Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fasteignalán lífeyrissjóðanna til 25 ára með föstum vöxtum Hægt að greiða upp lán ef vextir lækka Talsmenn EJS segja það vera of dýrt að þýða Windows 95 Of mikill kostn- aður fyrir svo lítinn markað SKULDABRÉF fasteignalána til 25 ára, sem lífeyrissjóðir hafa að undanförnu boðið gegnum Handsal, Skandia o.fl. fyrirtæki, bera fasta vexti og því njóta lántakendur ekki að óbreyttu hugsanlegra vaxta- lækkana sem spáð hefur verið að séu framundan. Forsvarsmenn fyr- irtækjanna segjast veita væntan- legum lántakendum allar upplýs- ingar um líklega vaxtaþróun en jafnframt sé sá möguleiki fyrir hendi að greiða lánin upp, ef lántak- endur óska, og taka ný lán. „Það er ekki sjálfgefið að kjör Visa með kortlausa reikninga VISA ísland hefur komið á fót nýrri þjónustu, greiðslureikningi Visa, sem gerir viðskiptavinum kleift að nýta greiðsluþjónustukerf- in „boðgreiðslur" og „alefli“ án eig- inlegs greiðslukorts. í stað greiðslukorts fær viðkomandi ein- staklingur sérstakt greiðsluskír- teini með númeri og gildistíma, hliðstætt því sem er á greiðslukort- um. Þessar upplýsingar eru for- senda þess að unnt sé að heimila boðgreiðslur. Hins vegar er ekki mögulegt að nota greiðslureikninginn í neinum öðrum viðskiptum. Reikningurinn þarf að vera tengdur bankareikn- ingi. Stofngjald vegna reikningsins er 500 krónur og árgjald ekkert. fasteignalána fylgi á eftir þó vextir ríkisverðbréfa lækki um 20-30 punkta. Fasteignalánin eru núna með 7-8,5% vöxtum og ég efast um að þeir lækki niður fyrir 7%,“ sagði Árni Oddur Þórðarson, forstöðu- maður hjá Skandia. Algengt er að fasteignalán beri 7,5-7,75% vexti hjá Skandia. Miðað við 7,5% vexti greiða lántakendur um 7.500 krónur í afborganir og vexti á mánuði af hverri milljón króna auk verðbóta. Ef bréfið ber 8% vexti nemur mánaðargreiðslan 7.700 krónum. Þannig lækkar greiðslan um 200 krónur á mánuði fyrir hvert hálft prósentustig. Árni Oddur benti á að hálfs prósents vaxtamunur skipti engum sköpum fyrir lántakendur heldur miklu fremur verðbólgan á hvetjum tíma. Fasteignalán hjá Handsali hafa einnig uppgreiðslumöguleika, að sögn Pálma Sigmarssonar, fram- kvæmdastjóra. „Flestir lántakendur geta lækkað sína vexti um 1-2% með því að taka fasteignalán og ég held því að vaxtalækkunin þyrfti að vera svipuð til að menn fari aft- ur út í skuldbreytingu." Apple-umboðið ver 5 milljónum króna árlega í þýðingar BALDUR Sigurðsson, lektor við Kennaraháskóla íslands, gagnrýnir það að hugbúnaður skuli ekki vera þýddur á íslenska tungu í Morgun- blaðinu sl. þriðjudag. Hann gagn- rýnir sérstaklega að ekki skuli vera búið að íslenska Windows95 stýri- kerfið og segir þetta vera dæmi um „fjósamennsku þjóðarsálarinnar“. Hann hrósar hins vegar forráða- mönnum Apple-umboðsins fýrir að hafa lagt metnað sinn í að þýða stýrikerfi fyrir Macintoshtölvur. Reynir Jónsson, sölustjóri hjá Einari J. Skúlasyni, dreifingaraðila Microsoft á íslandi, segir að fyrir- tækið hafi kannað mögu- leika á þýðingu stýrikerf- isins en slíkt hafi einfald- lega reynst of dýrt. „Windows 95 hefur þeg- ar verið þýtt á u.þ.b. 60 mismunandi tungumál og við höfum óskað eftir því við Microsoft að stýri- kerfið verði þýtt á ís- lensku. ísland er hins vegar mjög lítið markaðs- svæði og því erum við mjög aftarlega í for- gangsröðinni hvað þetta varðar." Aðspurður hvers vegna fyrirtækið treysti sér ekki í slíka fram- kvæmd í ljósi þess að Apple-umboðið hafi getað gert þetta segir Reynir að það sé öllu flóknara og því dýrara að þýða Windows stýrikerfið heldur en System 7. Slæm reynsla af þýðingum Reynir segir að fyrir- tækið hafi á sínum tíma þýtt þrjár útgáfur af WordPerfect ritvinnslu- forritinu, m.a. að áeggjan íslenskra stjórnvalda. Þeim þýðing- um hafi fylgt kostnaður upp á fleiri milljónir króna, þó að WordPerfect corp. hafi gefið eftir alla sína vinnu, sem að öðrum kosti hefði tvöfaldað þennan kostnað. Auk þess hafi hið opinbera ekki keypt það magn af hugbúnaðinum sem reiknað hafði verið með. Því hafi fyrirtækið tapað miklum fjármunum á þessari til- raun. „Það er alveg ljóst að íslenski markaðurinn er of lítill til þess að bera slíka fjárfestingu. Neytendur eru ekki tilbúnir til að greiða það verð sem við þyrftum að setja upp fyrir hugbúnaðinn og því myndum við alltaf tapa á slíkum þýðingum. Við erum hins vegar í þessu til þess að græða og því eru þýðingar á hugbúnaði ekki inni í myndinni hjá okkur nú.“ Reynir bendir einnig á, að á hin- um Norðurlöndunum, þar sem boðið hafi verið upp á þýddan hugbúnað, hafi það þýtt u.þ.b. 25% hærra verð, miðað við ensku útgáfuna, auk þess sem ýmsir eiginleikar hugbúnaðar- ins, sérstaklega gagnvart skrifum þriðja aðila, hafi glatast. Þá myndi sá tími sem fer í þýðingarnar hægja mjög mikið á öllum nýjungum á þessu sviði. íslenskt stýri- kerfi í 11 ár Að sögn Árna G. Jónssonar, framkvæmdastjóra Apple-umboðs- ins, hefur stýrikerfí Macintosh vél- anna verið þýtt á íslensku allt frá árinu 1984. Hann segir að fyrirtæk- ið hafi einnig þýtt ýmsan annan hugbúnað frá Apple svo sem File- maker, Hypercard o.fl. en í dag þýði fyrirtækið einungis Claris Works, auk stýrikerfisins, þar sem sá hugbúnaður fylgi öllum vélum sem ætlaðar eru til einkanota. Árni segir að þessum þýðingum fylgi talsverður kostnaður og í dag eyði fyrirtækið u.þ.b. 5 milljónum króna, árlega, í þær. „Það er ljóst að við græðum ekki mikið á þessu þó að íslenskt stýrikerfi kunni að hafa eitthvert sölugildi. Við höfum hins vegar metið það þannig að með þessu séum við að styrkja ís- lenskt mál.“ Útboð Lánasýslu ríkisins Sala 5 ára rík- isbréfa eykst VEXTIR á óverðtryggðum ríkis- bréfum til fímm ára lækkuðu í útboði Lánasýslu ríkisins í gær. Hins vegar hækkuðu vextir á 3ja ára óverðtryggðum bréfum og 3ja mánaða ríkisvíxlum. Alls var tekið tilboðum að upp- hæð 515 milljónir króna í ríkis- bréf. Þar af voru 455 milljónir króna í 5 ára ríkisbréfum og var meðalávöxtun þeirra 10,66%, samanborið við 10,78% í síðasta útboði fyrir mánuði. Einu tilboði var tekið í 3ja ára bréfín að fjár- hæð 60 milljónir króna og var ávöxtunin 9,59%, samanborið við 9,48% í síðasta útboði. Ríkisvíxlar seldust hins vegar fyrir 1.410 milljónir króna og nam meðalávöxtun þeirra 7,04%. Það er smávægileg hækkun frá síðasta útboði fyrir hálfum mánuði er meðalávöxtunin var 6,99%. Pétur Kristinsson hjá Lánasýslu ríkisins, sagðist vera ánægður með þáttökuna í þessu útboði og eftirspurnin eftir 5 ára bréfunum vekji sérstaka athygli. Hann segir ennfremur að spennandi verði að sjá hver niðurstaða útboðsins á 20 ára verðtryggðum spariskír- teinum í næstu viki verði, enda virðist sem talsverðar vaxtalækk- anir séu í pípunum. Hollenskur vodkaframleiðandi leitar eftir samstarfi við Eldhöku um framleiðslu á vodka Framleiðirnú þegar „íslenskan “ vodka HOLLENSKT fyrirtæki, Ursus Int- emational, hefur leitað eftir sam- starfi við Eldhöku hf. um framleiðslu á nýrri vodkategund. Það vekur hins vegar athygli að þessir hollensku aðil- ar, sem munu vera þeir hinir sömu og framleiða Black Death-vodka, hafa þegar hafið framleiðslu á þessari vodkategund og ætla mætti af merk- ingum á umbúðunum að um íslenska framleiðslu væri að ræða. Flutningskostnaðurinn setti strik í reikninginn Þórir Steingrímsson, sölustjóri hjá Eldhöku hf., segir að þessir aðilar hafi sett sig í samband við fyrirtækið fyrir um ári síðan og lýst yfir áhuga á því að láta framleiða þessa áfengis- tegund fyrir sig hér á landi. Þegar til kastanna kom hafi þeim hins veg- ar vaxið í augum sá kostnaður sem fylgdi því að flytja flöskurnar til og frá landinu og því hafí þeir farið þá leið að hefja framleiðsluna úti í Hol- landi. Þórir segir hins vegar að enn sé verið að kanna möguleikann á því að flytja framleiðsluna hingað til lands. „Þessir aðilar hafa verið að ræða við skipafélögin um flutninga til og frá landinu og greinilegt er að þeir hafa enn fullan áhuga á því að fram- leiða þessa vodkategund hér á landi. Það mun væntanlega skýrast á næst- unni hvort af verður eða ekki.“ Hann segist ekki kunna neina eina skýringu á því hvers vegna þessum aðilum sé svo í muna að markaðssetja vöru sína sem íslenska framleiðslu, en segir þó aðjíklega komi hrein ímynd landsins og þá sérstaklega vatnsins, þar inn í myndina. Mikilvægt að rétt sé farið með uppruna María E. Yngvadóttir, starfsmaður Útflutningsráðs í Moskvu, segir að hún hafi orðið vör við þessa fram- leiðslu þar í landi og hafi þá ýmist verið um að ræða flöskur sem merkt- ar eru með fyrrgreindum hætti eða þá að merkingar hafi verið með þeim hætti að ætla mætti að um íslenska framleiðslu væri að ræða. Hún segir það vera mjög mikilvægt að rétt sé farið með uppruna vöru „Þetta er mjög skrítið og það sama er uppi á teningunum með Black Death, því það er ekki íslensk framleiðsla, fremur en þessi. Vara verður ekki íslensk bara fyrir það að íslendingur komi nálægt framleiðslunni.“ María segist hins vegar ekki sjá í fljótu bragði hvað hægt sé að gera í máli sem þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.