Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR VIKUNNAR Sjónvarpið FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER VI 01 rn ► Vísindamaður og l»l. 4 1.1111 vandræðakona (Bringing Up Baby) Bandarísk bíó- mynd frá 1938. Það eru þau Kather- ine Hepburn og Cary Grant sem leika aðalhlutverkin í þessum ærslaleik sem þykir ein best heppnaða gamanmynd allra tíma. Fræðimaður nokkur, sem er ákaflega viðutan, lendir í ótrúlegum hremmingum eftir að hann kynnist ungri erfðaprinsessu af auðugum ætt- um. VI QQ QC ►Líkið í hótelkjallar- l»l. Z.U.UU anum (Maigret: Les caves du Majestic) Frönsk sjónvarps- mynd byggð á sögu eftir Georges Sim- enon um ævintýri Jules Maigrets lög- reglufulltrúa í París sem að þessu sinni rannsakar duiarfullt mannslát í kjall- ara glæsihótels. LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER VI Q4 QC ►Leiðin til Mánafjalla nl. 4 1.03 (Mountains of the Moon) Bandarísk ævintýramynd frá 1989 um landkönnuðina Richard Bur- ton og John Spekes og leit þeirra að upptökum Nílar. VI QQ cn ►Systkinarígur (Sibl- 1*1. Zu.llU ing Rivalry) Banda- rísk bíómynd frá 1990. Húsmóðir í New Jersey lendir í ástarævintýri með manni sem hún hittir í kjörbúð en atlot þeirra ríða honum að fullu. Stöð tvö FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER VI 91 1C ►Guðfaðirinn II (The lll. L I. iu Godfather II) Þá er komið að annarri þemamynd mánaðar- ins um Guðföðurinn. Hér er A1 Pacino í hlutverki Don Michael sem nú hefur tekið við veldi Corleone fjölskyldunnar eftir fráfall föðurins. En aðalsögunni tengist líf gamla guðföðurins á yngri árum, við fylgjumst með honum frá því hann kemur til Bandaríkjanna sem innflytjandi árið 1920. Stranglega bönnuð börnum. VI n II) ►Bráðræði (Hunting) Iml. U.^tU Michelle hefur tak- markaða ánægju af hjónabandi sínu þótt eiginmaður hennar sé í raun ekki sem verstur. Hún þráir að breyta tii og fellur flöt fýrir forríkum fjölmiðla- kóngi. Michelle segir skilið við eigin- manninn til að njóta lífsins með nýja vininum . Stranglega bönnuð börn- um. STÖÐ tvö VI 9 1C ►Minnisleysi (Disapp- lll. L. lu earance of Nora) Nora rankar við sér í eyðimörkinni nærri Reno og man ekki hver hún er eða hvað hún heitir. Hún kemst til bæjarins og tekur upp nafnið Paula Greene. Óryggisvörður í spilavíti hjálpar henni að koma aftur undir sig fótunum . Bönnuð börnum. LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER VI 91 Jl II ►Systragervi II (Sist- 1*1. L I.4U er Act II: Back in the Habit) Fyrri frumsýning kvöldins er gamanmynd fyrir alla fjölskylduna. Woopy Goldberg gengur að nýju til liðs við nunnumar í þessar fyndnu og velheppnuðu framhaldsmynd. Hér stýrir hún söngliði í skólakeppni og tekst á við menn sem vilja loka nunnu- skólanum. VI 9Q 9(1 ►Heltekinn (Boxing nl. LU.lU Helena) Þetta er myndin sem leiddi málsókn yfir Kim Basinger vegna þess að hún rifti sam- ingum um að leika í henni vegna nekt- aratriða. Hér er enda á ferðinni djörf og óvenjuleg hrollvekja um skurðlækni sem er heltekinn af fegurðardís. Hún vill ekkert með hann hafa og niðurlæg- ir hann meira að segja fyrir framan fjölda fólks í samkvæmi. En fundum þeirra ber óvænt saman er stúlkan lendir í umferðarslysi.Læknirinn tekur hana upp á síma arma og gerir að sárum hennar. En hann hefur sjúkleg áform í huga. Óvenjuleg, erótísk og mögnuð spennumynd. Stranglega bönnuð börnum. VI 1 QC ►Ár byssunnar (Year Rl. I.VU of the Gun) Rithöf- undurinn David Raybourne teiur sig óhultan í Róm á upplausnartímum því hann hefur bandarískt vegabréf. Hann kemst þó í hann krappann þegar Rauðu herdeildirnar ræna Aldo Moro, forseta Italíu, því forskriftina að rán- inu virðist hafa verið að finna í skáld- sögu hans. Stranglega bönnuð börn- SUNIMUDAGUR 22. OKTÓBER VI 99 9(1 ►Leikreglur dauðans III. &U.4U (Kilier Iiules) Alríkis- lögreglumaður er sendur til Rómar þar sem hann á að tryggja öryggi vitn- is í mikilvægu máli gegn mafíunni. Hann notar tækifærið og grennslast fyrir um ættir sínar þar syðra. Sér til mikillar furðu kemst hann að því að flölskyldan tengist ítölskum mafíósum og að hann á bróður í Róm sem hann hefur aldrei séð. Bönnuð börnum. MÁNUDAGUR 23. OKTOBER V| 99 911 ►Bragðarefir (Mid- III. 4U.0U night Sting) Gabriel Caine er ekki viðbjargandi. Fyrir þremur árum var honum stungið í steininn fyrir að selja nýlegar akríl- myndir sem gömul meistaraverk. Inn- an múranna hagnaðist hann á því að selja samfóngum sínum aðgang að loftræstikerfmu út í frelsið og nú er hann með enn eina svikamylluna á pijónunum. Stranglega bönnuð börnum. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER tfl 99 9(1 ►Hyldýpið 111" tU.tU Abvss: Sot (The Abyss: Special Editi- on) Ævintýri um kafara sem starfa við olíuborpall en eru þvingaðir af bandaríska flotanum tii að fínna lask- aðan kjarnorkukafbát sem hefur sokk- ið í hyldýpið. Bönnuð börnum. MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER VI 99 nn ►BóI og liiti -(Gas, III. 40.UU Food and Lodging) Nora er gengilbeina á veitingahúsi og á nóg með eigin ástarmál en þarf jafn- framt að hafa auga með dætrum sín- um, Trudi og Shade. Hagur mæðgn- anna breytist þegar Trudi verður ólétt eftir ókunnugan mann og ekki síður þegar faðir stúlknanna skýtur óvænt upp kollinum og vill bæta fyrir fjar- veru sína undanfarin ár. FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER VI 9Q m^Exxon Olíuslysið III. 40. IU (Dead Ahead : The Exxon) 24. mars 1989 steytti olíu- flutningaskipið Exxon Valdez á skeij- um undan ströndum Alaska og olía úr tönkum þess þakti brátt strand- lengjuna. Hér var um að ræða mesta umhverfisslys í sögu Bandaríkjanna og hreinsunarstarfið var að mörgu leyti umdeilt. í myndinni er skyggnst á bak við tjöldin og gerð grein fyrir því sem raunverulega gerðist. Mn 1|| ►Nærmynd (Extreme ■ U.4U Cioseup) Sjónvarps- mynd frá 1990 um ungan og viðkvæm- an strák sem reynir að ná áttum eftir að hafa misst móður sína í bílslysi. BIOIN I BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Brýrnar í Madisonsýslu -kir-k Meryl Streep og Clint Eastwood gera heimsfrægri ástarsögu ágæt skil. Mið- aldraástin blossar í nokkra daga í Madisonsýslu en getur aldrei orðið neitt meira. Sönn ástarmynd. Hundalíf kkk Bráðskemmtileg Disneyteiknimynd um ævintýri meira en hundrað hunda. Bráðgóð íslensk taisetning eykur enn á fjörið. „Die Hard 3“ kkk Hörkugóður hasartryllir sem segir í þriðja sinn af Bruce Willis í gengdar- lausum eltingarleik við illmenni. Samuel L. Jackson ómetanlegur sem félagi hans og Jeremy Irons er höfuðó- þokkinn. Fínasta sumarbíó. Englendingurinn sem fór upp hæðina en kom niður fjallið k k Tveir Englendingar kynnast smábæ- jarlífi í Wales sem er um margt skrýt- ið og skemmtilegt. Myndin notarleg en átakalaus og minnir um of á sjón- varpsefni. BÍÓHÖLLIN Vatnaveröld kk'A Dýrasta mynd veraldar án þess að líta út fyrir að vera það. Þokkaleg skemmtun í framandi umhverfi. Tveir með öllu k k'A Líklega besta svertingjahasarmynd sem komið hefur hingað í langan tíma. Formúluafþreying að sönnu en skemmtigildið er ósvikið. Nei, er ekkert svar k k Undirfurðuleg mynd um undirheima Reykjavíkur. Nauðganir, dóp og djöf- ulskapur, en alit í gamni. Ógnir í undirdjúpum kkk'A Fantagóður kafbátatryllir, æsispenn- andi og skemmtilegur. Denzel Wash- ington og Gene Hackman fara á kost- um, sérstaklega er sá síðamefndi í essinu sínu. Casper kk'A Bráðfjörug breliumynd um samskipti manna og misgóðra drauga. Hittir beint í mark hjá smáfólkinu. Meðan þú svafst k k Ósköp sæt gamanmynd um óvenjuleg ástarmál piparmeyjar. Einkennist fullmikið af almennu dáðleysi til að komast uppúr meðalmennskunni. HÁSKÓLABÍÓ Apollo 13 kkk k Stórkostleg bíómynd um misheppnaða en hetjulega för til tunglsins. Tom Hanks fer fyrir safaríkum leikhópi. Sannarlega ein af bestu myndum árs- ins. Jarðaber og súkkulaði k k'A Skemmtileg kúbönsk mynd um hvern- ig vináttusamband þróast á milli ungs kommúnísta og homma í ríki Kastrós. Útnefnd til óskarsverðlauna sem best erlenda myndin. Vatnaveröld k k'A Dýrasta mynd veraidar án þess að líta út fyrir að vera það. Þokkaleg skemmtun í framandi umhverfi. Franskur koss kk'A Kaflaskipt rómantísk gamanmynd þar sem Kevin Kline heldur hlutunum á floti. Aðrir fá bragðminni texta í þess- ari nýjustu mynd Lawrence Kasdans, sem örugglega gerir meiri lukku hjá konum en körlum. Indjáni í stórborginni k k'A Frönsk gamanmynd sem byggir á Krókódíla-Dundee en er fjarri því eins skemmtiieg. Hugmyndin er þó alltaf góð. LAUGARÁSBÍÓ Apollo 13 kkkk Stórkostleg bíómynd um misheppnaða en hetjulega för til tunglsins. Tom Hanks fer fyrir safaríkum leikhópi. Sannarlega ein af bestu myndum árs- ins. Dredd dómari k Sly Stallone er breskættuð hasar- blaðahetja framtíðarinnar en það verð- ur honum ekki til framdráttar í vond- um spennutrylli. „Major Payne" k'A Damon Wayans er oft spaugilegur í mynd um nk. Rambó sém tekur að sér að þjálfa drengjaflokk og allir sigra að lokum. REGNBOGINN Ofurgengið k'A Sæmilegar tölvuteikningar halda þess- ari ómerkilegu ævintýramynd á floti en flest í henni hefur verið gert áður í betri myndum. Frelsishetjan kkk'A Gibson er garpslegur að vanda í hlut- verki kunnustu frelsishetju Skota. Sýnir það einnig (einkum í fjöldasen- um) að hann er liðtækur leikstjóri. Frelsishetjan er ein af bestu myndum ársins. Dolores Claiborne kkk Kathy Bates fer á kostum í spennu- mynd byggðri á sögu Stephen Kings um móður sem sökuð er um morð. Leikstjórinn, Taylor Hackford, leggur ekki síst áherslu á feminíska þætti sögunnar af konum í karlrembusamfé- lagi. Veikasti hlekkurinn er Jennifer Jason Leigh í hlutverki dótturinnar. SAGABÍÓ Kvikir og dauðir k k'A í drápskeppni í villta vestrinu er Gene Hackman í hlutverki óþokkans eini leikarinn með lífsmarki. Aðrir blóð- lausir eins og sagan. Hlunkarnir kk Feitir strákar gera uppreisn þegar nýir aðilar taka við sumarbúðunum þeirra. Saklaus og oft lúmskfyndin fjölskylduskemmtun. Umsátrið 2 kk'A Steven Seagal berst við óþokkana um borð í hraðlest. Ágæt „Die Hard“ eftir- prentun frá smekklegasta hasar- myndaleikara kvikmyndanna. STJÖRNUBÍÓ Kvikir og dauðir k'A í drápskeppni í villta vestrinu er Gene Hackman í hlutverki óþokkans eini leikarinn með lífsmarki. Aðrir blóð- lausir eins og sagan. Tár úr steini kkk'A Tár úr steini byggir á þeim þætti í ævisögu Jóns Leifs sem gerist á Þýskalandsárum hans frá því fyrir 1930 og fram undir lok heimstyijald- arinnar síðari. Þegar best lætur upp- hefst Tár úr steini í hreinræktaða kvikmyndalist. Mælikvarðanum í ís- lenskri kvikmyndagerð hefur hér með verið breytt, nýtt viðmið skapað. Erlendur Sveinsson Einkalíf kk Þráinn Bertelsson gerir unglinga- menningunni, kynslóðabilinu og gam- ansögum af íslendingum skil í brota- kenndri gamanmynd, sem á að höfða mest til unglinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.