Morgunblaðið - 13.10.1995, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 B 3
DAGLEGT LÍF
BREYTINGASKEIÐIÐ ER...
einstaklingsbundin reynsla.
þegar tíðablæðingum lýkur.
ferill sem tekur mörgár.
tilfinningalegt, andlegt, líkamlegt.
fagnaðarefni.
tími nýrra hugmynda.
tækifæri til að breyta til.
tækifæri til að Ijúka verkefnum.
tækifæri til að hætta að bæla sársauka og ótta.
tækifæri til að fara ofan saumana á sínu innsta eðli.
tækifæri til að leita, finna, fljúga - stefna hátt.
tækifæri fyrir konur til að vera þær sjálfar.
tækifæri til að vera hreinskilin.
rétti tíminn til áð hlúa að andlegum þroska.
BREYTINGASKEIÐIÐ ER EKKI...
langvarandi sjúkdómur.
eingöngu í kollinum á konum.
feimnismál.
eitthvað til að vera hrædd við.
eitthvað sem á að hunsa eða afneita.
BREYTINGASKEIÐIÐ...
gerir konur ekki að síðri kynverum.
gerir konur ekki gamlar.
gerir konur ekki einskis nýtar.
Heimild: Faride Sharon „Creative Menopause"
Námskeiðið sem Farida hélt hér
á landi var um breytingaskeið
kvenna enda er hún sérfræðingur
í málefnum er snerta heilsu þeirra.
Hún fjallaði m.a. um nauðsyn þess
að skilja hvernig vandamál eru
jafnan tilfinningalegs eðlis áður
en þau verða að líkamlegum vanda
og að þess vegna sé mjög nauðsyn-
legt að fólk hreinsi út slæmar til-
finningar. Ýmsar aðferðir megi
nota til þess t.d. hugleiðslu, rétt
mataræði, jurtir og blómadropa.
Drekka vatn og jurtaseyði
Með lithimnugreiningu má á
auðveldan hátt, að sögn Faridu,
sjá hvað helst hijái manneskju og
segir hún að oft létti fólki mjög
þegar það fær loksins einfaldar
skýringar á vanlíðan sinni. „Kaffi-
drykkja skaðar t.d. nýmahettum-
ar og hindrar þannig eðlilega
myndun hormóna. Þetta skiptir
miklu máli vegna þess að eftir
breytingaskeiðið er megin mynd-
unarstaður kynhormóna þar,“ seg-
ir Farida og leggur áherslu á að
fólk drekki sem minnst af kaffi
og kóladrykkjum en drekki hreint
vatn þess í stað. Einnig sé mikið
til af góðum jurtaseyðum og bend-
ir hún m.a. á að seyði úr brenni-
netlu og baldursbrá séu holl, sér-
staklega fyrir konur sem eru á
breytingaskeiðinu því jurtirnar
innihaldi náttúrulega hormóna.
Seyði úr elftingu, túnfífl og vall-
humli og fjallagrasamjólk séu
einnig góð heilsunni.
Farida segir að vegna þess að
konur upplifa breytingaskeiðið á
mjög mismunandi hátt sé ekki
hægt að ætlast til að ein tafla af
hormónum á dag henti öllum kon-
um. Þar á ofan sé breytingaskeið-
ið ekki eingöngu vegna eðlilegra
breytinga á líkamsstarfseminni.
Konur hafi svo mikið á sinni könnu
að þær stundi ekki nauðsynlega
sjálfsrækt fyrir utan það að sinna
útliti, klæðnaði og líkamsrækt og
afleiðingarnar séu að koma í ljós.
Hún segir að á þessu æviskeiði fái
konur tækifæri til að staldra við
og fara að huga að eigin heilsu
og að í rauninni sé lífið rétt að
byija þegar breytingaskeiðið heíj-
ist. ■
mhg
Og svo tínir mamma
margar lúkur fullar af
stórum, safaríkum
krækibeijum og gefur
stráknum sínum. „Meira,
mamma. Hérna, hérna,“
segir hann og mamma
hefur ekki við. Síðan er haldið af
stað að nýju, varirnar á stráknum
svolítið bláar og fingumir á
mömmu líka.
Svo hellir Guð úr nokkrum föt-
um yfir Þingvelli. Allir verða renn-
andi blautir. Strákinn langar allt
í einu í snuddu sína en mamma
segir: „Ekki núna, hún er í stóra
bílnum." „Nei, í vasanum," segir
snáðinn og vill ekki láta plata sig.
Mamma þráast við en sonurinn á
ráð undir rifi hveiju. „Mamma,
hlaupa! Hlaupa hratt!“ Svo gleym-
ir hann snuddunni og fer að hugsa
um aumingja blómin. „Blómin
kalt.“
Orkugefandl hœnublundur
Nú er kominn tími til að fá sér
pylsu og Frissa fríska. í Valhöll
er allt lokað og læst þó von hefði
verið á öðru. Sárasta hungrið er
því satt með kexi og safa
og svo er brunað af stað
til Hveragerðis. Og þá
er aldeilis ágætt að nota
tímann vel fá sér svolitla
orkuhænu.
Rigningin bylur á rúð-
unum - nei hættu nú - hliðarrúðan
við bílstjórasætið fýkur úr falsinu.
Þá eru góð ráð dýr og Jóhanna
leikskólastjóri leggst á rúðuna svo
hún haldist á sínum stað.
Vömbln kýld
í Hveragerði er vömbin kýld
með grilluðum pylsum og pylsu-
brauði. Þegar allir eru orðnir sadd-
ir er haldið heim á leið, í úrhelli
og þoku. Lagið er tekið og allir
syngja svo undir tekur: „Við skýin
felum ekki sólina af illgirni. Við
skýin erum bara að kíkja á leiki
mannanna . . .“
Landkönnuðirnir litlu eru
þreyttir en ánægðir eftir skemmti-
lega ævintýraferð og í hugskóti
þeirra leynist nú mynd af Þingvöll-
um í fallegum haustskrúða. ■
mhg
Svo hellir Guð
úr nokkrum
fötum yfir
Þingvelli.
Áhyggjur
í tíma og ótíma
ÁHYGGJUR, kvíði og ótti eru tilfinningar sem flestir
þekkja, en reynist misjafniega auðvelt að lifa með,
bægja í burtu eða skilgreina fyrir sjálfum sér. Ástæð-
urnar geta verið af ýmsum toga. Stundum er ástandið
viðvarandi, stundum tímabundið. Langvarandi áhyggj-
ur geta haft slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu
og þá kann að vera ástæða til að grípa í taumanna
og leita sér hjálpar.
Að hafa áhyggjur af því að hafa áhyggjur hljóm-
ar öfugsnúið og síst til þess fallið að létta lund.
Ekki ætti þó að saka að kanna hug sinn og
reyna að komast að því hvort ekki mætti
láta sér sitthvað í léttu rúmi liggja, sem ef
til vill hefur valdið óþarfa taugaspennu um
langa hríð.
En hvenær er hægt að meta hvenær ástæða
er til að hafa áhyggjur, hvenær ekki og að
hve miklu leyti er hægt hafa stjórn á slíkum
tilfinningum? Hér á síðunni er smávegis spurn
ingapróf, sem breska tímaritið Woman’s Jo-
urnal fékk Dr. Raj Persaud, geðlækni, til að
útbúa, og er ætlað að auðvelda slíkt mat.
Sé spurningunum heiðarlega svarað ættu niðurstöð-
urnar að varpa örlitlu ljósi á stöðu mála og vekja fólk
til umhugsunar.
ÁHYGGJUFULL/UR - ÁHYGGJULAUS?
HÉR fara á eftir tuttugu staðhæfingar, sem einungis
má svara með „sammála“ eða „ósammála". Lestu
hveija staðhæfíngu vandlega og ákveddu hvaða við-
brögð lýsi tilfínningu þinni best. Ekki freistast til að
líta á niðurstöðurnar neðst í rammanum. Svaraðu öllum
spumingunum samviskusamlega og ef þú ert ekki viss
um viðbrögð þín veldu þá svarið sem þér finnst fremur
við hæfi.
1. Vináttubönd mín rofna aldrei.
Sammála A □ Ósammála B □
2. Mörgum af gagnstæða kyninu fínnst ég óaðlaðandi.
Sammála B □ Ósammála A □
3. Ég kem aldrei heimskulega fyrir sjónir.
Sammála A □ Ósammála B □
4. Framtíðarhorfur mínar í vinnunni eru ótryggar.
Sammála B □ Ósammála A □
5. Ég fylgist vel með nýjungum, sem tengjast starfi
mínu.
Sammála A □ Ósammála B □
6. Þjóðfélagið á við alvarlega erfíðleika að etja.
Sammála B □ Ósammála A □
7. Ég tek strax upp gluggapóstinn.
Sammála A □ Ósammála B □
8. Hugsanlega er ég mun verri til heilsunnar en ég
geri mér grein fyrir._
Sammála B □ Ósammála A □
9. Framtíðin verður betri en fortíðin.
Sammála A □ Ósammála B □
10. Eitthvað hræðílegt gæti verið í þann mund að
bresta á.
Sammála B □ Ósammála A □
11. Ég er jafn fljót/ur að hafa mig til og hver annar.
Sammála A □ Ósammála B □
12. Mér er illa við að snerta sjúkt fólk.
Sammála B □ Ósammála A □
13. Ég er fljót/ur að gleyma mistökum mínum í vinn-
unni.
Sammála A □ Ósammála B □
14. Ég hef óbeit á sjúkrahúsheimsóknum.
Sammála B □ Ósammála A □
15. Ég aðgæti aldrei hvort ég hafí örugglega læst
dyrunum á eftir mér.
Sammála A □ Ósammála b □
16. Þegar ég er í fríi hef ég miklar áhyggjur af hvem-
ig gangi heima.
Sammála B □ Ósammála A □
17. Ég á auðvelt með að fyrirgefa mannlegan breysk-
leika.
Sammála A □ Ósammála B □
18. Það sem ég vil að vel sé gert geri ég sjálf/ur.
Sammála B □ Ósammála A □
19. Ég vil frekar fara út að borða heldur en borða
heima.
Sammála A □ Ósammála B □
20. Ég forðast að nota almenningssalemi nema í allra
brýnustu neyð.
Sammála B □ Ósammála A □
Legðu saman A-ln og B-ln.
16 eða fleiri B: Mjög áhyggjufull/ur
Þú hefur áhyggjur af því sama og flestir, en munurinn
er sá að þú hefur áhyggjur í mun lengri tíma. Þú er
sannfærð/ur um að þér takist ekki að breyta hlut-
skipti þínu og óttast þau örlög, sem þér eru ásköpuð.
Ein leið til að ráða bug á kvíðanum er að fara djúpt
í saumana á möguleikum þínum til að leysa vandann.
Mundu að viðvarandi áhyggjur geta verið verri örlögv
en að taka á vandanum af æðruleysi þegar og ef hann
brestur á.
10-15 B: Áhyggjufull/ur
Þú ert ekki næstum eins áhyggjufull/ur og þeir sem
fengu 16 stig eða fleiri. Samt veldur tilhneigingin til
að dæma sjálfa/n þig óvægilega, áhyggjur af tímasetn-
ingum og fullkomnunarárátta því að þú lifír fremur
óafslöppuðu lífí. Frammistaða þín í öllu sem þú tekur
þér fyrir hendur myndi batna til muna ef þú hefðir
minni áhyggjur. Hins vegar ertu haldin/n þeirri mein-
loku að ef þú hættir að hafa áhyggjur standir þú þig
ekki eins vel. Ef áhyggjurnar eru raunhæfar gætir þú
hugsanlega komist hjá ýmsum vandræðum, en hví að
eyða dýrmætum tíma í óþarfa? Fjölskylda eða vinir
verða líka hundleiðir á að hlusta á áhyggjurausið í þér.
6-10 B: Áhyggjulftil/I
Þú ert næstum laus við áhyggjur og ert fjarri því að
vera eins upptekin/n af heilsufarinu eins og þeir sem
fengu fleiri B. Þó koma þeir dagar að þú hefur áhyggj-
ur af fjárhagnum eða fínnst þú ættir að láta þig varða
meira um ýmis málefni eins og stjórnmál og þjóðfélags-
ástandið. Þú átt til að forðast eins og heitan eldinn
að taka líf þitt föstum tökum og því hefur endrum og
sinnum áhyggjur af því hvemig málin þróast.
0-5 B: Áhyggjulaus
Þú hefur hvorki áhyggjur af heilsunni, fjármálum,
samböndum, starfi né fjölskyldu. Þú lifír því afslöpp-
uðu lífí, en sá er hængur á að þú ert afar illa búin/n
undir áfóll, gagnstætt þeim áhyggjufullu, sem eru allt-
af undir það versta búnir. Þeir sem fengu 0-5 B geta
lent í alls konar óvæntum og miður skemmtilegum
uppákomum. ■