Morgunblaðið - 13.10.1995, Page 7

Morgunblaðið - 13.10.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 B 7 FERÐALÖG lítið skylt með fólkinu, sem fylgdi honum þessa leið, en hermennirnir eru enn á sínum stað. Nútímaher- maðurinn, grænklæddur, í skotheldu vesti, með vélbyssu um öxlina, táragasbyssu hangandi aftan á bak- inu, hjálm dinglandi í beltinu og gyðingahúfuna á kollinum, er sífelit á verði og fylgist grannt með gestum og gangandi. Kjólar og kjötskrokkar Líklega er á fáum stöðum á jarð- kringlunni hægt að upplifa mannlíf- ið í skrautlegri mynd en innan veggja þessarar gömlu borgar. Kristnir ferðalangar ganga upp Via Dolorosa með leigðan kross á bak- inu til þess að upplifa á sjálfum sér píslargönguna. Gangan fer fram meðfram sölubúðunum við undirleik hrópa og kalla sölumannanna og háværra bænagjörða múslimanna, sem hljóma úr hátölurum mo- skanna. Meðfram þröngum götunum standa sölubásar og varningnum er stillt upp í furðulegan hrærigraut. Hlið við hlið hanga kjólar og kjöt- skrokkar, þar sem öll flugnaflóran lifir góðu lífi. Þeir veita okkur mikla -athygli, arabísku sölumennirnir, þau 'eru ófá bónorðin sem berast okkur með háværum köllum niður göturn- ar. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta hafi ekkert með sanna ást að gera, heldur sjái þeir í okkur hugsanlega búsetu í öðru landi. Af öllum frægum stöðum gömlu borgarinnar er grátmúrinn líklega þeirra frægastur. Það er ógleyman- leg upplifun að vera í gömlu borg- inni á laugardegi þegar sabbat er að ljúka og gyðingar safnast saman til bænagjörða. Það ber mest á gyð- ingum, í svörtum frökkum með svarta hatta á höfði og síða vanga- lokka. Þeir eru einhvern veginn ógn- vekjandi í þeirri einangruðu og skil- yrðislausu trú, sem þeir túlka upp við múrinn. Þeir eru líkt og í eigin heimi, sem enginn utanaðkomandi hefur aðgang að. Innan um svart- klæddu gyðingana má sjá græn- klædda hermenn, sem leggja frá sér vopnin rétt á meðan þeir biðjast fyr- ir. Öll þessi bænagjörð fer fram undir vökulum augum hermanna, sem stilla sér upp í gluggum hús- anna í kring, með byssuhlaupin til- búin í hvað sem er. Snúa baki við myndavélinni Við yfirgefum gömlu borgina um leið og gyðingarnir. Það fer lítið fyrir eiginkonum þeirra, sem hafa afmarkað rými við grátmúrinn, öllu krossa til að ganga með á bakinu upp Via Dolorosa og upplifa píslargönguna. KJÓLAR og lqötskrokkar hanga hlið við hlið í furðuleg- um hrærigraut í sölubásunum. minna en körlunum er ætlað. Við erum hálfhræddar þar sem við stöndum skyndilega einar kvenna í hópi þessara karla. Hún verður ein- hvern veginn áþreifanieg sú skoðun þeirra að þeir séu öðruvísi og betri en aðrir dauðlegir menn. Okkur langar til að taka mynd af hópnum, en þeir snúa við okkur baki þegar við mundum myndavélina. Eftir þessa reynslu er gott að koma við í garðinum hjá American Colony hótelinu. Af öllum stöðum í heiminum hlýtur þessi að vera með þeim friðsælli og fegurri. Hótelið er í byggingu þar sem eitt sinn bjó stöndugur sóldán. Hans skoðun á konum mun hafa verið ólík þeirri sem við upplifðum við grátmúrinn því hann átti fjórar konur, sem hann elskaði undurmikið og ofurheitt. Hann reisti þeim öllum hús og hand- an þessara fjögurra húsa er garður- inn, þar sem maður býst ósjálfrátt við að sjá þau Adam og Evu koma gangandi ljóslifandi og. skála við okkur afkomendur sína. Sífelldar hringingar úr símunum í vösum gestanna kippa manni inn í raun- veruleika breyttra tíma. Friösælt í myrkrinu Það er gott fyrir sálina að enda daginn með því að aka upp á hæðina fyrir ofan borgina og horfa á ljósin sem breiða úr sér óendanleg í allar áttir. í myrkrinu sýnist allt svo frið- sælt, borgarmörk og ófriður víðsfj- arri. Arabinn, sem hefur bækistöð sína hér á daginn, er búinn að pakka saman. Óhreinn og ágengur býður hann til sölu hass og póstkort. Eða að taka mynd af þér á baki úlfalda. Hann á tvo slíka, mögur og illa hald- in dýr, sem á einhvern hátt líkjast eiganda sínum. Eftir kyrrðarstund á hæðinni er haldið heim á leið. Það er létt yfir hermönnunum í varðskýl- inu þegar við höldum inn í austur- hlutann. í þetta sinn gefa þeir okkur merki um að stansa. Við búum okk- ur undir langa yfirheyrslu, en þeir vilja bara spjalla. Þeir sitja fyrir utan húsið á horn- inu, arabawiir, nágrannar okkar. Þar eyða þeir kvöldunum hver í félags- skap annars. Við og við skjótast eig- inkonur þeirra út úr húsunum og færa þeim te. Að öðru leyti ber lítið á þessum fallegu konum, sem ekk- ert sést í nema andlitið. Allt annað er hulið öllum þessum klæðum og maður hefur það á tilfinningunni að umheimurinn sé á sama hátt hulinn þeim. Við sitjum úti í heitri nóttinni og bíðum eftir næstu bænastund músli- manna. Þá kemur hann út með bænamottuna sína, maðurinn í hús- inu á móti, og tekur undir bæna- gjörðina, sem hljómar í næturkyrrð- inni um alla borgina. Asninn og haninn í bakgarðinum taka undir. Það er venjulega haninn sem á síð- asta orðið, sem hægt væri að túlka sem amen, alveg eins og hvað ann- að. En ef til vili er hann að segja shalom, friður, sem í þessu landi er hugtak, en ekki raunveruleiki. ■ Þórunn Stefánsdðttir Komur erlendra ferðamanna til landsins frá 1985 Erlendir ferðamenn í janúar-september 1995 FJöldi % Breyt. fra fyrra ári I.Þýskaland 33.001 20,4 5,5% 2. Bandaríkin 23.001 14,2 10,5% 3.Danmörk 18.725 11,6 10,4% 4. Svíþjóð 16.002 9,9 ■4,6% 5. Bretland 13.435 8,3 ■9.9% 6.Noregur ..12,104 “Tö ■7,4% 7,Frakkland 8.736 5,4 0,2% 8. Sviss 7.075 4,4 55,4 9. Holland 5.308 3,3 ■13,1% 10. Finnland 3.629 2,2 9,7% Önnur 20.785 12,8 m?,2% Samtals 161.801 100,0 4,0% NÆSTUM jafn margir útlendingar og íslendingar komu til íslands í síðasta mánuði. Heildarfjöldi farþega sem þá kom til landsins með skipum og flugvélum var rétt rúmlega 31 þúsund. Þar af voru tæplega 15.700 íslendingar og rúmlega 15.400 útlendingar. Það sem af er árinu hafa samtals komið til landsins 278.388 farþegar. Þar af eru útlendingar í meirihluta, eða um 162 þúsund. Eins og sjá má á töflunni hér að ofan, er hér um nokkra aukningu að ræða frá síðasta ári. Fyrstu níu mánuðina 1994 komu um 260 þúsund farþegar og fjölgaði þeim milli áranna 1994 og 1995 um 7%. Útlendingum í hópnum fjölgaði um 4% eða úrtæpum i 56 þúsundum. Komum skemmtiferðaskipa til íslands og farþegum með þeim hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin sumur. Síðasta sumar komu til landsins með skemmtiferðaskipum 21.348 farþegar í 50 ferðum. Langflestir farþeganna eða 11.441 voru frá Þýskalandi. Bretar voru rétt rúmiega þrjú þúsund talsins og Bandaríkjamenn tæplega þrjú þúsund. Tæplega 2.000 Frakkar komu til íslands í sumar með skemmtiferðaskipum, tæplega 500 ítalir og 350 Austurríkismenn. Aðrar þjóðir vógu mun minna í heildarfjöldanum. Fjöldi farþega sem komu með skemmti- [] ferðaskipum til landsins frá 1982 i 15 þús. Fjöldi skemmti- ferðaskipa tii 50 landsins frá 1982 40 Dýrkeypt reynsla í Prag Það getur orðið ferðalöngum dýrkeypt reynsla og óskemmtileg að ferðast með leigubíl í Prag. Leigubílstjórar í borginni hafa margir hverjir gerst svo djarfir að krefjast okurverðs fyrir farið, oft með „tilheyrandi“ móðgunum og jafnvel stimp- ingum. Fréttir hafa verið sagðar af ferða- mönnuni sem hafa þurft að borga tífalt hærra gjald en eðlilegt getur talist fyrir far með leigubíl frá flugvellinum og inn í borgina. Engar fréttir hafa hins vegar borist af því að bílstjórar hafi gefið farþegum sínum rafstuð til að neyða þá til að greiða upp- sett okurverð, en í frétt í tékkneska dag- blaðinu Mlada Fronta Dnes segir að leigu- bílstjórar hafi hótað að setja búnað til slíkra verka í farþegásætin. En það eru líka til heiðarlegir leigubíl- stjórar í Prag og þeir fylgja settum reglum um fargjöld. Samkvæmt reglunum kostar hver kílómetri 12 tékkneskar krónur, sem jafngildir tæpum 30 íslenskum krónum. Fjórar stillingar eru á gjaldmælunum og eiga þeir að vera stilltir á einn í innan- borgarakstri. Ekki er þó alltaf allt sem sýnist, því sumir bílsjórarnir blekkja far- þega sína og breyta mælunum. Margir farþegar hafa því gripið til þess ráðs að semja um fargjaldið við bílstjórann áður en lagt er af stað. VIÐ Karlsbrú. Þeim sem dvelja á hóteli er ráðlagt að biðja starfsmenn hótelsins að hringja á Ieigubíl. Margar áreiðanlegar leigubíla- stöðvar eru í Pagr, svo sem Profitaxi (6104- 5555) og AAA (3399). Enska er töluð á báðum stöðvunum. Varist hins vegar leign- bílana á Mala Strana, Wences/as-torgi og Karlsbrú. ■ Þýtt og endursagt úr New York Times. HVERNIG VflR FLUGIÐ? Ketlavík - Amsterdam - Kaíió ÁLNARLANGAR biðraðir við inn- skriftarborð í Leifsstöð og ég hundsá eftir að hafa ekki farið að ráði heims- vanrar konu og „tjekkað" mig inn sím- leiðis daginn áður. Saga-klass borð vildi ekkert fyrir mig gera. „Við eigum von á hópi.“ Sá hópur var ekki mættur þeg- ar ég fór í gegnum fyrirhafnarlausa vegabréfsskoðun 45 mínútum síðar. Stundvíslega var lagt af stað eftir að hafa haft 10 mínútur í fríhöfn, vélin var nær full en ég sá sæti aftast tómt (-4-ein stúlka) og færði mig þangað eftir flugtak. Stúlkan sú stundi og grét stöðugt og þegar ég hafði borðað kalda omelettu og heitt brauð flúði ég í mitt fyrra sæti. Flugfreyjur sögðu mér að hún væri bakveik og hefði beðið um þijú sæti. Það var ekki á henni að sjá þegar á Skiphól kom og hún vippaði töskum sínum af bandinu eins og að drekka vatn, þá var hún líka snarhætt að skæla. Síðan tók við 5 klst. bið á Skiphól og kallað útí KLM-vél á réttum tíma. Um sama leyti ákváðu hleðslumenn að fara í skyndiverkfall. Flugstjóri tilkynnti 2 klst. töf. Leyft var að reykja, drykkir bornir fram í massavís og flugfreyjur sýndu vinsemd og kátínu svo farþegar héldust allir í sólskinsskapi þrátt fyrir töfina, síðan ákváðu verkfallsmenn að nú væri nóg komið og lagt af stað um kl. 9 í stað 7. Ferðin gekk snurðulaust fyrir sig. I Fiskur með hrísgijónum, pera í eftirmat í góðu lagi. Kvikmyndin fór * fyrir ofan garð og neðan en ég hafði rænu á að kaupa mér „tí- sjört“ milli þess sem ég rabbaði við málglaðan sessunaut sem kvaðst vera kopti og hafði verið í heimsókn hjá þremur systrum sínum í Bandaríkjunum og Hollandi. Þegar hann kom að því í frásögn sinni að hann væri í smávandræðum, því bandarísk vinkona hans ætti von á barni og konan hans í Kaíró mundi verða ansi leið ef hún vissi það, pantaði ég tvöfald- an koníak og sagðist verða að leggja mig. Það gekk greiðlega að komast í gegn i í Kaíró, klukkan var að ganga þijú um nótt og von bráðar brunaði ég áleiðis i til míns frumstæða hótels í Garden City j og vetrardvalar í Kaíró. ■ • ••• KLM Jóhanna Kristjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.