Morgunblaðið - 13.10.1995, Page 1

Morgunblaðið - 13.10.1995, Page 1
FOSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 Hvalir sáust í Irverri ferð SÁ fjöldi fólks sem fór í hvalaskoðunarferðir frá Húsavík með Norðursiglingu í sumar hef- ur varla orðið fyrir vonbrigðum því í 60 ferð- um sumarsins sáust hvalir, einn eða fleiri, í 59 ferðum. „Þetta fór rólega af stað fram eftir sumri,“ segir Árni Sigurbjamarson, sem rekur Norður- siglingu ásamt bróður sínum Herði. „Fyrir miðjan júlí fórum við bara i 4 ferðir, en svo fór allt á fullt.“ Bátur Áma og Harðar heitir Knörrinn og er með því nafni verið að vísa til fyrstu eikar- bátanna sem komu hingað með landnámsmönn- um. Knörrinn er af síðustu kynslóð eikarbáta sem smíðaðir eru hér á landi. „Við fórum upp- haflega af stað með það að markmiði að bjarga íslenskum eikarbát frá eyðileggingu. Það kost- ar hins vegar sitt að gera upp 20 tonna bát og því urðum við að leita leiða til þess að ná inn tekjum. Það varð kveikjan að þessum ferð- um út á Skjálfandaflóa," segir Ámi. 900 skoðuðu hvali í sumar fóm alls um 900 manns í hvala- skoðunarferðir með Norðursiglingu, en Knörr- inn tekur mest 48 manns. Utlendingar vom í miklum meirihluta, en samt segir Árni hafa komið á óvart hve margir íslendingar hafi sýnt áhuga. „Það var sérstaklega skemmtilegt að fara með Húsvíkinga sem hafa stundað sjóinn alla tíð, í þeirra fyrstu hvalaskoðunar- ferð,“ segir hann. Knörrinn var líka nýttur í fuglaskoðunar- ferðir og sjóstangaveiði og segir Árni að þær ferðir hafa frekar notið vinsælda hjá íslending- um. í heildina fór Knörrinn um 130 ferðir út á Skjálfanda í sumar með samtals um 1.700 farþega. Hvalaskoðunarferðimar taka 3 klukkutíma og kostuðu síðastliðið sumar 2.200 krónur. Að sögn Árna munu þær kosta 2.500 krónur næsta sumar. ■ „Efnaskiptakúr : ríkisspítalans" ekki á vegum sjúkrahúsanna ■gj TVÆR ljósritaðar blaðsíður ^ með enn einni uppskriftinni að allsherjarlausn á megrunar- vandamálinu ganga nú manna J á milli í saumaklúbbum, á Svinnustöðum og víðar. „Efna- skiptakúr ríkisspítalans“ stendur skýrum stöfum á titilsíðu og virðist kúrinn því einkar traust- vekjandi. Kolbrún Einarsdóttir, næringarráðgjafi á Landspítalan- um, aftekur að megrunarkúrinn sé á vegum sjúkrahúsanna, enda sé hann með eindæmum óhollur og jafnvel skaðlegur heiIsH manna. Leitun er að þeim sem Ungabörn einstæðra mæðra verður að nafnkenna til þeirra BÖRN mæðra sem eru ekki í hjónabandi eða skráðri sam- búð eru nafnkennd til móður sinnar, dæmi: Barn Guðrúnar á að heita Karl og verður því Guðrúnarson. Einhliða vitnisburður mæðra um faðemi bama sinna er nefnilega ekki feðmn samkvæmt barnalögunum frá 1. júlí 1992. Við gildistöku þeirra varð jafnframt breyting á framkvæmd Hagstofunnar við skráningu kenninafna ný- fæddra barna. Þar eru.börnin kennd til móður sinnar þang- að til því er breytt. Móðir sem er ekki í hjónabandi eða skráðri sambúð þarf að feðra barnið sérstaklega, til dæmis hjá sýslumanni. Eftir það getur hún ákveðið hvort hún nafnkennir barnið áfram til sín eða til föður þess. Ef feðrun á sér ekki stað, til dæmis vegna þess að móðir neitar að gefa upp nafn föðurs, getur hún valið um að kenna Morgunblaðið/Þorkell það til afa barnsins þ.e. föður síns, vilji hún ekki kenna það til sín. Þannig gefa mannanafnalögin í öllum tilfellum mæð- rum færi á að breyta kenninafni barns- ins til karlkyns nafngjafa. Ofangreindur Karl gæti því orðið Karl Jónsson eftir afa sínum. ■ Kenninafn/B4-B5 vita hvaðan síðurnar eru uppr- unnar, en Kolbrún telur líklegt að kúrinn sé þýddur og einhveij- ir framtakssamir haldið ágæti hans á lofti. Hún veit til þess að sami megrunarkúr hafi átt upp á þallborðið annars staðar á Norðurlöndum undanfarið og verið dreift með svipuðum hætti og hér. Sjö til tuttugu kíló á þrettán dögum Kolvetnasnautt og prótínríkt fæði í þrettán daga með fyrirheitum um brottnám sjö til tutt- ugu kílóa virðist freista margra. Á ljós- riti segir að kúrinn gangi út á að breyta efnaskiptum líkamans og því sé hægt að taka strax aftur upp venjulegt mataræði án þess að eiga á hættu að fitna. Kolbrún segir að þótt leiðbeiningar séu kolrangar séu þær allítarlegar og því láti margir glepjast. Hins vegar seg- ir hún rétt að sambærilegir megrunarkúrar valdi öru þyngd- artapi í byijun vegna þess að mikið tap verði á vöðvavef og því losi líkaminn sig við mikið vatn. Á fyrsta degi er matarkúrinn á þessa leið, auk þriggja lítra af vatni: Morgunverður: 1 bolli svart kaffi og 1 sykurmoli. Há- degi: 2 harðsoðin egg, spínat soðið í vatni og 1 tómatur. Kvöld: 1 stórt buff, salat með olíu og sítrónu. Kolbrún segir að nokkrir hafi staldrað við og hringt á Land- spítalann til að fá frekari upplýs- ingar um þessi nýju „vísindi". „Við sveijum megrunarkúrinn eindregið af okkur og vörum _____________ fólk við. Þrátt fyrir fullyrðing- ar um hið gagn- stæða er ekkert sem fær því breytt að eftir slíkan kúr fer vöðvavefurinn Kolvetnasnautt og prótínríkt fædi í þrettón daga með fyrir- heitum um brott- nóm sjö til tutt- ugu kílóa viróist freista margra. aftur í fyrra horf, margir verða slappir og kílóin sem fuku, mmmmmmm^^m koma fyrr en varir aftur. Það er löngu sannað að endurteknir skyndikúrar eins og þessi geta brenglað efna- skipti líkamans. Eina leiðin til að ná árangri í baráttunni við aukakílóin er að hver og einn hugsi vel um það sem hann borð- ar. Sumum nægir að minnka syk- ur- og fituneyslu, öðrum að hætta narti milli mála og svo mætti lengi telja.“ ■ LÆQSTA-VERÐ ABYRGÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM FLORIDA 7.590 BRETLAND 13.020 KANARÍ 11.690 TÚNIS 29.900 MAROKKÓ 24.700 MALAGA 9.980 BAHAMAS 21.060 InnifoliA i verði «r: kaskótrygging, Iskkun sjólfsábyraöar, trygging g. stuldl og allir staöbundnir skattar. 011 verö eru I Islenskum krónum og eru vikuverö.Florida: otakmarkaður akstur og kaskó. 588 35 35 Opiö mán-fos 9-18 lau 10-14 Reykjavíkur íra landsbyggðinni 13,4% ÍBÚA Vestfjarðarkjör- dæmis fluttu til annarra kjör- dæma frá ársbyijun 1990 til - 1. október 1995. Straumur landsmanna lá greinilega til höfuðborgarsvæðisins því á þessu tímabili fækkaði íbúum í öllum kjördæmum, að undanskildu Reykjavíkur- kjördæmi og þeim hluta Reykjaneskjördæmis sem nær frá Hafnarfirði til Kjós- ar. Fækkunin varð um 9,4% á Vesturlandi, 8,7% á Austur- landi, og 6,8% af Norðurlandi vestra. I öðrum kjördæmum fækkaði íbúum um innan við 5%. íbúum Reykjavíkur fjölg- aði um 1,8% á sama tíma og íbúum í sveitarfélögum í 'næsta nágrenni borgarinnar fjölgaði um samtals 7,0%. Skólaganga hefur áhrlf Að sögn Hermanns Þráins- sonar, hjá Hagstofu Islands, er hluti skýringarinnar á þessu mynstri í flutningunum sá að ungt fólk flytur af landsbyggðinni til höfuðborg- arsvæðisins vegna skóla- göngu og síðan utan til fram- haldsnáms. Það sem af er árinu, að októbermánuði undanskíld- um, hafa 1.035 fleiri flutt frá landinu en til. Mismunurinn hefur ekki verið svo mikill síðan 1989, en þá var hann litlu meiri eða 1.086 yfír allt árið. Árið 1990 fluttu hins vegar 1.007 fleiri til landsins en frá. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.