Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 4
3 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN íslendingartaka á móti Tyrkjum í EM á Laugardalsvelli á miðvikudaginn KR-ingamir Kristján, Einar Þór og Heimir í hópinn HEIMIR Guðjónsson, miðvallarleikmaður úr KR, er nýliði í lands- liðshópnum sem mætir Tyrkjum á Laugardalsvellinum í Evrópu- keppni landsliða á miðvikudaginn. Þá eru félagar hans hjá KR, Kristján Finnbogason markvörður og Einar Þór Daníelsson, einn- ig komnir í hópinn. Þeir félagar taka sæti Eyjamarkvarðarins Friðriks Friðrikssonar, Ólafs Þórðarsonar miðvallarleikmanns af Skaganum og bakvarðarins Kristjáns Jónssonar úr Fram. Ólafur er meiddur á ökkla og Kristján í nára. Asgeir Elíasson, landsliðsþjálf- ari, mun stjóma sínum síð- asta landsleik að sinni á heimavelli — gegn Tyijum, hann lætur af störfum eftir Evrópuleik gegn Ungveijum í Búdapest 11. nóvem- ber. Ásgeir sá Tyrki gera jafntefli gegn Finnum, 0:0, í Helsinki á mið- vikudaginn. „Ég reikna með erfið- um leik, þar sem Tyrkir hafa mikið að keppa að — fyrsta sætinu í riðlin- um, sem gefur öruggt sæti í úrslita- keppninni í Englandi," sagði Ás- geir, sem reiknar með að Tyrkir leiki ekki grimman sóknarleik. Reyna örugglega hraðaupp- hlaupln eins og í Tyrklandi „Þegar við töpuðum fyrir þeim í Istanbúl, þá skoruðu þeir mörk á okkur úr hraðaupphlaugum, eftir að við vorum að sækja. Ég hef trú á því að þeir komi til með að reyna það aftur, enda alltaf auðveldast að skora þannig," sagði Ásgeir. - Sástu eitthvað í Finnlandi sem Landsliðshópurinn Markverðir: Birkir Kristinsson, Fram........36 Kristján Finnbogason, KR....'... 6 Vamarmenn: Guðni Bergsson, Bolton..........63 Izudin Daði Dervic, KR..........14 Sigursteinn Gíslason, ÍA........12 Ólafur Adolfsson, ÍA............ 7 Miðjumenn: Rúnar Kristinsson, Örgryte......48 Þorvaldur Örlygsson, Stoke......39 Sigurður Jónsson, ÍA............37 Amar Grétarsson, Breiðablik.....25 Hlynur Stefánsson, Örebro.......20 Haraldur Ingólfsson, f A........16 Heimir Guðjónsson, KR........... 0 Sóknarleikmenn: Amór Guðjohnsen, Örebro.........59 Eyjólfur Sverrisson, Hertha.....24 Amar Gunnlaugsson, ÍA...........16 Bjarki Gunnlaugsson, ÍA.........13 Einar Þór Daníelsson, KR........ 2 bendir til þess að Tyrkir komi til með að leika þannig? „Framan af í leiknum í Helsinki bökkuðu þeir og gáfu Finnum oft- ast frið á sínum vallarhelmingi. Aftur á móti voru Tyrkir að leika með tvo leikmenn frammi sem þeir hafa ekki gert í þeim tveimur úti- leikjum sem ég hafði séð þá leika áður — gegn Svisslendingum og Ungveijum, þegar einn leikmaður var í fremstu víglínu. Mér finnst því líklegt að þeir verði með tvo leikmenn frammi gegn okkur, svo veit maður aldrei hvað gerist þegar á hólminn er komið,“ sagði Ásgeir. Sex leikmenn sem leika með er- lendum liðum, mæta í slaginn gegn Tyrkjum. Guðni Bergsson, Rúnar Kristinsson, Þorvaldur Örlygsson, Eyjólfur Sverrisson, Hlynur Stef- ánsson og Arnór Guðjohnsen. Þórður leikur í yngra liðinu órður Guðjónsson kemur frá Þýskalandi til að leika með 21 árs landsliðinu gegn Tyrkjum á Varmávelli á þriðjudaginn kem- ur. Bochum er ekki að leika um helgina þannig að Þórður mætir tímalega í slaginn. Þá koma þeir Sigurvin Ólafsson, Stuttgart og Eiður Smári Guðjohnsen, Eindho- ven, í leikinn, en aftur á móti kemst Lárus Orri Sigurðsson, sem leikur með Stoke, ekki. Eyjamaðurinn Rútur Snorrason og markvörðurinn Ámi Gautur Arason, ÍA, geta ekki leikið og þá er óvíst hvort að fyrirliðinn Óskar Þorvaldsson, KR, geti leikið, þar sem hann er aumur í nára. Hörður Helgason, þjálfari 21 árs landsliðs- ins, hefur valið átján manna hóp, sem er þannig skipaður: Atli Knútsson KR, og Kjartan Sturlu- son Fylkir, markverðir. Aðrir leik- menn eru: Óskar Þorvaldsson, Sig- urður Örn Jónsson, Brynjar Gunn- arsson og Guðmundur Benedikts- son, KR. Pétur Marteinsson Fram, Gunnlaugur Jónssop, Pálmi Har- aldsson og Kári Steinn Reynisson, ÍA. Auðun Helgason FH, Hermann Hreiðarsson, ívar Bjarklind, Tryggvi Guðmundsson og Stein- grímur Jóhannesson, ÍBV. Sigur- vin Ólafsson, Stuttgart, Eiður Smári Guðjohnsen, Eindhoven og Þórður Guðjónsson, Bochum. Þeir Kjartan og Gunnlaugur eru nýliðar f 21 árs hópnum. ÞÓRÐUR Guðjónsson sem hefur lelkið vel að undanförnu með Bochum í Þýskalandi kemur til liðs vlð U-21 árs liðlð og er þetta fyrstl leikur hans með llðlnu I Evrópukeppninni. SKIÐI Mikið hneyksli í Noregi Ekkert sérsamband innan íþróttahreyfmgarinnar á Norðurlöndum getur státað af eins mörgum heims- og Erlingur ólympíumeisturum Jóhannsson og norska Skíða- skrifarfrá sambandið. Einnig Noregi hafa margir vinsæl- ustu íþróttamennimir verið úr röð- um skíðamanna og o mætti þar nefna; Kjetil Andre Ámot, Bjöm Dæhli og Vegard Ulvang. Þess vegna hafa ótrúlega miklar skuldir norska Skíðasambandsins vakið geysilega athygli í Noregi að undanfórnu. Sambandið skuldar rúmlega 600 aðilum um 430 millj- ónir íslenskra króna. Lengi var út- lit fyrir að sambandið yrði gjald- þrota, sem hefði þá m.a. leitt til þess að öllu starfsfólki sambandsins yrði sagt upp, þ.á m. þjálfurum og aðstoðarfólki íþróttamannanna. A síðustu stundu kom svissneska fjár- festingarfélagið Halva norska Skíðasambandinu til hjálpar. Fyrir- tækið, sem hefur sérhæft sig í að kaupa sýningarrétt frá hinum ýmsu íþróttaviðburðum í Evrópu, ætlar að styrkja sambandið um 200 millj- ónir. Á móti kemur að Halva öðlast sýningarrétt á öllum heimsbikar- mótum í skíðaíþróttum sem fram fara í Noregi næstu fjögur árin. Öll þessi neikvæða umfjöllun um fjármálaóreiðu norska Skíðasam- bandsins hefur óneitanlega vakið þær spumingar hvort fræknir sigr- ar séu keyptir of dýru verði. Allir eru sammála um að þrátt fyrir glæsilegan árangur á undanfömum árum er greinilega mikil ósljóm ríkjandi hjá forráðamönnum norska Skíðasambandsins, því ekkert íþróttasamband í Noregi hefur haft eins mikið fjármagn á undanfömum árum. Hvort Kjetil Andre Ámot, Dæhli og Ulvang og félagar láti þetta umstang á sig fá á komandi vetri á eftir að koma í ljós. Tyrkir í æfinga- búðum í Finnlandi TYRKIR hafa verið í æfinga- búðum í Finnlandi frá því á mánudaginn, til að búa sig undir leikinn gegn íslending- um. Þeir léku landsleik gegn Finnum í Helsinki, 0:0, á mið- vikudaginn. Tyrkir koma beint í leiguflugi frá Helsinki á sunnudagsmorgun, svo snemma hafa landslið yfirleitt ekki komið hingað til lands fyrir leiki. Tyrkir verða með fjórar æfingar hér á landi — á Framvellinum á sunnudag og mánudag, á Valsvellinum á mánudag og á Laugardals- vellinum kl. 20 á þriðjudags- kvöld, eða sólarhring áður en landsleikurinn fer fram þar. Arnór skoraði fjögur gegn Tyrkjum ÍSLENDINGAR máttu þola stórtap, 0:5, fyrir Tyrlgum í fyrri leiknum í EM, sem fór | fram í Istanbúl. Aftur á móti I unnu íslendingar stórsigur, 5:1, síðast þegar Tyrkir léku hér á landi — vináttuleik á Laugardalsveliinum 17. júlí 1991. Þá skoraði Sigurður Grétarsson mark eftir rúma mín. og Araar Guðjohnsen bætti siðan fjórum mörkum við — annar Islendingurinn til að vinna það afrek. Ríkharður Jónsson skoraði fjögur mörk | gegn Svíum í sögufrægum leik, 4:3, á Melavellinum 1951. ísland hefur leikið sex lands- leiki gegn Trykjum og unnið fjóra leiki, gert eitt jafntefli | og tapað einum. Guðni og félagar fá Leicester GUÐNI Bergsson og félagar hans þjá Bolton mæta Leicest- er í 3. umferð ensku deildar- bikarkeppninnar og verður leikið í Bolton. Lárus Orri Sigurðsson og félagar hans hjá Stoke fá erfiða andstæð- inga, þar sem þeir taka á móti Newcastle á heimavelli. Liverpool fær heimaleik gegn Man. City, en Arsenal leikur úti — gegn 1. deildar- liði Barnsley. Aðrir leikir eru: Watford - Blackbura Reading - Bury QPR-YorkCity Coventry - Tottenham Southampton - West Ham Derby - Leeds Millwall - Sheff. Wednesday Birmingham City - Tranmere Wolves - Charlton Cr. Palace - Middlesbrough Norwich - Bradford Aston Villa - Stockport ■Leikirair fara fram 23. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.