Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ_________________________________________________________MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 B 7 GREINAR Kynna rekakkeri fyrir smábátana Morgunblðaið/Árni Sæberg INGÓLFUR Aðalsteinsson með félögnn sínum á Sólborgu, Ævari Sveinssyni og Gunnari Einarssyni. „Það er allt of algengt að sjómenn séu Wimnfarnir“ ^i „ÞAÐ er allt of algengt að í i ..n • > __>c • TT sjómenn séu hlunnfarnir. Ahormn á Cjraröan II verði á físki upp ur sjo er f ail í nnrinr r»l n cc haldið niðri með ýmsum hætti rer 011 r onnur piabb og þrátt fyrir að bátar hafi kvóta, er verið að gera upp við sjómenn eins og verið sé að leigja til þeirra kvóta. Þetta getur munað miklu, kannski 20 krónum á kíló, og það er fljótt að verða að töluverðum upphæðum,“ segir Ingólfur Aðalsteins- son, stýrimaður á Sólborgu RE, í samtali við Verið. Ingólfur var áður með bátinn Garðar II frá Snæfellsbæ á rækju, en hann sagði upp ásamt flestum í áhöfninni vegna deilna við útgerð- ina, Snæfelling hf. Ingólfur og flest- ir úr áhöfninni réðu sig svo á Sól- borgu, sem í vetur verður gerð út á línu frá Rifí. Fengu 80 krónur fyrir kílóið Ingólfur segir að þrátt fyrir að Garðar II hafi verið með kvóta, hafi verið gert upp við áhöfnina eins og verið væri að leigja kvóta á bátinn. „Það var gert upp við okkur mið- að við 80 krónur á kílóið af rækj- unni allt fram á haustið. Þá töldum við okkur hafa fengið vilyrði fyrir því að verðið hækkaði í 85 krónur, en við það var ekki staðið. þrátt fyrir að bátur i föstum viðskiptum við Snæfelling hafí fengið þá hækk- un. Við vildum þá fara með ákvörð- un um verð í úrskurðarnefndina, enda höfðum við fregnir um 100 króna verð í Grundafirði. Þá feng- um við þau svör, að sjálfsagt væri að fara með ákvörðun fyrir nefnd- ina, en færi verðið í 100 krónurnar væri grundvöllur fyrir útgerð báts- ins brostinn og honum lagt. Við sáum þá að ekki þýddi að eiga við þetta frekar og erum allir farnir í önnur pláss,“ segja þeir Ingólfur og Jón Guðmundsson, stýrimaður. Ekki allur sannleikurinn Þeir segja að upphaflega hafi verið um það samkomulag milli útgerðarinnar og áhafnar að skýra ekki frá þessu máli í ijölmiðlum. Síðan hafi það gerzt að fram- kvæmdastjóri Snæfellings, Stefán Garðarsson, hafí tjáð sig um málið og ekki sagt allan sannleikann. Því telji þeir rétt að svo verði gert nú. Þeir segja enn fremur að allt of algengt sé að sjómenn séu hlunn- farnir og verði á fiski sé haldið niðri með ýmsum hætti. Sérstaklega eigi það við, þegar verið sé að leigja kvóta á bátana eða veiða tonn á móti tonni. Því miður hafi enn ekki tekizt að koma í veg fyrir þetta og sé viðhorf útgerðar og fískvinnslu þannig, að skipunum verði lagt, verði niðurstaða úrskurðarnefndar þeim óhagstæð, sé eins gott að leggja nefndina niður. Jón Guðmundsson segir enn- fremur að þannig hafi verið staðið að málinu hvað sig varðaði, að hann hafi lesið það í Morgunblaðinu að hann væri hættur á Garðari II. Daginn áður hefði hann verið í sam- bandi við útgerðina til að fá að vita hver framvindan yrði, en engin svör fengið. Hann hefur nú ráðið sig á Gauk GK og fer þar um borð eftir mánuð. Þangað til verður hann at- vinnulaus. „ÉG ER mjög ósáttur við að það skuli hafa verið tekið út úr reglu- gerð um smábáta að rekakkeri eigi að vera um borð,“ segir Valdimar Samúelsson, umboðsmaður Para- tek-rekakkera. „Það kom mér á óvart, sérstaklega í Ijósi þess hve skoðunarmenn eru öryggissinnað- ir, að forstöðumenn Siglingamála- stofnunar skyldu ekki kynna sér hversu mikið öryggisatriði rek- akkeri eru í smábátum. Maður fer að hugsa sem svo að Siglingamálastjórn þekki ekki í hveiju öryggi á sjó felist og leggi aðeins áherslu á að koma björgun- arbátunum út, en ekki að finna leiðir til að bjarga skipum og bát- um. Ef skip ísast upp t.d. í Smug- unni, ásamt stýris- eða vélarbilun, er björgunarvon með rekakkeri, sem heldur skipinu upp í veðrið, en afar lítil ef það er á flatreki. Auk þess gera rekakkerin smábát- um kleift að sækja lengra út á miðin, eins og virðist vera á döf- inni í karfaveiðum, þar sem menn gætu fundið sig knúna til að fara út fyrir 200 mílurnar.“ Öruggustu rekakkerin „Það er tími til kominn að sjó- menn hafi rekakkeri í huga sem öryggisatriði," segir Valdimar. „Þau hafa lengi verið notuð á bát- um hér á landi og lögum sam- kvæmt var skylt að hafa rekakk- eri um borð í bátum undir átta metra löngum. Vandamálið var að rekakkerin voru yfirleitt um metri í þvermál, sem gagnaðist ekki einu •sinni sex metra löngum bátum. Upp úr 1980 dettur sjómanni í Ameríku í hug að láta sig reka með fallhlíf fram úr bátnum til þess að hvíla sig eftir erfíðar lotur og líka til að halda sjó í vondum veðrum. Það gekk vonum framar og hann áttaði sig snemma á því að hann hafði endurbætt alda- gömlu og stöðnuðu hugmyndina um rekakkerin. í dag framleiðir hann rekakkeri undir merkinu Paratek í stærðum fyrir báta sem eru allt að þrjátíu metra langir." Paratek-rekakkerin eru að sögn Valdimars Samúelssonar örugg- ustu rekakkeri á markaðnum. Hann segir að þau haldi bátum örugglega upp í veðrin og geri mönnum kleift að bíða þau af sér í hvíld. Einnig geri þau alla vinnu léttari um borð eins og aðgerð á afla óg viðhald á vél og búnaði. Þá minnki þau keyrslu báta vegna reks á meðan veiðarfæri eins og línur, net og gildrur séu í sjó. Stýrimannaskólinn í Reykjavík Námskeið ífjarskiptum (GMDSS) og siglingasam- líki (ARPA) fyrir starfandi skipstjórnarmenn. Undanfari: Skipstjórnarpróf 2. stigs. Skipstjórum skipa, sem stunda veiðar á fjar- lægum miðum er sérstaklega bent á GMDSS - námskeiðin. GMDSS: 9 dagar, a.m.k. 72 klst. 6. nóv. - 15. nóv. 27. nóv. - 6. des. 11. des. - 20. des. Umsjón: Þórður Þórðarson. Þátttökugjald: kr. 48.000 (með kennslu- gögnum). Þátttaka tilkynnist til Stýrimannaskólans í síma 551 3194 eða til Þórðar: Siglingamála- stofnun - 552 5844. Bréfsími Stýrimannaskólans (fax): 562 2750. Hámarksfjöldi þátttakenda er 8. ARPA: 4 dagar, 36 klst. í beinu framhaldi af GMDSS - námskeiðunum. 16. nóv. - 19. nóv. 7. des. - 10. des. 21. des. og 22. des.; 28. des. og 29. des. Umsjón: Vilmundur Víðir Sigurðsson. Þátttökugjald: kr. 28.000 (með kennslu- gögnum). Þátttaka tilkynnist til Stýrimannaskólans í síma 551 3194 eða í bréfsíma Stýrimanna- skólans (fax): 562 2750. Hámarksfjöldi þátttakenda er 6. Skólameistari. ATVINNAIBOÐI Vélstjóra vantar á frystitogara af minni gerðinni. Upplýsingar um fyrri störf sendist til af- greiðslu Mbl. merktar: „Vélstjóri - 15893“ fyrir 1. nóvember. BA TAR — SKIP KVtiftTABANKINN Vantar þorsk, karfa og grálúðu til leigu Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. Krókaleyfisbátur óskast Höfum fjársterkan kaupanda að krókaleyfis- bát, helst Sómi 800-860. Upplýsingar gefur Guðmundur. Bifröst, fasteigna- og skipasala, sími 533 3344. TIL SÖtU 4ra tonna snurvoðaspil Til sölu 4ra tonna snurvoðaspil. Upplýsingar hjá Skúla í síma 421 2980. OSKAST KEYPT FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA HF. Hafnarbakki 13 - 260 Njarövik - Simi 421 5300 - Fax 421 5708 Fiskmarkaður Suðurnesja óskar eftir að kaupa þvottakör með færibandi. Upplýsingar gefur Björn í síma 423 7660.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.