Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 C 7 Sinfóníutón- leikar í dag TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit- ar íslands sem vera áttu síðastlið- ið fimmtudagskvöld verða í Há- skólabíói kl. 18 í dag. Fram koma með hljómsveitinni sigurvegararnir í TónVaka keppni RUV, Armann Helgason klarinett- leikari og Júlíanna Rún Indriða- dóttir píanóleikari. Á tónleikunum mun Heimir Steinsson útvarps- stjóri afhenda sigurvegurunum verðlaun sín. Þá verður flutt verðlaunaverk eftir japanska tónskáldið Michio Kitazume. Tónlistarráð frestar útisamkomu VEGNA hinna hörmulega frétta af snjóflóðinu á Flateyri hefur Tónlistarráð íslands ákveðið að fresta fyrirhugaðri útisamkomu, sem átti að vera við Hljómskálann og á Lækjartorgi í dag laugardag, 28. október. Vatnslitamynd eftir Rögnu Sýning Rögnu Sigrúnardóttur í DAG kl. 14 verður opnuð sýning á vatnslitamyndum eftir Rögnu Sigrúnardóttur á Café 17, Lauga- vegi 91. Þetta er fimmta einkasýning Rögnu og verður hún opin daglega frá kl. 10-18 alla daga nema sunnudaga. Sýningunni lýkur 24. nóvember. Eyvindur Erlends- son gestur MIR í DAG, fyrsta vetrardag, kl. 15, verður Eyvindur Erlendsson leik- stjóri gestur MÍR í félagsheimilinu að Vatnsstíg 10 og segir frá ferð til Rússlands á liðnu sumri og spjallar um Moskvu, eins og hún kemur honum nú fyrir sjónir, leik- húslífið þar og möguleika á sam- starfi íslensks og rússnesks leik- húsfólks. í kynningu segir: „Eyvindur Erlendsson er í hópi fróðustu manna á íslandi um leikhúslíf og leiklistarhefð í Rússlandi. Hann fór að loknu námi í Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins til Moskvu, þar sem hann stundaði síðan nám um 5 ára skeið við Ríkisleiklistar- skólann GITIS. Sama vorið og Eyvindur lauk námi í Moskvu, 1967, stjórnaði hann sviðsetningu á einu leikrita bandaríska leik- skáldsins Edwards Albees, „The Ballad of the Sad Café“, sem sýnt var lengi í Moskvu við mikla að- sókn. í hópi þeirra sem Eyvindur leikstýrði á sínum tíma í Moskvu eru leikarar sem nú starfa sem virtir leikhússtjórar þar í borg og áhrifamenn í rússnesku leiklistar- lífí. Segir Eyvindur frá endur- fundum sínum og fyrrverandi samstarfsmanna sinna og skóla- félaga, lýsir því hvernig breyting- arnar sem urðu í kjölfar umskipt- anna í Rússlandi koma honum fyrir sjónir og greinir frá því sem er að gerast og gerast kann í nánustu framtíð varðandi aukin samskipti leiklistarfólks í Rúss- landi og á íslandi.“ Kaffiveitingar verða á boðstól- um að loknu spjalli Eyvindar. Allir eru velkomnir meðan húsr- úm leyfir. Norræna húsið Áfangastaður ísland SYNING á ljósmyndum eftir danska ljósmyndarann Tove Kurtzweil verður opnuð í sýningar- sölum Norræna hússins í dag kl. 15. Sýninguna kallar hún Áfanga- staður ísland. Tove var hér á ferð í júní í sum- ar og ferðaðist um Snæfellsnes og víðar. Á sýningunni eru um 80 ljós-* myndir, allar svart-hvítar. Hún sækir myndefnið í íslenskt landslag og ýmis mannvirki sem á vegi hennar urðu. Tove Kurtzweil er fædd 1938. Hún lærði ljósmyndatækni og prent- myndagerð, en er að öðru leyti sjálf- menntuð í ljósmyndalistinni. Árið 1966 opnaði hún ljósmyndastofuna Tegn Foto ásamt Gurli Nielsen ljós- myndara, en frá 1970 hefur hún rekið hana ein. Hún hefur mótað persónulegan stíl í gerð svart-hvítra andlitsmynda, en auk þess vinnur hún listrænar ljósmyndir. Tove Kurtzweil hefur gegnt ýmsum öðrum störfum, verið ges- takennari við ljósmyndaskólann Fatamorgana, prófdómari við vor- sýningu í Charlottenborg og verið aðstoðarritstjóri við tímaritið Copy- right. Tove Kurtzweil hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og haldið einkasýningar heima og erlendis. Ljósmyndir hennar hafa birst í ýmsum tímaritum og bókum. Hún hefur ferðast víða um lönd, m.a. til Ítalíu og Grikklands, þar sem hún hefur tekið myndir af forn- um musterum, súlum og styttum og andstæður fortíðar og nútímans birtast í ljósmyndum hennar. Sýningin verður opin daglega kl. 14-19 og stendur til 12. nóvember. Fyrirlestur um danska ljósmyndun í tengslum við sýninguna verður haldinn fyrirlestur í fyrirlestrarröð- inni Orkanens oje á sunnudag 29. október kl. 16.00 í fundarsal Nor- ræna hússins. Lars Schwander heldur fyrirlest- ur sem hann nefnir: Danskt foto- kunst 1945-95 og sýnir jafnframt litskyggnur. Þar fjallar Lars um þróunina sem átt hefur sér stað í danskri ljós- myndagerð á árunum eftir síðari heimsstyrjöld. Einnig verður fjallað um ljósmyndun í Danmörku al- mennt, hvernig málum er háttað nú, kynnt ýmis ljósmyndasöfn og sagt frá hvert stefnir í danskri ljós- myndagerð, sem verður æ alþjóð- legri. Lars Schwander er fæddur 1957. Hann er cand. mag. í nor- rænum málvísindum og vinnur nú að doktorsritgerð í listasögu. Hann á sæti í undirbúningsnefnd sem fjallar um myndlist í tilefni þess að Kaupmannahöfn verður menn- ingarborg Evrópu 1996. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Furðuleikhúsið frumsýnir „Bétveir“ FURÐULEIKHÚ SIÐ frumsýnir í dag kl. 15 barnaleikritið Bétveir í Tjarnarbíói. Þetta er önnur frumsýn- ingin á leikritinu en hin eiginlega frumsýning var hjá Leikfélagi Akur- eyrar 16. september síðastliðinn. Leikritinu var vel tekið fyrir norðan. Leikritið Bétveir er leikgerð Furðuleikhússins á samnefndri sögu eftir Sigrúnu Eldjárn. Leikstjóri sýn- ingarinnar er Jún Stefán Kristjáns- son. Tónlist samdi Valgeir Skagfjörð. Helga Rún Pálsdóttir hannaði leik- mynd og búninga. Leikarar í sýning- unni' eru Eggert Kaaber, Gunnar Tónskólinn Þorkell Signrbj örnsson kynnir verk sitt í DAG verður opið hús í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í Hraunbergi 2. Þar verður efnt til kynningar á efnisskrá næstu tón- leika Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Kynningin verður í Tónskólan- um Hraunbergi 2 um kl. 15. Þorkell Sigurbjörnsson tón- skáld mun kynna verk sitt „Rún- ir“ og meðal annars sýna útdrátt úr myndbandsupptöku frá æfingu verksins sem frumflutt var í Gautaborg fyrir u.þ.b. ári, en tón- fræðikennarar skólans munu ann- ast kynningu á öðrum verkum með tóndæmum. Allir eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Gunnsteinsson, Margrét Pétursdótt- ir, Ólöf Sverrisdóttir og Katrin Þor- kelsdóttir. Sýningar á Bétveimur verða á hverjum sunnudegi { Tjarnarbíói kl. 15 út nóvember. Málverk o g flöskustútar G.R. LÚÐVÍKSSON opnar mynd- listarsýningu í Listhúsinu Kirkju- hvoli á Akranesi í dag kl. 14. Á sýningunni verða meðal annars málverk, samfellur, tölvugrafík, vinnupallar, ræsisþrykk, breytt boðskort, landamæralínur, bækur, ferilteikningar og brotnir flösku- stútar. Verkin eru unnin frá árinu 1991-1995. Sýningin stendurtil 12. nóvemþer. G.R. Lúðvíksson nam myndlist heima og erlendis. Hann hefur hald- ið fyölda einkasýninga og einnig sent frá sér hljómplötur og samið tónlist við leikrit og kvikmyndir. Patricia sýnir í KK-húsinu Vogum. Morgunblaðið. „HIMINN og jörð“ nefnist myndlist- arsýning Patriciu Hand sem stendur yfir í KK-húsinu við Vesturbraut í Keflavík. Þar sýnir hún 68 myndir unnar á silki og með akrýl, Sýningin verður opin í dag laug- ardag og á sunnudag frá kl. 13-17. Patricia hefur haldið nokkrar mál- verkasýningar þar á meðal í Vogum og í Keflavík. Portrett, pöddur, regn og sokkar KARL Jóhann Jónsson opnar mynd- listarsýningu í sýningarsalnum við Hamarinn, Strandgötu 50 í Hafnar- firði í dag. Karl lauk námi frá MHÍ 1993 og hefur tekið þátt í fimm samsýning- um, en þetta er hans fyrsta einkasýn- ing. Flest verkin eru unnin með akryl á striga og er myndefnið af ýmsum toga; portrett, pöddur og regn í leit að sjálfsímynd auk þess sem sokkar koma við sögu, segir í kynningu. Sýningin er opin frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga og stendur til 12. nóvember. Sérstök þögn VIGNIR Jóhannsson heldur nú sýn- ingu í Galleríi Sævars Karls. Sýning- in er innsetning sem heitir Sérstök þögn og er úr stáli og litardufti. Listamaðurinn segir um verk sitt: „Verkið lýsir fyrir mér þessari ein- stöku stemmningu sem myndast eft- ir að snjóað hefur í logni og allt umhverfið verður hreint og tært, þegar hljóðið berst dempað, því um- hverfið drekkur það í sig svo að lítið verður eftir handa eyrunum." Síðasta sýningarhelg’i SÝNINGU á grafíkverkum Dieter Roth í Gerðarsafni, lýkur nú á sunnu- dag. Sýning þessi er unnin í samvinnu við Nýlistasafnið og á henni eru tug- ir verka sem listamaðurinn hefur gefið Nýlistasafninu á undanförnum 13 árum. Færeysk djasshljóm- sveit á Jazzbarnum FÆREYSKA djasssveitin Gleipnir mun leika á Jazzbarnum í dag og á morgun og hefjast tónleikamir klukkan 22.00. Gleipnir er hljómsveit skipuð ungum djassleikurum, sem margir eru íslendingum vel kunnir. Gítarleikarinn Leif Thomsen, er einhver fremsti djassleikari Fær- eyja og kom hingað á fyrstu Rú- Rek- djasshátíðina 1991 með hljómsveitinni Plúm, auk þess sem hann tók þátt í „gítarveislu" Björns Thoroddsens á Tveimur vinum. Með Leifi í Plúm voru píanistinn Magnus Johannesen og trommar- inn Rógvi á Rógvu, en þeir stund- uðu báðir nám við djassdeild Tón- listarskóla FIH. Magnus kom hing- að í sumar og lék á Djasshátíðinni á Egilsstöðum. Bassaleikari Gleipnis er Jokannus á Rógvi Jo- ensen, sem hingað kom með Ygg- drasil Kristians Blak, en slagverks- leikari þeirra, Kaj Johannesen, hefur aldrei áður komið til íslands. Tónleikamir á íslandi eru þeir fyrstu í tónleikaferð um Norður- lönd og ýmsir aðilar hafa styrkt þá félaga til fararinnar. Gerður á sex hlutum í kynningu segir: „Gleipnir er þráður sá er dugði til að binda Fenrisúlf. Hann var gerður af sex hlutum; dyn kattarins, skeggi kon- unnar, rótum bjargsins, sinum bjamarins, anda físksins og hráka fuglsins. En við ragnarök brýtu: úlfurinn þráðinn af sér eins og tónarnir bresta er tónlistarmenn- irnir leggja hljóðfærin frá sér.“ Það eru Jazzdeild FÍH og Jazz- vakning er standa fyrir tónleikun- um á Jazzbamum og er aðgangs- eyrir 500 krónur. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYIMDLIST Kjarvalsstaðir Kjarval - mótunarár 1885-1930. Sýn. Einskonar hversdagsleg róman- tík og sýn. Einars Sveinss. aridtekts til . des. Listasafn íslands Haustsýn. safits Asgríms Jónss. til 26. nóv. Gerðarsafn Kees Ballintijn sýnir. Gallerí Stöðlakot Helga Jóhannes- dóttir sýnir til til 5. nóv. Hafnarborg Guðjón Bjarnason og Inga Rósa Loftsdóttir sýna. Listasafn Kópavogs Dieter Roth sýnir til 29. okt. Gallerí Greip Birgir Snæbjöm sýnir til 5. nóv. Gallerí Fold Guðbjörn Gunnarsson sýnir til 29. okt. Asmundarsalur Ámi Ingólfsson sýn- ir til 29. okt. Norræna húsið Ljósmyndasýn. Tove Kurtzweill til 12. nóv., Grafíksýn. til . des. í anddyri; 6 gullsmiðir frá Gautaborg til 5. nóv., Berta Moltke frá Danm. sýnir grafíkverk til 31. des. og Lína langsokkur/jólasýn. til 31. des. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýning á völdum andlitsmyndum eft- ir Siguijón Ólafsson stendur í allan vetur. Gallerí Ríkey Sýning á verkum Rík- eyjar. Gallerí Umbra Lára K Samúelsd. sýnir leirv. til 15. nóv. Mokka Ásmundur Ásmundsson sýn- ir. Við Hamarinn Karl Jóhann Jónsson sýnir til 12. nóv. Listhúsið, Laugardal Eva Benja- minsdóttir sýnir til áramóta og spænski listam. Antonio Hervás Amezcua til 30. okt. Vinnustofan, Hallveigarstíg 7 Asta G. Eyvindard. Opið milli 14 og 15. TONLIST Laugardagur 28. október Þorkell Sigurbjömsson kynnir verk sitt í Tónskólanum kl. 15. Sigrún Hjálmtýsd., Martial Nardeau og Anna Guðný Guðmundsdóttir í Vinaminni Akranesi kl. 15. Tónlistarsk. íslenska Suzukisambandsins efnir til nem- endatónleika í Bústaðakirkju kl. 15.30. Dagskrá með verkum skáld- anna Daviðs Stefánssonar og Hall- dórs Kiljans Laxness í félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli kl. 21. Skagfirska söngsveitin í Fella- og Hólakirkju lau. kl. 16. Sunnudagur 29. október Dagskrá með verkum skáldanna Dav- íðs Stefánssonar og Halldórs Kiljans Laxness í félagsheimilinu Þingborg í Hraungerðishreppi kl. 21. Tónleikar í Kristskirkju kl. 17; Camilla Söder- berg, Guðrún Óskarsd., Elín Guð- mundsd., Sigurður Halldórsson og Páll Hannesson. Gradualekór Lang- holtskirkju í kirkjunni kl. 16. Fimmtudagur 2. nóvember Tónleikar Vox Feminae í Kristskirkju kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár lau. 28. okt., fim., lau Taktu lagið, Lóa lau. 28. okt., mið. lau. Stakkaskipti fös. 3. nóv. Sannur karlmaður sun. 29. okt., fim fös. Kardemommubærinn sun. 29. okt. lau. 4. nóv. Borgarleikhúsið D'na langsokkur lau. 28. okt, sun., lau. Súperstar lau. 28. okt, mið. Tvískinnungsóperan sun. 29. okt, fim. lau. Hvað dreymdi þig, Valentína? lau. 28. okt, fös., lau. Við borgum ekki, við borgum ekki lau. 28. okt, fös. Samstarfsverkefni: Barflugumar sýna á Léynibamum. BarPar lau. 28. okt, fós. lau. Möguleikhúsið Ævintýrabókin lau. 28. okt, þri., mið., lau. Loftkastalinn Rocky Horror lau. 28. okt Hafnarfjai'ðarleikhúsið Hermóður og Háðvör sýnir Himnaríki, lau. 28. okt, sun., fim., fös., lau. fslenska óperan Carmina Burana lau. 28. okt, lau. Leikfélag Akureyrar Drakúla lau. 28. okt Hvunndagsleikhúsið Trójudætur Evrípídesar sun. 29. okt Ijstvinafélag Hallgrimskirkj u Heimur Guðríðar, síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hall- gríms. Sýn. í HaUgrímskirkju lau. 28. okt kl. 20. Furðuleikhúsið „Bétveir“ í Tjamarbíó frums. lau. 28. okt kl. 15 og alla sun. út nóv. kl. 15. KVIKMYNDIR MÍR „Kona með páfagauk" sun. kl. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.