Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Breytingaskeið
kvenna ekki vandamál
ef tilfinningarnar eru í jafnvægi
Morgunblaðið/Kristinn
DR. Farida Sharan segir vandamál alltaf tilfinningalegs eðlis
áður en þau verði að líkamlegum vanda.
^ „ÞAÐ var svo heitt í Colorado
W) að ég gat ekki hugsað mér
“J að hita vatn. Þess vegna kom
ftli ég með teið hingað," segir
3E Farida Sharan, rúmlega
fimmtug kanadísk kona sem stödd
var hér á landinu fyrir skömmu í
boði Fannýjar Jónmundsdóttur.
Teið er grískt, afar bragðsterkt
og sérkennilegt og lyktin af því
er enn í vitum manns mörgum
klukkustundum síðar. Og Farida
er ekki ósvipuð - hún hefur sterk-
an persónuleika, hún er sérstök
og lyktin sem umvefur hana er
mild og notaleg jurtalykt.
Farida Sharan var stödd hér á
íslandi til að halda fyrirlestra og
námskeið um breytingaskeið
kvenna, um lithimnugreiningu,
náttúrulækningar, blómadropa og
um það hvernig fólk verður að
bera sjálft ábyrgð á eigin heilsu.
Um fjörutíu konur sóttu nám-
skeiðið og segir Farida að hún
hafi sjaldan kynnst jafnáhugasöm-
um nemendum. „Það er helst að
ég hafi orðið vör við þennan mikla
áhuga í Malasíu og þar er hann
ekki síður meðal karla en kvenna.“
Konurnar, sem eru á mismunandi
aldri úr öílum stéttum þjóðfélags-
ins, eru bæði byrjendur og lengra
komnar í fræðunum. Og þær ætla
ekki að láta hér við sitja heldur
stofna náttúrulækningaskóla á ís-
landi og verður hann rekinn í
tengslum við heimaskóla sem
Farida rekur í Boulder í Colorado
í Bandaríkjunum. Þær sem sækja
skólann í vetur geta útskrifast í
maí 'að ári en þá ætlar Farida að
koma aftur til landsins.
Læknaði slg sjálf af
krabbameini
Farida hefur stundað náttúru-
legar heilunaraðferðir í yfir tutt-
ugu ár eða allt frá því að hún
greindist með krabbamein í bijósti.
Hún segist hafa farið til læknis
og hann hafi sagt henni að það
yrði að taka af henni bijóstið. Það
vildi hún ekki en þess í stað fór
hún að stunda sjálfsrækt. „Ég
hugsaði með mér að ég myndi þá
að minnsta kosti deyja hamingju-
söm,“ segir hún. „Nú er krabba-
meinið hins vegar
horfið og það eina
sem minnir mig á það
er ofurlítinn tilfinn-
ingalegur sársauki ef
ég ýti á svæðið þar
sem berið var.“
Þó hún sjálf hafi
kosið þessa leið segist Farida bera
fullt traust til lækna og hefðbund-
innar heilsugæslu. Aðferðir hefð-
bundinnar læknisfræði dugi bara
ekki einar. Náttúrulækningar,
heilun og aðrar þær aðferðir sem
hún noti byggist á aldagömlum
hefðum og þær snúist m.a. um að
kenna fólki leiðir til sjálfshjálpar
og að þekkja þau merki sem líkam-
inn notar til að segja að honum
sé nóg boðið.
Farida hefur haldið fyrirlestra
og námskeið víða um heim
og skrifað nokkrar bækur
t.d. um breytingaskeiðið.
Þá hefur hún hlotið margar
viðurkenningar fyrir störf
sín og m.a. er hún heiðurs-
doktor við Mediciana Alt-
emativa í Kaupmannahöfn.
Sharan fæddist í Kanada árið
1942. Hún flutti til Cambridge í
Englandi, seint á áttunda áratugn-
um, þar sem hún stofnaði lit-
himnulestursskóla og náttúru-
lækningaskóla. Fyrir sjö árum
flutti hún til Colorado þar sem hún
setti höfuðstöðvar skólanna á
stofn.
Náttúrulækn-
ingaskóli á ís-
landi í tengl-
um við skóla
Sharan.
Basískar fæðutegundir
(80% fæðunnar)
ÁVEXTIR
Apríkósur
Avokndo
Bananar, þroskaðir
Ber
Döðlur
Epli
Ferskjur
Gráfíkjur
Greipávextir
Kirsuber
Mangó
Melónur
Ólífur, ferskar
Perur
Rúsínur
Sítrusávextir (appeisínur, sítrónur ofl.)
geta virkað ýmist sem basískir eða súrir
þar sem þeir innihalda.mikið af kalki.
1ÆNMETI
lúrkur
lunaspírur
lunir, grænar
íimkál
aslaukur
tlaukur
t- og rauðkál
pur
■rikur, grænar og rauðar
ipir, flestir
MJOLKURVORUR
AB-mjólk
Mjólk (ógerilsneydd)
Mysa
ANNAÐ
Alfalfa spírur
Engifer, þurrkað
Eplaedik
Hunang
Möndlur
Heimild: Faride Sharon „Herbs of Grace“
Súrar fæðutegundir
(20% fæðunnar)
ÁVEXTIR
Bananar, grænir
Niðursoðinn matur
Plómur
Sítrusávextir
Sveskjur og sveskjusafi
Ólífur og matur í pækli
GRÆNMETI
Baunir
Hnetur
Laukar
Linsubaunir
Rabarbari
Tómatar
MJÓLKURVÖRUR
Kotasæla
Ostur
Smjör
is
Mjólk
KJÖTOG FISKUR
Fiskur, allur
Fuglakjöt
Kjöt, allt
KORNMETI
Brauð
Bökur og sætabrauð
Haframjöl
Hveitivörur, allar
Hrísgrjón
Kleinuhringir
Kökur
Núðlur
Pasta
ANNAÐ
Áfengi
Edik
Egg
Kakódrykkir
Kaffi
Kóladrykkir
Krydd
Matarolíur
Salatsósur
Sósur
Sultur og hlaup
Sælgæti
Tóbak
RÁÐ VIÐ SÚRNUN
Sítrónusafi með 1 tsk af eplaediki, heitu
vatni og hunangi
Kalk
Súr og basískur matur
FARIDA Sharan hefur skrifað
nokkrar bækur og er ein þeirra
Herbs ofGrace. Þar er lítill
kafli sem heitir Súrt/basískt
jafnvægi þar sem hún fjallar um
flokkun fæðu. Hér á eftir fer
lausleg þýðing á því sem þar
segir svo lesendur geti glöggvað
sig á hvað höfundur á við þegar
hann talar um rétt mataræði.
Vísindin hafa skipt mat, rétt
eins og efnafræðilegum efnum,
í tvo hópa: basískmyndandi eða
jákvæðan, hollan mat og sýru-
myndandi eða neikvæðan, óholl-
an mat. Ef yfir 80% af fæðunni
sem við borðum er basísk við-
helst eðlilegt sýrustig blóðsins.
Þetta er mikilvægur lykill að
réttu fæðuvali.
Þó sumar fæðutegundir séu
sýrumyndandi, skuluð þið ekki
sleppa þeim alveg. Notið þær
rétt og í réttu magni þannig að
fæða ykkar verði góð.
Hvíld og svefn eru basísk sem
og æfingar, ferskt loft, ánægja,
hlátur, gott spjall, skemmtun og
ekki síst ást. Farið í kalda sturtu
á eftir heitu baði eða sturtu til
að fá basíska og orkugefandi
verkun. Prófið það! Verið vak-
andi og lifandi.
Áhyggjur, ótti, reiði, slúður,
fjandskapur, öfund, eigingirni
og græðgi eru súr. Reynið að
losa líkama ykkar við þessa
Morgunblaðið/María Hrönn
FETAÐ í fótspor hundraða kynslóða, niður
Almannagjá, í „gulum, rauðum, grænum, bláum
regnkápum, eins og regnbogi meistarans ...“
í Almannagjá
„MÁ EG prófa?“ spyr sonurinn, tæplega tveggja
ára gamall, hæverskur. Hann langar að stappa í
polli sem hann hefur komið auga á. „Já, auðvitað
máttu prófa,“ segir mamma en hugsar um leið að
hún hefði átt að klæða hann i stígvél. En hvað með
það, stígvélin eru í „stóra bílnurn", nýju Marcopolo
rútunni frá Teiti Jónassyni, og þar eru líka þurrir
sokkar. Og þau eru nú einu sinni í landkönnunarleið-
angri, á einum helgasta stað þjóðarinnar, Almanna-
S'á.
Lægðinnf lá á
Laufásborgarbörn, starfsfólk, foreldrar, ömmur
og afar, fóru nefnilega í haustferð til Þingvalla á
dögunum. Ætlunin var að fara milli lægða en á
íslandi er allra veðra von. Lægðinni lá á og kom
þess vegna yfir landið degi á undan áætlun. En það
LAUFÁSBORGARBÖRNIN, Margrét, Ríkey, Smári og Anna
Lind, gæða sér á pylsum og drekka Frissa fríska með.
er allt í lagi, öll börn eiga polla-
galla og góða peysu og engin
ástæða til að hika.
Minnstu börnin ganga niður
Almannagjá en þau stóru fara
lengra og skoða Oxará og Drekk-
ingarhyl. Þau kunna líka að syngja
„Öxar við ána, árdags í ljóma ...“
Blómunum er kalt
„Nei sko, sjáðu hér eru ber,“
segir mamma og stígur út af
göngustígnum sem liggur að Hótel
Valhöll. „Eigum við að smakka?"