Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.09.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 B 5 •Hormónið sem heldur okkur í tokti við dægur- og órstíðosveiflur. •Hormónið sem stjórnor hvenær hryssur eru í lót- um. •Auðveldnr fólki nð oð- lognst miklum tímomun. • Svefntöflur sem ekki vnldn drungn nð morgni. •Þnð nýjosto í Ameríku, nóttúruleg svefntnfln. hefur Dr. Cohen einmitt fært sér í nyt og hannað getnaðarvarnar- töflur sem hver inniheldur 75 mg af melatóníni. Nú þegar hafa 1.000 evrópskar konur tekið þátt í rann- sókn á áhrifum lyfsins og komu engar eiturverkanir í ljós. Til stendur að gera samskonar rann- sókn í Bandaríkjunum innan tveggja ára. Feldurinn varð þykkur og glansandi Melatónín virðist einnig hafa áhrif á ónæmiskerfið. T-frumur lík- amans, sem ráðast gegn bakteríum og veirum, eru framleiddar í hóst- arkirtlinum. Hann minnkar með aldri og leggur því sífellt minna til ónæmisvarnanna. Rannsóknir í til- raunaglösum benda til þess að sér- stakir viðtakar eða göng séu á frumum og kirtlum ónæmiskerfis- ins sem melatónín noti. Þá tók ítalskur ónæmisfræðingur, Walter Pierpaoli, sig til fyrir nokkrum árum og skar heilaköngulinn úr tíu ungum músum og-setti í jafnmarg- ar gamlar mýs. Brá svo við að ungu mýsnar eltust allsnarlega og fengu m.a. skallabletti á bakið en þær gömlu öðluðust fyrri styrk og orku og feldur þeirra varð þykkur og glansandi. Við krufningu á músun- um kom í ljós að hóstarkirtillinn í ungu músunum hafði minnkað verulega miðað við hóstarkirtil í jafngömlum músum en kirtillinn í gömlu músunum hafði stækkað. Góöur nætursvefn Flestir þeirra sem nú þegar taka melatónín að staðaldri gera það vegna áhrifa þess á svefn sem og þreytu vegna langra flugferða. Fer- tug kona frá Kaliforníu segist t.d. hafa notað efnið sem svefnlyf í tvö ár. Hún fullyrðir að andvökunætur og svefntruflanir séu á bak og burt og að hún finni ekki til nokkurs drunga að morgni. Dr. Richard Wurtman hefur rannsakað svefnframkallandi eigin- leika melatóníns frá því snemma á níunda áratugnum en þá gaf hann sjálfboðaliðum það sem nú kallast risaskammtar af lyfinu eða 240 mg. Samanburðarrannsóknir sem síðan hafa verið gerðar hafa sýnt fram á að tíundi hluti úr milli- grammi flýtir svefni hvenær sem er á sólarhringnum. Vísindamenn hafa einnig fundið út að 5 mg af melatóníni að kvöldi í skamman tíma auðveldar fólki sem starfar í flugvélum að laga sig að flugi yfir mörg tímabelti. ■ María Hrönn Gunnarsdóttir Rafsegulsvið og melatónínmyndun „MEÐAL þeirra greina sem ég hef fundið um melatónín eru greinar um að rafsegulsvið geti haft áhrif á framleiðslu melatóníns í líkam- anum og dragi úr virkni þess,“ segir Björg Þorleifsdóttir, líffræðingur, en hún stundar rannsóknir á svefni ásamt Helga Kristbjamarsyni, Iækni, og Júlíusi K. Björnssyni, sálfræð- ingi. „Það hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á þetta nema með dýratilraunum." Russel Reiter, sem vitnað er til í greininni í Newsweek er ein- mitt einn þeirra sem hafa rann- sakað áhrif segulsviðs á melatón- ínframleiðslu í dýrum. Fáar rannsóknir hafa enn verið gerðar á fólki hvað þetta varðar, að sögn Bjargar, en til stendur að gera forrannsókn á rannsókn- arstofunni sem hún starfar á. RafsegulsviA í svefnherberginu? „Menn hafa velt fyrir sér hvort þeir lifnaðarhættir sem við búum nú við hafi áhrif á framleiðsluna þannig að hún minnki og svefntruf- lanir og svefnleysi aukist þar með. Fólk er með alls konar rafmagns- tæki inni á heimil- um sínum og það er vitað að sum þeirra skapa ákveð- ið rafsegulsvið en það er hins vegar spurning hvort það er nógu sterkt til þess að hafa áhrif,“ segir Björg. Hug- myndin er að kanna hvort tæki sem eru inni í svefnher- bergjum, til dæmis vekjaraklukka, raf- magnshitapoki eða sjónvarp, geti haft áhrif á framleiðslu melatóníns. Að sögn Bjargar era menn víða um heim farnir að velta þessu fyrir sér og meðal annars er fólk sem starfar við svefnrann- sóknir á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að undirbúa rannsókn á áhrifum segulsviðs, sem mynd- ast í kringum tölvur, á melatónín. Þá segist Björg hafa lesið um það nýlega á alnetinu að einhverj- ar efasemdir væru uppi um hvort gefa mætti ungu fólki, sem er að komast á kynþroskaaldurinn, melatónín. Myndun melatóníns fellur mikið á kynþroskaaldrinum þannig að utanaðkomandi viðbót gæti seinkað kynþroska. ■ Morgunblaðið/Ásdís Björg Þorleifsdóttir Það gerist skyndilega! Maginn gerir uppsteit, stress, þreyta og sérstakur matur getur sett magann úr jatnvægi. Óþægindi lýsa sér oft sem súr uppkoma i hálsi. brjóstsvlði, vindgangur, harðlíti og niðurgangur. Þetta þykir öllum afaréþægilegt og líöur þáillaíöllum likamanum. Vinsælasta ftellsuelnið í Þýskalanði, Svfþjóð og Bretlandi. Silicol fæst í Sjénvarpsmarkaðnum, sími 515-8000 og fer í almenna dreitingu um áramút. 500 ml »nvhrief> ccf* utvíines bftíK DAGLEGT LÍF Bíræfnir þjófar bísa gömlum dagblöðum JJ OFT er sagt að fátt sé eins fánýtt og dagblöðin frá gær, bS enda gögnuðust þau lengi vel 0^ varla til annars en að umlykja soðninguna frá fisksalanum á hominu. Nú eru breyttir tímar og verð á gömlum dagblöðum hefur hækkað vegna mikillar j eftirspurnar þeirra til endur- ðð vinnslu. í Bandaríkjunum hefur ný stétt þjófa, sem kalla má blaðab- ísa, orðið til og fara þeir rænandi og ruplandi um ýmsar stórborgir, borgaryfirvöldum til mikillar hrell- ingar. í Houston og fleiri borgum gera blaðabísar út í pall- og sendiferðabíl- um og moka góssinu upp í tonnavís á hveijum degi. í skjóli nætur þræða þeir göturnar og láta greipar sópa áður en sorpbílarnir koma á vett- vang. Lögreglu- og borgaryfirvöldum er gramt í g-eði og fullyrða að blaðabís- arnir selji fenginn í endurvinnslu- stöðvar, sem ella hefðu keypt farm- inn af borginni. Athæfið er sagt jafn- gilda stórtækum þjófnaði frá skatt- greiðendum, enda sé afrakstur næt- urinnar oft sem samsvari rúmum 26 þúsundum íslenskra króna. Eign borgaryfirvalda í mörgum stórborgum er leitað leiða til að koma lögum yfir lögbijót- ana. „Allt sem látið er út á gang- stétt, hvort sem það er sorp eða gömul dagblöð, er eign Houstonborg- ar,“ segir Ed Chen, sem er í for- svari fyrir endurvinnsluáætlun borg- arinnar. Hann segir að um þriðjung- ur dagblaða, sem eigi að fara í endur- vinnslu, sé tekinn óftjálsri hendi. Slíkt kosti skattgréiðendur a.m.k. hálfa milljón dollara á ári (rúmar 32,5 milljónir íslenskra króna). Borg- apifirvöld hyggjast senn setja á lag- gimar sérstaka eftirlitssveit til að handtaka þjófana. A þessu ári hafa sextíu og tveir blaðabísar verið ákærðir í New York. Allt skýtur þetta nokkuð skökku við því fyrir ári þurftu borgaryfirvöld að greiða flutningsmönnum sem samsvarar 1.965 íkr. fyrir hvert tonn sem þeir fjarlægðu. Núna fær borgin sem samsvarar tæpum 10.500 Ikr. fyrir sama magn. Búist er við að blaðabísarnir rýri hlut borgarinnar, sem í ár er áætlaður um tuttugu milljónir dollara eða tæplega 1,3 milljarðar íslenskra króna. Góð vikulaun Nýverið handtók nýskipuð eftir- litssveit í Los Angeles rúmlega fer- tugan karlmann fyrir að stela 17 tonnum af gömlum dagblöðum á yfir- ráðasvæði borgarinnar. Blaðabísinn sagði afraksturinn, en hann fékk 800-1.200 dollara (52-78 þús. íkr.) á viku fyrir að selja endurvinnslunni fenginn, vera einu tekjulind sína og hann hefði ekki haft minnstu hug- mynd um að hann væri að bijóta lögin. Tilskipun ríkisstjórnarinnar og ýmissa fijálsra félagasamtaka um aukna endurvinnslu hefur aukið eft- irspurn eftir gömlum dagblöðum til muna. í Houston hefur verð fyrir tonnið hækkað úr sem samsvarar 1.462 íkr. í 6.825 íkr. á tíu mánuð- um. Fram til þessa hafa blaðabísarn- ir einungis fengið áminningu, en þar sem málið er grafalvarlegt víla yfir- völd ekki fyrir sér að borga lögreglu- þjónum yfirvinnulaun fyrir að vakta svæði og freista þess að góma þjóf- ana Um 7,6 milljónir tonna af dag- blaðapappír voru endurunnar í Bandaríkjunum á síðasta ári. „Þar af fóru tveir þriðju hlutar í opinberar endurvinnslustöðvar," segir Jerry E. Powell, ritstjóri tímarits um end- urvinnslu, sem gefið er út í Portland, Oregon. Powell fullyrðir að blaðabís- arnir kosti skattgreiðendur landsins 100 milljónir dollara (6,5 milljarða Ikr.) á ári. Engir blaðabísar á íslandi Ögmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, segir að á ís- landi hafí þjófar ekki ásælst gömul ' dagblöð, enda eigi þeir óhægt um vik að koma þeim í verð. Sorpa ann- ist móttöku pappírs úr gámastöðvum og litlum gámum, sem nýverið var komið upp víðsvegar á höfuðborgar- svæðinu. „Verð á dagblaðapappír, sem við seljum til Svíþjóðar, hefur hækkað um 40% frá því í apríl. Ekki eru nema fjögur ár síðan við þurftum að greiða með farminum, en núna fáum við verð sem nægir fyrir öllum kostnaði við flutning og fleira,“ seg- ir Ögmundur og var ófáanlegur til að gefa upp verð, sem Svíarnir greiða fyrir tonnið. Fyrir 1. september, greiddi Sorpa '500 kr. fyrir tonn af bylgjupappa en ekkert fyrir annan pappír. Þá hækk- aði verðið fyrir tonn af bylgjupappa í 2.000 kr. og jafnframt var farið að greiða sömu upphæð fyrir blaða- pappír. Nýjum verðflokki var jafn- framt bætt við fyrir svokallaðan gæðapappír, en það er t.d. pappír frá skrifstofum og tölvufyrirtækjum og er greitt 5.000 kr. fyrir tonnið. Sorpa greiðir ekki fyrir minna magn en 250 kg o g segir Ögmundur að því sé eink- um á færi fyrirtækja og stofnana að koma pappír í verð. Að sögn Ogmundar hafa safnast um 30-40 tonn á viku á höfuðborgar- svæðinu eftir að gámum var komið upp í íbúðarhverfum. „Þetta er tölu- verð aukning því svipað magn safn- aðist á mánuði áður. Mér fínnst að atvinnurekendur mættu taka sig bet- ur á og bindast samtökum um að koma pappa í endurvinnslu til að verðmæti fari ekki forgörðum í stór- um stíl. Slíkt ætti ekki að reynast erfitt í framkvæmd og mætti til dæmis huga að því um leið og vöru- dreifingu." ■ vþj Heimild/Herald Tribune Allt sem láfið er út á gangstétt, hvort sem það er sorp eða gömul dagblöð, er eign Houston- borgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.