Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1995, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ORGANICS OPIÐ GOLFMÓT Styrktarmót vegna þátttöku sveitar Keilis í Evrópukeppni félagsliða í golfi verður haldið sunnudaginn 8. október nk. Glæsilegverðlaun veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti með og án forgjafar. Aukaverðlaun næst holu á 16. flöt. Hólmagolfið verður á sínum stað með sér verðlaun. Ræst verður út frá kl. 9.00. Skráning rástíma í síma 565-3360. Bakhjarl að mótinu er Ásgeír Sigurðsson hf, umboðsmaður ORGANICS á íslandi. Fjölbreytt félagsmálanámskeið Umbótanefnd ÍSÍ í kvennaíþróttum býður konum, sem eru í íþróttum eða íþróttastarfi, áð taka þátt í fjölbreyttu og ódýru félagsmálanámskeiði. Námskeiðið verður haldið í Iþróttamiðstöðinni, Laugardal, hefst mánudaginnS. októberkl. 20.00 og stendur yfir í fjögur kvöld. Leiðbeinendur verða Ingibjörg Hinriksdóttir, blaða- maður, og íþróttakonurnar Arnþrúður Karlsdóttir, fjölmiðlafræðingur, og Unnur Stefánsdóttir, stjórnar- maður í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Þátttaka tilkynnist til Eddu Jónsdóttur á skrifstofu ÍSÍisima 5813377. ÞJÁLFARAMENNTUN KSÍ A-STIG Fræðslunefnd KSÍ heldur A-stigs þjálfara- námskeið helgina 20.-22. októbernk. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Námskeiösþættir eru: Knattspyrnutækni, leikíræði, kennslufræði, líffæra- og lífeðlisfræði, þjálffræði, sálarfræði, næringarfræði og íþróttameiðsl. Skráning er hafin á skrifstofu KSÍ sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 581-4444. Góð pjálfun - betri knattspyrna FRÆÐSLUNEFND KSÍ ÍSLAIUD - Tyrkland 11. október kl. 20:00 Starfandi dómarar og aðrir með gild aðgangskort fá afhenta aðgöngumiða á leikinn á Laugardalsvelli, mánudaginn 9. október kl. 11:00 -18:00. ATH! MIÐAR VERÐA EKKIAFHENTIR FYRIR UTAN ÞENNAN TÍMA. Aðilar utan af landi, með gild aðgangskort, geta hringt á skrifstofu KSÍ mánudaginn 9. október milli kl. 11:00 - 18:00 og látið taka frá fyrir sig miða sem síðan verða afhentir samkvæmt nánara samkomulagi. KORFUKNATTLEIKUR Björn Bjömsson skrifar frá Sauðárkróki Vandalaust hjá UMFT Tindastólsmenn áttu ekki í telj- andi erfiðleikum að innbyrða þriðja sigur sinn í jafnmörgum leikj- um þegar þeir tóku á móti Breiðabliki, lokatölur 94:75. Þeir tóku strax forystuna í leiknum gegn Breiðabliki í gærkvöldi, en Blikar börðust vel og voru ekki langt und- an framan af. Fram undir miðjan hálfleikinn þá skildu átta til níu stig liðin að. En upp úr því tóku heimamenn af skarið og náðu tutt- ugu stiga forystu sem þeir héldu til hálfleiks, en þá stóðu leikar 57:37. Á þessum kafla munaði mest um stórleik Torrey Johns en hann gerði 27 stig í fyrri hálfleik, einnig var þriggja stiga skothittni Ómars Sigmarssonar góð. Hann gerði fjórar þriggja stiga körfur. Blikar hófu síðari hálfleikinn með mikillu baráttu og á fyrstu fimm mínútunum minnkuðu þeir muninn í ellefu stig og gerðu á þeim kafla ellefu stig á móti tveimur heima- manna. En þá tók Páll Kolbeinson, þjálfari Tindastóls, leikhlé og las sínum mönnum pistilinn. Strax að því loknu tóku þeir öll völd og náðu á ný góðri forystu sem þeir héldu til leiksloka. Hjá Tindastóli voru Torrey John og Omar Sigmarsson bestir og Pét- ur Guðmundsson átti einnig góðan leik. Birgir Mikaelsson langbestur hjá gestunum. Forsala er haf in hjá Eymundsson, íslenskum getraunum og íSpörtu Síðast var uppselt í stúku. Tryggou þér miða í tíma. Stefán Stefánsson skrífar Þrek Vals þraut Valsmenn náðu að halda út í 10 mínútur gegn Borgnesingum að Hlíðarenda í gærkvöldi, höfðu þá forskot en gest- irnir sigu örugglega fram úr í tæplega 30 stiga sigur, 49:78. Leikmenn byrjuðu af miklu kappi og fór ívar Webster, sem varð fer- tugur í síðasta mánuði, á kostum fyrir Val í upphafi, hirti fráköst og barðist af miklum móð. Ragnar Þór Jónsson hitti líka vel fyrir Val, sem hafði 14:10 forskot um miðjan fyrri hálfleik. En þolinmóðir Borgnesing- ar vissu að þeirra tími kæmi og eftir fjórtán stiga syrpu snerist tafl- ið við. Staðan í leikhléi var 28:38 og bara spurning um hvað sigurinn yrði stór í lokin. Valsdrengirnir eru fæstir tilbúnir í úrvalsdeildarslaginn en verða að spjara sig. Þar gildir að klára heilan leik því góðir sprettir duga skammt. Ragnar Þór og Bergur Már Emils- son gerðu 41 af 49 stigum liðsins og ívar fjögur en tók flest fráköst, 14. Þeir voru bestu menn liðsins. Skallagrímsmenn höfðu mikla breidd og gátu skipt góðum leik- mönnum inn af bekknum þegar leið á leikinn. Alexander Ermolinski var sterkur undir körfunni og ungu drengirnir Sigmar Egilsson og Grétar Guðlaugsson áttu góða spretti. „Við vorum ekki að gera neina sérstaka hluti og eigum mun meira inni," sagði Grétar. Spáin i_ Að venju var spáð fyrir um úrslitin í 1. deild kvenna í körfuknattleiknum og fer sú spá hér á eftir: Breiðablik.................139 stig Keflavík......................12 stig KR............................122 stig Grindavík..................109 stig ÍR................................94 stig Njarðvík......................69 stig Valur..........................58 stig Tindastóll....................47 stig ÍS................................28 stig ÍA...............................27 stig Morgunblaðið/Asdís JONATHAN BOW og félagar hans báru sigurorð af Þórsurum á Seltjam- arnesi í gærkvöldi. Hér stígur hann „dans" undir körfunnl ásamt Birni Sveinssyni Þórsara og svo virðist sem Bow haf I betur. Lárus Árnason fylgist með úr fjarlægð. Breiðabliki spáð sigri í 1. deild kvenna Þægilegt að byrja á toppnum Fyrsta deild kvenna í kðrfuknattleik hefst í kvöld með einum leik, en þá mætast ÍS og Tindastól í íþróttahúsi Kennarháskólans. íslandsmeisturunum úr Breiðabliki er spáð sigri í mótinu og sagði Sigurður Hjörleifsson þjálfari liðsins að það væri þægilegt að byrja á toppnum. „Við erum með örlítið breytt lið frá því í fyrra. Penny Peppas er farin, skipti um umhverfi, og við höfum fengið aðra er- lenda stúlku í staðinn. Olga Færseth er farin til Bandaríkjanna og líklega verður Erla Hendriksdóttir ekki með, en hún er svo fjölhæf stelpan -að hún er í öllum íþróttum og fæturnir þola það ekki. Við höfum fengið tvær stúlkur úr Tindastóli og ég tel að við séum með sterkara lið en í fyrra," sagði Sigurður um Breiðablikslið- ið, sem ætti þá að hafa alla burði til að verja titilinn sem þær unnu til í fyrra. Bikarmeistararnir frá Keflavík verða ekki með erlendan leikmann, frekar en í fyrra, og nokkrar breytingar hafa orðið á liðinu en kjarninn er svipaður. Leik- reynsla Keflvíkinga er mikil, sérstaklega hjá lykilmanneskjunum, og hún á örugg- lega eftir að koma þeim langt í vetur eins og undanfarin ár. KR, Grindavík og Njarðvík eru með erlenda leikmenn innan sinna raða þann- ig að fjórar erlendar stúlkur leika í deild- inni í vetur og bíða margir spenntir að sjá hvað það gerir fyrir kvennaboltann í vetur, en því verður ekki neitað að Penny Peppas setti mikin svip á leik Breiðabliks í fyrra, og raunar á alla deildarkeppnina. Samkvæmt spánni ætti baráttan á toppn- um að verða nokkuð spennandi því mun- urinn á Breiðabliki, Keflavík og KR er ekki mikill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.