Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 B 5 VIÐSKIPTI förnum misserum hafi verið unnið skipulega að því að endurskilgreina starfsemi fyrirtækisins, sem með árunum hafi verið farin að spanna nokkuð vítt svið. „Fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins var sápuverk- smiðjan Hreinn keypt og auk þess hefur fjöldi vörutegunda sem fyrir- tækið flutti inn aukist jafnt og þétt. Þannig fluttum við inn jóla- og páskaskraut, kerti og margt fleira sem ekki tengdist sælgætisfram- leiðslunni með beinum hætti, sem þó hefur alltaf vegið hvað þyngst í rekstri fyrir- tækisins frá upphafi. Við ákváðum hins vegar að einbeita okkur alveg að mat- vælaiðnaðinum og höfum verið að selja annar rekstur að und- anförnu. Við höfum hætt inn- flutningi á, öðr- um vörum en matvælum og nú í sumar seld- um við sápu- verksmiðjuna Hrein til Dalvík- ur þar sem af- urðirnar verða áfram fram- leiddar undir sama vöru- merki, en af nýj- um eigendum. Um mánaða- mótin má segja að þessum breytingum verði að fullu lokið, en þá flyst dreifingin á framleiðslu Hreins endanlega frá okkur.“ Finnur segir að liður í þessari þróun hafi verið að setja tengda starfsemi undir einn hatt. „Þannig var innflutningsstarfsemi H. Bene- diktsson hf., sem er stærsti hluthaf- inn í Nóa-Síríusi, sameinuð fyrir- tækinu þegar flutt var á Hestháls og skömmu áður hafði Hreinn hf. verið sameinaður fyrirtækinu. Raunar má segja að þessi þróun hafí byijað með sameiningu Nóa hf. og Síríusar hf. árið 1977,“ seg- ir Finnur. Feta fyrstu sporin í útflutningi Nói-Síríus hefur framleitt sæl- gæti fyrir innanlandsmarkað allan þann tíma sem fyrirtækið hefur verið starfrækt en nú er fyrirtækið að feta sín fyrstu spor í útflutn- ingp. Finnur segir að með þessu sé fyrirtækið að reyna að auka vaxtar- möguleika í rekstrinum þar sem vaxtartækifærum séu þröngar skorður settar á markaðnum hér heima fyrir. „Við höfum samið við belgískan dreifingaraðila um dreif- ingu og sölu á sælgæti frá okkur í Hollandi og Belgíu. Við sendum fyrstu sendinguna frá okkur síðast- liðið vor og síðan höfum við sent nokkrar sendingar til viðbótar þangað, en enn sem komið er hefur þessi þáttur starfseminnar verið mjög takmarkaður og of snemmt er að segja til um það nú hvemig til tekst.“ Þær sælgætistegundir sem fyrir- tækið hefur nú þegar flutt út eru hlaup og saltlakkrístöflur sem pakkað er í samskonar pakka og Tópas. Finnur segir að stefnan sé að reyna að auka það vöruúrval sem flutt er út til þessara landa, jafnframt því sem verið sé að þreifa fyrir sér á öðram mark- aðssvæðum, m.a. í samstarfi við aðra inn- lenda sælgætis- framleiðendur. Hann leggur þó mikla áherslu á að hér sé fyrst og fremst um ákveðna tilraun að ræða, enn sem komið er, en segir að þessi mál muni vænt- anlega skýrast betur þegar kemur fram á næsta ár. Að sögn Finns hafa þess- ar tvær sælgæt- istegundir, sem fyrirtækið er nú að flytja út, ekki verið á markaði hér á landi. Hins vegar sé ætlun- in að setja þær á markað á næstu vikum undir vörumerkjunum Kríli og Flipp. Þá hefur fyrirtækið ennfremur verið að fikra sig út í lakkrísgerð, en síð- astliðinn vetur festi það kaup á vélasamsteypu til lakkrísgerðar. Nú þegar hefur ein lakkrístegund litið dagsins ljós, en að sögn Finns má búast við fleiri nýjungum á næst- unni. Hann segir þróunarstarfið skipa mikilvægan sess í starfsemi fyrirtækisins og í dag sinni því tveir matvælafræðingar í fullu starfi. Opnir fyrir nýjungum Finnur segir að endurskipulagn- ing fyrirtækisins opni því ýmsar nýjar leiðir. „í dag skilgreinir fyrir- tækið Nói-Síríus sig sem matvæla- fyrirtæki og er opið ýmsum nýjum möguleikum á því sviði. Uppistaðan í starfseminni er sælgætisfram- leiðsla en þar að auki flytur fyrir- tækið inn sælgæti og fleiri matvör- ur, einkum morgunkorn. Með því að einbeita sér að ákveðnu sviði verður starfsemin markvissari en áður og kraftarnir nýtast betur. Samkeppnin í þessum geira er hörð og menn verða því að halda vöku sinni,“ segir Finnur. Dagbók Flugþing- 1995 FLUGMÁLASTJÓRN efnir hinn 19. október nk til mál- þings undir heitinu FLUG- ÞING ’95 - Flugsamgöngur á Islandi. Það er nýjung í starfsemi Flugmálastjórnar að halda Flugþing og er fyrirhug- að að halda þingið reglulega í framtíðinni. Nú eru liðin 50 ár frá stofnun Flugmálastjórn- ar og því þykir við hæfi að helga fyrsta Flugþingið innan- landsflugi. Flugþing ’95 hefst kl. 9 með ávarpi Hilmars B. Baldurs- sonar formanns Flugráðs og setningarræðu Halldórs Blöndal samgönguráðherra. Frá kl. 9-11 verður fjallað um flugsamgöngur innanlands. Þorgeir Pálsson flugmála- stjóri gefur yfirlit um flugsam- göngur á íslandi, Tómas Ingi Olrich alþingismaður og vara- formaður Ferðamálaráðs ís- lands fjallar um framtíðar- hlutverk flugsamgangna á ís- landi. Loks mun Siy'ólfur Ól- afsson dósent við viðskipta- deild Háskóla íslands ræða um hlutverk flugsins í sam- göngukerfi landsins. Annar hluti þingsins, milli 11-12:30, ijallar um fram- kvæmdir í flugmálum. Tveir framkvæmdastjórar hjá Flug- málastjórn flytja erindi, Jó- hann H. Jónsson um fram- kvæmdir á íslenskum flugvöll- um og Haukur Hauksson um þróun flugleiðsögubúnaðar. Þorgeir Pálsson flugmála- stjóri fjallar síðan um fjár- mögnun flugmálaáætlunar. I síðasta hluta Flugþingsins, milli 13:30-15:20, munu full- trúar flugrekenda og notenda gera grein fyrir afstöðu sinni til innanlandsflugsins. Á mæl- endaskrá eru Leifur Magn- ússon framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum hf., Hörður Guð- mundsson framkvæmdastjóri hjá Flugfélaginu Ernir hf., fulltrúi frá Islandsflugi hf. og sveitarstjórnarmenn. Fundarstjórar á Flugþingi ’95 verða Hilmar B. Baldurs- son formaður Flugráðs, Jóns Birgir Jónsson ráðuneytis- stjóri í samgönguráðuneytinu og Anna Soffía Hauksdóttir prófessor við verkfræðideild Háskóla íslands. Flugþing ’95 verður haldið í ráðstefnumiðstöð Scandic Hótels Loftleiða frá kl. 9-17. Þingið er öllum opið og að- gangur er ókeypis. Nýjustu afurðimar frá Nóa- Síríus eru væntanlegar á markað á næstu vikum. Aukið öryggi Rafrænar færslur 4 Sunduriiðuð yfirlit • Betra bókhald • Gildir á öllum ESSO stöðvum Esso Oliufélagifihf lt Umhverfisvæn jjósritun i gæðaflokki aco SKIPHOLTI 17 ■ 105 REYKJAVÍK SÍMI: 562 7333 • FAX: 562 8622 Stálslegið öryggi Öryggisskáparnirfrá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- maeti. Skápamir sem em í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. YKKAR IWVÐUR HJA SAMSKIP Hafðu samband við Óskar Má næst þegar þú þarft m» að flytja vörur frá Norðurlöndunum Samskip býður vikulegar afskipanir frá öllum helstu höfnum á Norðurlöndum til íslands. Stuttur siglingatími þaðan tryggir skjóta afgreiðslu vörusendinga. Skip Samskipa sigla frá Danmörku á fimmtudögum, frá Noregi og Svíþjóð á föstudögum og eru í Reykjavík á þriðjudagskvöldi. Áralöng reynsla Óskars af innflutningsmálum tryggir skjóta og örugga afgreiðslu á áfangastað. Hafðu Samskip í huga næst þegar þú þantar vörur frá Norðurlöndunum. SAMSKIP Holtabakka við Holtaveg, 104 Reykjavík Sími 569 8300 - Fax 569 8327 BEDCO & MATHIESEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.