utanaðkom- andi truflun í að móta tónlist sína og ég held að þannig hafi þessi stórbrotni persónuleiki fullkomnað tónmál sitt, og fýrir vikið er hann einn af þeim stóru, einn af helstu tónskáldum Norðurlanda og þótt víðar væri leitað, á stalli með Sibelius, Béla Bartok og álíka tónskáldum." Eins og áður segir hefur Áhlén verið óþreytandi að halda verkum Jóns að mönnum og hann segist yfirieitt nota Geysi til að sannfæra fólk um hve tónlist Jóns sé stórkost- leg. „Þegar stjómandinn þekkti Esa Pekka Salonen hugðist taka upp disk fyrir Sony-útgáfuna með norrænum verkum var leitað til mín með uppá- stungur. Ég sagði þeim að ég væri með í fórum mínum nóturnar að Geysi, sem ég var þá með í láni frá íslandi. Þeir þekktu verkið ekki en eftir að hafa litið á það var ákveðið að taka það upp. í öllum þeim fjöl- mörgu dómum um þá plötu sem ég hef séð eru gagnrýnendurnir heillað- ir af Geysi og skrifa mun lengra mál um það verk en önnur á disknum sem eru eftir Sibelius og Alfvén og fleiri þekkt norræn tónskáld." Draumur Áhléns Fjöldamörg verka Jóns bíða flutn- ings, en Áhlén segist trúa því að þau verði öll komin út á diskum áður en langt um líður og fólk eigi almennt eftir að átta sig á hve stórkostlegt tónskáld hann var. Hann segist eiga sér ákveðinn draum um flutning Eddu-óratóríanna, sem hann hafi meðal annars ámálgað við forseta íslands. „Ég myndi vilja láta setja upp eina af óratóríunum þremur í hverri höfuðborg, Ósló, Kaupmanna- höfn og Stokkhólmi, fljúga síðan með flytjendurna á milli borga og ná þannig að flytja öll verkin í hverri borg. Síðan yrðu allir fluttir til ís- lands og verkin flutt í heild þar, þetta er verk sem verður að flytja." Fyrstu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins í vetur Perlur og rómantík FYRSTU tónleikar Kamm- ermúsíkklúbbsins á nýju starfsári verða annað kvöld í Bústaðakirkju. Á efnisskránni eru strengjakvartett- ar eftir Beethoven, Schubert og Brahms en flytjendur eru Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, Helga Þórar- insdóttir, víóla, og Richard Talkowsky, selló. Tónleikarnir hefjast á strengja- kvartett nr. 8 í e-moll, op. 59 nr. 2, eftir Ludwig van Beethoven. Kvartettarnir hans þrír, op. 59, sem skrifaðir voru fyrir rússnesk- an greifa, Rasumovskíj að nafni, eru tímamótaverk og að margra mati meðal merkustu tónsmíða sinnar tegundar. Helga segir að sá sem fluttur verði annað kvöld sé innhverfari en hinir en tón- skáldið mun hafa byggt þriðja kafla hans á rússnesku þjóðlagi. „í þessum kvartett kemur skýrt fram hvað Beethoven var mikill snillingur í að skrifa fyrir strengjakvartetta. Þetta er heill- andi verkefni sem maður gæti hæglega verið að fást við allt líf- ið,“ segir Helga. Strengjakvartett nr. 12 í einum þætti í c-moll, D. 703, sem Franz Schubert samdi árið 1820, átti ein- ungis að verða fyrsti kaflinn í stór- um kvartett. Einhverra hluta vegna komst hann hins vegar ekki lengra með verkið en þessi eini kafli þykir meðal þess besta sem Schubert samdi. Helga og Sigrún eru í það minnsta ekki í neinum vafa: „Kaflinn er perla.“ Johannes Brahms tók snemma að semja strengjakvartetta en fargaði tuttugu slíkum áður en hann loksins sleppti hendi af tveimur til útgáfu. Annar þeirra, kvartett nr. 1 í c-moll, op. 51.1, mun hljóma á eftir meistaraverk- um Beethovens og Schuberts. „Þessi kvartett er mjög róman- tískur eins og Brahms var sjálf- ur,“ segir Helga. Sigrún segir að það sé alger veisla fyrir strengjahljóðfæraleik- ara að spila þessi nafntoguðu verk. „Okkur þykir líka mikill heiður að fá að spila á fyrstu tón- leikum Kammermúsíkklúbbsins í vetur,“ bætir Helga við. Miklar kröfur Fjórmenningarnir hafa efnt til tónleika annað veifið í mörg ár. „Okkur þykir skemmtilegt að spila saman en við gerum miklar kröfur hvert til annars,“ segir Sigrún. Hún er búsett í Bretlandi um þessar mundir og því kemur kvartettinn sjaldan saman til æf- inga. Helga segir að því fylgi bæði kostir og gallar. „Við myndum vafalaust æfa jafnt og þétt ef Sig- rún byggi hér á landi. Hins vegar flytur hún jafnan ferska strauma heim með sér auk þess sem lítil hætta er á rútinuleiða Iijá kvart- ettinum." Sigrún kom gagngert til lands- ins til að spila á tónleikunum ann- að kvöld. Heldur hún utan strax á mánudag en þá um kvöldið hefst tónlistarhátíð í Cornwall. Á henni mun Sigrún spila títtnefnda strengjakvartetta Brahms og Be- ethovens. Veturinn leggst vel í Guðmund W. Vilþjálmsson einn af forsprökk- um Kammermúsíkklúbbsins. „Tónleikarnir heppnuðust vel í fyrra og aðsóknin var mjög góð. Við erum mjög stoltir af dagskrá vetrarins enda munu úrvalstón- listarmenn koma fram á öllum tónleikunum.“ Aðrir tónleikar vetrarins verða 15. október en þá verður Tríó Reykjavíkur í sviðsljósinu. Morgunblaðið/Ásdís RICHARD Talkowsky, Sigurlaug og Sigrún Eðvaldsdætur og Helga Þórarinsdóttir spila á fyrstu tónleikum Kammermúsík- klúbbsins annað kvöld og hefjast þeir kl. 20.30 í Bústaðakirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.