Morgunblaðið - 13.10.1995, Page 4

Morgunblaðið - 13.10.1995, Page 4
4 B FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLA.ÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 B 5 DAGLEGT LÍF Réttu fötin við réttu tækifærin ÞAÐ er mikilvægt að kunna að kalla fram réttu viðbrögðin hjá öðr- um. Útlitið getur riðið baggamun- inn. Skítur undir nöglum, skyrta upp úr buxum og bírópenni geta orðið mönnum að falli. Hér á eftir fara leiðbeiningar til karlmanna um hvernig gott sé að vekja' hrifningu. Hár: Stutt hár gengur best í flest- um starfsgreinum. Óruggast er að vera skegglaus og vel rakaður. Yfir- varaskegg hefur ekki enn náð að skjóta rótum í tískunni. Þeir sem vilja líta út fyrir að vera eldri en þeir eru ættu að athuga hvernig stutt alskegg færi þeim. Grá hár gefa reynslu til kynna, en ef það verður of grátt hjá ungum mönnum ættu þeir að íhuga litun. Gleraugu: Mikilvæg tilvísun á gáf- ur og vald. Þagnir þegar þau eru tekin niður eða sett upp fá fólk til að hlusta betur. Grönn umgjörð og hringlaga gleraugu vísa á háskóla- nám og röklegan málflutning. Best er að glerið sé litlaust til að augun skíni vel í gegn. Ilmur: I vinnunni borgar sig ekki að nota ilmvatn sem ætlað er til að seiða að konur. Veljið heldur ilm sem er léttur og ferskur og vekur hugmyndir um snyrtimennsku. Skartgripir: Giftingarhringurinn er eini hringurinn sem er við hæfi að bera nema þið séuð af aðalsætt- um. Neglur: Hreinar og vel snyrtar neglur sýna að þið látið smáatriðin ykkur skipta og að þið hugsið virki- lega vel um ykkur sjálfa. Viðskiptakort: Geymið viðskipta- kortin í litlum peningaveskjum. Það mun auka á áhrifin við athöfnina að borga. efni og mættu vera dökkblá eða viðarkolabrún. Ullar- föt eru ennþá besta og þægilegasta efnið til að líta smart út allt árið um kring. Skyrtur: Hvíta skyrtan bregst aldrei en ef svo skyldi vera að litir færu ykk- ur vel, veljið þá milda liti; fölbláa, kremaða og pastel- liti. Mikilvægt er að finna út hvaða litir hæfa andlitinu best og ímyndinni sem þið viljið skapa. Skyrtan verður að vera óaðfinnanlega straujuð og að minnsta kosti 50% bómull. Bijóstvasar eru óþarfi, en fleiri en einn eru út í hött. Gangið úr skugga um að skyrtan sé ávallt vel ofan í buxunum. Kaupið síðai skyrtur til að það hörmulega slys hendi ekki að skyrtan fari upp úr buxunum. Hálsmálið má ekki vera of þröngt. Skyrtan er af réttri stærð ef þið getið rennt fingri þægilega niður fyrir innan kragann. Sokkar: Dökkir og upp fyrir kálfa svo aldrei sjáist í háruga leggi þeg- ar sest er niður. Skór: Reimaðir skór gefa til kynna að þið ráðið við málin - Oxfords eða skrautkappaðir gönguskór eru sí- gildir. Svartir og brúnir skór gefa virðingu til kynna. Það er fullkom- lega ásættanlegt að vera í brúnum skóm við dökk föt, gagnstætt gam- alli trú. H Byggt á Men’s Health. fyrir naflann. Ef þið komið hönd niður í þær án þess að talan springi og þurfið ekki að reyra þær að ykkur með beltinu, passa þær full- komlega - en kannið þetta aðeins í einrúmi í fataherberginu! Buxurn- ar eiga að snerta skóna en það má ekki koma nema eitt brot á skálm- ina að framan. Úr: Öruggast er að kaupa eins gott og glæsilegt úr og fjárhagurinn leyfir. Hættið strax að nota úr sem pípa með klukkutíma millibili. Sígilt úr með tölustöfum og svartri leður- ól stendur alltaf fyrir sínu. Pennar: Það borgar sig að eyða peningum í góða penna. Fæstir gera greinarmun á 5000 króna penna og 20 þúsund króna penna, en allir sjá muninn á bírópenna og verðmætum penna. Leitið því að svörtum blekpenna með gullskel. Hann vekur aðdáun og skapar traust. Föt: Mikilvægast er að líta nútíma- lega út, en ekki endilega samkvæmt nýjustu tísku. Sígild föt skapa vel- líðan. Dökk nútíma jakkaföt með þremur til fjórum tölum vekja hug- myndir um siðprýði og reglufestu. Þau ættu að vera úr hefðbundnu Bindi: Fyrir skyrtu hneppta að framan með löngnm mjóspíssuðum kraga ber að velja smámunstruð silki eða ljóst mynsturofið flösku- laga bindi sem mjókkar þar sem hnúturinn er búndinn. En þegar þið eruð með opinn eða hálfopinn kraga ber að velja þungt silki og binda það í Windsor eða hálf-Windsor hnút til að fylla upp í kragann. Gætið að því að bindið nái að belt- issylgju. Belti og sylgja: Leitið eftir smárri sígildri sylgju og athugið að leðrið sé í sama lit og skórnir. Buxur: Þær ættu að ná örlítið upp Ný leið fyrir andvaka fólk ÞEIR sem hafa tilhneigingu til að liggja andvaka geta nú hætt að telja kindur í örvæntingarfullri von um að festa blund, því nýjar rannsóknir benda til að betra sé að re'yna að halda sér vakandi undir slíkum kringumstæð- um. Bandaríski geðlæknirinn Richard Rabkin sagði nýlega frá því í viðtali við bandaríska tímaritið Redbook að það versta sem menn gerðu þegar þeir ættu erfitt með að sofna væri að reyna að sofna. „Það fyllir fólk af streitu og áhyggjum og tefur þvi fyrir svefni. Betra er að dreifa huganum, til dæmis með því að lesa eða horfa á sjónvarp. Ef sama vandamál kemur upp mörg kvöld í röð má prófa að fara seinna upp í rúm en venjulega. Ef menn reyna að halda sér vak- andi eru meiri líkur á að þeir verði syfjaðir en ef þeir liggja uppi í rúmi uppfullir af áhyggjum yfir að sofna ekki.“ ■ DAGLEGT LIF Kenninafn til móður verður sífellt algengara meðal íslenskra kvenna FRÁ áramótum til 1. október hafa 24, sem eru 16 ára og eldri, breytt kenninafni sínu hjá Hagstofu íslands, þannig að þeir hafa hætt að kenna sig til föður og kennt sig til móður í staðinn. En á öllu síðasta ári tóku 15 að kenna sig til móður í stað föðurs. JJg Samkvæmt tölum sem «a» Hagstofa íslands vann J^^ fyrir Morgunblaðið hafa 69 einstaklingar ákveðið f að kenna sig til móður ■gp sinnar frá því að nýju nafnalögin tóku gildi 1. 2 nóvember 1991. Um er að 2 ræða 53 konur og 16 S karla. Haplofa Islands Þjóöskrá Skráisl af umurkJaixU Beiöni um breytingu á kcnninafni manns 16 ára og eldri Vmumk(ul «10156 (itimlcga !£ZÍ™L,.*„) /ríEUKOftKA Hansd'qttíp, M.|. IS0RT6- 012.9 ‘BÍTPRE'ÍÐA STRf 2,2 Einfalt að skipta um kennlnafn Þeir sem eru 16 ára og eldri hafa rétt til að biðja um breyt- ingu á kenninafni sínu. Það er gert með því að fylla út sér- stakt eyðublað á Hagstofu ís- lands, skrifa nýja kenninafnið, til dæmis Guðrúnardóttir, und- irrita það og skila því. Ekkert gjald er tekið fyrir þessa breytingu. Sérstakur kafli í mannanafnalög- unum er um kenninöfn og 9. grein hans byijar svona: „Hver maður, sem hefur ekki ættarnafn, skal kenna sig til föður eða móður þann- ig að á eftir eiginnafni eða eigin- nöfnum komi nafn föður eða móður í eignarfalli, að viðbættu orðinu son ef karlmaður er en dóttir ef kven- maður er.“ Það virðist færast í vöxt _að fólk sé kennt til móður sinnar. í fyrsta lagi vegna þess að nafnalögin gefa svigrúm til þess og í öðru lagi vegna þess að ófeðruð börn verður að kenna til móður sinnar, ef hún hef- ur ekki ættamafn, þar til þau eru feðruð samkvæmt barnalögunum frá 1992. A\AR&RgTARDOTTÍR NidiUiiiii-d, MelKORKA A^AR&RgTARD'oTTI(y 13-10 -95 5SS-512.1 /ílellco, loÁAðfqcé lar Jó 11 i r Undirrítun umtxkjitÍM EYÐUBLAÐ fyllt út á Hagstofu íslands til að breyta um kenninafn. Ungt fólk breytir kenninafni íslendingar hafa með öðrum orð- um rétt til að kenna börn sín til föður eða móður og börnin hafa rétt til að breyta þeirri ákvörðun eftir 16 ára aldur. Forsjársmenn barna geta líka breytti kenninafni barnsins áður en það verður sjálf- ráða. Það er í raun aldagömul hefð á íslandi að kenna sig til móður, nefna má Loka Laufeyjarson úr goðsögn- unum og Hildiríðarsyni úr Islend- ingasögunum. Á hinn bóginn hefur það verið afar sjaldgæft. En aldrei hafa jafnmargir breytt kenninafni sínu eins og á þessu ári. Af þeim sem breyta um kenni- nafn eru ungar konur á aldursbilinu 16 til 24 ára stærsti hópurinn. En hvers vegna er fólk að skipta um kenninafn yfirleitt? Kenna sig við einstæða móður Ástæðurnar eru margar. Svo virðist sem stærsti hópur þeirra sem kenna sig til móður sinnar, geri það vegna þess að faðirinn var aldrei á heimilinu eða yfirg- af það vegna skilnaðar við móð- urina. Nokkrum viðmælendum Morgunblaðsins finnst eðlilegast að kenna börn til móður vegna þess að aldrei sé vafi á hver móðirin er, hinsvegar geti leikið vafi á faðerninu. Öðrum langaði mest að kenna sig við báða for- eldra. Hin sterka hefð að kenna bamið til föður síns er að veikj- ast og samkvæmt tölunum frá Hagstofunni er hægt að spá því að nafnakennsl til móður aukist með hveiju árinu. Til að heiðra móðurina Margrét Valgerðardóttir, segist hafa kennt sig til móður sinnar fyr- ir mörgum árum, og gert það til að heiðra hana. Móðir hennar var einstæð með 7 börn, en Margrét er sú eina af þeim sem kennir sig til Valgerðar. „Eg er kvennréttindakona og fínnst sjálfsagt að fólk kenni sig til móður sinnar og það merkir alls ekki í mínum huga að verið sé að gera lítið úr pabbanum. Mér finnst það líka oft fallegra," segir Mar- grét. „Fólk brást mjög vel við þess- ari breytingu og óskaði mér til ham- ingju. Ég hef hvergi lent í neinum vandræðum með nafnið." Kyn og aldur þeirra sem hafa breytt um kenninafn o o Fjöldi 20 ' V s í Morgunblaðið/Ásdís MÆÐGURNAR Sigríður Karen Bárudóttir og Saga Sigríðardóttir. Mæðgur kenndar vlð móður Sigríður Karen Bárudóttir sem er 25 ára gömul kenndi sig til móð- ur sinnar þegar hún var 14 ára og segir að starfsmenn Hagstofunnar hafi rekið upp stór augu vegna beiðninnar. Sigríði Karen fannst einfaldlega óeðlilegt að kenna sig til manns sem hún hafði ekki dagleg samskipti við. „Þetta var samt ekki hugsað sem greiði við mömmu," segir hún. „Föðurfólki mínu fannst þetta ástæðulaus breyting og þegar niðja- tal þeirra var gefið út á bók, vildi það nafnkenna mig til föður míns, en mér fannst það bara ekki rétt, því ég er Bárudóttir og vil vera það.“ Dóttir Sigríðar Karenar er líka kennd til móður sinnar og heitir Saga Sigríðardóttir og er 4 ára. Það var ákvörðun Sigríðar, sem vill taka það fram að henni finnist samt óréttlátt að skylda einstæðar mæð- ur, samkvæmt nýju barnalögunum, að kenna börn sín til sín. Henni finnst það ætti að vera fijálst val móðurinnar að nafnkenna barnið til karlmanns jafnvel þótt hún búi ekki með honum. En einhliða vitnisburður mæðra um föðurinn er ekki feðrun sam- kvæmt barnalögum. Við gildistöku nýju barnalaganna, 1. júlí 1992 varð breyting á framkvæmd Hag- stofunnar við skráningu kenninafna nýfæddra barna. Móðir sem er ekki er í hjónabandi eða skráðri sambúð 16-19 20-24 25-29 30-39 40ára ára ára ára ára og eldri þarf að feðra barnið sérstaklega t.d. hjá sýslumanni, svo hægt sé að kenna barnið til föðursins. Einstæð- ar mæður geta eftir að faðirinn hefur gengist við baminu valið um hvort þær kenni bam sitt áfram til sín eða föðurins. Skrifaði Ragnheiðardóttir í gestabækur Margrét Elín kenndi sig til móður sinnar Ragnheiðar fyrir þremur árum. „Ég hafði hugsað um þetta lengi og skrifað mig Ragnheiðar- dóttir í gestabækur.," segir Margrét Elín. „Svo ákvað ég að kenna mig til móður minnar, vegna þess að mér fannst óeðlilegt að kenna sig .til ókunnugs manns, en ekki þess sem hafði alið önn fyrir mér. Ég hélt að það væri stór- mál að skipta um kenninafn en svo kom í ljós að það er mjög einfalt, bara fylla út eyðublað á Hagstof- unni,“ segir Margrét Elín, en systir hennar fór með æææ henni og kenndi sig líka til móður sinnar. „Mér Iíður mjög vel með nafnið og ég hef aldrei notað gamla nafnið óvart,“ segir Margrét Elín. „Sumum í föðurfjölskyldunni fannst sem við systumar væmm að segja okkur úr fjölskyldunni eða afneita henni, en það var alls ekki hugsunin." Ekki hægt að kenna sig til móður og föður Kolbrún Svavars- og Ernudóttir Breytingar á kenninafni 1. nóv. 1991 til 1. okt. 1995 25 Fjöldi 16 ára og eldri 2o sem hafa hætt að kenna sig við föður og kennt sig við móður. 15 1991 1992 1993 1994 1995 Einhliðo vitnisburður mæðrn um föður borns er ekki feðrun. segist hafa byijað að kenna sig til beggja foreldra sinna árið 1971, vestur á Ísafirði, hún hafí ekki viljað gera upp á milli þeirra. Hún segir að skiptar skoðanir hafi verið um þetta fyrstu árin en nú sé ekki leng- ur svo óvenjulegt að kenna sig til móður. Kolbrún segist alltaf hafa verið á leiðinni á Hagstofuna til að kenna sig til foreldra sinna en aldrei látið verða af því. En samkvæmt nafna- lögunum er ekki hægt að kenna sig til beggja. Hún minnist útvarpsvið- tals við Sigurð A. Magnússon rithöf- und og að það hafí haft áhrif á ákvörðun hennar að hann kenni sig til móður sinnar með bókstafnum A. Áður fyrr þekktist það ■agaa að fólk bætti bókstaf inn í nafn sitt sem tákni fyrir kenninafni til móður sinnar, en það er ekki hægt samkvæmt núgild- andi nafnalögum. Þeir sem vilja breyta eiginnafni sínu eða fá millinafn verða að sækja um það til dóms- málaráðuneytis og greiða fyrir það 4.000 krónur. Það er hins vegar auðvelt að breyta ritun nafns en í 21. grein nafnalaganna stendur að Hagstofa íslands geti heimilað að ritun nafns í þjóðskrá sé breytt án þess að um sé að ræða eiginlega nafnbreytingu. Maður sem er ritaður Jón Gunnar Jónsson í þjóðskrá getur látið breyta nafnrituninni í Jón Jónsson, Jón G. Jónsson eða Gunnar Jónsson. ■ Gunnar Hersveinn F eitum krökkum og feitu ungu fólki fjölgar verulega Morgnnbladid. Kaupmannahöfn. £jj| OF FEITUM krökkum og ■ ungu fólki í Danmörku hefur JJ fjölgað um meira en helming á undanförnum átta árum. Um 5 leið er offita almennari meðal tmm Dana. Þetta er niðurstaða sem fifi nýlega var opinberuð. Það eru ekki aðeins Danir, sem fitna; 01 þetta er tilhneiging á Vestur- löndum, þar sem baráttan fyr- Z ir hollari og betri lifnaðarhátt- U* um virðist fyrst og fremst ná til vel menntaðs fólks. Afleið- ingin er að fíta er að verða stétt- bundin. Hér áður fyrr var fita __________ stöðutákn. Það þótti fínt að vera feitur, því þá bar maður það utan á sér að hafa efni á að borða vel. Nú hefur þetta snúist við og« of- fíta þykir lítt eftirsókn- arverð. Offita veldur þó læknum ekki áhyggjum af fagurfræðilegum ástæðum, heldur vegna þess að i kjölfar offitu fylgja ýmsir sjúkdóm- ar, svo sykursýki, ákveðnar tegund- ir krabbameins og hjarta- og, æða- sjúkdómar. Útgjöld til heilbrigði- skerfisins munu því vaxa hressilega næstu árin, eftir því sem feitu krakkarnir eldast. Samkvæmt nýlegri danskri könnun hefur feitum krökkum f jölgaö um helming und- anfarin ár. Það var dönsk stofnun í faralds- fræði, DIKE, sem gerði rannsókn- ina og bar tölur frá 1994 við tölur frá 1987. Samanburðurinn leiðir í ljós að á aldrinum 16-24 ára voru sex þúsund of feitir 1987, en 1994 var sú tala komin upp í níu þús- und. Alls voru þeir of feitu 220 þúsund 1987, en 1994 voru þeir 320 þúsund. Máttur auglýsinganna Hvað krakkana varðar virðist sem saman fari slæmar matarvenj- ur og hreyfíngarleysi. Stöðugar auglýsingar um óhollan skyndimat __________’sem er að mestu beint að ungu fólki hafa sín áhrif. Þar við bætist að heima fyrir eru þau lát- in um það hvort og hve- nær þau borða. Þegar krakkarnir fara að heiman á morgnana án þess að borða gerir hun- grið vart við sig þegar líður á daginn og þá er einfalt mál að seðja það með því að kaupa sér skyndibita. Þá er ekk- ert verið að velta því fyrir sér að kartöflurnar eru löðrandi í fitu og gosið og sælgætið þrungið sykri. Hreyfingarleysi meðal krakka er að verða áberandi vandamál. Eldri krakkar og táningar fara minna út að leika sér en áður, en sitja þess í stað við tölvur, myndbönd og sjónvarp. Skólaleikfimin getur alls ekki komið í stað eðlilegrar hreyfingar utan skóla- tímans. Herferðir fyrir bættu matarræði og hreyf- ingu undanfarin ár hafa fyrst og fremst beinst að fullorðnu fólki. Rannsóknin nú sýnir að þörf er á að snúa sér að krökkum og ungu fólki og vekja áhuga þeirra á þessu tvennu, hollu matarræði og hreyf- ingu. Fituneysla hefur mlnnkaA en aðeins hjá sumum Niðurstaðan er áfall fyrir dönsk heilbrigðisyfírvöld, því 1991 var gerð heljarmikil herferð fyrir minni fítunotkun. Hún virtist í fljótu bragði hafa borið góðan árangur, því fítunotkun minnkaði um fjórð- ung. Rannsóknin nú bendir hins vegar til að aðeins afmarkaðir hópar hafí dregið úr fítuneyslu. Af þessu er helst dregin sú álykt- un að mikið vanti upp á að þorri almennings hafi farið að ráðum herferðarinnar og minnkað fituna. Álitið er að herferðin hafí í raun Morgunblaðið/Ámi Sæberg STÖÐUGÁR auglýsingar um óhollan skyndimat, sem er að mestu beint að ungu fólki, hafa áhrif á mataræðið. aðeins náð til hluta almennings og þá helst þeirra, sem eru þokkalega upplýstir, eru menntaðir og hafa þokkalegar tekjur. I þeim hópi ríkir áhugi á mat og matargerð og um leið hollum mat. Öffíta virðist hins vegar algeng meðal þeirra, sem hafa litla menntun og lágar tekjur. Þeir hópar borða enn gamaldags mat, sem á rætur að rekja til þess tíma er fólk vann erfíðisvinnu og þurfti ríkulega á hitaeiningum að halda. Rannsóknin vekur einnig spurningar meðal lækna um hvað valdi offitu og hvort enn séu óút- skýrðir þættir í þeim efnum. Lystarstol og offita Um leið og þeim feitu fjölgar fjölgar einnig þeim, sem borða alltof lítið og eru í stöðugri og ímyndaðri baráttu við aukakílóin. Anorexía og aðrar lystatruflanir virðast aukast, einkum hjá ungum stúlkum. Það virðist því sem að matarvenjur séu ýmist of eða van og almennt sé mikið um truflaðar matarvenjur. Hvað er þá offita? Viðmiðunin er svokallaður Body Mass Index, BMI, og hver og einn getur sjálfu reiknað út hvar hann er á skalanum. Hæð viðkomandi er margfölduð með sjálfri sér og útkomunni deilt í þyngdina. Ef hæðin er 1,75 cm og þyngdin 65 kg, þá er ekkert annað en að margfalda 1,75X1,75 = 3,1, sem er deilt í 65 = 20,97. Flokkun- in er þannig að þeir sem með þess- um útreikningum eru á bilinu 0-15 eru alvarlega undir eðlilegri þyngd, 15-20 of léttir, 20-25 eðlilega þung- ir, 25-30 aðeins of þungir og þeir sem fá yfír 30 eru greinilega of þungir. Rannsóknir hafa sýnt að það er ekki allur sigur unninn þó of feitum einstakling takist að ná af sér auka- kílóunum, því sá sem hefur verið of feitur og hefur grennst er áfram í áhættuhóp varðandi ýmsa sjúk- dóma. Það borgar sig því að hafa auga á krökkum og ungu fólki. Það er veganesti fyrir allt lífið að læra góðar matarvenjur í æsku og for- eldrar sem leggja það á sig að koma þeim inn hjá börnum sínum eru að búa í haginn fyrir þau langt fram yfír æskuárin. ■ Dúskar glitsteinar og himinháir hælar SKÓHÖNNUÐURINN Terry de Haviland, sem bar ábyrgð á yfírþyrmandi áberandi fóta- búnaði poppstjananna Bry- ans Ferry og Davids Bowie á sjötta áratugnum, hefur aftur þeyst fram á sjónarsviðið með nýja gerð af hælaháum skóm. Þar sem sýnishorn af fram- leiðslunni birtist nýverið í bresku útgáfunni af Vouge er ekki ólík- legt að slíkir skór eigi eftir að öðlast vinsældir. Þeir minna um margt á skóbúnaðinn sem sumar þokkagyðjur kvikmyndanna skört- uðu á fjórða áratugnum. De Havi- land hefur rnikið dálæti á bandas- kóm úr gljáandi svörtu, appelsínu- gulu eða skærbláu leðri, oft alsett- glitrandi steinum. Hælarnir um eru svimandi háir og botnar þykk- ir. Hann notar einnig dúska, strútsfjaðrir og allrahanda fínerí sem skraut. Fyrir vikið verða skórnir fremur tildurslegir á að líta og trúlega eiga margar konur erfitt um vik að vera ábúðarmiklar í fasi í slíkum skóm — enda varla ætlunin. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.