Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.10.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 D 3 IÞROTTIR Reuter illitt, tll vinstri, hjá Chelsea og Dennls taöið slg mjög vel þao sem af er keppnis- Suðni Bergsson landsllðsfyrirliðl og leik- rgkamp og félaga á mánudagskvöldið. Paul Ince til Arsenal? ÍTALSKA blaðið Corríere detlo sport sagði frá þvi á fimm tudaginn að M a ssimo Moratti, forseti Inter Milan, hafi sent aðstoðarmann sinn tii Englands til að ræða við Arsenal um kaup liðsins á enska iandsliðsinannínum Paul Ince, fyrrum leikxnanni Manchester United, sem hefur ekki náð sér á strik á ítaliu. Platt leikur gegn Bolton DAVTD Platt, fyrirliði enska landsHBsins, sem hefur verið frá vegna meiðsla, mun að iilii iin Ukindum leika sinn fyrsta leik með Arsenal í langan tíma gegn Guðna Bergssyni og félöguin hans hjá Bolton á mánudagúm. Platt hefurleikið tvo leiki með varaliði Arsenal í vikunni — síðast á f iinmtudagiuu gegn landsliði Tælands á æfingasvæði Arsenal. Tælendingar unnu 8:1. Platt sagði efir leikinn að hann væri orðinn góður. „Mér líður vel." Juninho byrjar gegn Leeds BRASILÍSKI landsliðsmaðurinn Junin- ho, sem gengimi er til liðs við Midd- lesbro, kemur ekki til Englands fyrr en á morgun og verður því skil janlega ekki einu sinni varamaður gegn Manchester United á Old Trafford í dag, eins og vonast hafði verið tíl. Nú er tjóst að fyrsti leikur hans með Boro verður gegn Le- ed8, á heúnaveUi, laugardaginn 4. nó v. Bryan Robson á fornar slóðir með Middlesbrough Leikurinn við Man. United í beinni útsendingu Sjónvarps Sjónvarpsleikurinn hjá Sjón- varpinu í dag verður viðureign Manchester United og Middlesbrough á Old Trafford. Bryan Robson, sem nú er við stjórnvölinn hjá Boro, lék með United í 13 ár en mætir í fyrsta sinn á Old Trafford eftir að hann fór frá United í fyrra. Hann hefur sett saman bráðskemmtilegt lið í Middlesbrough. Brasilíumaðurinn Juninho leikur ekki með Boro og er reyndar ekki væntanlegur til Englands fyrr en á morgun vegna þess að dregist hefur að ganga frá nauðsynlegum pappírum. United og Boro hafa leikið vel að undanförnu og hafa aðeins tap- að einum leik í 10 fyrstu umferðun- um. United er í öðru sæti en Boro, sem er í fjórða sæti, hefur sigrað í síðustu fimm leikjum og ekki fengið á sig mark í síðustu fjórum leikjum. Boro hefur fengið fæst mörk á sig af öllum liðum í öllum FOLK ¦ BIRMINGHAM hefur fengið norska framherjann Sigurd Rus- hfeldt að láni frá Tromsö í þrjá mánuði. Hann er metinn á eina milljón punda. Rushfeldt hefur gert níu mörk með norska landslið- inu og skoraði 13 mörk í 16 leikjum með Tromsö í norsku deildinni í sumar. ¦ TERRY McDermott, aðstoðar framkvæmdastjóri Newcastle segir Lou Macari, stjóra Stoke, þurfa að láta rannsaka í sér augun. Mac- ari hélt því fram að David Ginola hjá Newcastle hefði látið sig detta og þannig fengið leikmann Stoke rekinn af velli í deildarbikarleiknum í vikunni. ¦ „LOU var 40 metra í burtu. Ginola reynir ekki að láta brjóta á sér, til hvers ætti hann að vilja liggja á vellinum? Hjá honum snýst allt um að leika á andstæðinginn," sagði McDermott. ¦ IAN Rush skoraði loksins í deildarbikarleiknum gegn Man. City í vikunni. Þetta var fyrsta mark hans í vetur — og 340. mark hans fyrir Liverpool. ¦ „ÉG man ekki eftir því að hafa byrjað keppnistímabil svona illa, en ég fékk fleiri í þessum eina leik en í allt haust. Það er ekki gott- að vera inni og úti úr liðinu en það heldur mér við efnið að sjá Stan [Collymore] á bekknum," sagði Rush. ¦ ALAN Ball, framkvæmdastjóri Manchester City, er góður vinur Johans Cruyff, þjálfara Barcel- ona á Spáni og í annað skipti á stuttum tíma hefur Cruyff lánað honum leikmann. Þegar Ball var við stjórnina hjá Southampton fékk hann danska framherjann Ronnie Eklund og nú er Thomas Christiansen, 22 ára og leikmaður spænska U-21 landsliðsins, kominn til Man. City. Leikmaðurinn er af dönsku bergi brotinn eins og nafnið bendir til, en er spænskur ríkisborg- ari. deildum í Englandi, fjögur talsins, en félagið hefur ekki fagnað sigri á Old Trafford síðan í janúar 1930. Boro hefur því ekki náð markmið- inu í Manchester í 65 ár en senni- lega hefur möguleikinn ekki verið eins mikill í mörg ár og nú. Félagsmet Newcastle, sem er í öruggri stöðu á toppnum, sækir Tottenham heim á White Hart Lane á morg- un. Lærlingar Kevins Keegans hafa sigrað í níu af 10 leikjum og gert 29 mörk í síðustu átta deild- ar- og bikarleikjum. Les Ferdinand gerði eitt mark í 4:0 sigrinum gegn Stoke í deildarbikarnum sl. mið- vikudagskvöld og hefur þar með skorað í átta leikjum i röð sem er félagsmet hjá Newcastle en alls hefur hann gert 16 mörk fyrir fé- lagið á tímabilinu. Gerry Francis, yfirþjálfari Tott- enham, reyndi að fá Ferdinand til UMHELGINA Handknattleikur Laugardagur: Bikarkeppni karla: Húsavík: Völsungur - Ármann...........kl. 12 ísafjörður: Bl-Valur....................kl. 13.30 Vestm'eyjar: ÍBV-ÍR-b................kl. 14.00 Vestm'eyjar: ÍBV-b - Víkingur.....kl. 15.30 Smárinn: Breiðablik - Fjölnir........kl. 14.30 Framhús: Fram-ÍR...........'...........kl. 15.00 Akureyri: Þór - Valur Reyðarf......kl. 16.00 1. deild kvenna: Strandgata: Haukar-Fram..........kl. 15.30 Sunnudagur: Bikarkeppni karla: Víkin: Víkingur-b - FH-b..............kl. 16.30 Seltj'nes: Grótta-b - Höttur................kl. 17 Seltj'nes: Grótta-KA........................kl. 20 Ásgarður: Stjarnan - UMFA..............kl. 20 Strandgata: Haukar-FH..................kl. 20 Körfuknattleikur Laugardagur: Úrvalsdeild: Seltj'nes: KR-ÍA..........................kl. 16.30 1. deild kvenna: Hagaskóli: KR-ÍA.......................kl. 16.30 Sauðárkrókur: Tindast. - Keflavík.....kl. 16 Smárinn: Breiðablik - ÍR...............kl. 16.30 Sunnudagur: Úrvalsdeild: Akranes: ÍA-ÍR...................„...........kl. 20 Borgarnes: Skallagr. - Haukar..........kl. 20 Grindavík: UMFG - Breiðablik...........kl. 20 Akureyri: Þór-Keflavík....................kl. 20 Valsheimili: Valur - Tindastóll...........kl. 20 1. deild karla: Stykkish.: Snæfell - Leiknir...............kl. 18 Mánudagur. 1. deild kvenna: Kennarahásk.: ÍS - Valur...................kl. 20 Blak Laugardagur: Meistaraflokkur karla: Neskaupst.: Þr6ttur-fS...............kl. 15.30 Digranes: HK-Stjarnan....................kl. 14 Meistaraflokkur kvenna: Neskaupst.: Þróttur-ÍS....................kl. 14 Digranes: HK-Vikingur..............kl. 15.30 Fimleikar Haustmót Fimleikasambands fslands verður haldið í Laugardalshöll á morgun, sunnu- dag, og hefst kl. 12.15. Fimleikadeild Stjörnunnar sér um framkvæmd mótsins. Keppt verður f frjálsum æfingum. Um 50 þátttakendur taka þátt f mótinu, þar á meðal íslandsmeistari kvenna, Elva Björk Jónsdóttir. Badminton Vetrardagsmót unglinga í badminton verður haldið í TBR-húsinu um helgina. Keppt verður í U-18, U-16, U-14 og U12 ára flokk- um. Sund Sundfélagið Ægir stendur fyrir Ægir-Polar sundmótinu í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Keppni hefst kl. 12 laugardag og sunnudag. Spurs í sumar en hann var þjálfari hans hjá QPR. Það gekk ekki eftir og í staðinn keypti Francis Chris Armstrong sem hefur aðeins náð að skora fjórum sinnum fyrir Spurs. Spurs sigraði í sex leikjum í röð en hefur gefið eftir undanf- arnar tvær vikur og datt út úr deildarbikarkeppninni í vikunni, tapaði 3:2 fyrir Coventry eftir að hafa verið 2:0 yfir í hálfleik. Sigur skiptir því Tottenham miklu máli og ekki síst fyrir Ruel Fox sem félagið fékk frá Newcastle fyrir skömmu. Endurtekið efni? Liverpool átti ekki í erfiðleikum með Manchester City í deildarbik- arnum og vann 4:0 en neðsta lið deildarinnar mætir aftur á Anfield í dag og hafa heimamenn fullan hug á að endurtaka leikinn gegn liði Alans Balls. Reyndar átti Liverpool í erfiðleikum sl. miðviku- dagskvöld og var aðeins marki yfir þegar skammt var til leiksloka en þrjú mörk á átta mínútum lög- uðu stöðuna. City hefur ekki enn fagnað sigri í deildinni í vetur og lið félagsins hefur aðeins einu sinni sigrað í deildarleik á Anfíeld undanfarin 42 ár svo útisigur kæmi verulega á óvart. Meistarar Blackburn hafa verið að rétta úr kútnum að undanförnu, hafa sigrað í þremur af síðustu fimm leikjum, en taka á móti Chelsea á Ewood-vellinum í dag. Met hjá Forest Nottingham Forest, sem sækir QPR heim, hefur ekki tapað í síð- ustu 23 deildarleikjum og er það met í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar. Forest átti einnig met hvað þetta snertir S 1. deildinni, meðan hún var sú efsta í Englandi. Það met var sett er Frank Clark, sem nú er framkvæmdastjóri liðs- ins, var Ieikmaður Forest undir stjórn hins fræga Brians Clough. Liðið lék þá 42 leiki í röð í deildar- keppninni án taps, frá því í nóvem- ber 1977 fram í desember 1978. Frá Bob Hennessy íEnglandi FOLK ¦ SASA Curcic, sem Bolton keypti frá Partizan Belgrad á dögunum fyrir 1,5 milljón punda, verður með félaginu í fyrsta skipti í leiknum gegn Ars- enal á mánudags- kvöldið. Júgóslav- inn kemur inn fyrir Hollendinginn Ric- hard Sneekes, sem er í banni. ¦ LUTON hefur keypt norska framherjann Vidar Riseth, 23 ára, frá Kongsvinger fyrir 100.000 pund. Upphæðin hækkar reyndar væntanlega upp í 175.000 pund festi hann sig í sessi í liðinu. ¦ ARSENAL mætir ítalska liðinu Sampdoria í ágóðaleik fyrir Alan Smith, sem varð að Ieggja skóna á hilluna fyrr á árinu vegna meiðsla. Leikurinn verður á Highbury fimmtudaginn 9. nóvember. ¦ SOUTHAMPTON hefur áhuga á að kaupa Rod Wallace aftur frá Leeds og er tilbúið að borga 1,5 milljón punda fyrir hann. ¦ PETER^ Reid, framkvæmda- stjóri Sunderland, vill kaupa mark- vörðinn Bobby Mimms frá Black- burn á 300.000 pund. Þeir léku saman hjá Everton á sínum tíma en Mimms er nú varamaður fyrir Tim Flowers hjá Blackburn. ¦ GRAHAM Taylor, fram- kvæmdastjóri Wolves, hefur sett Darren Ferguson, son Alex Fergusons stjóra Manchester United, á sölulistann. Hann keypti strákinn frá United á 450.000 pund á síðasta keppnistímabili. ¦ STEVE Staunton, leikmaður Aston Villa og írska landsliðsins, meiddist á hné á æfingu í vikunni og verður frá í tvær vikur. Hann missir þvi af mikilvægum Evrópu- leik Ira í Portúgal. ¦ MAN. City hefur sýnt áhuga á að fá Nigel Clough frá Liverpool. „Þegar ég kom til Liverpool var ég í enska landsliðinu, nú kemst ég ekki sinni í átján manna hópinn hjá félaginu," sagði hann í vikunni. ¦ NEIL Webb, fyrrum leikmaður Nottingham Forest og Man. Utd., sem nú er hjá Swindon hefur verið orðaður við framkvæmdastjórastöð- una hjá Peterborough. Einnig þeir Howard Kendall fyrrum stjóri Everton og Mike Walker fyrrum stjóri Norwich og Everton. ¦ BRIANLittle hefur keypt varn- armanninn Carl Tiler, sem er 25 ára, frá Nottingham Forest á 750.000 pund. ¦ CHRIS Woods, fyrrum mark- vörður Englands, Rangers og Sheffield Wednesday, er kominn til Reading. Hann verður þar í einn mánuð í fjarveru Boris Mihailovs, landsliðsmarkvarðar Búlgariu, sem er meiddur. BIKARKEPPMI HSÍ HAUKAR — FH í meistaraf lokki karla Sunnudaginn 29. október nk. kl. 20.30 í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. ATH. Fríkorthafar HSÍ sæki miða sína í forsöluna, laugardagínn 28. október kl. 10—17 og sunnudaginn 29. okt. kl. 16—19. HKD Hauka Sparisjódur Hafnarfjardar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.