Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995 B 5 Morgunblaðið/Bjami Eiríksson stórt hlutverk í varnarleiknum — sem nn naut sín ekki nógu vel.“ indan iigur Óska íslend- ingum alls hins besta DORUSimion, þjálfari Rúmena, er mikill íslandsvinur eins og algengt er um landa hans í handboltanum. Hann var að mörgu leyti ánægður með sína menn og stöðuna að tveimur umferðum loknum en sagði að of snemmt væri að fagna því mikið væri eftir og enn ættu Islendingar jafna möguleika á að kom- ast í úrslitakeppnina. „Við lékum betur en í heimaleiknum og ég er sérstaklega ánægður með baráttuna og hvernig strákarnir létu hvorki mótherjana, dómarana né áhorf- endur fara með sig á taugum. Eg hef ekki yfir neinu að kvarta en þetta er ekki búið. Það verður sérstaklega erf- itt fyrir okkur að ná stigi gegn Rússum og Islendingar eiga jafna möguleika þó við séum marki yfir eins og stendur. íslendingar léku betur í Rúmeníu og ef þeir hefðu spilað eins núna hefðu þeir sigrað með minnst fimm marka mun. Bjarki Sigurðsson kom mér mest á óvart og ég var hissa að sjá hann ekki í Rúmeníu en skil vel hvers vegna hann átti ekki heimangengt. Þetta fór aðeins úr böndunum undir lokin og ég biðst afsökunar á því að við fórum yfir strik- ið en að öðru leyti var þetta prúðmann- lega leikinn leikur þó fast væri tekist á og ég óska íslendingum alls hins besta í framtíðinni." URVALSDEILDIIM I KORFUKIMATTLEIK Háspenna í fyrsta sigri IR SPENNAN var í hámarki í Selja- skóla á surmudagskvöldið þegar ÍR og Keflavík mættust. Eft- gimmgUI ir að heimamenn jvar höfðu náð góðum Benediktsson tökum á leiknum í skrífar fyrri hluta fyrri hálf- leiks komu Keflvík- ingar sterkir til baka og jöfnuðu í byijun þess síðari. Það sem eftir lifði var svo til jafnt á öllum tölum og svo fór að Falur Harðarson jafn- aði fyrir Keflavík rétt fyrir lok venjulegs leiktíma með þriggja stiga skoti, 81:81. Framlengja varð Bursl li ijá Þór Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri ÞÓRSARAR gjörsigruðu Vals- menn á Akureyri og fylgdu þar með eftir góðum sigri í fyrstu um- ferð þegar þeir lögðu Skallagrím með 35 stiga mun. Nú bættu þeir um betur og sigúuðu Val með 50 stiga mun, 112:62. Ef marka má þennan leik er skiljanlegt hvers vegna Valsmönnum er spáð falli. Hins vegar er of snemmt að segja til um hvort Þórsarar séu líklegir til einhverra afreka í vetur. Það tók Þórsara nánast allan fyrri hálfleikinn að hrista Valsmenn al- mennilega af sér og aðeins Fred Williams sem náði sér á strik og skoraði 25 stig. Munurinn í leik- hléinu var 13 stig, 50:37, en vörnin lagaðist til muna í seinni hálfleik og fleiri leikmenn létu til sín taka. Valsmenn voru algjörlega yfirspil- aðir síðustu 15 mín. og þeim tókst ekki að koma knettinum í körfu Þórs langtímum .saman. Nægir að nefna að Þórsarar breyttu stöðunni úr 66:48 í 96:52. Það er fátítt að skora 30 stig gegn 4 á skömmum tíma og að sjálfsögðu gátu heima- menn leyft sér ýmsar hundakúnstir og allir leikmenn liðsins komust á blað, annan leikinn í röð. Fred Williams var óstöðvandi og skoraði 39 stig. Hann hvíldi sig þó um tíma í seinni hálfleik. Konráð var dijúgur í þriggja stiga skotunum og Kristján hrökk í gang í seinni hálfleik. Kristinn Friðriksson bíður betri tíma. Bjarki Guðmundsson var bestur Valsmanna. Nítján stig ífyrri hálfleik AFAR slakur fyrri hálfleikur Blika gegn Haukum í Smáranum, þar sem þeir nýttu minna en þriðjung skota og gerðu að- eins 19 stig, gerði útslagið í 66:87 sigri Hafnfírðinga því í síðari hálfleik gerðu Blikar einu stigi meira en Haukar. Haukar byijuðu með miklum spretti og tókst að hrista Kópa- vogsbúana af sér fyrr. Eftir hlé stór- bættu heimamenn vörnina og þá fóru hlutirnir að ganga upp í sókn- inni og munurinn varð minnstur 12 stig. En þá skiptu Haukar í annan gír og héldu Blikum frá sér. „Við áttum góða kafla en þeir voru stuttir og við verðum að lengja þá,“ sagði Birgir Guðbjörnsson þjálf- ari Breiðabliks. Haukarnir áttu skemmtilega spretti. Flestallir leikmenn áttu góð- an dag en Jón Arnar Ingvarsson, Sigfús Gizurarson og ívar Ásgrims- son voru Iiprastir. En Reynir Krist- jánsson þjálfari var ekki ánægður með síðari hálfleikinn. „Varnarleik- urinn fyrir hlé var sérstaklega góður en slakur eftir hlé. Við höfum aldrei getað spilað eins og menn við lið sem eiga að vera slakari en okkar en náum vel saman gegn þeim betri og við verðum að læra að spila með forskot," sagði Reynir. Stefán Stefánsson skrífar því að þar tókst ÍR-ingum að ná fram eins stigs sigri 93:92. „Okkur langaði svo sannarlega í sigur í þessum leik og þegar að framlengingu kom vorum við stað- ráðnir að kasta ekki sigrinum frá okkur eins og við gerðum á Sauðár- króki á fimmtudagskvöldið. Þar gáfust við upp en nú heldum við haus með frábærum stuðningi áhorfenda," sagði Eríkur Önundar- son, leikmaður ÍR, en hann átti mjög góðan leik og skoraði dýrmæt stig í framlengingunni. „Við gátum ekki hugsað okkur að fara inn í þriðju umferðina með tvö töp á bakinu,“ bætti hann við. Leikmenn ÍR komu frískir til leiks og náðu góðum tökum á leiknum strax í upphafi og náðu fljótlega tíu stiga forystu. Mikil barátta var í vöminni og í sóknarleiknum gekk flest upp. Keflvíkingar vora lengi í gang og það var farið að halla nokk- uð á fyrri hlutann þegar þeir fóra að bíta frá sér með betri vamarleik. Þeim tókst að minnka forskot ÍR í sex stig fyrir hlé, en þá stóð 49:43. Keflvíkingar skoruðu sex fyrstu stig síðari hálfleiks og jöfnuðu. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson EIRÍKUR Önundarson átti góðan leik þegar ÍR-ingar sigruðu Keflvíkinga með eins stigs mun í Seljaskóla. Hér reynir hann að komast framhjó Keflvíklngnum Fal Harðarsyni. Óvænt hjá Tindastóli „ÉG er vitaskuld ákaflega ánægður með að byrja mótið með því að sigra Njarðvíkinga á þeirra heimavelli og vonandi lofar þetta góðu með framhald- ið hjá okkur,“ sagði Páll Kol- beinsson, þjálfari og leikmaður liðs Tindastóls frá Sauðár- krókj, eftir frekar óvæntan sig- ur á íslandsmeisturum Njarð- víkinga í Njarðvík á sunnudags- kvöldið. Lokatölur urðu 88:85 fyrir norðanmenn sem settu 4 síðustu stigin og tryggðu sér með því óvæntan sigur svo ekki sé meira sagt. I hálfleik stóð 39:34 fyrir heimamenn. Njarðvíkingar komust í 4:0 og síðan í 6:3. En þá datt allur botn úr leik meistaranna. „Stólarn- ir“ settu 20 stig i röð Bjöm og breyttu stöðunni Blöndal í 23:6. Njarðvíking- ar breyttu þá um leikaðferð, þeir fóru að pressa og áður en varði hafði dæmið snúist við, þvi heimamenn breyttu stöðunni úr 12:29 í 37:30 — gerðu 25 stig gegn einu! Þar Falur Harðarson kom gestunum yfir í fyrsta sinn, 51:52, með þriggja stig skoti þegar rúmar þijár mínút- ur voru liðnar af leikhlutanum, en Herbert svaraði fyrir ÍR að bragði með þriggja stiga skoti. Eftir það var leikurinn i jámum allt til leiks- loka og tilheyrandi spennu og áhorfendum sem voru vel með á • nótunum. Síðari hlutinn var ekki eins vel leikinn en sá fyrri en það var bætt upp með mikilli spennu og víst að áhorfendur fengu þó nokkuð fyrir aurana sína í Selja-: skóla í þetta sinn. skrifar með töldu flestir að þeirra væri sig- urinn og fátt virtist benda til ann- ars, því þegar um 5 mínútur voru til leiksíoka höfðu Njarðvikingar 8 stiga forskot, 81:73. En þeir réðu ein'faldlega ekki við hið baráttu- glaða lið Tindastóls og hálfgert ráð- leysi einkenndi leik liðsins á þessum örlagaríku mínútum. „Leikur okkar var alltof sveiflu- kenndur og það skipti sköpum hversu vel þeir hittu undir lokin og að Rondey var að leika með 4 villur nær allan síðari hálfleikinn,“ sagði Hrannar Hólm, þjálfari Njarðvík- inga við Morgunblaðið. Teitur Örlygsson var langbesti maður Njarðvíkinga að þessu sinni og hélt liði sínu á floti, einnig átti Friðrik Ragnarsson góðan leik. Rondey Robinson átti erfitt upp- dráttar og fann sig aldrei. Torrey John var besti maður Tindastóls, hann setti 33 stig og skóp öðrum fremur sigurinn í leiknum. Af öðr- um leikmönnum má nefna Ómar Sigmarsson, Hinrik Gunnarsson, Lárus Dag Pálsson og Pétur Guð- mundsson sem áður lék með Grind- víkingum. Theodór Kr. Þórðarson skrifar frá Borgarnesi Sanngjarn sigur VÖRNIN var mjög sterk hjá okk- ur, sérstaklega í seinni hálf- leiknum," sagði Tómas Holton þjálf- ari og leikmaður Skallagríms, eftir sigur Borgnesinga, 83:77, yfir Grindvík- ingum. „Það gefur J okkur byr undir báða vængi að sjá svona hluti gerast í upphafi leiktíma- bils. Þessi sigur veitir okkur sjálfs- traustið aftur og við munum mæta tvíefldir til næstu leikja." Grindvíkingar byijuðu þennan leik betur en heimamenn náðu að jafna eftir fimm mín. leik. Jafnræði ríkti með liðunum lengst af en Grindvík- ingar leiddu þó oftar með nokkurra stiga mun og voru sex stigum yfir í hálfleik, 36:42. Grindvíkingar komu sterkir inná,. eftir hlé og komust í tíu stiga for- skot. Með mikilli baráttu og öguðum leik náði Skallagrímur að vinna upp muninn og jafna um miðjan hálfleik- inn. Heimamenn voru síðan sterkari aðilinn það sem eftir lifði leik- tímans, vel studdir af dyggum áhorf- endum og sigruðu 83:77. Bestu menn Skallagríms voru nýliðinn Birgir Magnússon sem flís- fellur að leik liðsins, Alexander Er- molinskíj og Ari Gunnarsson. Tómas Holton lék vel en fann ekki fjölina að þessu sinni og skoraði aðeins 5 stig og öll úr vítaskotum. Lið Grindvíkinga var mjög jafnt en bestir voru Marel Guðlaugsson, Guðmundur Bragason, Hjörtur Harðarson, Helgi Jónas Guðfinnsson* og Herman Myers. „Við klikkuðum heilmikið í seinni hálfleiknum og náðum ekki að spila okkar leik,“ sagði Friðrik Ragnars- son þjálfari Grindvíkinga. „Leikur- inn tapaðist á því að Borgnesingarn- ir fengu allt of mikið af sóknarfrá- köstum. Þeir fengu alltaf tvo til þijá möguleika i hverri sókn.“ Gunnlaugur Jónsson skrifar frá Akranesi Bow reið baggamuninn KR-ingar unnu góðan sigur þegar þeir sóttu Skagamenn heim á sunnudagskvöldið, lokatölur 101:88 eftir að jafnt var í leikhléi 47:47. Gestirnir mættu ákveðnari til leiks en náðu aldrei afger- andi forystu. Þegar á leið komu Skagamenn meira inn í leikinn en áður og skiptust liðin um að leiða fram til leikhlés. Allt annað var að sjá til heima- manna í upphafi síðari hálfleiks og náðu þeir forystu þótt aldrei hafi hún verið afgerandi, á bilinu 4-6 stig. Þá tók Jonathan Bow til sinna ráða og með góðum leik hans tókst KR að ná forystu sem liðið lét ekki_ af hendi það sem eftir lifði leiks. Jonathan Bow var bestur í liði KR, en annars var liðsheildin aðal KR-inga í þessum leik. Lið Skaga- manna þarf meiri tíma til að slípast saman, en liðið hefur yfír að ráða meiri breidd en áður. Erlendi leik- maður liðsins, Milton Bell, fór fyrir sínum mönnum og kunnu áhorfend-„ ur að meta hans leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.