Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Markakóngurinn Arnar Gunnlaugsson Samanburður á mörkum hans 1992 og 1995 Leikjafjöldi og skoruð mörk Hvernig skoraði Arnar mörkin '.*» 1992 Með vinstri fæti 9 5 Með hægri fæti 4 4 | Með skalla 2 1 Úr aukaspyrnu O 2 • Úr vftaspyrnu O 3 15 J£j Hvaðan skoraði Arnar mörkin '*) 1992 1995 Úr markteig 2 4 Ur vítateig u. markt. 12 4 ; Utan vítateigs 1 4 Úr vítaspyrnu °. ? 15 15 1 Hvar skoraði Arnar mörkin '*) 1992 19951 Á Akranesvelli 9 ■io Á öðrum vöilum 6 5 ' 15 15 í Hvenær skoraði Arnar mörkin (*) 1992 Á 1. til 15. mín. Á 16. til 30. min. 3 2 1 i 4 | Á 31. til 45. mín. 1 2 Á 46. til 60. mfn. 3 ! i 1 Á 61. til 75. mín. 3 o Á 76. til 90. mín. 3 í 7 1 15 .15 Gegn hverjum skoraði Arnar morkin 1992 [l 995 Fram 2 FH 4 1 2 | Breiðabliki 2 ÍBV 4 1 3 i KR 1 1 Víkingi 1 I 1 Þór 1 Keflavík 1 3 | UMFG 3 Leiftri 1 1 i Val 2 15 L.15J 5 £ HETJUR ■ ÞJÁLFARASKIPTI hafa orðið hjá meistaraflokki kvenna í Stjörn- unni. Jörundur Áki Sveinsson mun þjálfa liðið á næstu leiktíð, en hann hefur á undanförnum áram þjálfað yngri flokka félagsins og Breiða- blikis. Jón Óttar Karlsson sagði starfi sínu lausu í síðustu viku og hyggst snúa sér að öðra. ■ PATREKUR Jóhannesson lék sinn 100. landsleik á sunnudaginn er íslenska landsliðið vann það rúm- enska í Kaplakrika. ■ EINAR Gunnar Sigurðsson náði einnig þessum áfanga fyrir skömmu, lék 100. leik sinn í Austurríki í byijun september. ■ JÓN Krisijánsson kom ekki mik- ið við sögu í Ieiknum gegn Rúmenum Hann var fyrsti skiptimaður, kom inná þegar 19 mínútur og 19 sekúnd- ur voru liðnar af leiknum en var rek- inn útaf 29 sekúndum síðar fyrir að ýta á bak hornamanni þegar hann fór inn úr hægra hominu. ■ EYJASTÚLKUR hafa fengið góðan liðsstyrk því sænska landsliðs- konan Malin Lake hefur ákveðið að leika með liðinu í vetur. ■ SKAGAMENN héldu uppskera- hátíð sína á laugardaginn og var Sigurður Jónsson kostinn besti leik- töm FOLK maður sumarsins í meistaraflokki karla og Kári Steinn Reynisson sá efnilegasti. ■ MARGRÉT Ákadóttir var kosin besti leikmaður meistaraflokks kvenna og Ingibjörg Ólafsdóttir sú efnilegasta. Þá var Ólafur Þórð- arson kjörinn leikmaður ársins af styrktaraðila liðsins, Búnaðarbank- anum. ■ EYJAMENN héldu einnig upp- skeruhátíð og þar á bæ var Her- mann Hreiðarsson valinn besti leik- maður sumarsins. Tryggvi Guð- mundsson var valinn efnilegasti leik- maður IBV. ■ BERNHARD Langer sigraði á Opna Evrópumótinu í golfí sem fram fór á írlandi um helgina. Lan- ger lék á 280 höggum eins og Barry Lane og jafnaði hann á síðustu flöt með því að setja niður rúmlega 20 metra pútt og vann síðan í bráða- bana á annari holu með þvi að setja niður átta metra pútt. ■ BÚIST er við metþátttöku í næstu heimsmeistarakeppni í knatt- spyrnu. 144 þjóðir tóku þátt í síð- ustu undankeppni en nú búast for- ráðamenn FIFA við að meira 150 þjóðir sæki um, flestar tilkynning- arnar era komnar en sumar eru á leiðinni í pósti. Dregið verður í riðla í París 12. desember. ■ LÁRUS Orri Sigurðsson lék vel með Stoke er liðið gerði 1:1 jafn- tefli við Crystal Palace á útivelli um helgina. Hann fær góða dóma í enskum dagblöðum og þykir einn besti leikmaður liðsins. ■ LES Ferdinand, sóknarmaður- inn snjalli hjá Newcastle hefur verið valinn í enska landsliðið á nýjan leik eftir 13 mánaða fjarveru, en enskir leika æfingaleik við Norðmenn í Osló 11. október. ■ BEBETO, hinn sókndjarfi Bras- ilíumaður í liði Deportivo á Spáni gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fimm mörk liðsins gegn Albacete í deildinni um helgina. Bebeto fór á kostum og gerði ijögur síðustu mörk- in á síðustu sex mínútum leiksins. ær riðu um héruð, hjuggu mann og annan og ein var sögð hafa stokkið hæð sína í öllum herklæðum. Hetjur gær- dagsins lifa enn á bókum, en hetjur nútímamannsins — að minnsta kosti þess sem hefur gaman af íþróttum — birtast daglega á sjón- varpsskjám og síðum dagblaða, bæði hér á landi og erlendis. Eru sprellif- andi og sem krydd í tilveru áhugamannsins. Egill, Snorri, Gunnar, Njáll og Skarphéðinn voru allt hetjur — hver á sinn hátt — eins og Pele, Laxness, Ásgeir, Jordan, Beckenbauer og Maradona urðu síðar. Oft hefur verið lögð áhersla á liðsheildina þegar flokkaíþróttir eru annars vegar, og hún skiptir auðvitað mestu máli. Maradona hefði aldrei unn- ið neitt með tíu viðvaninga sér við hlið. En því verður hins veg- ar ekki á móti mælt að einstakl- ingurinn — þessi snillingur sem birtist alltaf öðru hveiju — er ómissandi, og íþróttirnar væru öldungis óspennandi nyti hans ekki við. Tveir af bestu knattspyrnu- mönnum okkar tíma snéru aftur um nýliðna helgi, eftir af hafa tekið út keppnisbann. Argent- ínumaðurinn Diego Maradona, af mörgum talinn besti leikmað- ur samtíðarinnar, lauk 15 mán- aða keppnisbanni, sem hann var úrskurðaður í vegna óleyfilegrar lyfjaneyslu á HM í Bandaríkjun- um og virkaði að sögn frísklegur með Boca Juniors í vináttuleik gegn landsliði Suður Kóreu í Seoul. Endurkoma hans vakti að vonum mikla athygli en spennan var ekki minni á Manc- hester í Englandi þegar Eric Cantona gekk inn á grasteppið á Old Trafford í fyrsta skipti í átta mánuði í rauða og hvíta búningnum. Þessi frakki Frakki, sem segja má að sé snillingur innan vallar en vandræðageml- ingur í aðra röndina, brást ekki fjölmörgum aðdáendum sínum; var besti maður' United, lagði upp mark strax eftir rúma mín- útu og skoraði úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Sannarlega glæsileg endurkoma Cantonas, Hinn ungi Robbie Fowler fór á kostum hjá Liverpool í sama leik og þar er kominn fram á sjónarsviðið strákur sem á eftir að skemmta áhorfendum lengi. Bebeto hinn brasilíski gerði fimm mörk fyrir Coruna-menn á Spáni um helgina og þannig mætti lengi telja. Snillingarnir eru margir og þá er víða að finna. „Pant vera Pele,“ hefur lík- lega heyrst oft á leikvöllum heimsbyggðarinnar á sjöunda og áttunda áratugnum, þegar skipt var á tvö mörk, síðan voru það Cruyff og Beckenbauer, þá fyrrnefndur Maradona og Can- tonamir eru örugglega margir í Manchester um þessar mundir. Og svo er það sigurmark Bjarka gegn Rúmeníu. Ætli ein- hveijir pjakkar hafí ekki reynt að herma eftir honum á hand- boltaæfíngu í gær? Skapti Hallgrímsson Liðsheildin er mikil- væg en snillingarnir ómissandi krydd Er handknattleiksmaðurinn JÚLÍUS JÓIMASSON ekkert á leiðinni heim? Löngunin sí- fellt sterkari JÚLÍUS Jónasson átti stórleik með íslenska landsliðinu ífyrri leiknum gegn Rúmenum í síðustu viku, gerði 8 mörk í 10 tilraun- um og í síðari leiknum á sunnudaginn var hann sterkur í vörn- inni og var með 50% nýtingu í sókninni, gerði 4 mörk úr 8 til- raunum. Júlíus leikur með þýska liðinu Gummersbach og er það á öðru ári en samningur hans við liðið rennur út í vor. Júlíus hóf feril sinn sem atvinnumaður árið 1989, eftir B-keppnina í Frakklandi og ætlaði að vera úti í eitt tii tvö ár en er nú á sínu sjöunda ári. Eiginkona Júlíusar er Helga Helgadóttir og eiga þau einn son, Alexander Örn, sem er að verða eins árs. Boris fAbkashev] kom til félagsins. Þetta var virkilega góður og sam- stilltur hópur og við unnum allt sem hægt var að vinna þannig að áhug- inn á handboltanum varð öðrum greinum yfirsterkari." Síðan eru árin með meistara- flokki Vals og eftir það atvinnu- mennskan. „Já, eftir B-keppnina í Frakk- landi árið 1989, gerði ég samning við PSG í Frakklandi og lék tvö tímabil með liðinu. Haustið 1991 fór ég til Bidasoa á Spáni og lék með þeim í eitt ár áður en ég fór aftur til PSG. Veturinn 1993 til 1994 kom þetta fræga ár þegar við Geir [Sveinsson] lékum með Alzira á Spáni. Það stóð til að vera í tvö ár hjá liðinu en peningaskort- ur þess varð til þess að ég hætti og fór til Gummersbach." Var þetta ekki Ieiðinlegur tími hjá Alzira? Eftir Skúla Unnar Sveinsson Júlíus er Reykvíkingur í húð og hár, fæddur 22. ágúst 1964, og lék með yngri flokkum Vals í handbolta, æfði auk þess körfu- bolta og knatt- spyrnu, en ákvað síðan að snúa sér alfarið að handboltanum. „Ég æfði körfu, handbolta og fótbolta með Val en flutti mig síðan í fótboltan- um yfir í Gróttu því við fluttum út á Nes þegar ég var tólf ára. Ég lék með Gróttu í þriðju deildinni um tíma en ákvað síðan að einbeita mér að handboltanum, enda hafði ég ákveðið mig strax þegar ég var fimmtán ára. Eg taldi hæfileikana mesta þar og að ég ætti mesta möguleika í handboltanum," segir Júlíus. Var ekki gaman með yngri flokkunum í Va 1? „Jú, það var frábær tími þegar Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÚLÍUS Jónasson landsliðsmaður svalar þorstanum eftir landsleikinn gegn Rúmenum á sunnudaginn. „Nei, trúlega var þetta skemmti- legasti tíminn á ferlinum, fyrir utan tímann hjá Val áður en ég fór út. Þetta voru tóm vandræði. Það var alltaf verið að lofa okkur því að stuðningsaðili fengist og að við fengjum útborgað, alla vega ef við yrðum Evrópumeistarar. Það var ansi langsótt í upphafi en það má eiginlega segja að við höfum látið draga okkur á asnaeyranum alla leið, því við urðum Evrópumeistar- ar. En peningana fengum við aldr- ei.“ En hvað hefur þú fengið út úr þessu sem atvinnumaður. Helling af peningum er það ekki? „Ég ætla nú ekkert að tala um það,“ segir Júlíus brosandi. „En svona almennt þá hefur maður auðvitað þroskast mikið. Það er gaman að kynnast menningu land- anna þar sem maður er hveiju sinni, læra tungumálið og handbol- talega séð verður maður auðvitað betri. Þetta er skóli út af fyrir sig. Það er til dæmis stór munur á því að vera í sumarfríi á Spáni eða að skjótast til Parísar miðað við að búa á þessum stöðum. Ég hef kunn- að vel við mig þar sem ég hef ver- ið og sérstaklega kunni ég vel við að búa á Spáni.“ Ertu á leiðinni heim? „Það kemur auðvitað að því fyrr eða síðar. Þegar ég fór út ætlaði ég að vera í eitt eða tvö ár en er á sjöunda árinu núna þannig að það er kannski best að segja sem minnst. Ég gæti vel hugsað mér að vera eitt ár í viðbót í Þýska- landi ef ég fengi boð um það, en ég verð að viðurkenna að löngunin til að koma heim verður sífellt sterkari."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.