Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 4
HANDKNATTLEIKUR Stuttur undirbúningur fyrir EM-leikinn gegn Rússum „Eigum möguleika“ RÚSSARNIR eru að koma — þeir mæta íslendingum í Kaplakrika á miðvikudaginn kemur í Hafnarfirði f Evrópu- keppni landsliða. Það er ekki hægt að segja að undirbún- ingur landsliðsins sé mikill fyrir leikinn gegn Rússum og sfðan aftur í Moskvu sunnu- daginn 5. nóvember; landsl- iðshópurinn kemur saman aðeins tveimur dögum fyrir leikinn í Kaplakrika. Er Þor- björn Jensson, landsliðsþjálf- ari, ánægður með þann stutta undirbúning? Hverja telur hann möguleikana gegn öflugu liði Rússa? Nei, ég er ekki ánægður með hvað stuttur undirbúningur- inn er, en það er ekki hægt að hafa hann lengri vegna þess að leikir er í bikarkeppninni um helg- ina. Þá koma Júlíus Jónasson og Geir Sveinsson ekki til landsins fyrr en á mánudag. Fórst þú fram á að fresta bikar- leikjum, sem landsliðsmennirnir taka þátt í, til að fá langri undir- búning fyrir iandsliðið? „Nei, ég fór ekki fram á það, því að það var fyrir löngu ákveðið hvemig leikið yrði í deild- og bikar- keppninni. Það er erfitt að festa Ieikjum og koma þeim fyrir á ný. Við komum til dæmis frá Rúss- landi mánudaginn 6. nóvember, leikið er í fyrstudeildarkeppninni miðvikudaginn 8. nóvember, síðan kemur Evrópuhelgi hjá liðunum. Nú er leikurinn heima gegn Rússum gífurlega þýðingarmikill fyrir framtíð handknattleiks- landsliðsins, eftir að við erum með lakari útkomu í leikjunum gegn Rúmeníu. Hefði það ekki verið nægileg ástæða til að fresta leikj- um í þijátíu og tveggja liða úrslit- um bikarkeppninnar? „Það var búið að fara yfir vetur- inn og menn komust að þeirri niðurstöðu að þetta væri best svona. Ég kynnti mér hvernig landslið Frakklands og Þýskalands höguðu sínum undirbúningi til að vita hvenær Geir og Júlíus væru lausir og komst ég þá að því að liðin höfðu ekki meiri undirbúning en við. Það sama var upp á ten- ingnum hjá Dönum.“ Þýðingargildi leikjanna gegn Rúmeníu og Rússlandi hefur því ekkert haft að segja þegar fram- tíð Iandsliðsins var metin og niður- röðun fór fram? „Eins og ég sagði, þá var farið yfir veturinn og þetta var niður- staðan. Menn verða að sjá til með þetta dæmi — ef það gengur ekki upp; þá lærum við af því.“ Attu von á að fleiri áhorfendur komi á leikinn gegn Rússunn, en leikinn gegn Rúmönum, þar sem aðeins 1.100 áhorfendur mættu? „Það er alltaf svo á haustin, að fámennt er á áhorfndapöllum, eins og hefur sýnt sig til dæmis hjá Evrópuleikjum félagsliða gegn frægum liðum eins og Essen og Barcelona, þar sem um fimmtán hundruð áhorfendur mættu. Það er eins og áhorfendur þurfi að jafna sig eftir knattspyrnuna yfir sumartímann; þeir fara ekki að fjölmenna á leiki fyrr en eftir ára- mót. Það komu fleiri áhorfendur á leikinn gegn Rúmenum en ég reiknaði með, en þeir verða fleiri á leiknum gegn Rússum, því að menn gera sér grein fyrir þýðingu leiksins Eru einhverjir möguleikar á sigri gegn sterku liði Rússa? „Þeir eru alls ekki hverfandi, þar sem við mætum þeim á heima- velli. Ef næst upp góð stemmning eru góðir möguleikar á að ná einu ef ekki tveimur stigum gegn Rúss- um. Það er mjög ánægulegt að vita til þess að Júlíus og Geir hafa verið að standa sig vel úti og landsliðsmennirnir hér heima eru að koma meira og meira upp getu- lega,“ sagði Þorbjörn Jensson. Eins og fyrr segir þá verður leikið gegn Rússum í Kaplakrika miðvikudaginn 1. nóvember, en landsliðið heldur síðan til Moskvu föstudaginn á eftir og leikur seinni leikinn sunnudaginn 5. nóv- ember. ÞORBJÖRN Jensson landsliðsþjálfari hefðl vlljað hafa lengrl undirbúning en seglr það ekkl hægt vegna blkarkeppninnar. KNATTSPYRNA Amór líklega áfram í Svíþjóð Grindavík og Valur hafa rætt við landsliðsmanninn um að hann verði spilandi þjálfari Fulltrúar Vals og Grindavíkur hafa rætt við Arnór Guð- johnsen um þann möguleika að hann verði spilandi þjálfari á næsta keppnistímabili. „Ég neita því ekki að þessi félög hafa haft samband við mig, en eins og stað- an er í dag er líklegast að ég verði áfram hjá Örebro eitt ár í viðbót,“ sagði Arnór. Arnór sagðist hafa verið í við- ræðum við sænska liðið frá því í júlí. „Örebro hefur boðið mér samning en ég hef’sett ákveðin skilyrði sem þeir hafa enn ekki samþykkt. Þetta er því allt í bið- stöðu eins og er og skýrist ekki fyrr en eftir síðasta leik okkar í deildinni um næstu helgi. Þetta mun líka ráðast mikið af því hvort við náum að tryggja okkur Evr- ópusæti. Ég hef sjálfur mestan áhuga á að gera eins árs samning við Örebro, en hitt gæti líka orðið ofan á að ég færi heim. ísland er farið að toga aðeins í mig því ég hef ekki búið á íslandi síðan ég var 16 ára gamall," sagði Arnór. Hann sagðist vera ákveðinn í því að hella sér út í þjálfun um leið og hann hætti sem leikmaður. „Ég er ekki viss um að ég sé al- veg tilbúinn í þjálfun strax. Ég hef áhuga á að mennta mig frekar á því sviði. Það er ekki alltaf nóg að hafa reynslu sem leikmaður,“ sagði Arnór. Síðasta umferðin í sænsku úr- valsdeildinni fer fram um næstu helgi og mætir Örebro Stokk- hólmsliðinu AIK á útivelli. Arnór sagði mjög mikilvægt að vinna þann leik til að gulltryggja Evr- ópusætið. Framstúlkur leika báða leikina í Noregi „ VIÐ teljum það besta kost- inn fyrir okkur í stöðunni að leika báða leikina í Noregi,“ sagði Sigurður Tómasson, formaður meistaraflokksráðs kvennaliðs Fram, sem mætir Byásen frá Þrándheimi í Evr- ópukeppni bikarhafa í 2. um- ferð. „Við sleppum eins og best verður á kosið — þurfum að greiða ferð okkar til Ósló, en Byásen sér um að greiða ferðir Framliðsins innanlands í Noregi, uppihald og dóm- arakostnað." Sigurður sagði að annar leikurinn yrði leikinn í Þránd- heimi — heimaleikur Byásen, en hinn leikurinn fyrir utan Þrándheim. Leikirnir fara fram föstudaginn 17. og laug- ardaginn 18. nóvember. Fram hefur einu sinni áður leikið gegn Byásen, í 2. umferð í Evrópukeppni —1990-91. Framstúlkurnar töpuðu þá 16:34 í Þrándheimi og 15:23 í Laugardalshöllinni. fatfm FOI_K ■ STAN CoIIymore, framheijinn sem Liverpool keypti frá Notting- ham Forest fyrir 8,5 milljónir punda í sumar og Neil Ruddock, varnar- maður sem keyptur var fyrij 2-5 milpónir Hennessy Punda á slnum tlma, iEngtandi sitja á varamanna- bekknum kvöld gegn Manchester City í deildarbikar-' keppninn, eins og þeir gerðu í deild- inni gegn Southampton á sunnudag. ■ „SVONA verður þetta hjá okkur í vetur vegna þess að við höfum stór- an hóp leikmanna," sagði sagði Roy Evans, yfirþjálfari Liverpool í til- efni þess að Collymore og Ruddock komast ekki í liðið eins og er. „Ef einhver kemur inn í liðið og stendur sig vel njóta þeir þess og halda sæti sínu; það verður að koma eins fram við alja.“ ■ LÁRUS Orri Sigurðsson þótti leika mjög vel með Stoke gegn Derby í ensku 1. deildinni um síð- ustu helgi. Hann fékk 8 í einkunn af 10 mögulegum í Sun. ■ PAUL Parker bakvörður hjá Manchester United var í gær skor- inn upp vegna meiðsla í hné og verð- ur frá keppni næstu sex vikur. ■ JOHN Harkes, bandaríski lands- liðsmaðurinn sem leikið hefur með Derby undanfarið, verður hjá West Ham til vors. Derby lánaði leik- manninn þangað en hann er annars á heimleið, verður með í bandarísku atvinnumannadeildinni sem hefur göngu sina í apríl. ■ PAUL McGrath, írski varnar- jaxlinn hjá Aston Villa, sem er 35 ára, verður hugsanlega með í banda- rísku deildinni. Samningur McGraths við Villa rennur út í vor og lið frá Boston vill fá hann. ■ PETER Shilton, fyrrum lands- liðsmarkvörður Englands í knatt- spymu, slapp með skrekkinn og þarf ekki að lýsa sig gjaldþrota eftir að hann náði samkomulagi við lánar- drottna sína um að greiða skuldir sem metnar eru á 448.000 pund (um 45,5 millj. kr.). ■ SHILTON, sem sagt er að hafi verið með um 250.000 pund (liðlega 25 millj. kr.) í árslaun þegar hann var á hátindi frægðar sinnar sagðist hafa misst tökin á fjármálum sínum fyrir þremur árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.