Morgunblaðið - 01.11.1995, Page 2

Morgunblaðið - 01.11.1995, Page 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 ÚRSLIT MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ IR-UMFG 82:80 fþróttahús Seljaskóla, úrvalsdeildin í körfu- knattleik, 8, umferð, þriðjudaginn 31. októ- ber 1995. Gangur leiksins: 2:0, 2:5, 15:14, 19:21, 23:23, 23:29, 31:37, 42:37, 44:42, 44:45, 50:45, 52:51, 61:51, 68:55, 71:68, 73:74, 79:76, 79:78, 82:78, 82:80. Stig ÍR: Herbert Amarson 25, Eiríkur Önundarson 16, Jón Örn Guðmundsson 16, John K. Rhodes 15, Guðni Einarsson 8, Márus Arnarson 2. Fráköst: 14 í sókn — 31 í vöm. Stig UMFG: Herman Myers 28, Guðmund- ur Bragason 15, Helgi Jónas Guðfmnsson 13, Unndór Sigurðsson 12, Hjörtur Harðar- son 7, Marel Guðlaugsson 5. Fráköst.: 13 í sókn — 23 í vörn. Dómarar: Kristinn Albertsson og Eggert Aðalsteinsson. Létu skemmtilegan leik ganga og dæmdu mjög vel. yillur: IR 16 -- Grindavík 15. Ahorfendur: 118 greiddu aðgangseyri en um 200 manns vom í húsinu og mikið lj'ör. Breiðablik — KR 81:90 Smárinn: Gangur leiksins:0:6, 4:14, 13:19: 13:30, 24:34, 36:36, 41:42, 41:47, 49:51, 54:63, 65:69, 71:82, 81:65, 81:85, 81:90. Stig Breiðablik: Michael Thoele 21, Hall- dór Kristmannsson 20, Erlingur Snær Erl- ingsson 15, Birgir Mikaelsson 14, Agnar Olsen 7, Daði Sigurþórsson 2, Atli Sigur- þórsson 2. Fráköst: 9 í sókn — 22 í vörn. Stig KR: Hermann Hauksson 27, Ingvar Ormarrsson 22, Ósvaldur Knudsen 11, Jon- athan Bow 10, Láms Árnason 8, Arnar Sigurðsson 6, Atli Einarsson 3, Óskar Krist- jánsson 3. Fráköst: 5 í sókn — 19 í vörn. Dómarar: Kristján Möller og Bergur Stein- grímsson vom mistækir f hröðum leik. Villur: Breiðablik 17 - KR 23. Ahorfendur: Um 105. Haukar-ÍA 91:68 Iþróttahúsið við Strandgötu: Gangur leiksins: 2:0, 13:2, 20:6, 40:19, 45:32, 68:54, 79:62, 87:67, 91:68. Stig Hauka: Ivar Ásgrímsson 19, Sigfús Gizurarson 18, Jón Amar Ingvarsson 15, Bergur Eðvarðsson 10, Jason Williford 10, Pálmar Sigurðsson 7, Pétur Ingvarsson 6, Björgvin Jónsson 4, Sigurður Jónsson 2. Fráköst: 7 í sókn - 24 í vöm. Stig ÍA: Milton Bell 31, Haraldur Leifsson 14, Guðmundur Siguijónsson 6, Sigurður Elvar Þórólfsson 6, Dagur Þórisson 4, Brynjar Sigurðsson 3, Bjami Magnússon 3, Brynjar Karl Sigurðsson 1. Fráköst: 12 í sókn - 14 í vöm. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Rögnvald- ur Hreiðarsson. Villur: Haukar 20 - ÍA 15. Áhorfendur: 150 greiddu aðgangseyri. Tindastóll - Þór 98:66 Sauðárkrókur: Gangur leiksins: 5:4, 12:11, 25:21, 39:25, 46:31, 54:35, 66:53, 77:57, 86:63, 98:66. Stig Tindastóls: Láms Dagur Pálsson 22, Amar Kárason 20, Torry John 18, Hinrik Gunnarsson 11, Atli Björn Þorbjörnsson 11, Ómar Sigmarsson 9, Pétur Guðmundsson 5, Halldór Haildórsson 2. Fráköst: 13 í sókn — 18 f vöm. Stig Þórs: Kristinn Friðriksson 24, Konráð Óskarsson 16, Fred Williams 15, Birgir Öm Birgisson 4, Björn Sveinsson 2, Davfð Hreið- arsson 2, Hafsteinn Lúðvfksson 2, Kristján Guðlaugsson 2. Fráköst: 9 í sókn — 19 í vörn. Villur: Tindastóll 17 — Þór 21. Dómarar: Leifur Garðarsson og Georg Þorsteinsson. Leifur ágætur en Georg átti köflóttan dag. Áhorfendur: 600. Keflavík - Skallagr. 99:74 Iþróttahúsið í Keflavík. Gangur leiksins: 5:0, 5:2, 15:15, 33:25, 39:35, 42:39, 50:45, 54:49, 64:49, 73:55, 80:64, 90:66, 99:74. Stig Keflavíkur: Albert Óskarsson 19, Lenear Burns 18, Guðjón Skúlason 17, Falur Harðarson 13, Davíð Grissom 13, Sigurður Ingimundarson 9, Guðjón Gylfa- son 5, Gunnar Einarsson 4, Halldór Karls- son 1. Fráköst: 7 í sókn - 25 í vörn. Stig Skallagríms: Alexander Ermolinskij 24, Bragi Magnússon 14, Gunnar Þorsteins- son 11, Grétar Guðlaugsson 8, Ari Gunnars- son 7, Tómas Holton 6, Sigmar Egilsson 2, Sveinbjöm Sigurðsson 2. Fráköst: 14 i sókn - 26 í vörn. Dómarar: Einar Einarsson og Björgvin Rúnarsson sem komust nokkuð vel frá leikn- um sem var ekki auðdæmdur. Villur: Keflavík 20 - Skallagrímur 21. Ahorfendur: Um 200. Njarðvík - Valur 90:72 Iþróttahúsið í Njarðvík, Gangur leiksins: 3:0, 3:2, 15:10, 25:20, 34:36, 38:31, 47:36, 61:41, 70:41, 77:47, 80:56, 86:64, 90:72. Stig Njarðvíkur: Teitur Örlygsson 30, Rondey Robinson 15, Friðrik Ragnarsson 15, Páll Kristinsson 14, Jóhannes Krist- bjömsson 4, Jón Júlíus Amason 4, Kristinn Einarsson 4, Sverrir Þór Sverrisson 2, Ragnar Ragnarsson 2. Fráköst: 9 í sókn - 24 í vöm. Stig Vals: Bergur Emilsson 21, Bjarki Guðmundsson 17, ívar Webster 15, Bjarki Gústafsson 6, Pétur Már Sigurðsson 5, Guðni Hafsteinsson 4, Svein Zoega 2, Magnús Guðmundsson 2. Fráköst: 20 í sókn - 15 í vöm. Dómarar: Helgi Bragson og Þorgeir Jón Júlíusson sem dæmdu vel. Villur: Njarðvík 11 - Valur 17. Ahorfendur: Um 100. A-RIÐILL Fj. leikja U T Stig Stig HAUKAR 9 7 2 767: 640 14 UMFN 9 7 2 803: 701 14 KEFLAVlK 9 7 2 849: 751 14 TINDASTÓLL 9 7 2 726: 667 14 ÍR 9 5 4 749: 728 10 BREIÐABLIK 9 1 8 716: 874 2 B-RIÐILL Fj. leikja U T Stig Stig KR 9 6 3 802: 783 12 UMFG 9 5 4 858: 738 10 SKALLAGR. 9 4 5 683: 715 8 ÞÓR 9 3 6 765: 751 6 ÍA 9 2 7 710: 797 4 VALUR 9 0 9 589: 872 0 FELAGSLIF Herrakvöld Gréttu HERRAKVÖLD Gróttu verður haldið í Sjálfstæðishúsinu á Seltjarnarnesi á föstudagskvöldið, 3. nóvember. Húsið verður opnað kl. 19.30 en borðhald hefst kl. 20. Ræðumaður kvöldsins verður Ingimar Sig-urðsson. Aðgangs- eyrir er 2.800 kr. og eru miðar m.a. seldir í Litabæ. Handknattleikur 1. deild kvenna Stjarnan - Haukar...............20:13 Guðný Gunnsteinsdóttir 5, Herdís Sigur- bergsdóttir 5, Ragnheiður Stephensen 5, Sigrún Másdóttir 2, Inga Fríða Tryggva- dóttir 1, Nína Björnsdóttir 2 - Hulda Bjama- dóttir 4, Judit Estergal 3, Auður Hermanns- dóttir 3, Thelma Árnadóttir 2, Harpa Melsted 1, Heiðrún Karlsdóttir 1. ■Fyrri hálfleikur var jafn og staðan í háif- leik var 8:7 fyrir Stjörnuna. I síðari hálfleik tóku Stjömustúlkur sig saman í vörninni og Fanney Rúnarsdóttir, markvörður, varði yfir 20 skot i leiknum. KR-Valur........................24:22 Knattspyrna UEFA-keppnin 2. umferð, seinni leikir: Kerkrade, Hollandi: Roda - Benfica....................2:2 Danny Hesp (60.), Rene Trost (72.) — Hassan Nader 2 (85., 90.). 20.000. •Benfica vann samanlagt 3:2. Minsk, H-Rússlandi: Dynamo Minsk - Werder Bremen......2:1 Alexander Khatskevich (76.), Yuri Shuk- anov (90.) — Marco Bode (26.). 14.000. •Werder Bremen vann samanlagt 6:2. Chisinau, Moldaviu: Zimbru Chisinau - Sparta Prag.....0:2 -Jan Koller (45.), Roman Vonasek (64.). 21.000. •Sparta Prag vann samanlagt 6:3. Volgugrad, Rússlandi: Rotor Volgugrad - Bordeaux........0:1 Anthony Bancarel (82.). 20.000. •Bordeaux vann samanlagt 3:1. Prag, Tékklandi: Slavia Prag - Lugano..............1:0 Vladimir Smicer (62.). 8.821. •Slavia vann samanlagt 3:1. Múnchen, Þýskalandi: Bayern Miinchen - Raith Rovers....2:1 Júrgen Klinsmann (52.), Markus Babbel (64.) - Andreas Herzog (43. sjálfsm.). 15.000. •Bayem vann 4:1 samanlagt. Eindhoven, Hollandi: PSV Eindhoven - Leeds.............3:0 Philip Cocu 2 (11., 74.), John Pemberton (43 - sjálfsm.). 28.500. •PSV vann samanlagt 8:3. Aþena, Grikklandi: Olympiakos - Seville..............2:1 Ilias Sapanis (72.), Andrei Juskoviak (92. - vítasp.) — Davor Suker (110.). 35.000. •Jafnt 2:2. Seville vann á marki skomðu á útivelli. Nottingham, Englandi: Nott. Forest - Auxerre............0:0 28.063. •Nott. For. vann samanlagt 1:0. Liverpool, Englandi: * Liverpool - Bröndby...............0:1 Dan Eggen (78.). .35.878. •Bröndby vann samanlagt 1:0. Brússel, Belgíu: Aalst - Roma......................0:0 11.000. •Roma vann samanlagt 4:0. Rðm, Ítalíu: Lazíó - Lyon......................0:2 - Maurice (21.), Assadourian (57.)v50.000. •Lyon vann samanlagt 4:1. Guimaraes, Portúgal: Guimaraes - Barcelona.............0:4 - Meho Kodro (18.), Oscar Garcia (61.), Albert Celades (66.), Sergi Barjuan (76-)- 10.000. ' •Barcelona vann samanlagt 7:0. Þýskaland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Altmark Stendal - Bayer Leverkusen.0:0 I^everkusen vann í vítaspymukeppni 5:4. KORFUKNATTLEIKUR Hraði og spenna í Seljaskóla Skúli Unnar Sveinsson skrifar HRAÐI, spenna, fjör og mikil mistök einkenndu leik ÍR og Grindavíkur í Seljaskólanum í gærkvöldi. Áhorfendur skemmtu sér konunglega, bæði lið léku mjög hratt, mis- tökin voru fjölmörg, en um- fram allt var leikurinn spenn- andi allt fram á síðustu sek- úndu, en ÍR hafði betur, 82:80. Lokamínúturnar voru mjög spennandi. Grindvíkingar virtust vera að ná undirtökunum og komust í 75:76 þegar 2,30 mín. voru eftir en Herbert Arnarson setti niður þriggja stiga skot og Eirík- ur Önundarson skoraði úr einu víti en Guðmundur Bragason mis- notaði tvö vítaskot í millitíðinni. Staðan því 79:76 þegar 1,10 mín. voru eftir. Herman Myers lagaði stöðuna í 79:78 áður en Herbert keyrði glæsilega inn í vörn gest- anna og setti boltann í körfuna auk þess sem hann fékk eitt víta- skot sem hann nýtti. Guðmundur minnkaði muninn í 82:80 þegar 28 sekúndur voru eftir og Grind- víkingar náðu að vinna boltann þegar 15 sekúndur voru til leiks- loka, en skot Hjartar Harðarsonar mistókst á lokasekúndunni og heimamenn fögnuðu innilega. Lætin byijuðu strax í upphafi og fyrstu mínútu leiksins átti hvort lið einar fimm sóknir án þess að mönnum tækist að skora. Eftir það var leikurinn í járnum, liðin skipt- ust á um að leiða og munurinn varð aldrei mikill. Síðari hálfleikur var engu síðri hvað varðar spennu og skemmtun. Leikmenn héldu áfram að gera helling af mistökum og einnig sáust stórskemmtileg tilþrif. IR-ingar virðast vera að ná upp sömu stemmningu í lið sitt og í fyrra. Rhodes byijaði vel en eftir að Guðmundur fór að gæta hans átti hann erfitt uppdráttar, hann tók þó 23 fráköst sem er mjög gott. Herbert var ekki með sjálfum sér í fyrri hálfleik en sýndi sitt rétta andlit í þeim síðari þegar hann fór hreinlega á kostum. Bak- verðirnir Jón Órn Guðmundsson og Eiríkur Önundarson voru báðir lengi í gang og þá sérstaklega sá síðarnefndi sem virtist óöruggur í upphafi. Eftir að þeir hrukku í gang léku þeir vel. Besti maður IR var þó hinn 21 árs gamli Guðni Einarsson sem fékk það erfiða hlutverk að gæta Guðmundur Bragasonar. Hann gerði það með glæsibrag og það eru ekki margir íslenskir leikmenn sem geta haldið Guðmundi eins á mottunni og Guðni gerði að þessu sinni. Frábær varnarmaður. ÍR lék maður á mann vörn allan leikinn og gekk það þokkalega þar til Rhodes fékk sína fjórðu villu er 7 mín. voru eftir. Þá fékk Myers að leika laus- um hala í teignum og spurning hvort .ekki hefði mátt láta Guðna reyna sig gegn honum. Grindvík- ingar léku einnig maður á mann vörn en breyttu fjórum sinnum í 1-2-2 pressuvörn með góðum ár- angri og náðu tvívegis knettinum með þeim hætti. Hjá gestum var Myers illviðráðanlegur og virðist vera mjög traustur leikmaður sem gerir Iítið af mistökum. Hann réð þó illa við Rhodes í upphafi og skipti því við Guðmund. Guðmund- ur hefur oft leikið betur í sókninni en hann var með gríðarlega sterk- an varnarmann á sér. Unndór var Blöndal skrifar frá Keftavik sprækur og Helgi Jónas átti góðar rispur en Marel náði sér ekki vei á strik enda gætti Herbert hans vel. Sannfærandi hjá Keflvíkingum Við lékum illa í fyrri hálfleik bæði í vörn og sókn en í þeim síðari bættum við leik okkar og þá fór þetta að ganga og ég get ■■■■■■ varla verið annað Björn en ánægður með þessi úrslit,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmað- pr Keflvíkinga, eftir að lið hans hafði unnið sannfærandi sigur á Skallagrími frá Borgarnesi, 99:74, í Keflavík í gærkvöldi. í hálfleik var staðan 42:39 fyrir heimamenn. Leikurinn var frekar jafn fram- anaf og munaði þar mestu um að sú leikaðferð Borgnesinga að halda hraða leiksins niðri gekk fullkomiega upp. í upphafi síðari hálfleiks náðu Keflvíkingar fljót- lega afgerandi forskoti sem virtist setja Borgnesinga algerlega út af laginu því þeir náðu aldrei að ógna sigri heimamanna eftir það. Tals- verð harka var í leiknum og í þrí- gang fengu leikmenn tæknivillu fyrir kjaftbrúk og setur slík fram- koma ljótan blett á íþróttina. Albert Óskarsson lék mjög vel í fyrri hálfleik hjá Keflvíkingum og Guðjón Skúlason skoraði grimmt í þeim síðari. Falur Harð- arson, Davíð Grissom og Lenear Burns léku einnig vel. Alexander Ermolinskij var besti maður Borg- nesinga ásamt Gunnari Þorsteins- syni. Létt hjá slökum Haukum Haukar voru langt frá sínum besta leik þegar þeir mættu Skagamönnum í íþróttahúsinu við Strandgötu í gær- jvar kvöldi. En til láns- Benediktsson ins fyrir Hafnfirð- skrifar jnga var aldrei glæta í leik gest- anna frá upphafi til enda svo slak- ir leikmenn Hauka innbyrtu auð- veldan sigur, 91:68. Haukar náðu strax öruggri for- ystu og eftir tíu mínútur höfðu þeir gert tuttugu stig en gestirnir aðeins sex og hafði Milton Bell þá gert öll stig ÍA. Örlítið hresst- ist yfír döprum sóknarleik Skaga- manna þegar á hálfleikinn leið og þegar farið var til búningsher- bergja í hálfleik, höfðu þeir gert 32 stig, heimamenn 45. Seinni hálfleikur byrjaði fjör- lega en það stóð stutt yfir, en það tók fljótt undan og það sótti í sama farið og áður. Varnarleikur beggja liða var tilkomulítill og sóknarleik- urinn mistækur og einhæfur, eink- um hjá Skagamönnum. Hann gekk aðallega út á að stilla upp í þriggja stiga skot fyrir Milton Beli. Það gekk þokkalega um tíma, en síðan hætti hann að hitta og þá datt allur botn úr sóknaraðgerðum ÍA og Haukar bættu í seglin á lo- kakaflanum og sigruðu örugglega. Jón Arnar Ingvarsson var besti maður Hauka í leiknum og sá eini sem á hrós skilið ásamt Ivari As- grímssyni sem var drjúgur í síðari hálfleik. Skagaliðið var ein flatn- eskja og leikmenn þar á bæ verða að gera betur í framhaldinu ætli þeir sér ekki að lenda í basli þeg- ar á líður. Björn Björnsson skrifar frá Sauöárkróki Góð hittni Tindastóls Tindastólsmenn unnu sjöunda leikinn á tímabilinu er þeir sigruðu Þór 98:66 á Sauðárkróki. Ekkert var skorað fyrstu eina og hálfa mínútuna, en þá tókú heimamenn við sér en Þórsarar náðu að fiska aðra villuna á Torrey strax á 4. mín- útu. Þá lét Páll Kolbeinsson þjálf- ari Hinrik dekka Fred Williams og náði hann að halda honum niðri allan leikinn. Heimamenn, sem léku góða vörn dyggilega studdir af 600 áhorfendum, náðu að auka forskotið úr fjórum stigum í 20 um miðjan fyrri hálfleik. Þegar þijár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fékk Torrey sína fjórðu villu og gat lítið beitt sér eftir það. Þórsarar náðu tvívegis að minnka muninn niður í tíu stig en um miðjan háifleikinn voru Fred Williams og Konráð Óskars- son komnir með fjórar villur og róðurinn orðinn þungur. Tinda- stóismenn gengu á lagið og juku muninn og þegar íjórar mínútur voru eftir fór Williams útaf með fimm villur og þá var eftirleikurinn auðveldur. Sigur Tindastóls byggðist á þrennu; sterkri vörn, góðri hittni úr þriggja stiga skotum og góðum stuðningi áhorfenda. „Við hittum vel og vorum tilbúnir í slaginn og staðráðnir í að sigra á heimavelli. Vörnin small saman og hittnin var góð og við erum í toppbarátt- unni,“ sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari Tindastóls. „Við vinnum ekki leik ef við komum hræddir í húsið,“ sagði Jón Guðmundsson, þjálfari Þórs. „Við höfðum ekki trú á því sem við vorum að gera og spilið var eftir því. Hinrik dekkaði Fred vel og við náðum ekki að nýta hann eins og við ætluðum." Að leik loknum fékk Fred brott- rekstrarvíti eftir orðaskipti við Leif dómara og á því yfír höfði sér leikbann. HESTAR KORFUKNATTLEIKUR Enn eitl frákastid Morgunblaöiö/bvernr JOHN Rhodes, þjálfari og leikmaður ÍR, tók 23 fráköst gegn Grindvíking- um í gær og hér er hann að taka eitt slíkt án þess að Hjörtur Harðar- son geti komið í veg fyrir það. KR-ingar íerfið- leikum KR-INGAR þurftu á öllu sínu að halda til að vinna Blika í gær- kvöldi í Smáranum en klaufa- skapur Blika á lokamínútum hvors hálfleiks varð þeim dýr- keyptur og KR vann 81:90. „Okkur hrjáir ákveðið reynslu- leysi en þetta er allt á réttri ieið,“ sagði Birgir Guðbjörns- son, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. Vesturbæingar byrjuðu sprækir og höfðu um miðjan hálfleik 13:30 forskot. En þá var eins og lið- ið ætlaði að láta það duga því baráttan datt niður. Blikum tókst með góðri bar- áttu að jafna 36:36 þegar tvær mínútur voru eftir og hefðu haft forystu í leikhléi ef þeir hefðu ekki klúðrað niður sóknum í lokin og fært KR-ingum stig á silfur- fati. Síðari hálfleikur var kaflaskipt- ur, svipað og sá fyrri, og lokasprett- inn átti KR. Ef miðað er við þennan leik er stutt í næstu tvö stig Blika, liðið átti marga góða kafla en tapaði á nokkrum slæmum. Michael Thoele var bestur og tók 18 fráköst en með slaka nýtingu á skotum eins og raun- ar allt liðið. Halldór Kristmannsson og Erlingur Snær Erlingsson tóku sérlega góðar rispur. „Við spilum vel í nokkrar mínútur en dettum svo niður. Við leikum of óagað, eigum í vandræðum með að ná fráköstum og spilum oft of stutt- ar sóknir,“ sagði Hermann Hauks- son, besti leikmaður KR, sem nýtti m.a. 12 af 13 skotum inní teig. Jonat- han Bow tók 8 fráköst, Ingvar Orm- arrsson hitti vel eftir hlé og Lárus Árnason var góður. Stefán Stefánsson skrifar Valsmenn enn án stiga Njarðvíkingar unnu frekar auðveldan sigur gegn Vaismönnum eins og við var búist þegar liðin mættust í Ljóna- ■■■■■ gryfjunni í Njarðvík í Qíslj gærkvöldi. Lokatölur Blöndal urðu 90:72 eftir að stað- skrifarfrá an í hálfleik hafði verið Njarðvík 38:31. Þar með eru Vals- menn enn eina liðið í úrvalsdeildinni án stiga. Fyrri hálfleikur var frekar tíðinda- lítill að undanskildu því að fyrstu 15 stig Njarðvíkinga komu öll eftir 3ja stiga skot frá Teiti Örlygssyni og Friðriki Ragnarssyni. Leikaðferð Valsmanna var að halda leiknum niðri og það tókst þeim með góðum árangri í fyrri hálfleik. Njarðvíkingar mættu grimmir til síðari hálfleiks og náðu strax að keyra upp hraðann. Þetta setti Valsmenn út af lag- inu og leikur þeirra fór að riðlast og fljót- lega varð ljóst að þeir urðu að sætta sig enn eina ferðina að vera í hlutverki músarinnar. Hjá Njarðvíkingum voru þeir Teitur Örlygsson, Friðrik Ragnarsson, Páll Kristinsson og Rondey Robinson bestu menn. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 B 3 KNATTSPYRNA Nokkur óvænt úrslit í UEFA-keppninni Lazio tapaði á heimavelli NOKKUR óvænt úrslit urðu í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða í gærkvöldi en þá fóru seinni leikirnir f ram. T ap Liverpool gegn Bröndby vakti mesta athygli en Lazio stóð heldur ekki undir væntingum. Lazio vann Juventus 4:0 í ítölsku deildinni sl. sunnudag og ótt- aðist Guy Stephane, þjálfari Lyon, að ítalska liðið héldi áfram á sömu braut í Róm í gærkvöldi en annað kom á daginn. Lyon vann fyrri leikinn 2:1 og gerði betur á úti- velli, vann 2:0. Florian Maurice skoraði á 21. mínútu en tveimur mínútum síðar fékk Giuseppe Sig- nori tækifæri til að jafna úr víta- spyrnu. Honum tókst það ekki, skaut.í slá, og eftir það var sem allur kraftur væri úr heimamönn- um sem léku án markvarðarins Lucas Marchegianis, varnar- mannsins Joses Chamots frá Arg- entínu og miðjumannsins Diegos Fusers. Eftir að Eric Assadourian hafði bætt öðru marki við á 57. mínútu drógu gestirnir sig aftur í vörn og héldu fengnum hlut. Raith stóð í Bayern Leikur Bayern Múnchen og Raith Rovers, sem sló Akranes út úr keppninni, var ekki vel leikinn. Bayern vann 2:0 í Skotlandi og þýska liðið var betra í fyrri hálf- leik en Frakkinn Jean-Pierre Papin misnotaði vítaspyrnu um miðjan hálfleikinn og skömmu fyrir leik- hlé gerði Andreas Herzog sjálfs- mark. Fljótlega í seinni hálfleik munaði litlu að Raith kæmist í 2:0 en Tony Rougier missti marks. Júrgen Klinsmann, sem gerði bæði mörk Bayem í fyrri leiknum, jafn- aði á 52. mínútu eftir sendingu frá Alexander Zickler og Markus Babbel tryggði þýska liðinu 2:1 sigur og 4:1 samanlagt með marki um miðjan hálfleikinn. Otto Rehhagel, þjálfari Bayern, er ekki vanur að vera með afs- akanir en hann sagði að erfitt væri að leika gegn liði eins og Raith sem byggði á að senda bolt- ann sem lengst og hlaupum auk þéss sem sumir leikmenn sínir hefðu talið seinni leikinn formsatr- Tími breytinga og þróunargenginn í garð hjá Landsambandi hestamannafélaga Landsmót verða haldin annað hvert ár Valdimar Kristinsson skrifar Heldur þótti kveða við nýjan tón á 46. ársþingi Landsambands hestamannafélaga sem haldið var í Garðabæ á föstudag og laugardag. Ákveðið var að landsmót skyldu haldin annað hvert ár, sameiningar- málin þóttu fá nýjan og betri byr í seglin og mjög róttækar breytingar voru gerðar á gæðingakeppninni. Þótti afgreiðsla þingsins á þessum og ýmsum öðrum málum framsækn- ari en almennt hafði verið búist við enda þingin verið gagnrýnd fyrir þunglamalega og íhaldsama af- greiðslu á mörgum málum. Töldu margir sem með fylgdust að aldrei hafi verið teknar jafn margar afdrifa- ríkar ákvarðanir á einu þingi samtak- anna. Skriður á sameiningu Samþykkt var að tillögu stjórnar að skipa þijá menn í sameiginlega nefnd með Hestaíþróttasambandi Is- lands sem skuli finna leiðir til að mynda ein samtök hestamanna í land- inu sem háfi þau markmið og tilgang að sinna öllum þáttum hestamenns- kunnar. Skal nefndin ljúka störfum eigi síðar en 1. maí 1996 og verði niðurstaðan send til kynningar aðild- arfélögum L.H. Þykir málið bera að með þeim hætti nú að full alvara sé á ferðum. L.H. skipaði nefnd ásamt H.l.S. fyrir tveimur árum til að fjalla um sameiningu en sú nefnd þótti skila litlum árangri þrátt fyrir greinagóð fyrirmæli þings. Fyrir hönd L.H. í nefndina nú voru kosnir þeir Svein- björn Sveinbjörnsson Gusti, Sigfús Helgason Létti og Haraldur Þórarins- son Sleipni. Allir eru þessir menn já- kvæðir fyrir sameiningu svo framar- lega sem ekki komi upp alvarlegir þröskuldar. Voru þingfulltrúar sem rætt var við almennt bjartsýnni nú en áður að góður skriður kæmist á sameiningarmálin. Fjörleg forkeppni Margháttaðar breytingar voru gerðar á reglum um gæðingakeppni L.H. og ber þar hæst breytt útfærsla á forkeppni. Samkvæmt samþykkt þingsins skal nú á fjórðungs- og lands- mótum vera með þrjá til fimm hesta á vellinum í senn og þeir sýni aðeins tölt og brokk í B-flokki en auk þess skeið í A-flokki. Gefnar verða ein- kunnir og fer að lágmarki tvöfaldur sá fjöldi sem verða í úrslitum áfram í kepppni úrvals gæðinga. Þar er keppt samkvæmt eldri reglum L.H. þar sem einn hestur er á vellinum í senn og dæmdar eru allar gangteg- undir. Þessi breyting er talin hvort- tveggja í senn, spara tíma og gera forkeppnina meira aðlaðandi fyrir áhorfendur. Þá kom fram í máli manna að þetta form gæti virkað livetjandi til aukinnar þátttöku. Einn- ig var gerð breyting á úrslitakeppni B-flokks á þann veg að hraðabreyt- ingar á tölti voru felldar út en þess í stað farnir allt að tveir hringir á hægu tölti á hvora hönd. Þriðja stórmál og kannski ekki það veigaminnsta er fjölgun landsmóta. Eftir landsmótið 1998 verða lands- mótin haldin annað hvert ár sam- kvæmt samþykkt þingsins sem leiða mun af sér margháttaðar breytingar á stórmótafýrirkomulagi sem ekki eru fyrirséðar. All nokkur umræða var um landsmótin og komu meðal ann- ars fram hugmyndir um að þau yrðu rekin með auknum hagnaðarsjónarm- iðum. Enfremur var samþykkt að endurskoða rekstrarform, innihald og fjármál landsmóta. Ennfremur rammasamning við Bændasamtök ís- lands, eftirgjald til samtakanna, ákvörðun um landsmótsstað með þriggja ára fyrirvara og skilgreiningu á aðstöðu mótssvæða sem þarf til landsmótshalds. Af þessu má sjá að vænta má breytinga á næstu árum á mótahaldi almennt. En það verða víðar breytinga að vænta því fram kom í máli Kristins Hugasonar hrossaræktarráðunauts að fyrirkomulag leiðbeiningarþjón- ustunnar stæði allt opið fyrir breyt- ingum og taldi hann ekki ólíklegt að búið yrði að einkavæða hana innan tíu ára auk annarra breytinga" sem hugsanlega verða á fyrirkomulagi. Mjög snarpar umræður urðu uni fjárhagsáætlun en þar komu fram tvær tillögur. Fjárhagsnefnd þingsins klofnaði í afstöðu sinni og var skilað tveimur tillögum til þingsins. í tillögu minnhlutans var lagt til að skrifstofa samtakanna yrði aðeins opin hálfan daginn og með því yrðu sparaðar ein og hálf milljón króna. Jafnframt var lagt til að árgjöld hestamannafélag- anna til L.H. yrðu lækkuð sem því næmi. Urðu viðbrögð við þessari til- lögu all hörð og taldi formaðurinn Guðmundur Jónsson að hér væri nán- ast um niðurrifsstarfsemi að ræða. Þær breytingar urðu á stjórn sam- takanna að Sigurgeir Bárðarson Geysi, kom inn í stað Sigfúsar Guð- mundssonar Smára, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. í varastjórn voru kjörin Haraldur Þórarinsson Sleipni, Guðlaug Hermannsdóttir Létti, Agúst Oddsson Sörla, Birgir Rafn Gunnarsson Páki, og Marteinn Valdimarsson Glað. Aðrir í stjórn eru Guðmundur Jónsson formaður, Guð- brandur Kjartansson Fáki, Sigbjörn Björnsson Faxa en báðir voru nú end- urkjörnir, Jón Bergsson Freyfaxa, Halldór Gunnarsson Feyki og Krist- mundur Halldórsson Gusti. iði. „Fyrir leikinn varaði ég menn við og sagði að Raith væri betra en talið væri í Þýskalandi." Leeds hindraði ekki PSV PSV átti ekki í erfiðleikum með Leeds og vann 3:0 í Eindhoven en hollenska liðið vann 5:3 í Leeds. Leikurinn var opinn til að byija með; Leikmenn Leeds reyndu að senda boltann langt inn á Carlton Palmer en PSV svaraði með snöggum sóknum með Luc Nilis í fararbroddi. Á 11. mínútu fann Nilis Philip Cocu og hann braut ísinn. Eftir þetta fékk Leeds nokk- ur færi en leikmenn liðsins fóru illa að ráði sínu og tveimur mínút- um fyrir hlé truflaði Nilis John Pemberton og varnarmaðurinn gerði sjálfsmark. Cocu átti síðan síðasta orðið stundarfjórðungi fyr- ir leikslok. Dick Advocaat, þjálfari PSV, skipti þá þremur lykilmönn- um út af enda úrslitin ráðin. Roda sofnaði á verðinum Leikmenn Roda sofnuðu heldur betur á verðinum gegn Benfíca þegar 18 mínútur voru til leiks- loka. þeir voru 2:0 yfir og staðan 2:1 samanlagt en þá bökkuðu þeir til að halda fengnum hlut. Er fímm mínútur voru eftir ætlaði miðherj- inn Wdwin Vurens að senda knött- inn aftur til varnarmanna en Ma- rokkómaðurinn Hassan Nader náði knettinum og skoraði. Við það þurftu leikmenn Roda að koma úr varnarskelinni til að freista þess að bæta við marki en við það opnaðist vörnin og Neder náði að skora öðru sinni og jafna á síðustu mínútu. Benfica fagnaði því 3:2 sigri samanlagt en Roda sat eftir með sárt ennið. Forest áfram Nottingham Forest hélt uppi. heiðri bresku liðanna en tæpt var það — liðið fór áfram á útimarki Steves Stones fyrir hálfum mán- uði. í gærkvöldi tók Forest á móti Auxerre og átti ekki skot að marki mótheijanna þegar liðin gerðu markalaust jafntefli í hörðum leik. Corentin Martins var stöðugt skapandi hjá Frökkunum en vörn heimamanna var sterk og sérstak- lega Colin Cooper og Steve Shettle auk þess sem Mark Crossley varði vel. Seinni leikur Werder Bremen og Dynamo Minsk var formsatriði þar sem þýska liðið vann heima- leikinn 5:0. Þjóðveijarnir komust í 1:0 með marki Marcos Bodes um miðjan fyrri hálfieik og tóku lífinu með ró eftir það. Alexander Khatskevich jafnaði stundarfjórð- ungi fyrir leikslok og Yuri Shuk- anov gerði sigurmarkið úr víta- spyrnu á síðustu mínútu. Bordeaux varðist vel Anthony Bancarel tryggði Bordeaux 1:0 sigur gegn Rotor í Volgograd en hann skoraði með góðu skoti átta mínútum fyrir leikslok. Bancarel átti skot í stá snemma í leiknum og var nálægt því að skora skömmu fyrir hlé en lánið lék ekki við hann fyrr en undir lokin. Rotor, sem hafði betur gegn Manchester United í fyrstu umferð, sótti stíft í seinni hálfleik en komst lítt áleiðis gegn sterki vörn Bordeaux sem vann fyrri leik- inn 2:0.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.